Morgunblaðið - 17.05.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 17.05.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17, MAI 1977 -Skyndiverkfall Framhald af bls. 36 mönnum yðar við lestun, iosun og önnur störf við Reykjavíkurhöfn og hófst klukkan 13 í dag. Áskilj- um vér oss allan rétt til skaðabóta frá félaginu eða einstökum félags- mönnum þess vegna, vegna þess tjóns, er umbjóðendur vorir kunna að verða fyrir af þessum sökum. Vinnuveitendasamband tslands — Barði Friðriksson." Morgunblaðið spurði í gær Björn Jónsson, forseta ASÍ, um þessar aðgerðir við höfnina I Reykjavík og hvort það væri 10- manna nefnd ASt, sem ákveðið hefði að hefja skyndiverkfallið. Björn kvaðst ekki kannast neitt við þá ákvörðun og vísaði til for- ystumanna Dagsbrúnar um þetta verkfall. Hér væri um að ræða félagsmenn þess félags. Ástæða þess, að Morgunblaðið spurði, var ályktun, sem bak- nefnd ASt samþykkti 7. maí síðastliðinn, þar sem nefndin samþykkti yfirvinnubannið, sem hófst um mánaðamótin. Þar sagði: „Fundurinn felur 10- manna nefndinni og samninga- nefndinni að fjalla áfram um framhaldandi baráttuaðferðir í ljósi þróunar samningamálanna. Fundurinn felur nefndunum að hafa stöðugt frekari aðgerðir til íhugunar og eiga frumkvæði að þeim hvenær sem nauðsynlegt er metið til þess að knýja fram viðunandi lausn kjaradeilunnar." I 10-manna nefnd ASt eiga sæti eins og kunnugt er formenn landssambandanna, sem aðild eiífa að ASÍ, forseti þess og vara- forseti. Forseti ASt er jafnframt formaður samninganefndar þess. Þá ræddi Morgunblaðið í gær við Guðmund J. Guðmundsson, varaformann Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Morgunblaðið spurði fyrst Guðmund, hvort skyndiverkfall hafnarverkamann- anna væri ekki ólöglegt. Hann svaraði: „Sjálfsagt er það, ef félög standa fyrir því hér, en þetta er nú löglegt á Norðurlöndum." „En eiga menn ekki að hafa íslenzk lög á Islandi?" „Jú, jú, en hins vegar en engin stjórnarsamþykkt til í þessu máli hjá Dagsbrún." „En þegar Dagsbrúnarmenn voru spurðir, sögðust þeir hafa fengið fyrirmæli um verkfallið frá félaginu. Þetta hefði ekki ver- ið undirbúið af þeim sjálfum." „Hvað er Dagsbfúnarmaður?" spurði Guðmundur. „Þarna eru fjögur til sex hundruð manns." „Og þeir hafa kannski ekki allir vitað, hverju þeir áttu að svara, er þeir voru spurðir?" Við þessari spurningu hló Guðmundur J. Guðmundsson, en sagði síðan: „Sjálfsagt er ekki hver einasti maður inni í því, en þarna er búið að ólga og krauma í mannskapnum lengi og gerir enn. Þetta er óskaplega harðsnúinn hópur, hafnarverkamenn hafa alltaf verið mjög samstilltir og hafa oftast haft frumkvæðið, eru kjarni félagsins. Sjálfsagt hafa ekki allir 600 ákveðið þetta, en stór hópur innan þeirra, sem fengið hefur gífurlegan hljóm- grunn. Þetta hefur verið til um- ræðu í marga daga.“ „Varst þú á hafnarsvæðinu í morgun?“ „Já, ég var það. Eg fer stundum niður á höfn, alls ekki ósjaldan." „Og þú hefur þá sjálfsagt latt þá til þessarar aðgerðar og skýrt fyrir þeim, að þetta samrýmist ekki íslenzkum lögum?" „Það er ekki á nokkurs manns færi að halda stórum hópi verka- manna í skefjum. Hitt er annað mál, að ég ætla ekki að taka að mér að vernda vinnuveitendur fyrir þeim.“ „En kannski viltu vernda lög- in?“ „Ég veit ekki, hvort menn, sem eru gramir og leiðir yfir því hvað samningavafstríð gengur seint og að fulltrúum þeirra er að mestu haldið aðgerðalausum hér á fund- um, séu sérstaklega að glugga í lagabækur. Hitt cr annað mál, að i þessu speglast kannski fyrst og fremst reiði gagnvart atvinnurek- endum og þá t r þctta kannski aðviirun til Dagsbrúnar og samn- ínganefndárinrotr um að þeir vilji meiri aðgerðir. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við helztu skipafélögin, sem skyndiverkfallið bitnar á. Axel Gíslason, framkvæmdastjóri skipaútgerðar StS, kvað skyndi- verkfallið koma sér afar illa fyrir Sambandið. Tvö skip eru nú í Reykjavíkurhöfn, sem eru á veg- um StS, Hvassafell og leiguskipið Svealith. Þá var Mælifell væntan- legt til Reykjavikur í gærkveldi. Sigurjón Stefánsson hjá Togaraafgreiðslunni kvað þetta koma illa við þau skip, sem þeir þjónustuðu. I höfninni eru nú 2 togarar, sem uppskipun hófst úr i gærmorgun. Dagurinn i gær var svo stuttur, sagði Sigurjón, að ekki vannst timi til þess að gera neitt að ráði. Hann kvað fisk liggja undir skemmdum i öðrum togaranum, Engey, sem þurft hefði að losa i siðustu viku, en hefði gengið illa vegna yfirvinnu- bannsins. Hinn togarinn, Snorri Sturluson, kom inn í gærmorgun, en Sigurjón kvað allt í lagi með aflann i honum, þar sem hann væri vel ísaður og skipið verið i stuttri veiðiferð. Togaraafgreiðsl- an hefur og afgreiðslu fyrir skipa- deild Sambandsins og Hafskip. Uppskipun lagðist niður í tveim- ur skipum Hafskips, Hvitá og Laxá, í gær. Guðmundur Einarsson, for- stjóri Ríkisskips, kvað skyndi- verkfallið hafa stöðvað afgreiðslu við Heklu. Hann kvað áætlun skipa Skipaútgerðar ríkisins löngu hafa brostið vegna yfir- vinnubannsins, en hins vegar hefðu starfsmenn Ríkisskips bor- ið þá von i brjósti að unnt yrði að afgreiða Heklu fyrir helgi. Nú væri það borin von, þar sem fimmtudagurinn, uppstigningar- dagur, væri frídagur. Það kom greinilega fram á samningafundunum i gær, að vinnuveitendur voru mjög gramir vegna hins ólöglega verkfalls, sem þeir svo kölluðu. Einn vinnu- veitenda sagði við Morgunblaðið, að nú væri hin mikla spurning, hvort rikisstjórnin ætti ekki að taka í taumana. Hvar er fram- kvæmdavaldið? — spurði þessi fulltrúi vinnuveitenda. Á ekki það að sjá um að lög landsins séu haldin? Hann kvað hér um al- gjöra nýlundu vera að ræða, leik- reglur lýðræðisins hafa verið brotnar. — Stríðsástand Framhald af bls. 1. ávarpi og sagðist hafa skipað her landsins að vera við öllu búinn og gefið fyrirskipun um að skotið skyldi á hverja þá flugvél frá Rhódesíu, sem kæmi inn f loft- helgi Zambíu. Kaunda fékk sl. fimmtudag skilaboð frá David Owen um að sér hefði verið tjáð af yfirvöldum í Rhódesíu, að þau teldu að þau kynnu að þurfa að gera árás á stöðvar skæruliða i Zambíu. Ekki er gert ráð fyrir að þessi yfirlýs- ing Kaundas þýði, að stríð sé skollið á og til átaka komi við Zambesifljót, þar sem 5000 manna herlið Zambiu er staðsett. Zambíustjórn lokaði landa- mærunum þar 1973, en Kaunda forseti er mjög herskár stuðnings- maður þjóóernishreyfinga blökkumanna í Rhódesíu. — Eitt kaldasta Framhald af bls. 2 slóðir væri allt á kafi í snjó, þó ekki væri ófærð á vegum. Sagði Ari, að bændur væru með allt fé inni og eftir því sem fleiri ær bæru, þrengdist í húsum. Miðað við ástandið nú mætti gera ráð fyrir að fé þyrfti að vera nokkuð lengi inni enn. Fram kom hjá Ara, að mikill snjór er í Bárðar- dal, Mývatnssveit, Reykjahverfi, Reykjadal og Aðaldal og hefur snjó viða ekki tekið upp frá i nóvember. — Þetta er með verstu vorum sem menn muna og það fylgir þvi bæði mikil fyrirhöfn og kostnaður að þurfa að hafa allt fé svona lengi inni. Til dæmis má gera ráð fyrir að fóðurkostnaður á hverja borna á sé mijli 60 og 80 krónur á dag. Menn eru þó ekki komnir