Morgunblaðið - 03.12.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1977, Blaðsíða 1
32 SlÐUR 260. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977 Prentsmiója Morgunblaðsins. Björgunarsveitarmönnum tókst fyrst í gær að koma þungavinnuvélum á hættusvæðið í Tuve til að aðstoða þar við uppgröftin. Simamynd Dómstóll í Suður-Afríku hreinsar öryggislögregl- una af sök á dauða Bikos Pretoríu, 2 desember — Reuter DÓMSTÓLL hér hreinsaði i dag öryggislögregluna i S- Afriku af allri sök á láti blökkumannaleiðtogans Steve Bikos, en hann andað- ist i fangaklefa og reyndist vera með heilaskemmd. Þegar tilkynnt hafði verið um úr- skúrðinn, hófu mótmælendur sem safnazt höfðu saman fyrir utan dóm- húsið, að hrópa „Synd okkar er að við erum svartir," og fréttir bárust um handtökur fólks úr fjölskyldu Bikos. Ekkja Bikos sagði frá þvi að bróðir hans, Kaya. og frændi, Solomon Biko, hefði verið meðal allmargra svertingja er handteknir hefðu verið af lögregl- unni í Soweto fyrr um daginn Það tók aðeins þrjár minútur að lesa upp niðurstöður dómsrannsóknarinn- ar, sem staðið hafði yfir sl þrjár vikur Þar kom fram að Steve Biko hafði látizt 12 september af völdum höfuð- meiðsla, en engar sannanir bentu til að Biko hefði látizt fyrir tilverknað annars manns eða manna Ekkja Bikos vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar niðurstöður dómsrannsókn- arinnar lágu fyrir, en hún sat i réttinum allan timann meðan á rannsókninni stóð Talsmaður Bandarikjastjórnar for- dæmdi i gær niðurstöður dómsrann- sóknarinnar harðlega og taldi úrskurð- inn illa rökstuddan ? alla staði Óeirðir í Portúgal Lissabon, 2 desember Reuter TIL ÓEIRÐA kom á götum úti og sprengjur sprungu í kjölfar yfirlýsingar Mario Soares. forsætisráðherra Protúgals, um að hann myndi leggja líf stjórnar sinnar að veði með því að krefjast traustyfirlýs- ingar portúgalska þingsins. * Ottazt rasks • • Oryggisgæzla á svæðinu hert Gautaborg 2 desember — NTB — TT NÚ ER Ijóst að fimm manns fórust i jarðraskinu mikla i Tuve, úthverfi Gautaborgar, en i gær var haldið að dánartalan væri sex. Hins vegar er enn þriggja saknað, og vist mun þykja að tveir þeirra hafi grafizt und- ir i rústum húss sem lenti i landsig inu. Óttinn við frekara jarðsig hefur valdið þvi að oll öryggisgæzla á hættusvæðinu hefur verið hert til muna. Lögregla og hermenn hafa einnig fært út hættusvæðið af þess- um sökum um leið og almenningi hefur verið fyrirskipað að halda sig frá Tuve nú um helgina Óttast lög- reglan að forvitnin muni reka marg- að til komi an inn á svæðið og hefur af þeim sökum komið upp farartálmum á nokkrum leiðum tilTuve. Á fimmtudag og föstudag mynduðust nýja sprungur i leirkennd- um jarðveginum í Tuve og jarð- fræðingar halda því fram að hættan á nýju jarðskriði eða jarðraski sé ennþá yfirvofandi, þvi að sprungur af þessu tagi séu oft fyrsta visbendingin um að skrið sé ? vændum Hins vegar sé það ekki óvanalegt að það geti liðið heil vika milli sprungumyndananna og skriðsins sjálfs Þess vegna hefur öll- um íbúum Tuve verið fyrirskipað að yfirgefa hverfið i öryggisskyni Að sögn Sven Hansbos, prófessors, má ætla að slysið þarna hefði orðið enn meira ef landskriðið hefði átt sér stað að næturlagi og miðað við það hversu margir búi á þessu svæði eða á 3ja hundrað manns megi það teljast undravert að manntjón skyldi ekki Begin heimsækir Bretland: Hvetur tíl endumýjunar gamallar yfirlýsingar milli Breta London, 2 desember— Reuter FORSÆTISRÁÐHERRA ísraels. Menachem Begin, kom til Englands í fimm daga opinbera heimsókn og hvatti við komuna til þess að endur- nýjuð yrði brezk yfirlýsing frá þvi fyrir 60 árum, sem leiddi til stofnun- ar ísraelsrikis. Þetta er fyrsta ferð Begins til útlanda frá þvi að hann var sjálfur sóttur heim fyrir hálfum mánuði af Anwar Sadat. Egypta- landsforseta. Við komuna á Heathrow-flugvelli sagði israelski forsætisráðherrann enn- fremur, að meiríháttar ákvarðana mætti vænta i kjölfar þessa fyrsta fund- og Gyðinga ar milli þjóðarleiðtoga Arabarikis og ísraels ,.