Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 36
U <;iASIN(,ASIMINN KR: 22480 Blorövwblnöiti Þarf aldrei að pressa ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1977 K j aradeilan á Loftleiðahótelinu: Kemur sáttanefndin með hugmyndir að sáttum í dag? LÍKLEGT er talið, að sáttanefnd leggi í dag fram hugm.vndir að sáttum í kjaradeilunni á Loftleiðahótel- inu. Tillögur sáttanefndar munu verða mjög almennar og settar fram til þess að koma viðræðunum af stað á ný. Þó hlýtur tillagan — að því er Morgunblaðið komst næst í gær — að varða deiluna í heild, en lítur ekki að einstökum atriðum. Sáttanefndin mun eiga fund með ríkisstjórninni í dag klukkan 10 og þegar að þeim fundi loknum munu 5 fulltrúar ASÍ sitja fund ríkisstjórnar- innar og þar á eftir fulltrúar vinnuveitenda. Nýr sátta- fundur hefur svo verið boðaður í dag klukkan 16. Fundurinn með fulltrúum Al- þýðusambands Islands verður klukkan 11. Þeir fulltrúar, sem ræöa munu við ríkisstjórnina, eru: Björn Jónssun, Snorri Jóns- son, Björn Þórhallsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Benedikt Davíðsson, en með þess- um fimm fulltrúum mun einnig sitja fundinn Ásmundur Stefáns- son, hagfræðingur ASÍ. Fundur vinnuveitenda með ríkisstjórninni verður klukkan 11.30 eða þegar að loknum fundi Alþýðusambandsmanna. Þeir fulltrúar úr hópi vinnuveitenda, sem sitja munu fundinn, eru: Jón H. Bergs, Ólafur Jönsson, Barði Friðriksson, Baldur Guðlaugsson, Kristján Ragnarsson, Davíð Scheving Thorsteinsson og Skúli J. Pálmason. Lítið geröist á sáttafundinum í gær. Þeir Björn Jónsson og Snorri Jónsson, forseti og varaforseti ASÍ, sátu í gær alllangan fund með sáttanefnd eða frá klukkan 16 til 17.15. Samninganefndar- menn sögðust telja að verið væri að ræða málin í heild og liklegast hefði sáttanefnd verið að leita hófanna i sambandi við þær hug- myndir, sem búizt er við að hún leggi fram í dag. Jón H. Bergs, formaður VSÍ, kvaðst vonast til, að sáttatillaga kæmi fram i dag og Björn Jónsson, forseti ASÍ, kvað ýmislegt hafa komið fram, sem bent gæti til þess, að í smíðum hjá sáttanefndinni væru einhverjar hugmyndir. Á sáttafundi síðastliðinn laugardag áttu fulltrúar Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna fundi með sáttanefndinni. Komst þá á kreik kvittur um að sambandsmenn væru með á prjónunum sérstakt tilboð. Morgunblaðið bar þetta undir Skúla J. Pálmason. Hann kvað það rétt að hann hefði átt tal við sáttanefndina á laugardag út af þvi að þeir hefðu óskað eftir að aðilar opnuðu sig i deilunni. „Á þessum fundi gerðum við aðeins grein fyrir viðhorfi okkar til deil- unnar. Það gengur nú eins og eldur í sinu,“ sagði Skúli, „að við séum með eitthvert boð uppi í erminni. Það er tóm vitleysa.“ Skúli Pálmason kvaðst telja ósennilegt, að sáttatillaga kæmi í dag, en hennar yrði hins vegar ekki langt að biða að sinu mati. Ásgeir Bjarnason var fyrst kjörinn til þings áriö 1949 og hefur átt sæti á Alþingi stöðugt síðan. Samhliða þingstörfum hefur Ásgeir verið bóndi í Ás- garði í Dölum og gegnt fjölda mikilvægra trúnaðarstarfa fyrir bændastéttina. Hann er nú formaður Búnaðarfélags íslands og hann hefur verið for- seti sameinaðs Alþingis frá því að núverandi stjórnarsamstarf tókst. „Það er langt siðan ég tók þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér á nýjan leik,“ sagði Ásgeir 1 samtali við Morgunblaðið 1 Asgeir Bjarnason ekki íframboð aftur ÁSGEIR Bjarnason, forseti sameinaðs þings og 1. þing- maður Vesturlandskjördæmis, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við næstu alþingiskosningar. Staðfesti Ásgeir þetta i samtali við Morgunblaðið í gær og kvaðst hann láta af þingmennsku fyrir aldurs sakir. gær og er hann var spurður um ástæðuna svaraði hann: „Ellin — ég er að verða gamall og mér finnst að menn eigi ekki að vera að stússast i þessu fram á gamals aldur. Það eru mikil og oft vandasöm störf samfara þingmennskunni og Alþingi krefst ungra og sprækra manna Auglýsendur athugiö Vegna yfirvinnubanns þurfa allar auglýsingar sem birtast eiga í laugardags- og sunnu- dagsblaði, að hafa borist aug- lýsingadeildinni fyrir kl. 18 á morgun, miðvikudag. Afmælis- og minningargreinar Afmælis- og minningargrein- ar, sem eiga að birtast 1 Morgunblaðinu n.k. sunnudag, verða að berast eigi síðan en í kvöld, þriðjudagskvöld. Vegna yfirvinnubannsins er einnig óhjákvæmilegt að tafir verði á birtíngu á ýmsu efni, greinum o.fl. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á laugardag standa nú yfir athuganir hjá Flugleiðum um kaup á farþegaflugvélum til að leysa af hólmi DC— 8 þoturnar, sem nú eru f notkun á flugleiðum Loftleiða. Beinast athuganir einkum að McDonnell Douglas DC—10, sem er fjær á myndinni og Boeing 747. Báðar flugvélarnar eru svo kallaðar breiðþotur en áætlað er að Loftleiðir taki slfkar þotur f notkun vorið 1979. Skyndiverkfallið við Reykjavíkurhöfn: Heklan tefst fram yfir helgi — Afla hætt við skemmdum VERKAMEN'N' við Reykjavíkur- höfn, sem þar stunda uppskipun, felldu fyrirvaralaust niður vinnu eftir hádegi í gær. N'ær þetta verkfall til nær 400 manna, en ekki var gert ráð fyrir að það stæði fram á daginn f dag. Einn verkamannanna sagði f viðtali við rfkisútvarpið f gær, að verkfallið hefði verið skipulagt af Verka- mannafélaginu Dagsbrún og ann- ar sagði, að samhugur hefði verið meðal verkamannanna um það. Er einn þeirra var spurður að þvf, hvernig skipulagið hefði verið, svaraði hann: „Okkur var til- kynnt, að við ættum að hætta.“ Hann kvað verkamennina ekki hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að efna til skyndiverkfallsins. Vinnuveitendasamband Islands sendi í gær Verkamannafélaginu Dagsbrún skeyti vegna þessa skyndiverkfalls. Skeytið var svo- hljóðandi: „Verkamannafélagið Dagsbrún, Lindargötu 9, Reykja- vík: Vér viljum hér með mótmæla sem algjörlega ólöglegu verkfalli því, er þér hafið fyrirskipað félgs- Framhald á bls. 22 Sigurjón Stefánsson: Kannast ekki við smáfiskadrápið í Morgunblaðinu sl. laugardag voru viðtöl við þrjá sjómenn um smáfiskadráp á skuttogur- um og m.a. kom það fram í viðtölunum að brögð væru að ólöglegum veiðarfæraútbúnaði sumra skuttogara. Morgun- blaðið náði ekki tali fyrir helgina af skipstjórum þeirra Snorri Friðriksson’. fjögurra togara sem nefndir voru af sjómönnunum, Ingólfi Arnarsyni, Snorra Sturlusyni, Vigra og Ilarðbak, en í gær ræddi blaðið við tvo skip- stjóranna, Sigurjón Stefánsson, sem var með Ingólf Arnarson í umræddum túr, og Snorra Friðriksson skipstjóra á Snorra Sturlusyni. Leitaði blaðið um- sagnar þeirra um þær fullyrðingar, sem fram komu f viðtölum við sjómennina. „Ég er alveg undrandi yfir þessu," sagði Sigurjón" og kannast ekki við umrætt smá- fiskadráp úr þessum túr. „Ég hef ekki tekið þátt í svona smáfiskadrápi eins og um er rætt síðan fyrir 25 árum við Vestur-Grænland og kannast ekki við þetta á heimamiðum. Ég vissi, að það var blandaður fiskur í þessum umrædda túr, en að það væri svona smáfiskur, hef ég ekki heyrt. Framhald á bls. 22 „Við erum með lögleg veiðarfæri Snörp hrina á Reykja- nesinu „Það er nú á takmörkun- um, aö ég geti talað viö þig núna. Þaö skelfur svo hjá mér kofinn,“ sagöi Björn Kári Björnsson, vitavörður á Reykjanesi, er Mbl. ræddi við hann um hálfsex- leytiö í gærkvöldi, en í gærdag gekk jarðskjálfta- hrina yfir Reykjanes. Að sögn Þórunnar Skaftadótt- ur, jarðfræðings, mældist sterk- asti kippurinn klukkan 16:50 í gær og var hann 4,2 stig á Richter, eri þó nokkuð margir kippir voru á bilinu 3,5— 4 stig. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var farið að draga úr skjálftavirkn- inni, en að sögn Þórunnar voru upptök hennar áReykjanesi. Björn Kári sagði, að fyrstu kippirnir hefðu komið um klukk- an hálf fimm í fyrrinótt og hefðu þó komið tveir sterkir kippir. „Síðan var allt í logni fram til klukkan eitt í dag,“ sagði Björn, „en þá fór allt af stað og siðan hefur þetta verið meira og minna frameftir deginum." Björn sagði, að allt hefði dottið úr hillum hjá honum „nema það, sem mér tókst að taka niður sjálf- um,“ en ekki gæti hann séð, að neitt tjón hefði orðið af völdum jarðskjálftanna. Hins vegar kvaðst hann hafa spurnir af þvi, að grjót hefði hrunið ofan á veg- inn. „Þetta er svona með snarpari hrinum," sagði Björn. Ekki kvaðst hann þó óttasleg- inn yfir umbrotunum. „Ég var í mánuð í Eyjum í gosinu þar. Svo ég er svolítið skóladur i þessu,“ sagði Björn vitavörður að lokum. Piltur slasast PILTUR á reiðhjóli slasaðist tölu- vert mikið á höfði siðdegis í gær, þegar hann varð fyrir langferða- bifreið á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Pilturinn, sem er 15 ára, hjólaði út á gatnamótin á rauðu ljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.