Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar ■ AÁ. aA .Á.A.A Bílar — Skuldabréf Til sölu nokkrir nýlegir bilar fyrir 3ja—5 ára skuldabréf. Aðalbilasalan Skúlagötu sími 15014 (búð óskast til leigu. fyrir- framgreiðsla og reglusemi, upplýsingar i sima 4451 8. Ung hjón i námi óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð i Reykja- vik sem fyrst. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í sima 96-441 1 3. Sandgerði Til sölu 4ra herb. sérhæð í tvíbýlishúsi. íbúðin er í góðu ástandi. Hagstæðir greiðslu- skilmálar. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. s. 31330. Bókhald Get tekið að mér bókhald fyrir lítið fyrirtæki. Upplýs- ingar i sima 86688. I.O.O.F. 9=1 59921 7V2=Rk. Kvenfélag ÓháðasafnaÓarins Flóamarkaður verður 24. september kl. 2 í Kirkjubæ. Safnaðarfólk er góðfúslega beðið að koma gjöfum fimmtudag og föstudag kl. 5 til 8 i Kirkjubæ. Hörgshlið 1 2 Samkoma í kvöld miðviku- dag kl. 8. Filadelfia Almennar guðþjónustur i dag og á morgun kl. 1 7 og 20.30, ræðumaður Áke Orrebeck, söngvari Nils Vagsjö. riRBAFÉtAG ÍSIANIS □LDUGOTU 3 SÍMAR, 11798 OG 19533. Föstudagur 23. sept. kl. 20.00 1. Landmannalaugar — Jökulgil 2. Fjallabaksvegur . syðri- Emstrur. Laugardagur 24. sept. kl. 08.00 Þórsmörk. Haustlitaferð. Gist i húsum i öllum ferðun- um. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni, og farmiðasala. Laugardagur 24. sept. kl. 13.00 22. Esjugangan. Sunnudagur 25. sept. kl. 13.00. Grænadyngja-Keilir. Ferðafélag íslands. Kristniboðssambandið Samkoma verður haldin ? Kristmboðshúsinu Betania Laufásvegi 13 i kvöld kl. 20.30. Benedikt Jasonarson kristniboði talar. Allir eru velkomnir. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Bakarasveinar Aðalfundur Bakarasveinafélags íslands verður haldinn 1 . okt. n.k. að Skólavörðustig 1 6 i fundarsal Iðju kl. 2 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félag Þroskaþjálfa Fundur vegna yfirstandandi kjarasamn- inga verður haldinn í borðstofu Kópa- vogshælis miðvikudaginn 21. sept. '77 kl. 20.30 Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. \ | húsnæöi i boöi Húseign — Ólafsvík Húseignin'Brautarholt 16, Ólafsvík, er til sölu. Upplýsing'ar í síma 93-6109 eða 93-61 1 3. Stjórnin. Aðalfundur H.K.D.R. verður haldinn að Hótel Esju 26. sept. kl 20. Stjórnin. Þt AIGLÝSIR UM ALLT LAND ÞF.GAR ÞL' AUG- LÝSIR I MORGl’NBLAÐINU Til leigu í Njarðvík 250 fm. lager eða iðnaðarhúsnæði á Bakkastíg 1 2. Uppl. veitir Grímur Karlsson, Klapparstíg 1 3, Njarðvík, sími 1 707 Tæplega 5000 bílar flutt- ir inn fyrstu sjö mánuðina Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur innflutningur bíla verið nokkuð meiri en undanfarin tvö ár, en svipaður og hann var á árunum 1971 og 1973. Þessa sjö mánuði voru fluttir inn 4.832 bílar og var innkaupsverð f.o.b. um 3.100 milljónir, en tekjur ríkisins af þessum sama bílainnflutningi í formi aðflutningsgjalda og söluskatts um 6.4 milljarðar. Þetta kom fram á fundi sem stjórn Bílgreinasambandsins hélt fyrir blaðamenn, þar sem sagt var frá aðalfundi samhandsins, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum laugardaginn 17. september. Dagskrá fundarins var í stórum dráttum sú, að kl. 9.00 um morguninn