Morgunblaðið - 23.08.1977, Side 37

Morgunblaðið - 23.08.1977, Side 37
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977 21 KEFLVlKINGUM hefur gengið mjög illa upp á sfðkastið og engin hreyting varð þar á þegar þeir mættu Akurnesingum I 1. deild uppi á Skaga á laugardaginn. Með strekkingsvind í bakið gerðu Skagamenn út um leikinn á fyrstu 20 minútunum. Þeir skor- uðu þá þrjú mörk og Keflvíkingar áttu sér aldrei viðreisnar von. f seinni hálfleik skoruðu Keflvfk- ingar tvö mörk, reyndar sitt i hvort marknetið og lokatölurnar urðu 4:1 IA í vil. Hinn ungi mið- herji Skagamanna Pétur Péturs- son var atkvæðamikill í þessum leik, skoraði þrjú mörk. Er hann nú markahæstur leikmanna 1. deildar með 1S mörk. Svo skemmtilega vildi til, að tveir leikhæstu menn Akranesliðsins áttu afmælisleik, Björn Lárusson lék sinn 300. leik fyrir IA og fyrirliðinn Jðn Alfreðsson sinn 250 lcik. Blómaleikir hafa oft ver- ið hálfmislukkaðir hjá mönnum og var því ekkert tilkynnt um þetta fyrirfram heldur afhenti Þröstur Stefánsson formaður lA þeim blómvendi við látlausa at- höfn að leik loknum og áhorfend- ur hylltu þá ákaft að vonum. Þrátt fyrir þennan stóra sigur var þetta ekki einn af betri leikj- um Akranesliðsins. Baráttan hef- ur oft verið meiri og samleikur- inn betri. Það sem gerði gæfu- muninn var að liðið nýtti tæki- færin, sem fengust I byrjun leiks- ins, tækifæri sem Árni Sveinsson skapaði með stórgóðum sending- um inn I vftateig IBK og hinn markheppni Pétur Pétursson nýtti. Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu. Árni tók aukaspyrnu frá vinstri nálægt miðju. Hann gaf stórgóða sendingu inn í markteig og þar stökk Pétur Pétursson hærra en aðrir á móti knettinum og skallaði hann glæsilega upp í markhornið. Fallegt mark. Á 20. mínútu tók Arni aftur á auka- spyrnu frá vinstri og gaf inn i vítateiginn. Jón Gunnlaugsson skallaði knöttinn að markinu, hann barst til Péturs, sem skaut í þverslá, boltinn datt niður á marklínuna og þar var Pétur mættur á undan öllum öðrum og skoraði léttilega. Ekki liðu nema tvær mínútur þar til Kristinn Björnsson hafði brotið sér leið inn i vítateiginn. Þegar hann var að komast í gott færi reyndi Sigurður Björgvinsson að afstýra hættunni en honum tókst ekki betur upp en svo að Kristinn féll kylliflatur og Eysteinn Guð- mundsson dæmdi réttilega víta- spyrnu. Pétur Pétursson tók spyrnuna og skoraði örugglega með skoti út við stöng. Það sem eftir var hálfleiksins fengu Skagamenn eitt gott mark- tækifæri, Kristinn Björnsson skallaði framhjá í dauðafæri eftir að hafa fengið sendingu frá Arna Sveinssyni. Reyndar átti Arni hættulegt langskot, sem sleikti slána ofanverða. Eitt tækifæri fengu Keflvíkingar, Friðrik Ragnarsson komst einn inn fyrir en góður markvörður Skaga- manna, Jón Þorbjörnsson, hirti boltann af tám hans. ÍA - ÍBK 4:1 Texti og mynd. Sigtryggur Sigtryggsson. Seinni hálfleikur var mjög daufur og knattspyrnan, sem liðin sýndu var lítið fyrir augað. Fljót- iega í hálfleiknum komst Pétur i dauðafæri eftir að hafa fengið góðan bolta frá Jóni Alfreðssyni en laust skot hans fór naumlega framhjá. Á 23. mínútu seinni hálf- leiks fengu Skagamenn horn- spyrnu frá hægri, sem Karl Þórð- arson tók. Hann gaf boltann vel fyrir markið til Jóns Alfreðsson- ar, sem stökk upp og skallaði að