Morgunblaðið - 17.05.1977, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAt 1977
iM
Yfirþjónn! — Ég er hættur við
allt. Látið mig fá biximatinn
með pönnuegginu — vinsæla!
Hallð! Afsakið! Þér gleymduð
hattinum yðar.
Þú manst, að hann Lalli hefur
nú verið hjá Skattinum I 3 ár!
Jæja, ertu eins slæmur af fðta-
gigtinni og sfðast?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
TIL AÐ vinna spilið hér að neðan
þarf ekki að beita neinum sér-
stökum brögðum né sýna listir.
Þetta er eitt af þessum venjuiegu
spilum, sem við vinnum oft og
jafnvel án umhugsunar. En þó er
alls ekki sama hvernig það er
spilað.
Suður er gjafari og enginn á
iiættu.
Norður
S. 103
H. K4
T. A10872
L. G943
Suður
S. ÁK75
H. Á75
T. KD
L. A762
Ég vil aðeins vekja athygli þína á því að barsmíðar
þínar fylgja ekki rytmanum!
Sundið fjórða flokks?
„Sæll Velvakandi.
í þetta sinn ætla ég að biðja þig
um að spyrja okkar ágætu iþrótta-
fréttamenn blaða og sjónvarps,
hvort þeim finnist hin ævaforna
og að öllu leyti holla og fagra
íþrótt, sundið, vera fjórða flokks
iþrótt eða ef til vill alls engin
íþrótt? Ég spyr vegna sund-
keppni, sem fór fram um síðustu
helgi (seint í apríl) í Sundhöll
Reykjavíkur. Þar kepptu félög frá
landsbyggðinni við sundfélög í
Reykjavík. Smáklausa um þessa
keppni kom i Morgunblaðinu, —
búið. Þó má telja þessa keppni
viðburð, þar sem þetta er trúlega
i fyrsta sinn, sem slík keppni fer
fram hér.
Hefði þetta gerst t.d. í knatt-
spyrnunni, landið — Rvík, þá
hefðu íþróttafréttamenn allir sem
einn fengið óstöðvandi munn-
ræpu í óskapalátum. Það er svo
sem sagt að blessaðir iþrótta-
fréttamennirnir vaði ekki i vit-
inu, en að þeir hafi aldrei vaðið í
vatni hvað þá meiru, má ekki or-
saka að þeir sniðgangi okkar
beztu íþrótt eins og þeir gera.
Þeir standa sig ekki í stöðu sinni
sem slikir á meðan þeir láta eigin
áhuga hafa áhrif á allan frétta-
flutning um íþróttir og það er
ekki beint íþróttamannslegt. Þeir
unglingar, sem stunda sundiþrótt,
leggja afar mikið á sig i vinnu og
kostnaði, engu siður en aðrir
iþróttamenn, hafa t.d. oft miklu
verri aðstöðu til allra æfinga og
yfirleitt aldrei minnst á hvað þau
eru að gera í sundinu fyrir utan
það þegar stærstu nöfnin eru að
slá met, ný eða gömul, en það er
ekki nóg.
Ég man eftir ungum sund-
manni, sem keppti oft við Guð-
mund Gislason. Þessi ungi sund-
maður var mjög efnilegur í sinni
grein i sundinu og það munaði oft
mjóu hvor sigraði, hann eða hinn
mikli Guðmundur Gíslason. Þegar
sá ungi var hvattur til að sigra nú
loksins hinn ósigrandi þá svaraði
hann á þessa leið: Ég fæ verk í
magann og verð hálf máttlaus af
tilhugsuninni einni saman, að
sigra G.G. það er svo fjarstæðu-
kennt.
Vitið þið ágætu iþróttamenn af
hverju þessi ungi maður hafði
það á tilfinningunni að það væri
næstum þvi glæpur að sigra Guð-
mund? Það var út af því að það
var aðeins einn sundkappi til þeg-
Suður er sagnhafi í þrem grönd-
um og fær út hjartasex. Hvernig
er best að spila spilið?
Áður en látið er frá blindum
teljum við slagina og fáum út
átta. Og það virðist liggja beint
við, að níundi slagurinn þarf að
fást á tígul eða hugsanlega lauf.
Útspilið tökum við með ásnum.
Kónginn ætlum við að eiga sem
innkomu á blindan. Hvernig eig-
um við að spila tiglunum? Tökum
við á kóng og drottningu og von-
um. að liturinn liggi 3—3 eða að
gosinn komi i? Þetta er allavega
möguleiki en við megum ekki
gleyma laufinu. Það er hugsan-
legt að hjónin séu blönk eða að
austur eigi annaðhvort þeirra ein-
spil.
