Alþýðublaðið - 26.10.1958, Qupperneq 6
s
A I þ ý 8 u b 1 a ð i 8
Sunnudagur 26. október 1958
lestur um íslenzka myndlist og
sýna skuggamyndir. — 3vo er
ráð fyrir gert, að sýningin í
Vestmannaeyjum verði upphaf
slíkra myndlistarsýninga víðs
vegar um land.
ÓPERU- OG TÓNLEIKA-
FERÐ UM AUSTURLAND.
„Lisf um landið'' hefur mörg verkefni í huga.
MENNTAMÁLARÁÐ íslands
og Ríkisútvarpið hafa sem
kunnugt er ákveðið að reka í
sameiningu starfsemi, sem
hlotið hefur nafnið „List um
landið“. Tilgangurinn er sá,
að senda hvers konar lifandi
list sem víðast út um bæi og
sveitir, skáldlist, tónlist og
myndlist. Hefur mennta-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla-
son, sýnt mikinn áhuga á
málum þessum og lagt þeim
ómetanlegt lið.
Starfsemin hófst með kirkju-
tónleikum víðs vegar á Suð-
Vesturlandi, þar sem fram.
komu listamennirnir dr. Páll
ísólfsson, Björn Ólafsson, fiðlu
leikari og Guðmundur Jónsson
óperusöngvari. Formaður
Menntamálaráðs, Helgi Sæ-
mundsson, og undirbúnings-
nefnd „Listar um landið“, þeir
Gils Guðmundsson, Kristján
Benediktsson og Vilhjálmur
Þ. Gíslason, ræddi við blaða-
menn í fyrradag um starfsem-
ina.
NÝ VERKEFNI Á SVIÐI
MENNIN GARMÁLA.
Með löggjöf frá s. 1. ári um
Menningarsjóð og Menntamála
ráð voru tekjur þessara stofn-
ana auknar og þeim fengin
ýmis ný verkefni á sviði menn-
ingarmála. Meðal þeirra verk-
efna var stuðningur við flutn-
ing góðrar listar víðs vegar um
land. Nú hefur verið ákveðið,
að Menningarsjóður verji ár-
lega nokkru fé til stuðnings
listflutningi í landinu og verð-
ur tilhögun væntanlega með
tvennu móti: J.) farnar verða
ferðar um ýmsa landshluta að
frumkvæði Menntamálaráðs og
Ríkisútvarpsins, fluttir tónleik
ar, lesið úr íslenzkum bók-
menntum og málverkasýmng-
ar haldnar. 2) Menningarsjóð-
ur mun eftir föngum styrkja
menningarfélög víðs vegar um
land, er þau vilja efna til
hljómleikahalds, bókmennta-
eða myndlistarkynningar. Mun
brátt gerð nánari grein fyrir
reglum þeim, sem þar um
verða látnar gilda.
MYNDLISTARSÝNING
í VESTMANNAEYJUM.
Um þessa helgi verður opn-
uð í Vestmannaeyjum mynd-
listarsýning á vegum fyrr-
greindra aðila. Verða þar sýnd
20 málverk úr Listasafni rík-
isins eftir jafnmarga listamenn.
Eru þar verk eftir ýmsa hina
kunnustu málara okkar, allt
frá Þórarni B. Þorlákssyni, Ás-
grími,' Kjarval og Jóni Stefáns
syni, til hinna yngri manna.
Við opnun sýningarinnar í
kvöld mun Björn Th. Björns-
son, listfræðingur, flytja fyrir-
Þá er að hefjast óperu- og
tónlistarferð um Austurland,
með viðkomu í Vestmannaeyj-
um. Efnisskrá er á þessa leið:
Kristinn Hallsson syngur ein-
söng með undirleik Fritz
Weisshappel. Strengjakvartett
leikur „Lítið næturljóð“ eftir
Mozart. Jakob Thorarensen les
frumort ljóð. Flutt verður ó-
peran „La serva padrona"
(Ráðskonuríki) eftir Pergolesi.
Flytjendur: Þuríður Pálsdótt-
ir, Guðmundur Jónsson og
Kristinn Hallsson. Stjórnandi:
Fritz Weisshappel.