marki. Rúnar Georgsson ætlaði að bjarga i horn en það mistókst og hann skallaði boltann í eigið mark. Heldur dapur dagur hjá Rúnari, en hann hafði það hlut- verk að gæta Péturs i leiknum. En sjö mínútum síðar skoruðu Kefl- víkingar í rétt mark. Þórður Karlsson gaf mjög góða sendingu út til vipnstri á varamanninn Óm- ar Ingvarsson. Ómar lék laglega á þrjá varnarmenn ÍA og lét siðan þrumuskot riða af frá vítateign- um og boltinn hafnaði í horninu fjær án þess Jón ætti minnstu möguleika á þvi að verja. Fallegt mark. Undir lok leiksins vöknuðu Skagamenn aðeins til lifsins og varði Þorsteinn markvörður IBK í nokkur skipti vel og þá sérstak- lega skot frá Herði Jóhannssyni innan vítateigs, en Hörður hafði leikið sig í gott færi á mjög nettan og skemmtilegan hátt. I þessum leik voru tveir menn i Akranesliðinu i nokkrum sér- flokki, Arni Sveinsson og Pétur Pétursson. George Kirby þjálfari hefur fært Árna aftur i stöðu vinstri bakvarðar og virðist hún henta Árna einkar vel. Um hæfi- leika Arna til sóknarleiks vita all- ir en i leiknum gegn Víkingi á dögunum var varnarleikurinn slakur. I þessum leik sýndi Arni að hann getur varizt vel auk þess sem hann skapaði flest hættuleg- ustu tækifæri Skagamanna í leiknum. Pétur er hæstur á markaskráarlistanum með 15 mörk. Þetta er há tala en undir- ritaður telur sig samt hafa í sum- ar séð Pétur misnota fieiri en 15 dauðafæri. Þetta þarf ekki að vera veikleikamerki, þvert á móti. Pétur er þótt ungur sé að árum orðinn fremstur íslenzkra fram- herja i þeirri list að skapa sér marktækifæri. Hann skorar nú þegar mikið af mörkum en þau eiga eftir að verða fleiri þegar nýtingin verður betri, en sá dagur kemur vafalaust. Landsliðið getur vart verið án þessa mikla marka- skorara þótt leiðindaatvik hafi átt sér stað varðandi þátttöku Péturs í unglingamóti í Belgíu s.I. vor. Nokkur forföll voru í liði Kefla- víkur t.d. vantaði Gisla Torfason, sem er frá vegna meiðla og munar um minna. Þrátt fyrir tap í undanförnum leikjum mega Kefl- vfkingar vel við una, þeirra unga lið hefur komið mest á óvart i deildarkeppninni i ár ásamt liði Vestmannaeyinga. Eysteinn Guðmundsson annað- ist dómgæzluna og var engin feil- nóta slegin þar i auðdæmdum leik. Akranesvöllur 20. ágúst, 1. deild, ÍA-lBK 4:1 (3:0). Mörk IA: Pétur Pétursson á 3., 20. og 22 mínútu (víti), Rúnar Georgsson (sjálfsmark) á 68. mín- útu. Mark IBK: Ómar Ingvarsson á 75 mínútu. Áminning: Kristinn Björnsson, lA, bókaður. Áhorfendur: 900. Isianasmðlið 1. Hallil ......................../ Pétur Pétursson skorar örugglega úr vftaspyrnunni sitt 15. mark I 1. deild. Hann hefur tveggja marka forskot á Inga Björn og þriggja marka forskot á Sigurlás Þorleifsson. Ingi Bjöm stekkur I loft upp og fagnar jöfnunarmarkinu 3:3. ASrir á myndinni eru Atli ESvaldsson, bezti maSur Vals ásamt Inga, og GuSmundur Porbjörnsson. sem var liSinu styrkur eftir aS hann kom inná sem varamaSur. Framararnir eru Rúnar Glslason og Kristinn Atlason. KR í 2. deild Báðir markverðirnir bornir af velli KR fékk sannkallaða óskabyrjun gegn FH I leik liðanna á laugardag- inn á Laugardalsvellinum, því vart voru liðnar nema 2 mín. þegar knött- urinn lá í marki FH. Ætlar þeim að takast að bjarga sér frá falli á elleftu stundu? spurðu menn, Ifkt og gerðist árið 1967, eða bíður KR nú I