Morgunblaðið - 24.11.1977, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977
47
HEIMALIÐIN UNNU OLL
í UEFA OG MARKATALAN
VAR 20:1 í GÆRKVÖLDI
FYRRI leikirnir í 16 liða úrslitum UEFA-keppninnar í knattspvrnu fóru fram í
gærkvöldi og þau úrslit, sem mest komu á óvart var glæsilegur sigur Ipswich gegn
Barcelona. Leikið var í Englandi og settu Englendingarnir 3 mörk hjá spánska
stjörnuliðinu. Þá vekur athygli að Bayern Múnchen, það fræga lið, tapar 0:4 fyrir
löndum sínum í Eintraeht Frankfurt.
í gærkvöldi töpuðu öll liðin,
sem léku á útivöllum, og var lið
Ásgeirs Sigurvinssonar þar engin
undantekning. Liðið lék í A-
Þýzkalandi gegn Carl Zeiss Jena
og fékk á sig tvö mörk, en tókst
ekki að svara fyrir sig. Svissneska
liðið Grasshoppers lék í Tiblisi á
Móti Dynamo og tapaði aðeins 0:1
og er það minni munur en búast
mátti við.
Erfitt er að meta eftir leikina i
gærkvöldi hvaða lið komast áfram
i fjórðu umferð keppninnar, en
ljóst má þó vera að stjörnulið Bay-
ern og Barcelona eiga erfiða leiki
fyrir höndum, jafnvel þó leikið sé
á heimavelli. Auk þess að liðin
sem léku á útivöllum náðu ekki
stigi i leikjunum í gærkvöldi.
Þá tókst engu þeirra heldur að
skora mark.
Urslitin í gærkvöldi urðu þessi:
Víkingur
AÐALFUNDI Knattspyrnudeild-
ar Víkings hefur verið frestað um
eina viku. Verður fundurinn
næstkomandi miðvikudag og
hefst klukkan 20.30 f Félagsheim-
ili Vikings við Hæðargarð.
Frankfurt, V-Þýzkalandi —
Bayern Miinchen, V-Þýzkalandi
4:0 (2:0)
Mörk Frankfurt: Grabowski,
Holzenbein, Kraus, Skala.
Áhorfendur: 23.000.
— 0 —
PSV Eindhoven, Hollandi —
Eintracht Braunschweig,
V-Þýzkalandi 2:0 (0:0)
Mörk PSV: Lubse, Van der
Kuylen
Áhorfendur: 25.000
— 0 —
Aston Villa, Englandi —
Athletic Bilbao, Spáni 2:0 (1:0)
Mörk Villa: Iribar (sjálfsmark),
Deehan.
Ahorfendur: 32.973
— 0 —
Ipswich, Englandi —
Barcelona, Spáni
3:0 (1:0)
Mörk Ipswich: Gates, Whymark,
Talbot
Ahorfendur: 33.272
— 0 —
FC Magdeburg, A-Þýzkalandi
Lens, Frakklandi 4:0 (2:0)
Mörk Magdeburg: Zapf,
Pommerenke, Mewis, Steinbach.
Áhorfendur: 25.000
— 0 —
Carl Zeiss Jena, A-Þýzkalandi,
Standard Leige, Belgfu 2:0
(1:0)
Mörk Jena: Schnupass,
Lindemann.
Ahorfendur: 12.000
0
Dynamo Tiblisi, Sovétr. —
Ggrasshoppers, Sviss 1:0 (1:0)
Mark Dynamo: Shengeliva
Ahorfendur: 80.000
— 0 —
Bastia, Frakklandi —
Torino, Italfu2:l (1:1)
Mörk Bastia: Pai, Rep.
Mark Torino: Pulici.
Hreinn Halldórsson tekur
Þórhalls Halldórssonar.
við hinni rausnarlegu gjöf úr hendi
Rausnarleg
gjöf til Hreins
HREINN HALLDÓRSSON var sérstaklega heiðraður á árshátið Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar 18. nóvember siðastliðinn. Afhenti
Þórhallur Halldórsson, formaður félagsins, Hreini 250 þúsund krónur,
en Hreinn starfar sem kunnugt er sem bílstjóri hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur.
Á fundi stjórnar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var gerð
svolátandi samþykkt: „Fundur haldinn i stjórn Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar 18. nóvember 1977 ákveóur að heiðra einn félags-
mann þess, Hrein Halldórsson, Evrópumeistara i kúluvarpi, með
peningagjöf að upphæð 250 þúsund krónur.
Stjórn félagsins vill með þessari ákvörðun veita viðurkenningu fyrir
einstakt afrek og frábæra þrautseigju, um leió og hún óskar Hreini
Halldórssyni góðs árangurs og alls hins bezta i framtíðinni."
