Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 20
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGÚST 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kennarar Kennara vantar að Grunnskóla Tálkna- fjarðar. Æskileg kennslugrein tungumál. Frítt húsnæði. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 94-2538, eða hjá Magnúsi Guð- mundssyni Kvíindisfelli Tálknafirði í síma 94-251 1. Framtíðarvinna Þjónustufyrirtæki í borginni vill ráða dug- legan, reglusaman og stundvísan mann-. Nauðsynlegt að maðurinn sé heilsu- hraustur. Upplýsingar sendist Mbl. merkt: „Gott kaup—4003", fyrir n.k. laugardag. Vinna — varahlutir Traustur og röskur starfskraftur óskast til afgreiðslu á varahlutum. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt. ,,V — 6826". Oska eftir afgreiðslustarfi Er 22 ára, vön afgreiðslu. Hef meðal annars starfað sem aðstoðar deildarstjóri og verzlunarstjóri. Tilboð sendist af- greiðslu blaðsins merkt ,,A:682 1" Húsmæður Óskum að ráða konu til frágangs á skyrt- um o.fl. hálfs eða heils dags vinna. Upp- lýsingar hjá verkstjóra. Fönn h. f. Langho/tsvegi 113. Tízkuverzlun óskar eftir starfskrafti allan daginn í 3 mánuði frá 1. september. Síðan áfram- haldandi hálfsdags starf. Uppl. um aldur og starfsreynslu sendist Mbl. fyrir 25. ágúst merkt: „Tízkuverzlun — 2606". Starfskraftur — karl eða kona — óskast til starfa á skrifstofu hjá bókaforlagi. Starfssvið er fjölbreytt, æskilegt að viðkomandi geti unnið sjálfstætt, hafi vélritunarkunnáttu og almenna reynzlu í skrifstofustörfum, sem óskast tilgreind í umsókn. Sendist afgr. Mbl. merkt: „Áhugavert starf" 6819 hið fyrsta. Bílstjóri óskast sem fyrst til starfa. Upplýsinqar qefnar í síma 20680. Landssmiðjan Kennara vantar Kennara vantar við 7. — 9. bekk Grunn- skólans á Akranesi. Aðalkennslugreinar: eðlis- og efnafræði og stærðfræði. Góð aðstaða til eðlisfræðikennslu. Umsóknarfrestur til 25. ágúst. Umsóknir sendist til skólanefndar Akra- neskaupstaðar. Bakarar athugið Bakarí í fullum rekstri fyrir utan Reykjavík óskar eftir að komast í samband við 2 fagmenn með samrekstur í huga. Listhafendur leggi nafn og aðrar upplýs- ingar fyrir 30. þ.m. merkt: „Traust — 4252". Víkurbær Keflavík auglýsir eftir starfsfólki í verzlunina: 1. Verzlunarstjóra í Vörumarkaðinn. Þarf að hafa reynslu. 2. Mann í kjötvinnu, sögun o.fl. 3. Vana manneskju í blómadeild, af- greiðslu og skreytingastörf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax eða sem fyrst. Uppl. í símum 92-2042 og 2044. Einnig á skrifstofunni kl. 1 0— 1 2 og 1 —5. Víkurbær Keftavík. Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6741 og afgreiðslumanni í Reykjavík, sími 10100. Laghentur maður óskast strax við offset fjölritun. Þarf helst að vera vanur. Vinnutími eftir aðstæðum. Tilboð merkt „0:4251" leggist inn á Mbl. fyrir 26. ágúst. Skólalæknir Starf skólalæknis við heilsugæslustöð Hafnarfjarðar (hlutastarf) er laust til um- sóknar. Upplýsingar um starfið veitir héraðslæknir Grímur Jónsson í síma 53722. Bæjarstjóri Mötuneyti — strax Maður eða kona óskast nú þegar í starf skólabryta, við Laugaskóla í Dalasýslu. Nýlegt ódýrt húsnæði fylgir. Upplýsingar hjá skólastjóra Val Óskarssyni sími um Ásgarð. Laugaskóli Dalasýs/u HÓTEL BORG Ræstingar Okkur vantar nú þegar duglegan starfs- mann (konu eða karl) til almennra ræst- inga. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra. Hótel Borg. — Leiknir stiga- hæsti hesturinn Framhald af bls. 7 úr íslenzku sveitinni kepptu í fimmgangskeppninni, sem fer eins fram og fjórgangskeppnin að viðbættri keppni í skeiði, en alls kepptu i þessari grein 17 hestar og sigraði Eldjárn, annar varð Vind-Skjóni frá Álfsnesi, eigandi Jens Iversen, Danmörku, en í þriðja sæti varð Sigurboði frá Reykjum eigandi Heinz Kettler. t fjórða sæti varð Stokkhólma- Blesi, Hrafn varð í fimmta sæti, Gýmir i sjöunda sæti og Leiknir í áttunda sæti. Áður hefur verið greint frá úr- slitum í hlýðniæfingum A, en þar varð Sigurður Sæmundsson á Leikni þriðji. Enginn úr íslenzku sveitinni keppti í hlýðniæfingum B, en í hlýðniæfingum C keppti meðal annars Reynir Aðalsteins- son á Stokkhólma-Blesa og varð í sjötta sæti af 12 keppendum. Þar sigraði hins vegar Walter Feld- man yngri á Eldjárni. í viðavangs- og hindrunarhlaupi kepptu engir Islendingar, en þar sigraði Martin Bifchinde á Kóp frá Velli og Benedikt Þorbjörnsson á Val tók þátt í parreiðinni ásamt hollenzk- um knapi og hafnaði í þriðja sæti. í íslenzku tvíkeppninni, sem er samanlagður árangur i tölti og skeiði, sigraði Walter Feldman á Eldjárni, annar varð Aðalsteinn Aðalsteinsson á Hrafni og þriðji varð Berred Vith, Þýzkalandi, á Fagra-Blakk, og fjórði varð Reyn- ir Aðalsteinsson á Stokkhólma- Blesa. — Hátíðarræða Ingólfs Jónssonar Framhald af bls. 23 vettvangi. En félagðist efldist og stækk- aði. Það byrjaði á ýmiss konar starfsemi, sem vantaði hér í héraðinu, og fólkinu fjölgaði hægt en eðlilega. Og byggðin hefur aukizt eins og sjá má. enda eru 50 ár síðan fyrstu sporin voru stigin með nýrri byggð á þessum stað Og þess vegna gæti maður sagt: það er ekki nema eðlilegt að eitthvað gerist á 50 árum Og káuptúnið gæti gjarnan verið stærra og það gæti verið umfangsmeiri starfsemi heldur en nú er, ef betur hefði verið á málum haldið Þetta geta menn hugsað og þetta geta menn sagt En við skulum samt sem áður vera ánægð með það, sem gert hefur verið Okkar sýsla er betur á vegi stödd að hafa þessa byggð hér heldur en ef hún væri ekki. Og ég held, að það gæti verið hollt, að eitt byggðarlag vaxi mátulega hratt Það sem lengi á að standa skal vel til vandað og það hefur verið sagt, að grasið og plönturnar þær vaxi á vorin en deyi á haustin. En styrkir stofnar eru áratugi og jafnvel árhundruð að vaxa og þeir stofnar eiga langt lif fyrir hendi Við vonum, að þessi byggð haldi áfram að þróast og vaxa, jafnvel þótt hægt fari. Verkefnin eru ótal mörg og þjóðfélagið hefur breytzt á 40—50 árum. Fyrir 40—50 árum var ekkert rafmagn hér i sveitinni, fyrir 30—40 árum var vega- samband mjög slæmt um okkar hérað. ekki akvegur heim á marga bæi og það þótti gott, ef það var simi á einum, tveimur eða þremur bæjum í hverjum hreppi Þá átti ekki hvert býli og hvert heimili bifreið eins og nú gerist. Þá var ekki sjónvarp, þá voru ekki heimilistæki innanhúss Þá áttu bændurnir ekki dráttarvélar, tæki til hvers sem géra skyldi f sambandi við landbúnaðinn. Breytingarnar hafa orðið gffurlegar og þær hafa áreiðanlega orðið til batnaðar Eigí að síður er engin vissa fyrir þvf, að fólkið sé ánægðara nú heldur en þá var En breytingarnar voru samt sem áður nauðsynlegar og sjálfsagðar. þvf að þv! ber að stefna að gera vinnuna auðveldari, að taka tæknina i þjónustu samfélagsins og auka afköstin