Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977
tffgtmlhfafetfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100.
Aðalstræti 6, sfmi 22480
Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 70.00 kr. eintakið.
í slenzkt lóð
á vogarskál
f riðar og
mannréttinda
Nýlokið er leiðtoga fundi og utanríkisráðherrafundi aðildar-
rlkja Atlantshafsbandalagsins. Þessi fundur var haldinn
við nokkuð sérstakar aðstæður, þrátt fyrir það, að nokkur
árangur hafi náðst I samskiptum austurs og vestur hin slðari
árin og viðleitni til friðsamlegrar sambúðar I heiminum. í
fyrsta lagi var hann haldinn I skugga misheppnaðrar ferðar
Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandarlkjanna, til Moskvu
fyrr á þessu ári, þar sem Sovétstjórnin vísaði algjörlega á bug
tillögum Bandaríkjastjórnar að nýju SALT-samkomulagi. í
öðru lagi er hann haidinn I skugga alvarlegrar og örrar
þróunar I uppbyggingu hernaðarstyrks Varsjárbandalagsþjóð-
anna, með Sovétríkin I fararbroddi, sem kemur ekki hvað slzt
fram I flotauppbyggingu og flotaumsvifum á norðanverðu
Atlantshafi. í þriðja lagi var fundurinn haldinn undir áhrifum
nokkurrar spennu, sem gætt hefur I Austur-Evrópu I kjölfar
Helsingforssáttmálans og starfsemi mannréttindahópa þar,
sem krefjast hliðstæðra þegnréttinda og á Vesturlöndum, en
hafa mætt hörðum viðbrögðum hins austræna stjórnkerfis.
Munu þau mál sennilega koma til frekari umræðu á fram-
haldsfundi öryggisráðstefnu Evrópu, sem ráðgert er að halda I
Belgrad I sumar, þar sem Helsingforsyfirlýsingin verður
væntanlega rædd I heild. í fjórða lagi einkenndist fundurinn af
nýjum viðhorfum Carters, Bandarlkjaforseta, sem lagði m.a.
rlka áherzlu á að styrkja samband og samstarf ríkja V-Evrópu
og Bandaríkjanna.
Niðurstöður þessara funda leiddu að vlsu ekkert nýtt I Ijós,
sem straumhvörfum veldur í sambúð þjóða heims. Hins vegar
styrktu þeir tvimælalaust samheldni og samhug NATO-
ríkjanna. Viljayfirlýsing fundanna var tvíþætt: 1) að hvetja
Sovétríkin og fylgirfki þeirra til að draga úr vfgbúnaði og þar
með spennu á alþjóðavettvangi og f 2) að styrkja innri
byggingu NATO til tryggingar þvf valdajafnvægi, sem
varðveitt hefur frið á vesturhveli jarðar allt frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Enar Ágústsson, utanríkisráðherra, sagði í blaðaviðtali eftir
fundinn: „Það er ekki nokkur vafi á þvf að á þessum
NATO-fundi varð mjög vart aukinnar samstöðu og eindrægni
hvað snerti sameiginleg hagsmunamál bandalagsríkjanna. —
Þetta er þréttándi NATO-fundurinn, er ég sit, og ég man til
dæmis ekki til þess að áður hafi gengið jafn greiðlega að
ganga frá lokayfirlýsingu sem jafnan er birt að loknum slfkum
fundi."
Atlantshafsbandalagið og það samstarf lýðræðisþjóða
heims. er það spannar, var og er söguleg nauðsyn eins og mál
stóðu eftir sfðari heimsstyrjöldina og hafa þróazt sfðan f
sambúð austurs og vesturs. Það hefur tryggt frið f okkar
heimshluta í rúma þrjá áratugi. Jafnvel kommúnistaflokkar á
Vesturlöndum. sem ekki vilja teljast beinir taglhnýtingar
Moskvuvaldsins, lýsa yfir stuðningi sínum viðaðild að NATO,
og telja jafnvel „frjálsan sósfalisma " — eins og þeir orða það
— framkvæmanlegri innan þess en utan. Fremstir f þeirri
fylkingu eru ftalskir, franskir og spánsir kommúnistar. Menn
skyldu gæta þess, að með stuðningi við aðild að NATO leggja
ftalskir kommúnistar blessun sína yfir bandarfskar herstöðvar
á ítalfu. Svokallað Alþýðubandalag er nær eini kommúnista-
flokkur V-Evrópu, sem enn er taglhnýttur afstöðu sovézkra
kommúnista til vestræns varnarsamstarfs og aðildar að
Atlantshafsbandalaginu.
