Alþýðublaðið - 21.10.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.10.1958, Blaðsíða 6
€ A1þ ý 8uhla ðiS ÞriSjudagur 21. október 1958 I. -X:': . ■ Ftmmtugyr í clag Sigurjón Olafsson myndhöggvari í DAG hylla unnendur ís lerrzkrar myndlistar mynd- höggvarann Sigurjón Ólafsson fimmtugan. Um leið og maður hugsar til Sigurjóns Ólafssonar, sem und anfarin ár hefur búið í Laug- amesi, rifjast upp gamlar end- urminningar um sjálfan stað- inn Laugarnes. Einu sinni var þar reist stærsta bygging lands ins, holdsveikrahæli, sem í fyrstu var yfirfullt af sjúkling- um, en er frá leið varð hús- næði aflögu handa öðrum og meðal þeirra, sem bjuggu í hæl isbyggingunni um skeið, var hinn ágæti myndhöggvari, Ás- mundur Sveirisson. í heims- styrjöldinni síðari var hælið brezkur herspítali og reis þá upp braggahverfi í kringum sjúkrahúsið. — Eina kvöld- stund. stóð Laugarnesspítalinn í björtu báli og brann upp á svipstundu, en braggahverfið stóð áfram, og nú býr þar ann- ar úr hópi ágætustu myndlist- armanna þjóðarinnar, Sigur- jóii Ólafsson og hefur skapað þar sum beztu listaverk sín. Nokkrum þeirra hefur lista- maðurinn komið fyrir um- hverfis vinnuskála sinn og sóma þau sér þar einkar vel, yzt á nesinu. Verk þessi eru öll höggin úr grágrýti — lista- maðurinn hefur sótt grágrýtis- björg niður í f jöruna og breytt þeim 'í ódauðleg listaverk. Sepnilega er Sigurjón einasti listamaðurinn, sem hefur átt hugkvæmni til þess að taka grágrýtið og umskapa það, gefa dauðum steini nýtt líf með öfl- ugum línum forms og flata og RauSa kross deifd sfofnuð SÍJNNUDAGINN hinn 12. okt. var stofnuð Rauða kross dedd að Bolungarvík. Við Það tækifæri hélt framkvæmda- stjóri RKÍ, Gunnlaugur Þórðar son, stutta ræðu. Siofnendur voru 45 að tölu, og var formaður kosinn Björn Jóharmesson skólastjóri, með- stjórnendur: Guðmundur Jó- hannesson héraðslæknir Og Steinn Emilsson kennari. Varastjórn . skipa: Frú Ósk Óíafsdóttir, Emar Guðfinnsson forstjóri og sr. Þorbergur Krist jánsson-.. , , bera þessi verk svo augljóst vitni um listrænt handbragð og skaDandi íþrótt, að þar þarf engu við að bæta. Línum þessum var ætlað að vera afmæliskveðja til Sigur- jóns Ólafssonar og er því rétt að taka fram, að Sigurjón er fæddur á Eyrarbakka 21. okt. 1908. Tvítugur að aldri gekk bann myndlistinni á hönd og hefur verið þjónn hennar og herra síðan. — Hann bjó um langt skeið í Danmörku og hef- ur tekið þátt í fjölda listsýn- inga þar og hér heima og víð- ar. Hér verður ekki getið við- urkenninga, sem listamannin- um hafa hlotnazt né einstakra verka, en sum þeirra eru í eign ýmissa listasafna. Þó verður eigi látið hjá líða að minnast á, að hér i höfuðborginni eru fjögur verk eftir Sigurjón á almannafæri, en þau eru högg- myndir af sr. Friðrik Friðriks- svni og Héðni Valdimarssyni, ,,Sjómaður“ við Dvalarheimili aldraðra sjómanna og „Salt- fiskstöflun" við Sjómanna- ckólann; í nokkrum dönskum bæjum hefur verið komið upþ verkum eftir Sigurjón; og í garði sendiherrabústaðsins í Kaupmannahöfn er höggmynd- in Víkingurinn sem er eign ís- lenzka ríkisins. í tilefni afmælisins heldur Félág íslenzkra myndlistar- manna ágæta yfirlitssýningu á verkum listamannsins, sem sýnir hið óvenju ríka ímvnd- unarafl og miklu sköpunargáfu sem honum er meðfædd. Afmælisósk mín til Sigurr jóns Ólafssonar £ dag, er sú, að forráðamenn Reykjavíkur megi hafa framsýni til þess að láta höggmyndir þær, Sem Sig urjón hefur komið upp í kring- um vinnuskála sinn í Laugar- nesi, verða fyrsta vísi að lista- garði Reykjavíkur, þar sem komið verði