i þrot með hey, sagði Ari að lokum. — Nauðlending Framhald af bls. 21 hef aldrei verið sjóveik áður, en ég fékk að kynnast því þarna. Þau hjónin voru sammála um það að það hefði verið tekið mjög vel á móti þeim hér á landi, maður henn- ar kom á sunnudaginn, en hann hefði komið til Keflavíkur einu sinni áður, fyrir 1 6 árum, en hann segist fljúga í frístundum. Ætlaður að hætta fljúga eftir þetta? — Nei, það vil ég alls ekki, ég er einmitt nýbyrjuð að kenna einum syni mínum aðfljúga og ég veit ekki annað en að hann vilji halda áfram Ég hef um 300 flugtíma að baki oo þetta flug hjá mér er ekki tóm- stundagaman lengur heldur hef ég atvinnu af þessu ferjuflugi Þetta átti að vera í 10. sinn, sem ég færi yfir Atlantshafið, en ferðirnar eru enn ekki nema níu og hálf Að lokum vildu þau taka fram að þau hefðu notið mjög góðs aðbún- aðar hér á landi og kváðust mjög þakklát fyrir góða móttökur við þess- ar óvenjulegu aðstæður. — Ekki í fram- boð aftur Framhald af bls. 36 til að sprikla þar.“ Ásgeir kvaðst aftur á móti ekki hafa tekið neina ákvörðun um það hvort hann drægi sig einnig í hlé frá félagsstörfum fyrir bændastéttina. „Hins vegar ætla ég að halda áfram búskap meðan ég get svona til að hafa eitthvað við að vera i ellinni.“ — „Smáfiska- drápið” Framhald af bls. 36 Við skipstjórnarmenn erum uppi í brú og frammi á stafni og vitum náttúrulega ekki um allt sem gerist aftur á og í fiskmót- tökunni, en það á nú ekki að fara fram hjá okkur svona stór- kostlegt. I þessum umsögnum var nú ekki borið á okkur að hafa verið með tvöfaldan poka, en þvi er hins vegar ekki að neita, að það er vitað til þess að efnið i trollunum hafi hlaupið. Það hefur t.d. tvívegis hlaupið garnið í pokanum í veiðiverð hjá okkur. Það gerir enginn slíkt að gamni sínu. Það er hins vegar alvarlegt ástand sem hefur skapázt við það að beina flotanum i smá- fiskinn þarna. Það er mikiu hærra verð fyrir þorskinn þó að smáfiskur sé eða millifiskur en ufsa og karfa og ekki bætir það heldur úr að Suðurlandsmiðin eru nú lokuð. í marz, apríl og nú fyrst í maí er allur togara- flotinn á smáfiski fyrir vestan í stað þess að veiða stórþorsk á Selvogsbanka eins og unnt hefur verið á hverju ári hingað til. Menn eru ekki að gera það að gamni sínu eða mannvonsku að drepa þessi kvikindi. Ég veit ekki hvað úrkastið var mikið i þessum túr að magni til, en ég veit ekki til að það hafi verið neitt sem orð er á gerandi." „Við erum með lögleg veiðar- færi, útbúin eins og við megum hafa þau,“ sagði Snorri Friðriksson, skipstjóri á Snora Sturlusyni, en hann kom í land í gær. „Klæðning á poka á ekki við nein rök að styðjast, slíkt hefur aldrei gerzt og ég er rasandi yfir þessu. Við vorum á svipuðum slóðum og Ingólfur í þessum túr og það var þarna mikið af millifiski, en hins vegar misstum við af þessari veizlu vegna þess að við fórum ekki út fyrr en rétt fyrir ára- mótin og eftir túrinn fórum við í siglingu með ágætis fisk.“ „Er meira úrkast upp á síðkastið úr aflanum en verið hefur að jafnaði?“ ,,Ég held, að það sé ekki míklu meira í úrkast,.en fiskur- inn fer smækkandi. það er meira af millifiskí og frekar meira af smærri millifiski. Það fer þó eftir svæðum þar sem menn fiska. Það getur verið mikill munur á þessu á einni mílu og svo eru holaskipti. Það er vandjjataður millivegurinn í þessu, en ef við verðum varir við mikið af smáfiski þá förum við úr honum. Við liggjum ekki á slíkum veiðiskap. Við erum vanir miklu stærri fiski af Suðurlandsmiðum, en það vita allir hvernig þetta er, hann er orðinn svona þessi bransi. Það vilja allir drepa þorsk, en fiski- fræðingar segja að hann sé ekki til. Hins vegar á smáfiskurinn að sleppa eftir að möskva- stærðin varð 155 mm, en eins og ég sagði áðan, það er vand- rataður millivegurinn í þessu.