Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977 25 fclk f lióftum Hús Margrétar á eynni Mustique er teiknað af Oliver Messel frænda Snowdon lávarðar, en Snowdon hefur aldrei stigið fæti sínum inn í þetta hús. Margrétásinn friðarreit + Þegar Margrét systir Elísabetar Englands- drottningar vill fá aö vera í friði og njóta lífs- ins fer hún til Mustique sem er eyja í Carabiska hafinu en þar á hún hús. Eigandi eyjunnar heitir Colin Tennant og er góð- ur vinur prinsessunnar. íbúarnir eru um það bil 300 og flestir innfæddir. Colin Tennant gaf Mar- gréti og Lord Snowdon lóð á éyjunni í brúðar- gjöf. Þau létu síðan byggja húsið en Lord Snowdon hefur aldrei stigið fæti í það. Skýring- in er sú að um það leyti sem húsið var fullbyggt voru þau hjónin farin að lifa hvort sínu lífi. Hjóna- bandið gekk ekki sem best. Lord Snowdon ferð- aðist víða um heim og var sjaldan einn síns liðs, oft- ast var hann í fylgd með konum. En Margrét flúði út á eyjuna Mustique þar sem hún gat verið í friði fyrir forvitnum augum fjöldans. Danskur ljós- myndari fékk nýlega leyfi til að taka myndir af húsinu á Mustique. + .. Hér ætla ég að liggja". sagði enska konan Rita Ward og hreiðraði um sig í sjúkrarúmi á sjúkrahúsi I Northampton. i meira en eitt ár hafði hún haft þrautir i maga og læknirinn hennar sagði að uppskurður væri nauðsynlegur en það væri eins árs bið eftir plássi á sjúkrahúsi. Rita var að vonum ekki ánægð með þessi málalok svo hún tók til sinna ráða Þegar Ijósmyndarinn heimsótti Ritu sagði hún að læknirinn sem hefði skoðað hana hefði tilkynnt henni að hún yrði skorin upp að viku liðinni. + Jazzleikarinn heimsfrægi Count Basie sem orúinn er 76 ára hélt nvlega tónleika I hljómleikasalnum I Tivoló í Kaupmannahöfn ásamt 16 manna hljómsveit sinni. Hann hlaut frábærar móttökur og stemmningin I salnum var eins g hún getur best orðið. Hér fær Count Basie sér ölglas fyrir hl jómleikana. Steinunn Símonardótíir Zoega—Minningarorð Aðfaranótt 10. sept. s.l. andaðist tengdamóðir min, Steinunn Símonardóttir Zoéga, í sjúkrahús- inu á Norðfirði eftir örstutta legu á 94. aldursári. Hún fæddist 7. okt. 1883 i Bakkakoti i Skorradal. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Daviðsdóttir, bónda Björnssonar á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd og Símon Jónsson, bónda á Efsta- bæ i Skorradal, Simonarsonar. Bjuggu þau hjón lengst á Ið- unnarstöðum i Lundaryekjadal. Eignuðust þau mörg börn, en 6 komust upp og voru þau séra Bjarni, prófastur á Brjánslæk, annálað ljúfmenni, Ingigerður, saumakona i Reykjavík, Jón bóndi á Stóru-Fellsöxl, Steinn- unn, sem hér er minnzt, Herdis, kona Jónasar Snæbjörnssonar, kennara frá Hergilsey, og Magnús bóndi á Stóru-Fellsöxl, sem nú er einn á lífi af þeim systkinum. Auk þess átti Steinunn einn hálf- bróður, Jóhann bónda á Litlu- Fellsöxl. Öll voru þau systkinin greind og vel að sér, eins og þau áttu kyn til. Símon andaðist 1896 ogsfluttist' ekkja hans ári- seinna vestur á Barðaströnd til séra Bjarna sonar síns með börn sín og dvaldist hjá honum til æviloka. Olust tvö yngstu börnin upp þar. Arið 1902 hélt Steinunn til Reykjavíkur til náms. Er það til marks um greind hennar og góð- an undirbúning. að hún settist i 4. bekk Kvennaskólans og útskrifað- ist þaðan 1903. Hafði hún mikið gagn af þessu námi og stóð sig afbragðsvel. Vann hún síðan við verzlunarstörf hér i Reykjavík þar til hún fluttist til Seyðisfjarð- ar og þaðan til Norðfjarðar 1911, þar sem hún réðst til verzlunar Konráðs Hjálmarssonar. Þar kynntist hún Tómasi Zoéga, sem líka vann við sömu verzlun. Tóm- as var sonur Jóhannesar skip- stjóra i Reykjavik, Tómassonar, formanns i Bræðraparti á Akra- nesi Zoéga, og Guðnýjar Hafliða- dóttur Nikulássonar í Reykjavik, og var hann eina barn þeirra hjóna, sem upp komst. Tómas fór austur á land skömmu eftir ferm- ingu í atvinnuleit og var fyrsta árið á Eskifirði en fluttist siðan til Norðfjarðar og átti þar heima til æviloka. Tómas réðst til Spari- sjóðs Norðfjarðar 1925 og var sparisjóðsstjóri þar til hann lézt 1956. í