fyrir höggmynd- um eftir beztu listamenn þjóð- arinnar og að þar verði ein- ungis listamönnum leyft að hafa vinnustofur sínar og þá munu ferðamenn leggja mjög leið sína út á nesið, til þess aö hrífast af náttúrufegurðinni ! þar 0g dást að góðum lista- verkum — en í dag er vart hægt að fara með erlendá ferðamenn út á nesið, því svo er hinn ömurlegi kampur til smánar fyrir höfuðborgina. — | Gunnlaugur ÞórSarson. LEIKFÉLAGIÐ Mímir á Selfossi hafði frumsýningu á sjónleiknum Ljúfa Maren eftir Oscar Braaten föstudaginn 17. þ. m. Leikurinn er þýddur af Kristmanni Guðmundssyni, skáldi í Hveragérði. Leikstjórn annað.st Gunnar R. Hansen. Höfundur leiksins er lítt þekktur hér á landi, en kunnur leiklistarunnendum í heima- landi sínu. Það er ánægjulegt, að Mímir gefur okkur kost á að kynnast verkum hans. Þýðandi telur leik þénnan ekki meðal kunnustu verka höfundar, en vinsælan í sveitaþorpum og bæj um úti um byggðir Noregs. Uppistaða leiksins er alvar- legs efnis, en ívafið gaman- semi. Höfundur leiðir fram ó- líkar manngerðir, semi alls stað ar ifnnast. Flestar eru persón- ur leiksins sennilegar og kunn- ar úr daglegri sambúð manna. Leíkurinn gerist í úthverfi Oslóborgar. Tvær sveitastúlk- ur koma til borgarinnar í at- vmnuleit. Hljóta þær báðar vist hjá rosknum kaupmannshjón- um. Önnur stúlkan, Maren, er frá höfundarins hendi mesta persóna leiksins, trygglynd, staðföst, hjálpsöm og boðberi alls þess, sem hefur bætandi á- hrif í sambúð manna. Hin stúlk an, Karen, er heilsulítil og veik geðja og verður því skjólstæð- 'ngur Marenar. Þær koma til borgarinnar um vor og ætla heim aftur með haustinu, en þeirra bíða örlög — borgin held ur oftast feng sínum. Heimilið, sem þær dvelja á, er hvorki verra né betra en mörg önnur. Húsfreyjan er hrjúf við fyrstu kynningu, en trygglynd og á- gæt, þegar á reyn.r. Húsbóndinn, Níels kaupmað- ur, er drykkfelldur og mjög undir áhrifum konu sinnar. Þórir, sveitapilturinn ,er sú j persóna leiksins, sem verst hef- ur tekizt að laga sig eftir lífi borgarinnár, og er öll gerð per- sónunnar óyenjuleg frá höfund. arins hendi. Maren leikur Svava Kjartans dóttir, er það aðalhlutverk leiksins. Hlutverkið er vanda- samt og gerir miklar kröfur. Henni tókst að gera það minn- isstætt áhorfendum. Leikur hennar allur og málfar var með prýði, .og hefur hún með íeik sinum unnið sinn stærsta sigur : á leiksviði: Hina v.nnukonuna, Karen, lék Eiín Arnoldsdóttir. Fór hún vel með hlutverkið og hafði ágætan framburð. Níels kaupmaður var leikinn af Guðmundfi Jónssyni. Guð- mundur sk laði hlutverkinu á- gætlega. Hann er leikhúsgest- um aó góðu kunnur frá því er hann lek Sigmund bónda í Kjarnorku og kvenhylli við mikla aðdáun áhorfenda. Guð- mundur skildi hlutverkið vel og notfærði sér hvert tækifæri á réttum tíma. Matthiídi konu hans lék frú Ólöf Osterby. Hlutverkið er ekki stórt, en vandasamt- Leysti frúin það vel af hendi. Leikur hennar var sérstaklega góður í öðum þætti. Axel Magnússon lék Þóri, ung an bóndason. Lék hann vel erf- itt hlutverk. Hann hefur áður komið fram á leiksviði hér og er vaxandi leikari. Ólafur Ól- afsson lék Axel vinnumann og Páll Sigurðsson Einar bónda- son. Skiluðu þeir hlutverkun- um laglega. Heildarsvipur sýningarinnar var prýðilegur. Er það efalaust mest að.þakka ágætri leikstjórn Gúnnars R. Hansen. Hvert sæti var skipað og í leikslok-voru leikstjóri og leik- endur ákaft hylltir. Leikfélagið- Mímir er ungt. félag ,stofnað 9. jan. sl. Þessi leikur er annað verkefni þess. .. Fer það vel af stað og stórmann lega, tekur til sýningar óþekkt verk, og fær til leikstjórnar úr_ vals leikstjóra, Hlutur • okkar áhorfendanna má ekki bregðast. Við verðum að sækja sýningarnar og stuðla að því, að þessi menningarstarf semi eflist. S.