fyrsta skipti I sögu félagsins, að leika I 2. deild? Ekkert nema sigur I þessum leik dugði KR til að eiga einhverja von um áframhaldandi dvöl í 1. deild. Þeir byrjuðu leikinn því af miklum krafti og eins og áður er sagt voru vart liðnar nema 2 min., er Sverrir Herbertsson skoraði fyrir KR með skalla eftir horn- spyrnu. Og á 35. min. bættu þeir enn við öðru marki og var þar að verki hinn ungi og efnilegi unglingalandsliðsmað- ur Börkur Ingvarsson. Dæmd var aukaspyrna á Pálma Jónsson, auk þess sem hann fékk gult spjald. Haukur Ottesen spyrnti að marki KR og náði Þorvaldur markvörð- ur að verja. en hann hélt ekki knettin- um og fylgdi Börkur vel á eftir og skoraði örugglega af stuttu færi. fremur lausu skoti af um 25 m. færi að marki KR, sem öllum til undrunar hafnaði i markinu. Það þurfti aftur á sjúkrabörum að halda í leiknum, þvi á 74 mín. sóttu KR-ingar að marki FH, en Þorvaldur bjargaði vel með úthlaupi. Við það fékk hann högg á höfuðið og skurð við augabrún og borinn óvígur af velli í sjúkrabörum, en stöðu hans i markinu tók Friðrik Jónsson Undir lokin gerðu KR-ingar örvænt- ingarfulla tilraun til að ná forystunni aftur og knýja fram sigur og munaði KR - FH 22 Texti: Helgi Daníelsson Myndir: Steinn Helgason minnstu að þeim tækist það, en þeir höfðu ekki heppnina með sér. Skömmu fyrir leikslok bjargaði Ás- geir Arnbjörnsson á linu og spyrnti fram á völlinn og aftur sóttu KR-ingar, en þá fór knötturinn yfir markið. Liðin Það verður að teljast til meiriháttar tíðinda, að KR skuli falla í 2. deild, því félagið hefur, ásamt Val, alla tíð leikið í 1 deild. Því verður ekki neitað, að deildin verður svipminni án KR og vonandi verður dvöl þeirra í 2 deild ekki löng. Stefán Örn, Börkur Ingvarsson og Sverrir Herbertsson voru beztu menn KR í þessum leik, sem annars er skipað jöfnum leikmönnum sem eiga framtíð- i,na fyrir sér. FH átti slakan leik, að þessu sinni, en liðið hefur komið hvað mest á óvart af liðum i 1. deild á þessu keppnis- tímabili Janus var bezti maður liðsins, einnig áttu þeir Þorvaldur markvörður. Pálmi Jónsson og Ásgeir Arnbjörnsson góðan leik. Dómari var Arnar Einarsson Hafði hann góð tök á leiknum í fyrri hálfleik. en slakaði verulega á í þeim siðari í STUTTU MÁLI íslandsmót 1 deild. 20. ágúst 1977 — Laugardalsvöllur KR — FH 2 — 2 (2—0) Aftur slapp Valur naumlega fyrir horn FRAMARAR sáu til þess með þvl aS ni jöfnu viS Val aS geysileg spenna er skyndilega komin i íslandsmótiS I knatt- spyrnu nú þegar einni umferS er ólokiS. Lokatölurnar urSu 3:3 á Laugardals- vellinum á sunnudagskvöldiS I hörkuleik. Sérstaklega verSur hans minnzt vegna seinni hálfleiksins, sem hafSi allt þaS upp á aS bjóSa sem einn knattspyrnu leikur getur boSiS uppá, góSa knatt- spyrnu, mikla baráttu. spennandi augna blik og fimm góð mörk. Valur og Akranes standa jafnt aS vigi fyrir siSustu umferS- ina og svo getur fariS aS aukaleik þurfi milli liSanna til þess aS skera úr um hvort þeirra skuli hreppa meistaratitilinn en slikur leikur hlýtur aS vera efstur á óskalista allra knattspyrnuunnenda. Framarar komu til leiksins I þeirri ein- kennilegu stöðu að geta aukið mjög vonir slnar um sæti í Evrópukeppni bikarhafa næsta ár með þvl að tapa leiknum. En greinilegt var að slikt var ekki i huga þeirra, þeir börðust af miklum krafti, greinilega