Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977 15 Auðun Auðunsson, skipstjóri: Afstýrum þjóðarvoða Undanþágusamningar til handa útlendingum, aðallega til handa Bretum, eru orsök efnahagserfið- leika okkar nú. Eftir hrun síldar- stofnsins vegna rányrkju og þar af leiðandi aukinnar sóknar ís- lendinga sjálfra i þorskstofninn hér við land, voru verndunarað- gerðir til öryggis þorskstofninum komnar í algjöra eindaga 1971. Vegna veikrar efnahagsstöðu þjóðarinnar, og vegna þeirrar staðreyndar, að ekki var í annað hús að venda, þar sem nýting ann- arra auðlinda var ekki tiltæk með stuttum fyrirvara eftir þjóðar- áfallið af drápi sildarstofnanna, urðu íslendingarnir að öðlast yfir- ráð og afrakstur allra fiskstofna við ísland. Þetta ættu nú að vera augljósar staðreyndir öllum, svo að ekki þarf um að deila. Þess vegna hefur allt skilningsleysi upp i ofbeldisaðgerðir af hálfu útlendinga til þess að koma i veg fyrir nauðsynlegar neyðaraðgerð- ir Islendinga verið blátt áfram tilræði við tiiveru íslenzkrar þjóð- ar. Ekkert blasir við í dag annað en að allir Islenzkir stjórnmála- menn hafi verið sér þess algjör- lega ómeðvitandi, hvert stefndi með tilveru bolfiskstofnanna á ís- landsmiðum. Með aukinni sókn í bolfiskinn, sem efnahagsástandið krafðist, hlutu að bíða þorsksins sömu örlög og síldarinnar. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir var ekkert gert árum saman af hálfu íslenzkra stjórnvalda til þess að koma nauðsynlegum að- gerðum í framkvæmd. Fyrstu aðgerðirnar eru tilkynn- ingin um útfærsluna í 50 mílur 1. sept. 1971. Þrátt fyrir að nauðar- ástand og neyðarréttur blasti við var beðið i heild 12 mánuði með framkvæmdir. Útfærslan i 50 mil- urnar kom ekki til framkvæmda fyrr en 1. sept. 1972. Síðan hafa Englendingar einir veitt á milli 500.000 og 600.000 tonn innan is- lenzkrar lándhelgi af þorski. Fiskastærðin hefur verið niður í 32 sm. Og verið markaðsvara í Englandi allt tímabilið á sama tíma og gilt hefur á íslandi regla um 42 sm lágmarksstærð. Hefur Bretum tekist þetta vegna kunn- áttuleysis íslenzkra stjórnvalda i alþjóðlegum .samskiptum, van- beitingu landhelgisgæzlunnar við hernaðarofbeldisaðgerðum brezka flotans. Afleiðingarnar blasa við í dag. Þorskurinn, sem Englendingar tóku á þessu tíma- bili meðal annars skv. glæfra- legum samningi sem leyfði við þessar neyðaraðstæður hömlulitl- ar veiðar innan íslenzkrar land- helgi, allt að 140 skipum og árs- afla sem reyndist um 150.000 tonn á ári þau tvö ár sem hann gilti, er nákvæmlega það sem vantar í þorskstofninn við ísland i dag. Þessa tölu má meira en tvöfalda vegna þeirrar staðreyndar, að ef Englendingar hefðu ekki drepið hann, hefði hann fengið að vaxa eðlilega með tilliti til okkar sökn- ar. Stærð hrygningarstofnsins væri þá í dag nægjanlega sterkur til þess að viðhalda eðlilegri end- urnýjun, en ekki i þvi mikla hættuástandi, sem nú ríkir. Stað- an í dag er sú, að enginn treystir sér til þess að fyllyrða að núver- andi stærð hrygningarstofnsins sé nægjanlega stór til þess að tryggja viðhald stofnsins. í dag blasir við þvi ömurleg óvissa um framtið þorskstofnsins og þar með tilvera efnahagslífs og sjálf- stæðis íslendinga. Afli okkar nú af þorski ætti að vera minnst 100.000 tonnum meiri á ári heldur en fiskifræð- ingar telja nú að óhætt sé að veiða. Jafnframt ætti afli okkar af öðrum botnlægum fiskitegundum að vera milli 60.000 til 80.000 lest- um meiri en nú er mögulegt að ná. Afdrif þessara stofna, aðal- lega karfa og ufsa, hafa verið þau, að Þjóðverjar hafa fengið þá á svipaðan máta og Englendingar þorskinn. Og nú siðast gerðist það þjóðarslys og hneyksli, að Þjóð- verjum voru blátt áfram afhentar leyfarnar af þessum fiskistofnum við landið og njóta þessa réttar fram undir lok þessa árs án þess að nokkur verðmæti hafi á móti komið. Á það skal bent hér, að brezk og þýzk togaraútgerð hefur á öllu þessu timabili notið mikilla rikisstyrkja. Hefur þetta orsakað, að fiskurinn hefur verið seldur á fiskimörkuðum Þýzkalands og Bretlands langt fyrir neðan heimsmarkaðs framleiðslukostn- aðarverð. Þessar opinberu að- gerðir brezku og þýzku ríkis- stjórnanna hafa svift islenzkan sjávarútveg samkeppnisaðstöð- unni á mörkuðum Bretlands og Þýzkalands. Aldrei hefur sézt nein athugasemd frá opinberum eða hálf-opinberum aðilum til ábendingar því gífurlega tjóni, sem þessar aðgerðir brezku og þýzku ríkisstjórnanna hafa valdið íslenzkum sjávarútvegi. Þvert á móti hafa þessar rikisstjórnir ver- ið að biðja okkur um skilning á sinum eigin vandamálum. Þetta hefur kostað okkur og kostar nú 'A af útflutningstekj- um, sem við nú ættum að hafa og Framhald á bls. 26 Globusii LÁGMÚLI 5. SÍMI81555 CITROENA CX -2200 Diesel Af sérstökum ástæðum eigum við til afgreiðslu tvo CX 2200 Citroen díesel bíla, sem eru sérstaklega heppilegir til leigubílaaksturs. Verð til atvinnubílstjóra um kr. 2,500.000,- Upplýsingar hjá sölumanni í síma 81 555,... CITROÉN* LJOSRITUNAR- i læVuvuvvú \\ev^avc \caov Komió og sjáiö svarl á hvílu Viá bjódum ydur frá nýja tegund Ijósritunarvéla. I stad vökva er notad þurrt duft, sem þrykkt er á pappírinn med 1000 kg. þrýstingi. þetta er nýiasta Ijósritunartæknin Stœrd afrita allt ad A3. 43,2x29,8 cm. hvad þessi nýja tcekni býdur. SUIFSTIFIViLAR I.F. HVERFISGATA Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.