voru haldnir sér- greinafundir, þar sem bílainn- flytjendur, bílaverkstæðiseigend- ur, bilasmiðir, bilamálarar, gúmmíverkstæðiseigendur og smurstöðvareigendur ræddu mál- efni greina sinna. Að þeim fundi loknum var rætt um nauðsyn þess að bílaumboðin bættu varahlutaþjónustu sina við bílaverkstæðin úti á landi. Eftir hádegi flutti Guðjón Tómasson, framkvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja, framsöguerindi um stöðuna i verðlagsmálum málmiðnaðarins, og að loknu hans erindi fóru fram umræður um verðlagsmálin með þátttöku Júliusar S. Ölafssonar, stjórnanda umræðnanna. Kristjáns Andréssonar, fulltrúa verðlagsstjóra, Þóris Jónssonar, framkvæmdastjóra, Guðjóns Tómassonar, framkvæmdastjóra, og Kristjáns Tryggvasonar, þjón- ustustjóra. Hinn eiginlegi aðalfundur hófst kl. 16.00, Gunnar Asgeirsson var kjörinn fundarstjóri og Jónas Þór Steinarsson var kjörinn fundar-- ritari. A fundinum flutti Geir Þor- steinsson skýrslu um starfsemi sambandsins á sl. starfsári, og kom fram i ræðunni, :ð Július S. Ölafsson léti af störfum sem framkvæmdastjóri Bilgreinasam- bandsins, en Júlíus hélt erindi um framkvæmdir sambandsins á liðnum árum og um starfsemi sér- greinahópa innan sambandsins. Jónas Þ. Steinarsson skrifstofu- stjóri lagði fram reikninga sam- bandsins og rekstraráætlun fyrir næsta starfsár, en eftir það fór fram stjórnarkjör og var Geir Þorsteinsson endurkjörinn for- maður sambandsins, en aðrir i stjórn voru kjörnir Ingimundur Sigfússon, Þórir Jónsson, Matthi- as Guðmundsson, Sigurður Jóhannesson, Birgir Guðnason og Eysteinn Guðmundsson og til vara Guðmundur Gislason og Gísli Sigurjónsson. Endurskoð- endur voru kjörnir þeir Agúst Hafberg og Sveinn Björnsson og til vara Jónas Jónasson, en siðan voru ályktanir samþykktar. A sérgreinafundinum kom margt athyglisvert fram, m.a. að bílainnflytjendur samþykktu að halda bilasýningu vorið 1978, ef viðunandi húsnæði fengist, bíla- málarar ræddu svokölluð föst verð og ákvæðisvinnu á máln- ingarverkstæðum og sagði Sigurð- ur Hansson frá ýmsum nýjungum í þessu sambandi. Gúmmíverk- stæðiseigendur ræddu um allt of lága álagningu á gúmmíhjólbörð- um og smurstöðvaeigendur ræddu um þörf á bættum upplýs- ingum frá bilainnflytjendum um smurningu á bílum o.fl. Verkstæðiseigendur ræddu um hve bilgreinin ætti i mikilli sam- keppni við verktaka um vinnuafl bifvélavirkja sums staðar á land- inu, m.a. Vestfjörðum, Austfjörð- um og i Reykjavik, en þar standa bilaverkstæðin höllum fæti i sam- keppni vegna erfiðra reksturs- skilyrða sem ströng verðlags- ákvæði hafa skapað, einnig kom fram óánægja með ákvarðanir verðlagsnefndar undanfarið í verðlagsmálum bílaverkstæða og málmiðnaðarins almennt og upp- lýstist á fundinum, að álagning i krónutölu á útseldan tíma er nú um 300 kr. of lág, sem þýðir um 500 þúsund króna tap á ársgrund- velli pr. bifvélavirkja og verður því um tveggja milljóna tap á ári fyrir lítið verkstæði með fjóra menn i vinnu. Alyktanir voru samþykktar úm a) nauðs.vn bílsins — b) um verð- lagsmál. þar sem skoraó er á við- skiptaráðherra og verðlagsnefnd að afnema hið f.vrsta verðlagn- ingarkerfið á útseldri vinnu, bif- reiðum, bilavarahlutum og öðru tilheyrandi bifreiðum sem nú við- gengst. Einnig