Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
31
Guögeir
til FC Bulle
Guðgeir Leifsson knattspyrnu-
maður hefur nú undirritað
samning við svissneskt 2.
deildar fðlag, FC Bulle. og
mun hann byrja að leika með
þvf fljótlega eftir landsleikinn
við Norður-Ira. Sem kunnugt
er hefur Guðgeir verið að leita
eftir atvinnusamningi, frá því
að hann fór frá belgfska 1.
deildar liðinu Charleroi ■ sum-
ar. Eftir landsleikina við
Belglu og Holland á dögunum
sýndu nokkur lið áhuga á því
að fá Guðgeir til sfn, m.a. holl-
enzka liðið Nijmegen, sem nú
er í forystu í hollenzku 1.
deildar keppninni í knatt-
spyrnu. Ekki varð af samning-
um við það félag, en samning-
ur Guðgeirs við FC Bulle, sem
mun vera eitt af betri liðunum
f 2. deildinni I Sviss, mun vera
nokkuð hagstæður.
I __________/
Frá Sigtryggi Sigtryggs-
syni, fréttamanni Mhl. í
Belfast.
— Ég er bjartsýnn á að við get-
um veitt Irunum harða keppni,
þrátt fyrir allt, sagði Tony Knapp
landsliðsþjálfari i viðtali við
Morgunblaðið i Belfast i gær, en
Tony og félagar hans í landsliðs-
nefndinni ákváðu uppstillingu ís-
lenzka liðsins i leiknum i dag eftir
æfingu hjá liðinu i gærmorgun.
Verður leikin leikaðferðin 4 — 4
— 2 svo sem vænta mátti og sér-
stakur leikmaður verður settur til
höfuðs knattspyrnusnillingnum
George Best sem ieikur nú með-
irska-landsliðinu i trlandi í fyrsta
skipti í átta ár. Verður það Mart-
einn Geirsson sem fær það hlut-
verk að gæta Bests, og verður það
engan veginn auðvelt, þar sem
Best er sagður i mjög góðu formi
um þetta leyti — leikinn og
hættulegur leikmaður sem aldrei
má lita af. Telur frski landsliðs-
þjálfarinn Blanchflower mikinn
feng i að fá Best, auk þess sem
írar telja að leikurinn verði til
muna betur sóttur vegna Best.
Áætluðu þeir í fyrstu að áhorf-
endur yrðu um 8000, en hafa tvö-
faldað þá tölu eftir að vissa fékkst
fyrir því að Best yrði með.
íslenzka landsliðið sem hefur
leikinn i dag verður þannig skip-
að:
Markvörður
Sigurður Dagsson, Val
Bakverðir:
Viðar Halldórsson, FH
Janus Guðlaugsson, F’H
Miðverðir
Jón Gunnlaugsson, ÍA
Jóhannes Eðvaldsson, Celtic
Miðjumenn:
Atli Eðvaldsson, Val
Marteinn Geirsson, Royal Union
Árni Sveinsson, ÍA
Ásgeir Eliasson, F’ram
Sóknarleikmenn:
Guðgeir Leifsson, FC Bulle
Matthías Hallgrimsson, Halmia
Varamenn:
Þorsteinn Bjarnason, ÍBK
Einar Þórhallsson, UBK
Vilhjálmur Kjartansson, Norrby
Kristinn Björnsson, ÍA
Ölafur Danivalsson, FH
— Það er búið að vera mikið
basl að koma þessu liði saman,
sagði Tony Knapp, — en ég tel að
vandamálin komi til með að
stappa stálinu i leikmennina og
víst er að allir eru staðráðnir í að
gera sitt bezta. Ég held að vörnin
geti verið nokkuð sterk í þessum
leik, og á t.d. ekki von á að þeir
Jón Gunnlaugsson og Jóhannes
Marteinn Geirsson — fær það erfiða hlutverk að gæta
snillingsins George Best.