Auk þess að vera hornsteinn friðar f okkar heimshluta, er
vestrænt varnarsamstarf í raun skjaldborg um lýðræði, þing-
ræði og borgaraleg þegnréttindi í heiminum. Það er þvf ekki
einvörðungu hnattstaða íslands, miðsvæðis á hernaðarlega
mikilvægu hafsvæði. sem tengir saman hinn gamla og nýja
heim, sem réttlætir aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu,
þó það út af fyrir sig væri ærin ástæða til hennar. Þar kemur
jafnframt til að þjóðfélagsbygging okkar, Iffsviðhorf og
menning skipar okkur þar í sveit, sem við erum Við viljum
gjarnan leggja okkar litla lóð á vogarskál friðar. lýðræðis,
þingræðis og mannréttinda f veröldinni. Við viljum gjarnan
eiga áframhaldandi félagsskap með þeim þjóðum, sem okkur
eru skyldastar og við eigum menningarlega og hagsmunalega
samleið með. Það er ótvíræður vilji mikils meirihluta þjóðar-
innar.
Stjórn Sorsa
tók við í dag
Helsingfors, 16. maí — Heuter
NÝ samsteypustjórn undir for-
sæti Kalevi Sorsa tók vió völdum í
Finnlandi I dag. Nýja stjórnin
kom í stað minnihlutastjórnar
Marti Miettunen og miðflokk-
anna, sem sagði af sér á miðviku-
dag.
í nýju stjórninni eru jafnaðar-
menn, Miðflokkurinn, frjálslynd-
ir, Sænski þjóðarflokkurinn og
kommúnistar, og hefur stjórnin
mikinn meirihluta á þingi.
Afsögn stjórnar Miettunens, sem
aðeins hafði 58 af 200 þingsætum,
varð til að koma á meirihluta-
stjórn áður en Uhro Kekkonen,
Kalevi Sorsa
Idi Amin
sovézkri
Nairobi 16. maí —AP.
HEIMILDIR nátengdar stjórn
Uganda reyndu að draga úr frétt-
um um að Sovétríkin hefðu fallizt
á að láta Idi Amin hafa kjarnaofn
og ætluðu að setja upp stóra her-
stöð I einhverju landi Austur-
Afríku.
Ugandaútvarpið hafði það eftir
Amin á fimmtudag, að hann
myndi brátt undirrita samning
við Sovétrfkin um kjarnorkuver
og stærstu herstöð Sovétríkjanna
á meginlandi Afrfku.
Heimildirnar í Kampala sögðu,
að opinberir fjölmiðlar í Uganda
segðu aðeins, að „samningur geti
verið undirritaður“, og bættu þær
því við, að „það sé líklega það
síðasta sem heyrist um málið“.
Amin gaf út yfirlýsingar sinar
eftir fund með sovézka sendiherr-
anum Yevgeny Musiyoko. Engin
ummæli komu hins vegar frá
sendiherranum í Ugandaútvarp-
ið, sem bendir til þess að hann
hafi ekki skuldbundið sig fyrir
hönd stjórnar sinnar.
Á fundinum með Musiyoko
minntist Amin einnig á erfiðleika
á að fá varahluti í sovézk hergögn
forseti, fer í opinbera heimsókn
til Sovétríkjanna á þriðjudag.
Auk þess að styrkja stöðu
Kekkonens gagnvart sovézkum
leiðtogum, var meirihlutastjórn
nauðsynleg til að tryggja fram-
gang þýðingarmikilla lagafrum-
varpa.
Jafnaðarmenn eiga fjóra
ráðherra í nýju stjórninni, þar á
meðal forsætisráðherrann og fjár-
málaráðherrann. Fimm ráðherra-
embætti ganga til Miðflokksins,
þar á meðal landbúnaðarmál og
utanríkismál. Kommúnistar fá
þrjú ráðuneytí þar á meðal hið
mikilvæga atvinnuráðuneyti.
Sænski þjóðarflokkurinn og
frjálslyndir fá sitt hvort ráðu-
neytið.