er bent á að mörg bílaverkstæði i Reykjavík og úti á landi eru nú að hætta starfsemi sinni vegna lélegrar afkomu og að núverandi verðlagningarkerfi komi i veg fyrir að fyrirtæki geti tekið upp nútímalegar starfsað- ferðir. c) Alyktun um stöðu vöru- bifreiðainnflutnings, en þar kem- ur fram að mjög lítill innflutning- ur vörubíla hefði verið undanfar- in ár, og eru ástæður þær, að vörubílar eru mjög dýrir og lána- fyrirgreiðsla og aðstoð við kaup- endur er varla til sem gerir að verkum að margir vörubílstjórar hafa ekki efni á að endurnýja bíla sina og eiga því ekki annars kost en að viöhalda sínum gömlu bil- um. Nýr vörubíll kostar nú um 10—14 milljónir, og renna um 42% af þvi beint í rikiskassann. d) Al.vktun um bílasýningu sem fyrr er getið. e) Alyktun um Bif- reiðaeftirlit ríkisins. en þar er stefnt að því að breyta umferðar- lögum í þá átt að þau bifreiða- verkstæði sem þess óska, og til þess eru útbúin. fái heimild til að annast lögboðna skoðun að öllu leyti eða að hluta til sé um sér- þjónustuverkstæði að ræða. Isabel vill op- in réttarhöld Buenos Aires, AP. ISABEL Peron, fyrrverandi for- seti Argentínu, hefur lagt fram kröfur um að mál hennar verði flutt fyrir opnum tjöldum, en málið verður tekið fyrir í þessari viku, að þvi er argentinska frétta- stofan sagði frá á sunnudag. Isabel Peron hefur verið i stofufangelsi i átján mánuði eða siöan henni var steypt af stöli hinn 24. niarz 1976. Var hún þá flutt til suðurhluta landsins og siðar í herbúðir við Azul, 300 km fyrir sunnan Buenos Aires. Mjög alvarlegar kærur hafa verið lagðar fram á hendur henni, m.a." um fjárplógstarfsemi og at- kvæða- og talningarsvik. Rússar gengu út Peking, Reuter. FULLTRUI Sovétríkjanna ásamt fulltrúum bandalagsrikja þeirra gengu úr hófi, sem hér var haldið leiðtoga Afrikuríkisins Níger eft- ir að varaforsætisráðherrann, Li Huien-nien, hafði vegið harkalega að Sovétríkjunum fyrir íhlutun þeirra i málefni Afríku. Raunar sakaði kínverski ráðherrann bæði stórveldin um afskipti af málefn- um Afriku en var mun harðorðari í garð Sovétríkjanna og varð það ’til þess að sovézki fulltrúinn gekk úr boðinu ásamt fulltrúum þeirra ríkja sem fylgja Sovétríkjunum að máli. — Við stjórnvöld borgar Framhald af bls. 13 Ný reglugerð fyri Æskulýðsráð var sett fyrir 2 árum. Með henni er stefnt að meira samstarfi ráðs- ins og hinna frjálsu félaga i borg- inni — og er það vel. Það er bráðnauðsynlegt að unga fólkið fái tækifæri til þess að starfa að félagsmálum og að þvi sé falin ábyrgð, fyrst í smáu en síðan i vaxandi mæli. Við þurfum að ala upp fólk, sem vill starfa að áhugamálum án þess að hugsa um peningagreiðslur. Hvernig fer fyrir lýðræðinu i landinu ef ekki elst upp fólk til að taka við. Til- hneyging i fjölmiðlum, svo seni sjónvarpi. skölum og i félagsstarfi á vegum opinberra aðila. er að mata fólk — og enginn á að hafa neilt fyrir neinu. En þá er ánægj- an tekin um leiö af fólki og hætt- ara við að skenuntanalöngunin leiöi það afvega. Við þurfum því að styðja og efla frjálsa a'skulýðs- starfsemi, hin frjálsu æskulýðs- félög, i hverfum borgarinnar — dreifa starfinu og gefa sem flest- um kost á að komast að. —Sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.