staðráðnir að vinna. Og i slökum fyrri hálfleik höfðu þeir yfirhöndina Oft á tiðum léku þeir ágætlega saman úti á vellinum og hins vegar tókst þeim ekki að skapa sér verulega hættulegt tækifæri. Valsmenn náðu sér alls ekki á strik í fyrri hálfleik og reyndin varð sú Ágúst Guðmundsson, bak- vörður Fram, komst næst þvi að skora mark fyrir Val þegar hann hugðist gefa aftur til Árna en sendingin var of föst og Árni gat með naumindum bjargað i horn. Löglegt mark eSa ekki? Á siðustu minútu fyrri hálfleiks skoraði Fram mark og var það í meira lagi umdeilt. Simon Kristjánsson bakvörður sendi háan bolta. sem stefndi á markið Sigurður markvörður og Kristinn Jörundsson stukku upp með boltanum, hann fór i höfuðið á Kristni i hendurnar á Sigurði og inn i markið Eftir leikínn sagði Sigurður að Kristinn hefði stokkið upp með sér og hrint sér og hefði þvi átt að dæma aukaspyrnu á Fram og undir það tóku fleiri leikmenn Vals Kristinn mótmæltí þessu, kvaðst ekki hafa snert Sigurð og sama sögðu dómari og línuvörður og kvaðst linuvörðurinn hafa séð gott bil á milli Kristíns og Sigurðar þegar þetta gerðist. En hvað um það, markið stóð og um það verður vafalaust deild enn um hríð Seinni hálfleikurinn var mjög liflegur og skemmtilegur Framarar voru ivið sterkari i byrjun og það var eins og Valsmenn þyldu illa spennuna og þeir náðu sér ekki strax á strik En á 11. minútu jöfnuðu þeir metin með marki, sem Jón Einarsson átti heiður- inn af. Jón lék laglega upp vinstra megin og gaf vel fyrir markið til Inga Bjarnar, sem kom á fullri ferð og negldi boltann i netið af markteig Árni kom engum vörnum við enda þurfti hann lika að gæta þess að Jón skoraði ekki sjálfur. Við markið lifnaði yfir Valsmönnum og þeir fóru að sækja. En við það slakaði á vörninni og á 16. mlnútu seinni hálfleiks fékk Gunnar Guðmundsson knöttinn á miðjunni og sendi hann laglega út til Rúnars Glslasonar, sem var óvaldaður hægra megin Rúnar lék upp að endamörk- um og gaf boltann fyrir til Péturs Ormslev, sem var fyrir miðju markinu og Pétur skallaði boltann laglega i netið Skallabolt- inn var laus og einhvernveginn fannst manni að Sigurður hefði átt að geta varið, en engu að síður var vel að verki staðið hjá Frömurum. Þeir fögnuðu markinu svo inni- lega og lengi að þeir uggðu ekki að sér. Valsmenn voru nefnilega fljótir að hefja leikinn að nýju og brunuðu upp á meðan Framarar voru enn að fagna markinu! Mun- Fram - Valur 3:3 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson. Mynd: Ragnar Axelsson aði litlu að Ingi Björn kæmíst i færi en Framarar náðu að stöðva hann á siðustu stundu Skömmu eftir markið komst Atlí i mjög gott færi en Árni bjargaði með úthlaupi og Pétur Ormslev komst einnig í mjög gott færi en skaut framhjá. Var vörn Vals gal- opin þvi varnarmennirnir virtust með allan hugann við sóknirta Á 31. minútu var dæmd aukaspyrna á Fram á miðjum vallar- helmingi liðsins Oýri tók spyrnuna snöggt og sendi boltann inn i vitateiginn, þar sem Ingi Björn var vel staðsettur og vippaði knettinum yfir Árna og i markið Falleg samvinna Inga og Dýra. En ekki var allt búið enn. Varla var liðin minúta frá marki Inga þegar Ásgeir Elisson var kominn með boltann vinstra megin og sendi hann vel fyrir markið til Péturs, sem stóð einn og gjörsamlega óvaldaður á markteigslinunni