Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 Skuggi Hitlers hafði mikil völd — og í öngþveiti síðustu daga Þriðja ríkisins hvarf hann eins og skuggi. Eftir sjálfsmorð Hitlers var Martin Bormann valdamesti maður Þýzkalands — í 2 daga „Bormann hefur gert skrifstofu flokksins að pappírsskrifstofu. Daglega sendir hann út fjallháan stafla af bréfum og skjölum, sem umdæmisstjórarnir í hita baráttunnar núna hafa í reyndinni engan tfma til að lesa einu sinni." Þessar Ifnur skrifaði Joseph Goebbels hinn 4. aprfl 1945 í dagbók sfna, sem um þessar mundir er að koma út í Þýzkalandi á vegum forlagsins Hoffmann und Campe. Það var eðlilegt, að Goebbels kvartaði yfir þessu, þvf að strfðið var tapað: Rússar voru að Ijúka við að umkringja Berlfn. Adolf Hitler ráfaði eins og vofa um göng neðanjarðar byrgisins í garði kanslarahallarinnar í Berlfn, hann var boginn í baki, hægri handleggur hans titraði og slefan rann úr munni einræðisherrans ellihruma fyrir aldur fram. Joseph Goebbels flutti niður í byrgið með Mögdu, konu sfna, og sjö börn. Einnig kom þangað Eva Braun, sem verið hafði ástmær Hitlers um árabil. Síðustu dagar Þriðja rfkisins voru f nánd. En þó hélt Martin Bormann ótrauður áfram að vinna að sfnum sfðustu vélabrögðum: Hermann Göring var f stofufangelsi f Obersalzberg og Heinrich Himmler yfirlýstur svikari. Bormann tók upp Ifk Evu Braun Þegar valdhafar Þriðja rikis- ins réðu ekki yfir meira land- svæði en einum ferkílómetra og héngu aðgerðarlausir eins og moldvörpur undir jörðinni, ákvað Hitler að fremja sjálfs- morð. En fyrst gekk hann að eiga Evu Braun. Bormann út- vegaði lafhræddan embættis- mann frá hjúskaparskrifstofu og var sjálfur svaramaður — eins og Hitler hafði einu sinni verið gagnvart honum. 29. apríl las Hitler fyrir stjórnmálalega og persónulega erfðaskrá sína. Hann útnefndi Dönitz, stórað- mírál, ríkisforseta, Joseph Goebbels ríkiskanslara og Mar- tin Bormann, „tryggasta flokks- félaga minn“, flokksráðherra. 30. apríl var málum þannig komið: Hitler náði í eiginkonu sína í herbergi þeirra, og þau kvöddu bæði í annað sinn Goebbels, Bormann og aðra. Síðan fór Hitler aftur með Evu inn í herbergi þeirra. Nokkrar mínútur liðu, og á meðan biðu Hitlers og afrit af hinni stjórn- málalegu. Læknirinn Ludwig Stumpf- egger kom. Hann hafði tekið að sér að svifta sex börn Goebbels lífi. Það gerðist klukkan sex. Foreldrarnir létust tveimur og hálfri stundu síðar. Þegar dimmt var orðið, fór hver hópurinn á fætur öðrum af stað burt. Þeir fetuðu sig áfram eftir göngum neðanjarð- arlestarinnar. Þeir þorðu vart að nota vasaljósin, því að Rúss- arnir sátu einnig um brautar- göngin. Hópurinn, §em Bor- mann var í, komst að brautar- stöóinni við Friedrichstrasse. Varnarlfna skriðdreka var nú á milli þeirra og Rússa. Þeir fóru i skjóli nokk^ra þýzkra skriðdreka, sem skyndilega birtust. Við yfirheyrslur alþjóðlega herdómstólsins í NUrnberg skýrði Kempka, bílstjóri Hitlers, þannig frá: Skriðdreki varð fyrir sprengju og sprakk í loft upp. Loftþrýstingurinn þeytti öllum burt, og í ljósskin- inu sást greinilega, að Bormann hafði hnigið dauður niður. En líkið sá hann ekki aftur ...“ Á þessum stað — i orðsins bókstaflegu merkingu — hefst hinn áratuga langi spurninga- leikur um hið dularfuila hvarf Martins Bormanns. Komst hann undan? Þegar árið 1945 sagði hinn fyrrverandi æsk-ulýðsleiðtogi, Axmann, sannleikann í málinu — en enginn trúði honum. Jochen von Lang: „Því að Bor- mann slapp ósærður frá spreng- ingunni og hinir líka. Þeir komust klakklaust í námunda við neðanjarðar brautarstöðina Lehrter Bahn- hof. Þeir sáu, að hermenn úr Rauða hernum stóðu á brautar- pallinum. Bormann, Naumann, Schwágermann, Axmann, Welt- zin og Stumpfegger hlupu frá járnbrautinni niður eftir In- validenstrasse — rétt hjá rúss- neskum varðmönnum. Rússarnir héldu, að þeir væru hermenn úr þjóðfylking- unni, sem væru á flótta, buðu þeim sígarettur og fóru að reyna að tala við þá á mjög Er þetta beinagrind Martins Bormanns? „Bormann sást 1 slðasta sinn í Berlfn 2. maf 1945, en þó telja menn sig oft hafa orðið hans varir á öðrum stöðum vfðs vegar um heim — ýmist sem verkstjóra f Astralfu eða sem nautabúseiganda f Bólivfu eða fróman Franziskusarmunk á Italfu. Rfkissaksóknarinn í Frank- furt hefur boðið 100 000 mörk þeim, sem veitt getur upplýsingar, sem leiða til handtöku Bormanns — en árangurslaust. Arið 1972 fannst beinagrind við