Þ.E. Afmæliskveðja Lárus Jéhannesson í ÖLDURÓTI stjórnmálanna finnst áhorfendum oft erfitt að koma auga á góðmennsku eða mannlega kosti þeirra, er þar eigast við. Á ytra borðinu sýn- ist mönnum, að þar séu ein- ungis notaðar þær bardagaað- ferðir, er lítt þykja drengileg- ar. Ég vil þó nota þetta tæki- færi til þess að telja þessa skoð un alranga og' vitna í því efni til þeirra stuttu kynna, er ég m. a. hefi haft af afmælisbarn- inu, Lárusi Jóhannessyni hrl., sem er sextugur í dag. Samkvæmt upplýsingum, er ég hef aflað, er Lárus fæddur 21/10 1898 á Seyðisfirði. For- eldrar: Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti þar og síðar bæj- arfógeti í Reykjavík og kona hans Jósefína Lárusdóttir Blöndal. Lárus varð stúdent 1917. Hann varð lögfræðingur 1920. Var við framhaldsnám í Danmörku 1920—1921. Var íulltrúi bæjarfógetans í Reykja vík 1921—1924, og var þá oft settur bæjarfógeti. Lárus varð hæstaréttarlögmaður í desem- bermánuði 1924. Hann byrjaði Þá rekstur málaflutningsskrif- stófu hér í bænum, sem hann hefur rekið til þessa dags. AI- þingismaður Seyðisfjarðar- kaupstaðar var hann frá hausti 1942 til 1956. Lárus hefur tek- ið mikinn þáttt í ýmiss konar félagsstarfsemi. Hann hefur t. d. verið formaður Lögmanna- félags íslands samfleytt í 11 ár. Þá hefur hann tekið þátt í mótum lögfræðinga erlendis og ritstörf og þýðingar hefur hann mjög rækt. Lárus er mjög vinsæll maður og á vini og kunningja í öllum stjórnmálaflokkum, fyrst og fremst af því að hann lítur einkum á kosti viðkomandi manns, án tillits til stjórnmála skoðana. • Hann getur þó farið hörðum orðum um Alþýðuflokkinn, kommúnista o. s. frv. í kapp- ræðum á stjórnmálafundum, og er'þá gjarna óvæginn, en ejgi svo einhver tál við hann um viðkomandi persónu að fu.ndi loknum, þá setur Lárus metnað sinn í það að draga fram kosti þessara sömu manna. Ég vil segja, að þetta séu höfuðkostir þeirra, sem við félags- og stjórnmál fást, að draga skarpar línur milli skoð- ana og persónu. Aðalstarf Lárusar á lífsleið- inni, málflutningurinn, er nú orðinn svo umfangsmikill, að umsetning annarra slíkra stofn ana er vart meiri. Er ég spurði kunnugan, hverju þetta sætti, var mér tiáð, að Lárus lifði eftir regl- unni: „Betri er mögur sætt en feitur dómur.“ Ég held, að ein- mitt í þessu verði persónu Lár- usar og vinsældum hans bezt lýzt. Hin hrjúfa áferð Lárusar gufar þó algjörlega upp, þegar hann er í barnahóp staddur. Lárus hefur þó átt sínar þungu reynslu- og erfiðleika- stundir. Með dyggri og trú- verðugri , aðstoð eiginkonu sinnar, Stefaníu Guðjónsdótt- Lárus Jóhannesson ur, hefur þó tékizt að sigrast á þessum erfiðleikum. Ég leyfi mér að flytja þér, gamli mótherji, beztu árnað- aróskir með tímamótin, um leið og ég þakka ykkur hjón- um góða viðkynningu á liðn- um árum. — Lifðu heill. Eggert G. Þorsteinsson. Bankok, mánudag (NTB). 1 STJÓRNARBYILTING var gerð í Tailandi í dag'. Yfirmað- ur hersins Sarit Thanarat, mar- skálkur tók ölj völd í sínar lientl ur. Stjórn Thanqanah hers- höfðingja er úr sögunni og hem aðarástandi lýst yfir í landinu. Sarit marskálkur liélt ræðu { útvarp þegar eftir valdatökunE* og sagði meðal annars að b.ylt- ingin hefði verið nauðsynleg til þess að verjast kommúnista- hættunni, heima ,og erlendis, og til að tryggja komingdæmið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.