Stefán og Guðni settu Kalle Anka-met
ISLENZKU ungmennin sem
kepptu á Kalle Anka-
íþróttamótinu i frjálsfþróttum f
Karlstad f Svíþjóð um helgina
stóðu sig mjög vel, komu heim
með tvenn sigurgerðlaun, tvenn
silfur verðlaun og settu Stefán Þ.
Stefánsson tR og Guðni Tómasson
A auk þess tvö mótsmet. 1 spjalli
við fararstjóra ungmennanna,
Guðmund Þórarinsson -kom fram
að ungmennin íslenzku vöktu
verulega og verðskuldaða athvgli
á mótsstað fyrir árangur sinn.
Guðmundur sagði að mótið
hefði hafizt á föstudagskvöldið,
þá hefði farið fram hátíðleg setn-
ingarathöfn, skrúðganga og blys-
för sem að mörgu leyti minnti á
lokaathöfn siðustu Ölympíuleika.
Keppni hófst á laugardagsmorg-
uninn, en héðan fóru Guðni
Tómasson A, íris Grontfeldt
UMSB, Rut Ölafsdóttir FH og
Stefán Þ. Stefánsson ÍR.
Guðni Tómasson keppti í lang-
stökki og 100 metra hlaupi. Varð
hann annar i langstökkinu eftir
hörkukeppni, stökk 5.94 metra.
En það var í 100 m hlaupinu sem
hann sýndi glæsilega tilburði.
Vann hann bæði undanrásir
(11.7) og milliriðla (11.4) auð-
veldlega og glæsilega. I úrslitun-
um gerði han svo enn betur, hljóp
á 11.2 sekúndum sem er glæsilegt
hjá 14 ára pilti, sigraði og setti
nýtt mótsmet, hið eldra var 11.3
sek.
Stefán Þ. Stefánsson byrjaði
árla laugardags i grindahlaupinu.
Vann hann sinn riðil á nýju isl.
Stefán Stefánsson
piltameti, 14.7 sekúndum, en í úr-
slitunum næsta dag, sem fóru
fram strax að loknu hástökkinu,
varð hann að sætta sig við annað
sætið, hljóp nú á 14,9 sek., en
sigurvegarinn hlaut 14,8 sek. I
hástökkinu sýndi Stefán hins veg-
ar þá yfirburði sem hann hefur á
jafnaldra sína á hinum Norður-
löndunum. F’ór hann léttilega yfir
hverja hæðina af annarri, þ.á m.
lokahæðina 1.90 m í fyrstu til-
raun, en næstu menn stukku 1.83
metra. Átti Stefán ágætar tilraun-
ir við 1.92 metra, en mótsmet setti
hann, bætti eldra metið um senti-
metra.
Rut Ölafsdóttir keppti í 100
metra hlaupi með ágætum
árangri. I undanrásum hljóp hún
á 12.6 sekúndum og í milliriðli á
12.5 sekúndum sem er jöfnun ís-
lenzka telpnametsins. I úrslitum
varð Rut sjötta á 13.0 sekúndum.
Þá keppti Rut i langstökkinu,
varð 24. af 42 keppendum með þvi
að stökkva 4.76 metra.
íris Grönfeldt varð fjórða i
spjótkastinu, kastaði 400 gramma
spjóti 38.48 metra. Varð hún 10. í
langstökkinu með því að stökkva
5.03 metra.
Alls voru sett fjögur mótsmet á
þessu móti, tvö settu tslendingar,
eitt setti Dani og sænskur kepp-
andi setti hið fjórða. Alls kepptu
760 ungmenni á þessu móti, en
auk heimamanna voru fjórir
keppendur frá Islandi, Noregi og
Danmörku. Unnu Danir og Norð-
menn tvær greinar hvorir um sig,
rétt eins og íslendingarnir.
Eðvaldsson sleppi mörgum send-
ingum, sem unnt er að skalla frá,
framhjá sér.
