Morgunblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977
27
DAGUR iönaðarins á Hellu og Hvolsvelli var haldinn
hátíölegur s.l. föstudag. Þaö þótti tilvalið í sambandi
við fimmtíu ára afmæli Hellu að fá Dag iðnaðarins
þangað, en hreppsnefnd Rangárvallahrepps í sam-
vinnu við Islenzka iðnkynningu hafa síðan unnið að
undirbúningi að Degi iðnðarins þar.
Það er viðtekin venja hjá Islenzkri iðnkvnningu að
bjóða fjölmiðlum að senda sína fulltrúa á þær iðn-
kynningar sem hafa farið um landið á hinu svo kallaða
Iðnkynningarári sem nú er um það bil að ljúka, og svo
var einnig nú. Einnig var boðið ýmsum frammámönn-
um íslenzks iðnaðar.
Páll G. Rjörnsson oddviti og framkvæmdastjóri Samverks kynnir starfsemi
fyrirtækisins fyrir gestum.
Dagur iðnaðarins á
Hellu og Hvolsvelli
taldi að honum hefði ekki
verið veitt sú eftirtekt
sem hann ætti skilið.
í ræðu Davíðs Schev-
ing Thorsteinssonar kom
meðal annars fram, að
hann telur aðalvandamál
islenzks iðnaðar í dag
einkum stafa af því
hversu atvinnugreinin er
ung hér á landi.
Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra opnar hér iðnsýninguna.
Þegar gestirnir komu
austur var þeim boðið í
kaffi í Hellubíói þar sem
þeir voru boðnir vel-
komnir af sveitarstjóra
Hellu, Jóni Gauta Jóns-
syni. Þar á eftir var hald-
ið austur að Hvolsvelli
þar sem tvö iðnfyrirtæki
voru skoðuð, en það voru
trésmiðja kaupfélagsins
og lampaverksmiðja.
Þá var haldið aftur að
Hellu og nú skyldi skoða
Glerverksmiðjuna Sam-
verk sem er hlutafélag
eingöngu í eigu Rangvell-
inga. Þar tók á móti gest-
um Páll G. Björnsson
framkvæmdastjóri sem
jafnframt er oddviti
hreppsins.
Að lokum var svo farið
í verksmiðjuna Tjald-
borg sem einkum fæst
við tjaldgerð en einnig
eitthvað við framleiðslu á
tjalddýnum. Leiðsögu-
maður gesta þar var Ein-
ar Kristinsson, annar eig-
andi verksmiðjunnar.
Gestir voru þar kvaddir
með nokkuð skemmti-
legri gjöf, en það var
fyrstadags umslag frá
Tjaldborg stimplað með
afmælispóststimpli
Hellu.
Hápunktur dagsins var
opnun iðnsýningar sem
sett var upp sameigin-
lega af iðnfyrirtækjum á
Hellu og Hvolsvelli. Iðn-
aðarráðherra, Gunnar
Thoroddsen, opnaði sýn-
inguna formlega klukkan
tvö og eftir það var gest-
um boðið að skoða hana í
fylgd fróðra manna. Þá
vakti það nokkra athygli
gesta hversu mörg iðn-
fyrirtæki eru í raun og
veru í þessum tveimur
kauptúnum.
Klukkan 3 e.h. var síð-
an haldinn almennur
fundur um iðnaðarmál í
Hellubíói, þar sem fram-
söguræður fluttu
iðnaðarráðherra, Gunnar
Thoroddsen, Ingólfur
Jónsson þingmaður og
Jón Gauti Jónsson
sveitarstjóri á Hellu.
Auk þeirra tóku nokkrir
aðrir fundarmenn til
máls þar á meðal Davíð
Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags ís-
lenzkra iðnrekenda.
t ræðu iðnaðarráð-
herra kom meðal annars
fram að hann telur aðal
verkefni rikisvaldsins
gagnvart iðnaði vera að
veita iðnaðinum viðun-
andi starfsskilyrði m.a. í
sambandi við lánafyrir-
greiðslur og menntun
starfsfólks.
í ræðu Jóns Gauta
Jónssonar kom það m.a.
fram, að hann ásamt
flestum Rangvellingum
vonaði að þessi iðnkynn-
ing yrði iðnaði þar í sveit
til framdráttar en hann
Lokaatriði dags
iðnaðarins á Hellu og
Hvolsvelli var svo boð
sem iðnaðarráðherra hélt
fyrir alla velunnara ís-
lenzks iðnaðar á staðn-
um. Þar voru einnig
mættilr fulltrúar frá
ýmsum stéttarsamtökum
til að heiðra starfsmenn
þá sem starfað hafa að
iðnaöi tuttugu og fimm
ár eða lengur.
Þá má einnig geta þess,
að þeir menn sem unnu
að undirbúningi að degi
iðnaðarins fengu gull-
merki íslenzkrar iðn-
kynningar sem þakk-
lætisvott fyrir vel unnin
störf í þágu iðnaðar í
landinu.
Ingólfur Jónsson alþingismaður flytur framsöguræðu
sína á hinum almenna fundi um iðnaðarmál á Hellu.
Almennur fundur um iðnarmál í Hellubíói.