Fyrirhugaðir sýningarstaðir
eru þessir; Vestmannaeyjar 27.
og 28. október, Fáskrúðsfjörð-
ur 30. október, Reyðarfjörður
31. október, Eskifjörður 1. nóv.,
Norðfjörður 2. nóv., Seyðis-
fjörður 3. nóvember, Eiðar 4.
nóv. og Hornafjörður 6. nóv-
ember.
BÓKMENNTA- OG TÓN-
LEIKAKYNNING Á
NORÐURLANDI.
Um 10. nóvember er ráðgert
að hefja ferð um Eyjafjarðar-
og Þingeyjarsýslur, þar sem
einkum verða kynntar bók-
menntir, en jafnframt flutt
tónlist. Munu skáld og rithöf-
undar lesa úr verkum sínum
og söngvari syngja einsöng.
Verður nánar skýrt frá þess-
ari för síðar hér í blaðinu.
Þótt fleiri ferðir hafi ekki
verið ákveðnar enn, hafa þeir
aðilar, sem að listkynningunni
standa, fullan hug á að halda
STJÖR.NÚBÍÓ hefur undan-
farið sýnt myndina ,,Gervaise“
með Maríu Schell í aðalhlut-
verki.
Þetta er frönsk mynd og næg
ir það eitt að geta þess, að Rene
Clement er leikstjóri til að sann
færa um að hún sé góð.
Um leik í myndinni er það
svo að segja, að María Schell er
áfram því starfi, sem nú er haf
ið. Munu þeir landshluar, sem
ekki gefst tóm til að sækja heim
að þessu sinni, verða látnir
sitja fyrir, þegar framhald
verður á listkynningunni, en
það verðu.r væntanlega síðar í
vetur eða vor.
löngu þekkt fyrir ágætan leik.
Fyrstu reynslu sína sem leik
kona öðlaðist hún í leikhúsi Al-
bert Basserlann, en það var
kvikmynd Helmut Kántners
„Síðasta brúin“ (sem sýnd var í
Stjörnubíó), sem gerði hana
fræga. Á kvikmyndahátíðinni í
Cannes 1954 var hún valin
„bezta leikkona ársins“ fyrir
leik sinn í þeirri mynd.
Fyrir leik sinn í ,,Gervaise“
fékk hún „Volpi-verðlaunin'1 í
Feneyjum árið 1956 sem bezta
leikkonan, og stuðlaði þar með
að því, að ,,Gervaise“ var eina
myndin, sem fékk tvær viður-
kenningar, þar sem myndin
sjálf fékk „Hin alþjóðlegu blaða
manna verðlaun“.
Auk Máríu leika í myndinni
Framhald á 11. síðu
102
BARNAGAMAN
BARNAGAMAN
103
Gættu þess, að litli
bróðír fari sér ekki að
voða. Rafmagn getur
verið hættulegt.
var kennt að vefa rósa-
skreytt stráteppi af ýms
um litum og gerðum.
Að þrem dögum liðn-
um hafði hann lokið við
að vefa fallegt stráteppi
og sendiboðinn fór aftur
til dóttur hjarðmanns-
ins og sagði: „Þetta strá
teppi hefur konungsson.
urinn ofið.“
Og stúlkan fór með
sendiboðanum tll kon-
u'ngshallarinnar og varð
kona konungssonarins.
Dag nokkurn,11 sagði
amma, „var konungsson
urinn á gangi um götur
Bagdadborgar, og kom
hann þar auga á mat-
söluhús, sem var svo
hreinlegt og svalandi,
að hann fór inn Og sett-
ist við eitt borð.ð.
Þessi staður,“ hélt
amma mín áfram, „var
aðsetursstaður þjófa og
morðingja, og þeir tóku
konungssoninn og vörp-
uðu honúm í dýflissu,
þar sem mætustu menn
borgarinnar voru í haldi.