Svíar standa sig vel
en erfitt hjá Dönum
MARGIR landsleikir í handknattleik hafa farið fram að undanförnu
og eiga þá yfirleitt I hlut þjóðir, sem taka þátt í úrslitum HM I
Danmörku í janúar og febrúar á næsta ári. Undirbúa þjóðirnar lið sín
af kappi þessa dagana.
Högni
bætti
metið í
maraþon
HÖGNI Óskarsson langhlaupar-
inn sem stundar framhaldsnám
og störf I læknisfræði við sjúkra-
hús Cornell-háskólans f Banda-
rfkjunum bætti eigið lslandsmet
i maraþonhlaupi um nokkrar
mfnútur er hann hljóp á 2:49,43
klst., f New York maraþonhlaup-
inu sem haldið var í lok október.
Varð Högni númer 314 af um
5000 hlaupurum í þessu mikla
hlaupi sem þræðir 5 borgarhverfi
New York borgar, og er það vissu-
lega góður árangur hjá Högna.
Með árangri sfnum í hlaupinu í
New York bætti Högni eigið Is-
landsmet um þrjár mfnútur.
Fyrra met hans var um 2:52 klst.,
sett í fyrra. Hefur Högni bætt
árangur sinn jafnt og þétt en frá
þvf hann hélt til Bandarfkjanna
til framhaldsnáms í læknisfræði
hefur hann hlaupið hina rúmlega
42 kílómetra vegalengd um 5
sinnum. Ekki er okkur kunnugt
um æfingar Högna né hvort hann
reikni með að reyna að bæta
þennan árangur mjög. Þó er ljóst
að ekki þarf hann að auka mikið
við æfingar sfnar til að fara lang-
leiðina að 2:30 klst. í greininni
sem er mjög þokkalegur árangur,
en árangur Högna f New York
hlaupinu er hinn athyglisverð-
asti.
— ágás.
Svíar léku tvo leiki gegn Norð-
mönnum um síðustu helgi og
unnu sigur í báðum leikjunum, en
munurinn varð mun minni en
búist hafði verið við. Fyrri leik-
inn unnu Svíar 18:17 (13:10) og
seinni leikinn 19:18 (10:6). í fyrri
leiknum skoraði Björn Anderson
flest mörk Svfa, sex talsins. í
seinni leiknum lék hann ekki með
liðinu og tók Bengt Hákansson þá
við hlutverki hans. Sviar voru
ánægðir með sigrana í leikjunum
og bentu á aó það væri allt annað
en auðvelt að leika fjóra lands-
leiki á 5 dögum og sigra í þeim
öllum, en dagana fyrir Noregs-
leikina unnu þeir islands i tvi-
gang.
Undanfarna daga hefur staðið
yfir i Baie Mare svonefnd
Karpaterkeppni og voru Danir
þar meðal þátttakenda ásamt
Spánverjum og nokkrum liðum
frá A-Evrópu. Meðal úrslita þar
má nefna að Danir töpuóu fyrir
Ungverjum 28:24 (14:14). Mark-
hæstir i liói Dana var Anders
Dahl Nielsen með 10 mörk, en
Ungverjinn Kovacs, sem kemur
hingað með Hoved, bætti um bet-
ur og gerði 12 mörk. Danir töpuðu
einnig fyrir Rúmenum 23:20
(11:5). Michael Berg gerði sex af
mörkum Dana, en markhæstir i
liði Rúmena var Mironiuc með sjö
mörk. Það vakti athygli að stjór-
stjarnan Birtalan gerði ekki mark
i leiknum og hafði sig litt i
frammi i keppninni.
Búlgarar unnu A-Þýzkaland i
keppninni 26:22 (16:16), Abadjov
og Asparuhov gerðu 5 mörk
Búlgara, Dreibrodt 7 mörk fyrir
Þjóðverja. B-lið Rúmena gérði
jafntefli við Spánverja, 19:19
(9:7), og var Alonson með 6 af
mörkum Spánverja, en Lopez 3.
Nánar verður reynt að greina frá
keppninni siðar.
Knattspyrnuþjálfari
óskast ~ -
Ungmennafélagið Einherji Vopnafirði auglýsir
eftir þjálfara sumarið '78. Upplýsingar milli kl.
1 9 og 20 næstu daga í síma 247 52 Reykjavík.
Í
■a
Evrópukeppni meistaraliða
í handknattleik
mmaw
Dómarar eru frá Noregi, þeir
Antonsen og Huslby.
w
lil I I handknattleiksunnendum tækifæri
IM U til að sjá eitt besta félagslið í heimi.
Ummæli þjálfara Vals: M/ETUM ÖLL í HÖLLINA
.OG STYÐJUM VAL.
Handknattleikslið Vals
Þeir eru snillingar með knöttinn
og myndu sæma sér vel í
hvaða sirkus sem er.