“ — Auðvitað sakna ég... Framhald af bls. 3 settist upp í mína flugvél og fór heim. Sem betur fer setti ég þetta hraða- met á leiðinni, því þegar heim var komið, bjargaði metið, mér frá þungum kárínum. Þeir settu mig í fangelsi og þar mátti ég dúsa í tvær vikur á meðan þeir voru að reyna að koma sér niður á, hvaða refsingu ég skyldi hljóta. Loks fékk ég svo bréf frá flugmálaráðherranum, sem sagði að mál mitt hefði verið lagt fyrir konung, sem hefði ákveðið „lausn" mína úr flughernum — Og þá tók Rússlandsævintýrið við? „Já," segir John Greierson. „Mig langaði alveg óskaplega til að koma til Rússlands og berja land og þjóð augum. Og þegar ég var laus úr flughernum, fannst mér Rússlands- ferð alveg eins gott uppátæki og hvað annað. Ég hugðist komast til Samarkand, en eftir fjögurra mánaða baráttu sat ég uppi með leyfi til Moskvu. Mér var sagt að ég fengi leyfi áfram, þegar þangað kæmi, en í Moskvu sögðu þeir auðvitað. að ég hefði ekki leyfi nema þangað og því færi ég ekki lengra! Ég reyndi að fá hjálp í brezka sendiráðinu, en hún dugði ekkert. Var mér sagt, að George Berndard Shaw væri eini Bretinn, sem Rússar tækju nokkurt mark á. Ég skrifaði þá heim til kunningja míns og bað hann að tala mínu máli við Shaw og svo leið og beið Ég varð veikur þarna I Moskvu og þegar ég heyrði ekkert frá yfirvöldunum ákvað ég að snúa heim aftur. En þá loksins kom leyfið og ég mátti halda áfram ferð minni um Rússland. Mér var sagt, að leyfið hefði komið frá æðstu stöðum og komst ég síðar að því, að Shaw hafði beitt fyrir sig ameríska sendiherranum f Mosvku og að þeim í sameiningu hefði tekizt að sannfæra Rússa um að ég væri bara saklaus ævintýramaður og flug- maður. Þegar ég kom svo heim aftur, skrifaði ég konunginum bréf og bað um að fá aftur leyfi til að þjóna flughernum. Yfirmenn flughersins urðu óðir og uppvægir við þessa beiðni og kváðust hvergi vilja sjá mig, en konungur sagði stutt og laggott, að flugherinn hefði ekki efni á því að vera án mín. Og ég komst í varaliðið. Ég starfaði svo sem tilraunaflug- maður og ég varð fyrstur til að komast á skrúfuþotu í 42.000 feta hæð. Bandaríkjamenn höfðu þá ekki komizt svo hátt og þetta var í reynd dálíðið afrek á þeim tíma. Þetta var 1943. En þegar strfðinu lauk, hætti ég öllu tilraunaflugi." — Hvað tók þá við? Það er augljóst, að Grierson hefur lúmskt gaman af að rifja upp þessar sögur Það er stutt í hláturinn hjá honum. einkum þegar hann rifjar upp þá erfiðu aðstöðu, sem hann kom yfirmönnum brezka flughersins í með uppátækjum sfnum „Ég var f Suðurhöfum við hval- veiðarnar," segir hann svo. „Og það sýndi sig, að með flugvélum var hægt að leiðbeina skipstjórunum heilmikið, bæði um veiði og fs. En þetta reyndist dýrt og þar sem hvalurinn var nægur á þessum tfm- um — þetta var 1946 — þótti kostnaðurinn við flugið of mikill. Því var hætt, en siðar, þegar minna var orðið um hvalinn, komu flugvélar aftur að notum. Það voru þyrlur, sem auðvitað reyndust henturgi til þessa á allan hátt Eftir hvalveiðaævintýrið fór ég trl V-Þýzkalands til flugumsjónarstarfa. en mér leiddist þar, fannst ég ekki geta flogið nóg, svo ég hætti og réði mig til starfa hjá De Haveland verk- smiðjunum " — Og þá komstu í þriðja sinn til íslands? „Já, ég kom hingað 1 956, þann- ig að nú er ég hingað kominn í