Alþýðublaðið - 21.10.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1958, Blaðsíða 3
Þr'ðjudagur 21. október 1958 A 1 £ ý 8 u M a 9 i 5 Alþýöublaöiö Ötgefandl: Ritstjórl: Fréttastjóri: Auglýstngastjóri: Ritstjómarsímar: Auglýsingas í mi: Afgreiðslusími: Aflsetar. A J þ ý ðuflokkurloa. Helgi Sæmun d s s o n . Sigvaldi HjálmarsBOD, Emilía Samúeisdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 A i þ ý ð u li ú s i 8 Prentsmiðja AlþýðublaSsins Hverfisgötu 8—10. Fimm samhljóða álit ALÞÝÐUBLAÐIÐ sneri sér á dögunum til fjögurra full- tr.úa á næsta AlþýðusarrJbandsþingi og lagði fyrir þá spurn- inguna, hvað myndi þar gerast. Svör þeirra birtust í blað- inu á sunnudag og eru mjög athyglisverð, þar eð fram koma persónulegar skoðanir þeirra á því, hvernig farsælast muni að velja heildarsamtökum verkaJýðsins stjórn og stefnu. Mennimir eru Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrún- ar; Eggert G. Þoi-steinsson, formaður Múrarafélags Reykja- víkur; Árni Jóhannesson, fulltrúi Félags bifvélavirkja á næsta Aiþýðusambandsþingi, og Þorvaldur Ólafsson, ritari iðju. Niðurstaða þeirra allra er í megnatriðum hin sama. EðvarS Sigurðsson segir: „Ég tel nanðsynlegt, bæði til að verja lífskjör verkafólksins og vegna innri mála Al- þýðusambandsins sjálfs, að mynduð verði faglega sterk sambandsstjórn.4* Eggert G. Þorsteinsson: „Farsæl fram- kvæmd þessara mála að þinginu loknu knýr á um, að mynduð verði sú stjórn fyrir heildarsamtökin, er traust- ustum rótum stendur í hópi hinna alennu meðlima sam- takann — íslenzkrar alþýðu. Faglega sterk sambands- stjórn, — stjórn, sem getur rætt mál og framkvæmt vitandi um, að alþýðan fylgir einhuga, er æskilegasta niðurstaða þingsins.“ Árni Jóhannesson: „Ég teldi æski- legast, að næsta sambandsstjórn yrði mynduð á sem breiðustuin grundvelli, og á ég þar við faglegan grund- völl, en ekki flokkspólitískan.“ Og Þorvaldur Ólafsson segir: ,,Ég teldi æskilegast, að nílynduð yrði fyrir Al- þýðusambandið einhvers konar stjórn sem óháðust stjórn málaflokkunum, vel samstarfshæf til að vinna að mál- um verkalýðsins." Áður hefur Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasam- bands Islands. talið hugmynd Alþýðublaðsins um faglega sterka stiórn í Alþýðusambandi íslands athyglisverða og límabæra. Virðist því mega ætla, að hún nióti mikils fylgis verkalýðshreyfingarinnar, enda áreiðanlega samtökunum og málstað alþýðunnar fvrir beztu. Hjaðningavígin í verka- lýðshreyfingunni verða að hætta, ef þau eiga að geta rækt hlutverk sitt með viðunandi hætti inn á við og út á við. Þess er ærin börf, og mistökin. á síðasta Alþýðusambands- þingi mega ekki endurtaka sig. Og vissulega eru mikiar vonir brmdnar við þzu fimm samhlióða álit, sem fram hafa komið hér í blaðinu. Gerhreytt viðliorf MORGUNELADIÐ reynir í Reykjavíkurbréfi sínu á sunnudag að ónotast í garð Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra vegna embættaveitinga hans. Höfundurinn mun vera Biarni Banediktsson fyrrverandi menntamáia- ráðherra, en hann er maður kappsfullur og tiltínslusam- ur. Þó hefur hann ekki aðrar athugasemdir að gera en þá, að Gylfi hafi ráðstafað einu embætti á hæpinn hátt. Röksemidin er hins vegar ósköp veik. Biarni tilfærir sem ástæðu fvrir afstöðu sinni, að sá, sem embættið hreppti, sé sonur- Hermanns Jónassonar forsætisráðherra! Gylfi Þ. Gíslason hefur ráðstafað fiölmörgum embætt- um í ráðherratíð sinni og engri gagnrýni sætt fram að þessu. Hins vegar var það undantekning, ef embættaveit- •ingar-Bja-rna Benediktssonar sættu ekki gagnrýni, meðan hann var ménntamálaráðherra. Gekk þetta svo langt, að iiútt var vantraust á hann sem menniamálaráðherra á Al- þingi íslendinga. Viðhorfin eru með öðrum orðum svo gerbreytt. að mann íurðar það. að Bjami Benediktsson skuli miimast -á embættaveitingar. Hann hefur það eitt UPP úr því að minna á fortíð siálfs sín. En víst væri horram-og Sjálfstæðisflokkn- um fyrir beztu, að hún lægi í láginni. Kaupum hreinar lérefístuskur SATÍN skór í ótal litxun. Biskupsdómur og prestskosningar ALÞINGI fær iðulega til meðferðar mál, sem ekkert koma við flokkaskiptingu og stjórnmálaskoðunum. Sum þeirra eru upphaflega ósköp lítil fyrirferðar, en þyngjast oft og stækka heldur en ekki á vogarskál mælskulistarinn- ar. Nú er eitt þessara mála á ferðinni og verður sjálfsagt mjög á baugi næstu daga. Það !er frumvarp Bjarna Ber.edikts