og Sigurður átti enga möguleika að verja skalla Péturs. Vlti eða ekki? Nú þurftu Valsmenn að sækja á brattann á ný til að halda i vonina um meistaratitil- inn og sóttu þeir nú ákaft. Guðmundur horbjörnsson, sem kom inná sem vara- maður, átti hörkuskot að marki en Árni varði Á 40 mlnútu áttí Hörður þrumuskot á markið, boltinn fór I Framara og út i teiginn, Valsmenn lyftu höndum og heimt- uðu viti og sú varð niðurstaða Grétars dómara Úr vitaspyrnunni skoraði Ingi Björn örugglega sitt þriðja mark Jafnt 3:3 og þannig endaði leikurinn Ekki voru allir á eitt sáttir um þennan vitaspyrnudóm. Grétar dómari kvað það engan efa, að boltinn hefði stöðvast á hendi Framara og Hörður Hilmarsson kvaðst ekki hafa séð betur en boltinn hefði farið I hendi Framar- ans, þótt færið hefði verið stutt. Framarinn, sem i hlut átti, Kristinn Atlason, sagði aftur á móti að boltinn hefði farið i eyrað á sér og sagðist hann enn vera með suð I eyranu eftir þrumuskot Harðar. Én hvað um það, dómurinn stendur og menn geta nú skegg- rætt þetta atvik næstu daga Valsmenn sluppu þarna svo sannarlega fyrir horn alveg eins og á móti FH og virðist ekki sama öryggið yfir þeim og áður. Sam- leikurinn gekk ekki eins vel og i fyrri leikjum ef undanskildir eru kaflar i seinni hálfleik og vörnin venju framur óörugg. Beztu menn liðsins i þessum leik voru Atli Eðvaldsson. sem virðist vaxa með hverjum leik, og Ingi Björn, sem ætið er á réttum stað fyrir framan markið og i þvi hlutverki er hann liðinu gífurlega mikilvægur. Framararnir sýndu það i þessum leik að þeir eiga alls ekki heima nálægt botninum. Þeir börðust mjög kröftuglega og úti á vellinum léku þeir vel saman. Er ekkert efamál að seinni hálfleikurinn er það bezta. sem liðið hefur sýnt I sumar Margir leik- menn áttu góðan dag en beztir voru þeir Ásgeir Elisson og Pétur Ormslev Mikil- vægastur fyrir Framara hlýtur leikurinn að vera fyrir þá sök, að nú þurfa þeir ekki að bera kviðboga fyrir bikarútslitaleiknum gegn Val. Hann er ekki jafn tapaður fyrir- fram og sumir hafa látið i veðri vaka. Grétar Norðfjörð slapp vel frá mjög erfið- um leik. ágúst, 1. deild. 45. 77 í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 21 Fram—Valur 3:3 (1:0). Mörk Fram: Kristinn Jörundsson á minútu og Pétur Ormslev á 61 og minútu. Mörk Vals: Ingi Björn Albertsson á 56 76. og 85 minútu (viti). Áminning: Kristinn Atlason, Fram, bókað ur. Áhorfendur 2118. Fátt markvert gerðist annað i fyrri hálfleik og var litið um upplögð tæki- færi. KR hafði heldur undirtökin í leiknum, enda léku þeir undan strekk- ings golu og voru mun ákveðnari. Siðari hálfleikur Slðari hálfleikur var mun skemmti- legri og viðburðarikari en sá fyrri. Ólaf- ur Danivalsson, sem litið hafði sézt i leiknum. enda vel gætt, lék skemmti- lega upp völlinn á 56 min og skaut siðan að markinu Magnúsi markverði mistókst að handsama knöttinn, en varnarmenn björguðu i horn Magnús átti misheppnað úthlaup og tókst ekki að ná knettinum eftir hornspyrnuna, en Janus náði að skalla og fór knötturinn i þverslá og hrökk þaðan út i vitateiginn til Ásgeirs Arnbjörnssonar, sem skor- aði með föstu skoti og óverjandi fyrir Magnús markvörð Meðan á öllu þessu gekk fékk Magnús markvörður. að þvi er virtist, spark i lærið og lá óvígur á vellinum og var síðan borinn af velli i