íslenzka liðið var á æfingu i
gærmorgun og aftur um miðjan
dag í gær. I morgun átti svo að
taka létta æfingu, en landsleikur-
inn hefst kl. 15.30 að islenzkum
tima. Fer hann fram á Windsor
park i Belfast, sem er stærsti
knattspyrnuvöllurinn í borginnfi,
rúmar um 30.000 áhorfendur.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
landsleikurinn yrði á öðrum velli
og þá um kvöldið, en horfið að þvi
ráði að flytja hann á þennan völl,
en á honum eru hins vegar ekki
flóðljós, þannig að hann verður að
fara fram um miðjan dag.
Endanlegt val írska liðsins hef-
ur enn ekki verið birt, en í 16
manna hópnum sem Danny
Blanchfiower hefur tilkynnt eru
eftirtaldir leikmenn: Jennings
(Arsenal), Patt (Middles-
borough), Rice, Nelson
(Arsenal), Hunter (Ipswich
Town), J. Nicholl, McCreery,
Mcllroy, McGrath (Manchester
United), C. Nicholl
(Southampton), Hamilton (Mill-
wall), Cochrane (Burnley),
O’NeilI (Notthingham Forest),
Caskey (Glentoran), Anderson
Jón Gunnlaugsson, lA — hinn
slerki miðvörður Akranesliðsins,
sem svo oft hefur verið á vara-
mannabekk íslcnzka landsliðsins,
fær nú loks tækifæri.
(Swindon Town) og Best (Ful-
ham).
Svo sem sjá má af þessari upp-
talningu er aðeins einn leikmaður
með írska landsliðinu sem leikur
með þarlendu liði, hinir allir eru
atvinnumenn með enskum knatt-
spyrnuliðum. Búizt er við að irska
liðið sé nú töluvert sterkara en
það var í vor er það lék við Islend-
inga á laugardalsvellinum, og vist
er að írar eru greinilega ákveðnir
að hefna fyrir tapið þar.
MARTEINM A AÐ GÆTA BESTS
VANDAMALIN MUNU STAPPA STALINU
f LEIKMENNINA, SAGÐITUNY KNAPP
HEIMTUM AÐISLENDINGAR VERÐITEKNIRIKARPHUSIÐ
segja írsku blöðin, en Blanchflower býst víð erfiðum leik
Frá SÍRtryjíKi Sigtryg«s-
svni:
— Eg veil af fenginni
reynslu að tslendingar eru eng-
in lömb að leika við, sagði
Danny Blanehf lower, Irski
landsliðseinvaldurinn, í viðtali
við Morgunhlaðið I gær, en
greinilegt er að Blanchflower
er nokkuð kvfðandi f.vrir leik-
inn, enda gerðar kröfur um
Irskan stórsigur f honum. — Eg
veit fyrir vfst að íslendingar
niunu leggja alla áherzlu á
varnarleikinn i leiknum i dag,
og það verður ekki auðvelt fyr-
ir okkur að brjóta þá vörn
niður. 1 fslenzku liðinu eru
sterkir og ákveðnir leikmenn.
trsku hliiðin segja að nú eigi
irskir knattspyrnuáhugamenn
inni stórsigur hjá landsiiði
þeirra. Liðið hafi ekki unnið
leik sfðan 1975, og aðeins skor-
að 5 miirk I leikjum sinum
sfðan þá, þannig að nú sé rétti
staðurinn og stundin til þess að
kaffa-ra andstæðinginn.
Kröfurnar um að tstendingar
verði teknir í karphúsið séu
enn meiri vegna þess hryllilega
athurðar sem gerðist f Reykja-
vfk f sumar, er n-frska liðið var
niðurlægt með tapi. eins og
hlöðin orða það. Segja þau að
helzt sé hægt að Ifkja þvf áfalli
sem írsk knattspyrna varð fyrir
með því tapi við áfall Banda-
rfkjamanna við Pearl Ilarbuur
á sfnum tfma. — Við heimtum
uppreisn a-ru, segja blöðin, og
auðheyrt er á öllu, að Irarnir
eru vissir um stórsigur f leikn-
um I dag.