sonar og Ólafs Thors um kosn- ingu biskups. Meginefni þess er á þá lund, að biskup megi ha’da embætti sínu til sjötíu og fimm ára aldurs, ef þrír af hverjum fimm, sem atkvæðis- rétt hafi við biskupskjör, beri fram þá ósk. Skulu lög þessi öðlast þegar gildi og ná til nú- verandi biskups. Tilefni frumvarpsins er það, að kirkjumálaráðuneytið hefur fyrirskipað biskupskjör eftir að tveir lagaprófessorar hafa komizt.að þeirri niðurstöðu, að biskup skuli láta af embætti sjötugur, en það er aldurshá- mark opinberra starfsmanna á íslandi. Bjarni og Ólafur deila ekki um þetta við lagaprófess- orana tvo,- en leggja til, að lög- unum sé breytt og biskup lát- inn njóta sérstöðu. Rök þeirra eru fjögur og koma fram beint og óbeint í greinargerð frum- varpsins. Eru þau þessi í stuttu máli: Núverandi biskup er vel fær um að gegna embætti sínu enn um sinn, Jón biskup Helga son var ekki látinn víkja úe embætti sjotugur, sóknarprest- ar gegna, margir störfum til sjö tíu og fimm ára aldurs og með þessari lagabreytingu yrði nokkrum sparnaði við komið. Vona ég, að þessi endursögn á röksemdarfærslum flutnings- mannanna sé fullnægjandi, en annars hefur frumvarpið og greinargerð þess birzt í blöðum, svo að hver og einn getur géng ið úr skugga um rök og tilefni málsins. Flokkarnir láta þetta mál auðvitað afskiptalaust. Þing- menn mynda sér skoðun um það hjálparlaust hver og einn, og ekki skal ég reyna að verða þeim að liði í þeirri skemmti-1 legu fyrirhöfii. Hins vegar ætla ég að skýra lesendum frá þvi, hvað mer myndi þóknast að leggja til þessa máls, ef ég væri j í þingsölunum, en ekki á þing- pöllunum. Aðrir geta svo þjón að sínum vilja og sinni sann- færingu í sátt og friði af minni hálfu. Aldurshámark opinberra starfsmanna er sjötíu ár.. Og auðvitað á það að gilda um alla A eins og fram kemur í úrskurði lagaprófessoranna tveggja. Biskup getur ekki notið sér- stöðu í þessu efni fremur en háskólakennari, landlæknir eða ráðuneytisstjóri. Bjámi og- Ól- afur gera sér hins végar manna mun í þessu efni. Þeir vilja Ásmund biskup Guðmundsson áfram í embætti af því áð hann er vel á sig kominn og við blessunarlega góða heilsu. Hins vegar hafa þeir ekkert við þáð að athuga, að Vilmundur Jóns- son landlæknir viki úr embætti,- þó að hann sé að kalla jafngam- j all Ásmundi biskupi. og svo ' ern, að ég hef nýlega tapað-fyr- | -ir honum tólf skáka einvígi. ' Svona á að miða við heildina, I en ekki einstaklinga. Presta- undanþágan skiptir hér engu 1 m.áli. Lögum samkvæmt ber I prestum að láta af embætti ! sjötugum. Undanþágan mun fyrst og fremst þannig til kom- i in, að erfitt hefur verið að fá presta til ý-missa brauða uhd- 1 anfarin ár. Það gildir varla um biskupsembættið. Ég á von á því, að það fái færri en vilji. Sama er að segja um þá ráð- stöfun að framlengja embætt- isaldur Jóns biskups Helgason- ar eftir að bann var orðinn sjö- tugur. Hún virðist ekki hafa verið í samræmi við landslög, og þau eiga hér að ráða. Auk þess er vafasamt, að menn eigi að gegna áfram embættum, þó að heilsa og starfsþróttur leyfi. Mönnum, sem unnið hafa lang- an ævidag, ber að unna hvildar áhyggjulausrar elli. Og athug- um betur dæmið um Ásmund biskup Guðmundsson. Honum yrði gert að víkja úr embætti sjötugum, ef hann væri enn guðfræðiprófessor við háskól- ann. Hvers vegna á hann þá að rækja áfram annað starf, sem er umsvifameira og erfiðara? Slíkt er engin sanngirni. Bjarni og Ólafur virðast þeirrar skoðunar, að biskup megi sitja áfram í embætti af því að hann sé raunverulega kjörinn til þess almennri kosn- ingu, en sú ályktun er miss-kiln ingur. Biskupskjör er fram- kvæmt af rösklega huudcaö- mönnum. Það er naumast al- menn kosning. Aimenn kosn- ing á við um kjör til ákveðins tíma. Þingmenn eru kjömir al- mennri kosningu til fjögurxa ára. Kjörtímabil opmberra starfsmanna rennur Mos veg- ar út við hámarksakiux sjötíu ára. Qg það á ekki aú-.gilfe'.uEn- éinn heldur. alla. Framiengkig- á embættisaldri biskups eða annarra opinberra starfsmanna eftir sjötugt er sams k«r»ar: fyr irbrigði og þingmönmw»> kýiS- ist með einhverýum kúnstuxn-. að sitja lengur en þeir voru kjörnir. Frumvarpið mælir svo fyrir, að biskup sitji áfram í embætti til sjötíu og fimm ára aídiurs, ef þrír af hverjum i'imra, sem atkvæðisrétt hafa til biskups- kjörs, óski þess. Hvernig dett- Framliald á 8. síáu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.