sjúkrabörum, en Halldór Pálsson tók stöðu hans i markinu. Janus Guðlaugsson, besti maður FH i þessum leik, átti litlu siðar ágætt tækifæri til að jafna, sem mistókst og litlu siðar var hann aftur með knöttinn, en átti I höggi við varnarmenn KR, sem vörðust grimmilega En hann kom knettinum fyrir markið, þar sem Gunn- ar Bjarnason kom aðvifandi og skaut Bezta tækifærið fékk þó Örn Óskars- sori á lokaminútu leiksins, en hann •fékk sendingu frá Birni Péturssyni inn- fyrir vörnina og var alveg frír fyrir framan markið, átti aðeins Friðrik markvörð eftir, sem kom út úr markinu og tókst honum að góma knöttinn. Þarna fór bezta marktækifærið i leikn- um og síðasta von KR um áframhald- andi dvöl i 1 deild. Mörkin: Sverrir Herbertsson, KR á 2. min. Börkur Ingvarsson, KR á 35. min. Ásgeír Arnbjörnsson, FH á 56. mín. Gunnar Bjarnason. FH á 66 min. Gul spjöld: Pálmi Jónsson, FH Helgi Ragnarsson, FH Haukur Ottesen, KR Áhorfendur: 543. MagnúsTeitsson á skot að marki KR. Til varnar er SigurSur Indriðason. Yf irburöir IBV en nýting tækifæra slök ÞÓRSARAR frá Akureyri voru þegar fallnir I 2. deild er þeir mættu ÍBV fyrir norðan á laugardaginn og leik- menn liðsins hafa gefið allt upp á bátinn. engin barátta. enginn áhugi lengur, og Vestmannaeyingar unnu léttan sigur. skoruðu fjögur mörk en Þór ekkert. Og satt að segja hefði markaskor ÍBV I þessum leik hæg- le a getað orðið helmingi meira, lið- ið hafði fádæma yf irburði yfir áhuga- lausa Þórsara og með góðri knatt- spyrnu, léttum og skemmtilegum leik skapaði ÍBV liðið sér hvert mark- tækifærið á fætur öðru. Nýting þess- ara tækifæra var ekki sérlega góð og þvi mörkin „aðeins" fjögur. Þórsarar náðu upp ágætri sóknarlotu á fyrstu minútum leiksins sem lauk með þvi að Sigþór Ómarsson skaut yfir úr ágætu færi. En þetta var aðeins annað tveggja tækifæra Þórs i hálf- leiknum, það siðara kom i lok f.h er Árni Gunnarsson komst einn inn fyrir vörn IBV en Sigurður Haraldsson kom út úr markinu og gómaði boltann af tám Árna. Þessi voru einu raunveru- legu tækifæri Þórs i f.h en ÍBV hélt uppi þungri sókn og skoraði þrjú mörk i hálfleiknum. Strax á 5. min. átti Valþór Sigþórs- son snögga stungusendingu innfyrir vörn Þórs og þar geystist Tómas Páls- son á eftir boltanum náði honum og lék síðan á markvörð Þórs og renndi boltanum I netið, 1—0. Ekki liðu nema tvær mln. og aftur skoraði Tóm- as. Dæmd var hornspyrna á Þór sem Einar Friðþjófsson framkvæmdi vel, boltinn barst til Tómasar Pálssonar á markteignum og hann var ekki seinn á sér að þrykkja honum i netið, 2—0. Sókn ÍBV var látlaus á þessum tima og hún var skemmtilega uppbyggð, leikið Wr - IBV 0:4 Texti: Hermann Kr. Jónsson. upp kantana, vörn Þórs teigð og síðan stungusendingar inn á hina fótfráu sóknarmenn IBV Og á 23, min skorar IBV enn og enn var það Tómas Pálsson sem þar var á ferðinni. Karl Sveinsson lék laglega i gegn hægra megin og skaut siðan hörkuskoti af vltateigshorn- inu. Ragnar Þorvaldsson náði að slæma hendi i boltann sem skoppaði út i teiginn þar sem Tómas Pálsson kom að á fullri ferð og negldi i netið 3—0 og „þrenna" hjá Tómasi. IBV hafði sömu yfirburðina í s.h. og sama deyfðin einkenndi leik Þórs, sannkölluð leikleysa hjá norðanmönn- um. Eyjamenn gerðu sitt fjórða mark strax á 51. min. Enn var Tómas Páls- son vörn Þórs erfiður