fjórða sinnið En til að halda áfram með sögu- þráðinn, þá átti sölumennskan hjá flugvélaverksmiðjum aldrei vel við mig. Mér hefur aldrei tekizt að selja svo bflinn minn að ég hafi ekki tapað á því, svo það er hreint furðu- legt, hvað mér tókst að vera lengi f því að selja flugvélar! En svo hætti ég 1 964 og sfðan hef ég lifað rólegu Iffi við skriftir og flug. Ég á auðvitað mína eigin flug- vél. Öðru vísi gæti ég ekki lifað " Og Grierson hefur skrifað bækur um flug Nú er hann að ganga frá bók um Charles Lindbergh, en þeir kynntust hér á landi 1 933 og tókst með þeim góður vinskapur. Grier- son er nú á leið vestsur um haf, þar sem Anne Lindbergh ætlar að lesa handrit hans yfir og skrifa formála að bókinni, sem væntanlega kemur út f haust. Og svo ætlar Grierson auðvitað að fljúga. „Það er einn vinur minn þarna vestra", segir hann, „sem ætlar að leyfa mér að taka í Gipsy Mouth. Og það get ég sagt þér, að á því hef ég meiri áhuga en að fljúga með Concorde". En hvaðfinnst John Grierson nú um allar þær framfarir, sem hafa orðið í fluginu? Saknar hann ef til vill gömlu góðu daganna? „Framfarirnar^ segir hann „Þær hafa orðið svo óskaplega miklar að það mætti halda áfram nær enda- laust að tíunda. En meginbreytingin er sú, að hér áður fyrr urðu menn að eiga allt undir sjálfum sér, enginn sagði okkur fyrir verkum. Við bara flugum, eins og okkur langaði til. Fáir vissu af okkur og enn færri höfðu áhuga á þessu brambolti. Nú er flugumferðin orðin slík, að menn verða að fara að settum reglum í hvívetna." — Saknarðu þessara gömlu daga? „Auðvitað sakna ég þeirra en ég er ekkert að bíða þess, að þeir komi aftur. Ég veit, að þeir koma aldrei aftur og að það er til einskis að óska þess að svo verði. En mér er engin launung á því, að ég kann bezt við nútímann, þegar ég er einn í flugvélinni minni. Þannig hefur það alltaf verið og ég er orðinn alltof gamall til að nokkur breyting verði þar á héðan af ." Með þessum orðum slær John Grierson botninn í þetta stutta spjall. Hann er á förum sem fyrr, að vísu sem farþegi í stórri þotu, en vestur í Bandaríkjunum bíður hans Gipsy Mouth „Og ég verð að viður- kenna að mig klæjar i puttana að fá að handfjatla þessa elsku." —fj. — Kosningar íIsrael Framhald af bls. 1. hefur nú 51 þingsæti. Sá flokkur- inn, sem flest þingsæti fær, verður samkvæmt lögum að gera fyrstu tilraun til stjórnarmyndun- ar. Tveir flokkar, sem helzt eru taldir koma til greina við stjórnarmyndun, eru Miðlýð- ræðisflokkurinn fyrir breyt- ingum, DMC, og Þjóðlegi trúar- flokkurinn, NRP. Leiðtogi DMC, prófessor Yigael Yadin, hefur lýst þvi yfir að flokkur sinn sé tilbúinn til sam- starfs við hvorn stóru flokkanna sem er, ef þeir ganga að skil- yrðum flokks sins. Þessi skilyrði eru einkum bundin innanrikis- og stjórnarskrármálum, sem ekki eru mjög brýn og talið að fremur auðvelt væri að komast að mála- miðlunarsamkomulagi. Þjóðlegi trúarflokkurinn er hins vegar algerlega andvigur þvi að ísraelar gefi eftir vesturbakka Jórdanár og því er hugsanlegt að það útiloki samstarf við Verka- mannaflokkinn og leiði þar með til þess, að hann láti af völdum í fyrsta skipti frá stofnun ísraels- ríkis 1948. Flokkurinn hefur nú 10 sæti á þingi og er gert ráð fyrir, að hann muni halda þeim. Verkamannaflokkurinn hefur lýst því yfir, að hann sé reiðu- búinn til viðræðna um víðtæk landamæramál en ekki að snúa aftur til landamæranna eins og þau voru fyrir 1967, þvi að fsreelar telja að ekki sé hægt að verja slík landamæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.