Kekkonen féllst formlega á
afsögn Miettunens i dag og skip-
aði Sorsa eftirmann hans, Nýja
stjórnin ræður yfir 150 þingsæt-
um og eru íhaldsmenn helzta afl
stjórnarandstöðunnar. Hins vegar
verður meirihluti stjórnarinnar í
reynd ekki svo sterkur sem þing-
sætatölurnar gefa til kynna, því
sterkur minnihluti stjórnarinnar
var mótfallinn því að
kommúnistar tækju sæti í stjórn-
inni.
lofadi
herstöd
Ugandahers þar á meðal Mig 17
og Mig 21 orrustuþotur, brynvörð
farartæki og fallbyssur, að sögn
útvarpsins. Hvatti Amin sovézku
stjórnina til að senda varahluti
með flugi vegna erfiðleika við að
fá þá eftir eðlilegum leiðum.
Sovétríkin hafa haldið vinsam-
legum tengslum við Uganda, en
sambúðin hefur þó verið misjöfn
eftir því hvernig staðið hefur í
bólið hans Amins.
Idi Amin
Young
aftur til
Afríku
Lissahon 16. maf — AP.
ANDREW Young hélt á
mánudagsmorgun áfram
ferðalagi sínu um
Afríku, auðsjáanlega
viss um að honum yrði
leyft að fara til Suður-
Afríku. Young, sem er
þeldökkur, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sam-
einuðu þjóðunum, gerði
hlé á ferð sinni til að
ráðgast við Walter
Mondale, varaforseta
Bandaríkjanna, sem er á
leið til Vínar til að ræða
við John Vorster, for-
sætisráðherra Suður-
Afríku.
Á leið til Mosambique
hafði hann tveggja
klukkustunda viðdvöl í
Gabon til að skýra Omar
Bongo, forseta, eins og
forsetum Fílabeins-
strandarinnar, Ghana og
Líberíu, frá því að hin
nýja ríkisstjórn Jimmy
Carters hefði ekki í
hyggju að vanrækja vini
sína í Afríku.
í Maputo, höfuðborg
Mosambique, mun Young sitja
sex daga alþjóðlega ráðstefnu
til stuðnings þjóðum Zimbawe
(Ródesíu) og Namibiu. Sam-
einuðu þjóðirnar gangast fyrir
ráðstefnunni, sem hófst í dag,
og meðal þeirra sem ávarpa
hana eru Samora Machel, for-
seti Mosambique, og Kurt
Waldheim, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna.
N ixon r éttlætir meinta
misnotkun forsetavalds
New York 16. maf AP.
í þriðja sjónvarpsviðtali
sínu við David Frost, rétt-
lætir Nixon meinta mis-
notkun á valdi forsetans
sem nauðsyn til að styrkja
stöðu hans gagnvart
erlendum stjórnmálaleið-
togum, að sögn tímaritsins
Newsweek.
Segir blaðið að Nixon
hafi talið að leynilegar
aðgerðir Hvíta hússins og
athafnir eins og gerð
„óvinalista“ Hvíta hússins
hafi verið nauðsynlegar
tilraunum hans til að binda
endi á stríðið í Vietnam.
„Ég vissi að til að fá óvininn
erlendis til að taka mig alvarlega
þá varð ég að hafa nægan
stuðning heima fyrir“, sagði
Nixon í viðtalinu, sem sýnt verður
í Bandaríkjunum á fimmtudag.
„Þeir máttu ekki finna að þeir
gætu unnið í Washington það sem
þeir töpuðu á vígvellinum."
„Ef ég hefði ekki haft nægan
stuðning heima fyrir hefðum við
að mínum dómi aldrei getað farið
út í samninga,“ sagði hann.
Newsweek segir að þriðja
viðtalið sé sláandi ólíkt tveim
fyrri viðtölunum, en i þeim ræddi
hann utanríkismál og stefnu sína
í utanríkj^málum. Segir blaðið að
í þriðja viðtalinu sé Nixon aftur
kominn i varnarstöðu og lýsi því
áliti Nixons að engin takmörk
skuli vera á völdum forsetans ef
það þjónar hagsmunum þjóðar-
innar.
Moraji Desai, forsætisráðherra
Indlands, vísaði í dag á bug
fullyrðingum Nixons um að Ind-
verjar hafi ætlað að leggja
Vestur-Pakistan undir sig i stríði
landanna 1971
Desai svaraði blaðamanni, sem
bað hann um umsögn um
fullyrðingu Nixons, sem hann
setti fram i öðru viðtalinu við
Frost, og sagði: „Trúir þú
honum? Er hann nú orðinn
trúverðugur?“
„í sannleika sagt, þá held ég að
frú Gandhi hafi aldrei ætlað sér
að ráðast inn í Pakistan." sagði
hinn 81 árs gamli Desai.