Besta leið er nú orðin ljós. Við
tökum á laufás í öðrum slag og
komi annaðhvort hjónanna í þá
tökum við á bæði tígulkóng og
drottningu en skiptum siðan aftur
í lauf. Nú er dálítill möguleiki á,
að laufgosinn verði níundi slagur-
inn.
En ef hvorugt hjónanna birtist
þegar tekið er á laufásinn þá tök-
um við á tígulkóng og siðan
drottningu, sem við tökum með ás
blinds. Þá nægir okkur að annað-
hvort gosinn eða nian komi í eða
að liturinn liggi 3—3. Hjartakóng-
urinn er innkoma sem við notum
þegar tigullinn er orðinn góður.
ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER
Framhaldssaga eftir Bernt
Vestre.
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi.
16
— Var Lena þar?
— Já.
— Þegar ég var að leita að
nokkrum teikningum í morgun
uppgötvaði ég að þa*r voru
horfnar.
— Ég blaðaði í teikninga-
hunka, sem lá á borði. Én ég
tók auðvitað enga.
— Og Lena?
— Ilún kom ekki við þær á
meðan ég var I vinnustofunni.
— Uarlsen segir að Lena hafi
farið héðan I býtið í morgun og
hafi verið með tösku í hendi.
Skammt frá beið blll eftir
henni.
— Fólksvagen?
— Af hverju heldurðu það?
— Það var Fóksvagn á sveimi
hérna kviildið sem Lena kom.
Auk þess sá ég þann bll fvrr
um daginn. t honum voru tveir
ungir menn. Ég sá annan
þeirra á tali við Carlsen.
— Hann hefur sagt mér það.
— Lena sagðist hafa gengið
frá stöðinni.
— Ilún sagði það við mig
1 íka.
Ilemmer sló með fingrunum
á borðið.
— Heldur þú? burjaði Peter.
— Hvort ég held að Lena hafi
stolið teikningunum? Nei. Én
ég skal viðurkenna, að þetta
lítur harla grunsamlega út. í
fyrra skiptið sem ég uppgötvaði
að teikningum hafði verið
stolið hafði Lena einnig verið í
heimsókn. Það þarf auðvítað
ekki að vera annað en tilviljun.
þessar teikningar geta verið
horfnar fyrir löngu án þess ég
hafi tekið eftir því. Nei, Lena
stelur ekki. Ekki Lena.
Peter beið átekta.
— Það hefði verið bærilegra
ef einhver hefði bara greinlega
brotizt inn, sagði Hemmer —
Þá hefði ég ekki orðið að þjást
af viðurstyggiiegum grun-
sendum í hennar garð.
— Viltu að ég fari inn í
horgina strax eftir matinn?
spurði Peter.
— I bæinn? Já. Já, víst væri
ágætt ef þú ga*tir reynt að hafa
uppi á vinum Fredes. En ef þú
hittir Lenu skaltu ekki minnast
á teikningarnar. Ég tala um
það við hana sjálfur.
— Já, ég skil það.
— Mér er nefnilega öldungis
sama um teikningarnar, sagði
Hemmer og rödd hans skalf. —
Þa*r skipta ekki máli. Við
tölum ekki meira um það.
En skönimu seinna sagði
hann eins og við sjálfan sig:
— Og hvers vegna ætti Lená
líka að stela frá mér? Ég hef
margsinnis boðið henni pen-
inga. Hún hefur engan slað
fyrir teikningar, svo að hún
hlýtur að selja þa*r. Nei, þetta
gelur ekki komið heim og
saman. Og það er alveg Ijóst að
Lena hefur hvergi komið þ'arna
na*rri.
Hann reis á fa*tur og gekk
inn í vinnustofuna. Peter
fylgdi hikandi áeftir.
— Lena sýndi mér dfnósárus-
armyndirnar f ga*r, sagði hann
lágt.
Hemmer sneri sér hvatlega
að honum, augnaráð hans var
hvimandi.
— Hvað finnst þér?
— Þær eru góðar.
— Finnst þér það?
Ilemmer virtist vantrúaður á
að honum væri alvara.
— Mér varð að vfsu dálítið
bumhult af að horfa á þa*r,
sagði Peter og fannst einhver
holur hljómur vera í orðum
sfnum.
— Góðar og gulibulegar
myndir, sagði málarinn og
sneri í hann baki.
— Það er eitthvað illt f
þessum myndum.
— Já, sagði Hemmer stutt-
lega.
Peter fikraði sig f átt til dvra.
— Ég hafði orðið fyrir
slæmri Iffsreynslu þegar ég fór
að mála þær, sagði Hemmer og
sneri sér ekki við. En slæm
lffsreynsla verður ekki endi-
lega að góðri list. Þá væri nú
nóg af góðri list í heiminum.
Éinn góðan verðurdag deyr
manneskja sem þér hefur þótt
vænt um. Þú horfir á litla