byggingargröft í Berlfn, og sérfræðingar telja, að þar sé komin hauskúpa hans. En þrátt fyrir ítarlegar, læknisfræðilegar umsagnir hefur ekki verið hægt að taka af allan vafa. En rfkissaksóknarinn í Frankfurt er fullviss um, að þetta sé rétta hauskúpan og ósviknu beinin af Bormann og geymir þau f öryggisgeymslu embættisins — í pappakassa." AðstoðarmaðurMyrkrahöfdingjans hinir í gangi fyrir framan. Eitt einstakt skot kvað við. Eftir nokkra stund opnaði hinn fámenni hópur dyrnar að herberginu. Hitler lá á sófa, sem var alblóðugur. Hann hafði skotið sig í gagnaugaó. Hægra megin við hann lá Eva Hitler, einnig látin. Hún hafði tekið inn eitur. Þetta var mánudag- inn 30. aprfl kl. 1945 kl. 3.30 siðdegis, tíu dögum eftir 56. af- mælisdag Hitlers. Bormann lyfti upp líki Evu Braun til að bera það út í garð kanslarahallarinnar. Einkabfl- stjóri Hitlers, Erich Kempka, hrifsaði likið frá honum: „Eva hataði Bormann," sagði Kempka mörgum árum síðar, „ekki feti lengra skyldi hún vera í örmum Martins Bor- manns.“ Bormann stóð við innganginn í byrgið með hægri hönd lyft til hinztu „Heil Hitlers" kveðju. 1 ósandi eldi brunnu lík Evu og Adolfs Hitlers. Nú var íiormann voldugasti maður Þýzkalands, hinn raun- verulegi arftaki Hitlers. En hann hafði hvorki þjóð né land. Aðeins nokkur hundruð metrar voru milli sovézku hersveit- anna og Ríkiskanslarahallar- innar. Jochen von Lang, en bók hans um ævi Bormanns, „Der Sekretár", er nú að koma út, lýsir síðustu stundum Bor- manns þannig: „Hann varð sér úti um smápoka úr vaxdúk, saumaði hann 'innan undir jakka gráa einkennisbúnings- ins síns og fól þar frumrit áf hinni persónulegu erfðaskrá „Brúðkaup heima hjá Hitler. Bormann er ásamt Hitler að leita að gjöf fyrir hann handa systur Evu Braun, Gretl, sem árið 1944 gekk að eiga stormsveitarforingjann Hermann Fegelein. Rétt fyrir stríðslok sá Bormann um það, að Fegelein yrði skotinn 1 nafni Hitlers vegna meintra drottinssvika." bjöguðu máli, „woina kaputt, Gitler kaputt," og horfðu undr- andi á gervihandlegg Axmanns. Þetta var of mikið fyrir bilað- ar taugar Bormanns. Ásamt Stumpfegger hélt hann áfram í áttina til Charité, en hinir brut- ust áfram vestur eftir Invalidenstrasse í áttina til Moabit. I námunda við Lehrter- brautarstöðina sáu þeir i daufri morgunskfmunni tvo menn liggja á brúnni: Bormann og Stumpfegger. Báðir voru dauð- ir að því er virtist. Ekki sást blóð né sár á þeim. Axmann vissi, að hinir æðstu í byrginu höfðu eiturhylki á sér og gerði ráð fyrir, að báðir hefðu drepið sig með þeim. En þar sem skot- hríð var beint að þeim, gátu þeir ekki kannað þetta nánar.“ Það er Jochen von Lang, sem fuilyrðir, að hann hafi fundið endanlegar sannanir fyrir dauða Bormanns — í kjölfar vitnisburðar Axmanns. „Ef tvö lík hafa einhvern tíma legið á brúnni, hlýtur einhver að hafa flutt þau burt. I Berlín er til „þýzk þjónustustöð til öflunar vitneskju fyrir nána aðstand- endur um fallna hermenn úr hinum fyrri þýzka ríkisher.“ Þar var ekki að finna nafn Bormanns, en aftur á móti var Ludwig Stumpfegger skráður þar. Þó kom þar í ljós, að Rússar hefðu skipað fjóra póstþjón- ustumenn grafara 1945. Einn þeirra vai; enn á lífi, Albert Krumnow. Hann fór með mig á staðinn, þar sem báðir hinir látnu höfðu legið — nákvæm- lega, þar sem Axmann hafði séð þá. Þessi litli, feiti féll alltaf af börunum Hann og félagar hans höfðu borið hina dauðu á börum til Sýningasvæðisins, sem þar er nálægt, og jarðað þá í einni gröf. En ekki gat hann þó sagt nákvæmlega til um legu grafar- innar ... En dag nokkurn frétti ég, að það ætti að grafa á þessu svæði. Saksóknari ríkisins, Joachim Richter, brást vel við og hafði samband við lögregluna í Ber- lín og byggingaryfirvöld þar. Og reyndar rákust menn mjög fljótt á tvær beinagrindur — og þær lágu undarlega, haus- kúpa annarrar við fætur hinn- ar. Póstþjónninn Krumnow hafði sagt okkur frá því, að þeir hefðu alltaf verið að missa „þennan litla, feita“ á leiðinni ofan af börunum, þangað til þeim hefði dottið í hug að hag- ræða þeim svona, og þannig hefðu þeir hvolft þeim í gröf- ina.“ Jochen von Lang segir, að eft- irleikurinn hafi verið auðveld- ur. Mynd eða teikning, sem fundizt hefur i Bandaríkjunum af tanngarði Bormanns, er sögð koma heim við samsvarandi hluta hauskúpunnar. En þó eru menn enn i vafa: Er Bormann áreiðanlega dauður? — svá — úr „Welt am Sonntag“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.