Og þjófarnir og morð-
ingjarnir drápu þá feit-
ustu meðal þeirra og
matreiddu fyrir þá mögr
ustu, og höfðu mikið
yndi af þessu. Konungs-
sonurinn var einn af
þeim mögru. Enginn
v.ssi að hann var sonur
konungsins í Persíu, og
líf hans var treint. Og
hann sagði við þjófana
og morðingjana: „Ég get
ofið stráteppi og þessi
teppi eru mikils virði.“
Og þeir færðu honum
tágar og báðu hann vefa
og á þrem dögum óf
hann þrjú teppi. Hann
sagði: „Farið með þessi
teppi til konungsins í
Persíu, og fyrir hvert
teppi. mun hann greiða
hundrað gullpeninga.“
Þetta gerðu þeir, og
þeear konungurinn sá
teppin, þekkti hann
handbragð sonar síns á
Þeim, og hann fór með
teppin til dóttur hjarð-
mannsins og sagði: „Það
var komið með þessi
teppi tii hallarinnar.
Sonur minn, sem er
týndur, hefur ofið þau.“
Og dóttir hjarðmanns
ins tók hvert teppi fyrir
sig, rakti í sundur og
rannsakaði gaumgæfi.
lega, og í rósum hvers
teppis fann hún boð frá
manni sínum, skrifuð á
persneskri tungu, og
hún sendi þau til kon-
ungsins Og konungur-
inn,“ sagði amma mín,
„sendi marga hermenn
þangað, sem morðignj-
arnir og þjófarnir höfðu
aðsetur sitt.
Hermennimir frels-
uðu alla bandingjana og
drápu þjófana og morð-
ingjana, og konungsson.
urinn komst heilu og
höldnu til hallar föður
síns og konu sinnar,
hinnar litlu hjarðmanns
dóttur.
Og þegar er konungs-
sonurinn kom til hallar-
innar og sá konu sína
aftur, féll hann fram. fyr
ir henni, faðmaði að sér
fætur hennar og sagði:
„Elskan mín, það er þér
að þakka, að ég er á
lífi.“ Og konungurinn
var mjög ánægður með
dóttur hjarðmannsins.
Jæja,“ sagði amma
mín, „geturðu nú séð,
hvers vegna hver ein-
asti maður ætti að
kunna einhverja heiðar-
lega iðn?“
„Ég skil það mjög
vel,“ sagði ég, „og strax
og ég eignast nógu
mik]a peninga til þess
að kaupa fyrir sög, harn
ar og við, skal ég gera
mitt bezta, búa til ein-
faldan stól eða bóka.
hillu.“
Hér sjáið þið sirkus-sel-:
inn leika listir sínar. |
Þegar honum tekst bezt;
upp skiptir hann boltum |
sínum upp í sex flokka ;
(með tvo í hverjum) j
þannig, að útkoma sam-;
anlagðra tveggja talna j
er ávallt hin sama, og;
það er númer hans í l
sirkus-selahópnum. — ■
Hvert er númer hans?.
Hulda Runólfsdóttir þýddi.
Leikrit í 2 þáííurn.
(Niðurlag.)
Smali: Já, fyrst þið
hafið alltaf verlð góðir
við stúlkuna, skal ég
náða ykkur alla. En með
einu skilyrði: Þið megið
ekki vera ræningjar
lengur. Ekki einu sinni
góðir ræningjar. í stað
þess skuluð þið vinna
heiðarlega vinnu. — Það
verð-ð að finna öldung-
inn, sem fór hérna fram
hjá áðan, Og þið verðið
að sjá svo um, að hann
fái aftur alít, sem hann
átti.
5. ræningi: Það skul-
um við gera. Hjartans
þakkir, yðar hátign.
Allir ræningjarnir: —
Hjartan-s þakkir, yðar
hátign!
Smali: (Tekur um.
hönd stúlkunnar). Og ég
yrði mjög hamingjusam
ur, ef þú vildir koma
með mér til hallarinnar
og verða dottningin míii,
því að ég hef aldrei hitt
stúlku, sem er eins fal-
leg og góð og þú.
Stúlkan (hneigir sig):
Já, hjartans Þakkir, yð-
hátign.
Smali: Og nú skulum
sleppa grimmu „ræn
sex“, því að
eru þeir ekki grimm.
ir ræningjar lengur. —
(Dregur borðið frá
veggnum).
Ræningjanir (slá hring
í kringum smalann og
stúlkuna).
Ræningjahöfðingi: —
Lengi lifi vor hrausti
konungur og vor fagra
drottning!
Allir ræningjarnir: —
Húrra húrra, húrra!
Tjaldið.
Hulda Runólfsdóttir
endursagði.