og það er vitanlega rétt að auka fritfma. en þá er lika nauðsynlegt að fólkið læri að nta fritimann til gagns fyrir sig og samfélagið Nota fritimann vel. en nú er stundum sagt, að þessi löngu fri séu óholl, sérstaklega fyrir unga fólkið En út í það ætla ég ekki að fara f gær var opnuð iðnsýning hér á Hellu, sem er sýníshorn af þeim iðnaði, sem er i þessu kauptúni, Hvolsvelli og víðar Þessi iðnsýning er mjög myndarleg. Og hún er ágæt að þvi leyti, að ég held að hún hafi góð og hvetjandi áhrif á ibúa þessa héraðs að halda áfram og auka við þá byrjun, sem nú er hafin. Ég held að þetta hérað hafi mikla möguleika til þess að bæta við iðnaðar- framleiðsluna og koma á nýjum iðngrein- um. Og það er vitanlega skilyrði til þess að fólkinu fjölgi hér í kauptúninu, hér i héraðinu. Það er ekki að búast við þvi, að fólki fjölgi við landbúnaðinn. þvi að aukin ræktun og aukin tækni eykur framleiðsl- una, þótt fólkinu fækki, sem að fram- leiðslunni vinnur. Við höfum góða að- stöðu til þess að auka iðnaðinn. Vega- samband er batnandi hingað austur og þegar góður vegur er kominn alla leið er hægt að nota stóra tengivagna til flutn- ings til þess að gera flutningana ódýrari á þvt sem hefur verið framleitt og á þvi efni, sem þarf að flytja til framleiðslunnar Þess vegna skulum við vona það og teljum það mjög liklegt. að byggðin haldi áfram að aukast. Rangæingar munu sam- einast til átaka þegar þörf er á til þess að koma þörfum verkefnum i framkvæmd Þegar kaupfélagið á Hellu var stosnað var sagt, að það pæri pólitiskt og vissu- lega stóðu ekki allir sýslubúar að þessari stofnun Eigi að síður er enginn vafi á þvi að sýslan sem heild hefur grætt á þvi, að þetta félag var stofnað hér og byggðin hefur aukizt hér. Sýslan hefur einnig hagnazt á þvi, að það var an að félag hér austar sem hefur starfað og byggð hefur komið i kringum það. Það var hér áður sagt, að það væri kurr á milli þessara staða. En ég held, að sá timi sé nú kominn, að menn sjá að það væri barna- skapur að haldsliku áfram hafi það þá nokkurn tima verið Staðreyndin er. að hér á Hellu eru um 500 manns og hér er etarfandi þróttmikið kaupfélag. Það er einnig staðreynd, að hér fyrir austan okkur er álika kauptún og þar er einnig þróttmikið kaupfélag Þetta verður áram þannig. Og þess vegna er nauðsynlegt, að menn skiljí að það er gott á stundum þegar á reynir að sameinast til átaa. Iðnsýningin, sem opnuð var í gær, sýnir þa. að sýslan stendur sameinu að þvt að sýna hvaðidaðurinn hér i héraðinu getur framleitt Og listaverkin sem sýnd eru eftir marga menn, þau eru frá ýmsum stöðum I héraðinu. Ég held eigi að siður, þótt ég segi þetta, að það geti verið gott eftirleiðis að hafa hæfilega samkeppni á milli staða i verzlun, framleiðslu og iðn- aði. Kannski getur það orðið til þess að ýta á og til þess að menn vinni betur heldur en ef einn gæti öllu ráðið. Ég ætla nú ekki að hafa þessi orð öllu fleiri ekki sizt fyrir það að við erum hér úti og fólkið standandi, og kannski sumum farið að verða allkalt En ég vil taka undir þær óskir, sem voru bornar fram hér áðan. Taka undir þær óskir, að byggðin megi eflast og dafna og það megi verða okkar héraði og þjóðinni i h'eild til gagns og farsældar Megi byggðin hér á Hellu eflast og aukast og fólkinu, sem hér á heiha og hér vinnur, ávallt vel farnast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.