eftirmælum um Tómas eft- ir Kristinn Ölafsson, sem var um skeið bæjarfógeti á Norðfirði, seg- ir m.a.: „Tómas sparisjóðsstjóri vakti af lífi og sál yfir stofnun þeirri, er honum hafði verið trúað fyrir, sem vænta mátti af svo sómakær- um manní. Það má segja, að hann hafi þar jafnan haft að leiðarljósi hag og öryggi sparisjóðsins, þegar hrævareldur striðsgróða og boða- föll kreppu riðu hjá, enda tókst honum að sigla heilu skipi í höfn, án teljandi áfalla, þegar aðrir höfðu réttu stóra. — Hann var stálheiðarlegur i öll- um viðskiptum, enda er það dyggð, sem sízt má vanta í slíkum stöðum. Hann var mikill verkmað- ur, og hamhleypa til allra skrif- stofustarfa og vann þar á við tvo. Honum var mjög sýnt um með- ferð á tölum og öllu viðkomandi bókhaldi. Yfirleitt má segja, að Tómas hafi veri sérstakt snyrti- menni í allri framgöngu og allt sem hann snerti við bar svipmót snyrtimennsku og reglusemi." Steinunn og Tómas giftust 17. jan. 1914 og bjuggu alla tíð á Norðfirði. lengst af á Sæbóli. Þeim varð þriggja barna auðið, Unnar, sem gift var Jóni Sigurðs- syni, skipstjóra, en er nú póstfull- trúi á Norðfirði, þau áttu fjórar dætur, Jóhannesar, hitaveitu- stjóra i Reykjavik, kv. Guðrúnu Benediktsdöttur, og eiga þau fjög- ur börn, og Reynis, gjaldkera í Dráttarbrautinni h.f., Norðfirði, kv. Sigriði Jóhannsdóttur, og eiga þau fjögur börn. Þau Steinunn og Tönias voru bæði vel greind og vel menntuð þótt ekki hefðu þau langa skóla- göngu að baki. Segja má, að Tóm- as hafi verið mannblendnari og félagslyndari en Steinunn. Hann gat verið bráðfyndinn í tali, hafði ánægju af kveðskap, var enda hagmæltur og gat Rastað fram gamanstökum, þegar vel lá á hon- um. Steinunn unni líka ljóðum og þulum, var vel að sér i ættfræði. einkum Borgfirðinga, og mátti margt af henni læra i þeim efn- um. þvi að hún kunni vel að segja frá. Alla tíð voru þau hjón nuklir sjálfstæðismenn. Skömmu eftir lát manns síns fluttist Steinunn til Reynis sonar síns og Sigriðar konu hans og dvaldist hjá þeim til æviloka. Þar leið henni vel, enda voru þau hjón henni einstaklega góð. Hún var heilsuhraust lengst af, en fyrir 10 árum veiktist hún og lá um skeið þungt haldin á skjúkrahúsi. Hún náði sér þó aftur að nokkru, þótt ekki kæmist hún til fullrar heilsu, enda kom þá líka til sjóndepra og eins bilaði heyrnin, sem hún fékk þó nokkra bót á með heyrnartækj- um. Hún þurfti þvi talsverðrar hjálpar við, og annaðist Sigríður tengdadöttir hennar hana af stakri prýði og mikilli umhyggju, og er varla hægt að segja, að hún hafi vikið af bæ siðustu árin. Steinunn hélt þó andlegri heilsu sinni til hinztu stundar, klæddist nær daglega, kvartaði aldrei, hafði gaman af að fá heimsóknir og var kát og létt i lund. Steinunn tók litinn þátt i félagsmálum, en fylgdist vel með þjóðmálum og las mikið sér til skemmtunar og fróð- leiks. Hún hafði ánægju af tónlist og lék svolítið á orgel. Líka prjón- aði hún og heklaði af vandvirkni og smekkvisi, meðan hún hafði sjón til. Eftir að við Jóhannes giftumst kom Steinunn alloft í heimsókn til okkar. meðan hún hafði heilsu til ferðalaga. Dvaldist hún þá hjá okkur og bræðrum sinum á Stóru- Fellsöxl. Fór hún þá oft í smá- ferðalög með okkur, þvi að hún hafði yndi af að kynnast nýjum stöðum á landinu. Hún var barn- góð og hafði gott lag á börnum. sagði þeim sögur og för með þulur fyrir þau. Steinunn var ættrækin og trygglynd og góður vinur vina sinna. Hún bar mikla umhyggju fyrir börnum sinum og barna- börnum og fylgdist vel með hög- um þeirra. Þegar hún lézt átti hún 40 afkomendur og mundi alla af- mælis- og tyllidaga hjá þeim, enda var hún með afbrigðum minnug. Bæði voru þau hjón höfðingjar i lund og þótti sælla að gefa en Þiggja. Steinunn veiktist að morgni 9. sept, og var flutt í sjúkrahús að læknisráði. Þar andaðist hún skömmu eftir miðnætti 10. sept og fékk hægt andlát. Minningarathöfn uni Steinunni fór fram frá Norðfjarðarkirkju s.l.. mánudag en útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu i dag, kl. 3. e.h. Guðrún Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.