viðureignar, lék skemmtilega i gegn en gaf siðan bolt- ann snaggaralega út i teiginn til Karls Sveinssonar sem átti glæsilegt skot i stöng og inn, 4—0. Tækifæri Þórs í s.h. voru sárafá en næst þvi að skora var Árni Gunnarsson á 62. mín. er hann átti hörkugott skot á markið en Sigurður Haraldsson varði glæsilega Eyjamenn léku mjög góða knattspyrnu, hratt og skemmtilegt spil með skiptingum kantanna á milli. Mörg tækifæri sköpuðust og ég er ekki frá þvi að slakur dómari þessa leiks. Magnús Pétursson, hafi haft tvær vita- spyrnur af Eyjamönnum i s.h. Fyrst var Tómasi brugðið gróflega og síðar Sigurlási inni i vitateignum á ágætum færum, en i hvorugt skiptið sá Magnús ástæðu til þess að dæma viti. Þannig lauk þvi leiknum, öruggur og átakalitill sígur ÍBV, 4—0 Leikur Þórsliðsins var ákaflega dapurlegur að þessu sinrii. Vissulega var liðið þegar fallið i 2. deildina en þvi ekki að falla með sæmd og berjast til siðustu stundar? Þór hafði ekki mann- Tómas, langbezti maður vallarins I leik Þórs og ÍBV. skap til þess að standast hina hörðu og óvægnu keppni i 1. deild. Mikil meiðsli hafa leikið liðið grátt i sumar og margir leikmenn orðið að leika leiki sem þeir alls ekki hefðu átt að geta vegna meiðsla Þá hafa leikmenn liðs- ins, sumir hverjir, farið ákaflega flatt á skapsmunum sinum Gulu og rauðu spjöldin hafa of oft verið á lofti i leikjum Þórs. Sennilega hefur Þór komið of fljótt upp i 1. deildina — i einu stökki úr 3 deild — leikmenn liðsins ekki verið nægilega vel undir það búnir að taka þátt i baráttunni við þá beztu. En Þór kemur aftur. í leiknum við ÍBV á laugardaginn var það raunverulega aðeins einn leikmað- ur sem sýndi þá getu sem búast mátti við. Sigurður Lárusson Sigurður er ákaflega sterkur og ákveðinn varnar- spilari sem aldrei gefur eftir fyrr en i fulla hnefana. Aðrir leikmenn liðsins voru slappir og áhugalausir. Eyjamenn léku þennan leik mjög vel, knattspyrna frá fyrstu til síðustu mín. Mótstaðan var lika engin og liðið gat bókstaflega gert það sem þvi sýndist. Liðið er öruggt með þriðja sætið i deildinni (aðeins Vikingur getur náð sama stigafjölda og ÍBV hefur nú þegar fengið og er það betri árangur en flestir bjuggust við i upphafi mótsins eftir þau áföll sem yfir liðið dundu: Örn Óskarsson til KR. Viðar Eliasson til Vikings, Ársæll Sveinsson, til Dan- merkur, Þórður Hallgrimsson frá keppni fyrstu 5 leikina vegna meiðsla og siðan Sigurlás Þorleifsson frá i 4 leikjum i upphafi mótsins vegna slæmra meiðsla. En ÍBV liðið náði sér á strik og hefur jafnt og þétt sótt i sig veðrið Þegar liðinu tekst vel upp leikur það knattspyrnu á við þá beztu hér á landi Á laugardaginn átti Tómas Páls- son enn einn stórleikinn og fróðlegt verður að sjá hvort þessi stórskemmti- legi knattspyrnumaður fær nú náð fyrir augum landsliðsnefndarinnar. Einnig áttu góðan leik þeir Ólafur Sigurvins- son, Óskar Valtýsson og Karl Sveins- son. I STUTTU MÁLI: Akureyrarvöllur 20. ágúst Þór — ÍBV 0—4 (0—3). MÖRK ÍBV: Tómas Pálsson á 5. min., 7. mín. og 23. min. Karl Sveinsson á 51. mln. ÁMINNINGAR: Oddur Óskarsson Þór, Nói Björ.isson Þór, Tómas Páls- son ÍBV, Sigurlás Þorleifsson ÍBV fengu allir að lita gula spjald dómar- ans fyrir litlar sakir nema Sigurlás sem braut gróflega af sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.