Ég kem með frá Jerúsalem uppástungu um að gerð verði sams konar yfirlýsing og undirrituð var af, brezku þjóðinni og Gyðingum fyrir 60 árum á þeim ógleymanlega degi 2 nóvember 191 7." Heimsókn Begins hefur tvivegis verið frestað vegna óvæntra stjórn- málaviðburða í Miðausturlöndum, en upphaflega var þó einna helzt litið á þessa heimsókn Begins sem uppreisn æru hans i landi því þar sem i Palesinustríðinu 194 7 var heitið 10 þúsund pundum fyrir framsal hans en Begin var þá foringi hermdarverka- flokks frekara jarð- í Gautaborg verða meira en raun ber vitni eða slys ekki fleiri Sænski húsnæðismálaráðherrann. Johann Antonsson, og fleiri stjórn- málamenn fóru eftirlitsferð um svæðið Framhald á bls. 31 Sprengingin særði alvarlega vegfar- anda sem var að virða fyrir sér mót- mælagöngu um 40 þúsund hægri sinna niður aðalstræti Lissabon sem hélt i átt að höfuðstöðvum kommún- ista Lögregla með skildi og kylfur að vopni hélt í skefjum hópi kommúnista sem stóðu vörð um byggingu sina meðan mótmælagangan ögraði þeim með fasistakveðjum og hrópum á borð við — ..Portúgal fyrir þjóðina. ekki fyrir Moskvu, niður með kommúnista Um 14 manns voru fluttir i sjúkra- hús eftir þessi átök Vesturveldin hefja sókn á ný á Belgraðráðstefnunni Hvergi hvikað frá mannréttindaþættinum Belgrað 2 des — Reuter VESTURLÖND hófu i dag nýja sókn á öryggismálaráðstefnu Evrópu hér i þvi skyni að tryggja að Austurblokk inn standi við ýmis grundvallaratriði almennra mannréttinda Bandarikin með stuðningi hinna | 14 bandalagsrikja sinna innan NATO og fjögurra annarra rikja komu fram með tillögu sem skyldar öll 35 rikin sem aðild eiga að ráðstefnunni til að virða meginmannréttindaákvæði Helsinkiyfirlýsingarinnar frá 1975. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna. Arthur Goldberg, sagði að það væri óhugs- andi að Belgraðráðstefnunni. sem skal fara yfir hvernig staðið hefur verið við skuldbindingar frá Helsinki, yrði slitið án þess að vikið væri að mannréttind- um Soézki aðalfulltrúinn, Yuli Vorontsov, taldi tillöguna einskorðast um of v.ð einn þátt mála og hélt til streitu ásökunum kommúnistarikja um brot vesturveldanna á þessum ákvæð- um og sagði fréttamönnum „Mann- réttindi. likt og kærleikurinn. byrjar heima fyrir Við skulum ræðast við án skirskotana i áróðursskyni og koma okkur að verki með þvi að fara bem ustu leið Ráðstefnan hefur nú staðið i nær niu vikur og gert er ráð fyrir að henm Ijúki ekki fyrr en i febrúar Fyrir ráðstefn unni liggja um 90 tillögur og venð er að byrja að semja fyrstu drög að skýrslu um mðurstöðu Þar hefur kom ið fram tillaga af hálfu vesturveldanna um eitt ákvæðið, þar sem þvi er haldið Franihald á hls. 31 Spassky fékk frestun Belgrad 2 des Reuter Sjöttu einvígisskák þeirra Borris Spasskys og Viktors Korchojs, sem tefla átti í dag, var frestað að beiðni Spasskys. Óskaði hann eftir því að skákin yrði flutt aftur til mánudags, þar sem hann þjáð- ist af minniháttar kvefi. Simamynd Begin, forsætisráðherra ísraels, við komuna til London og sést hér heilsa dóttur ísraelsks sendiráðsstarfsmanns David Owen, utanrlkisráðherra Breta, tók á móti Begin. en þetta erfyrsta heimsókn ísraelsks leiðtoga til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.