Morgunblaðið - 03.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977 Átta jámiðnaðarmenn fóru í setuverkfall Síldarvinnslan h.f. í Neskaupstað: Kvarta undan aðbúnaði Neskaupstað 2. desember ATTA járniðnaðarmenn, sem vinna á verkstæði Sildarvinnsl- unnar h.f. i Neskaupstað, fóru í setuverkfall í dag til að leggja áherzlu á bættan aðbúnað á vinnustað. Starfsmennirnir gripu til þessara ráða eftir að hafa kvartað lengi yfir aðbúnaðinum án þess að hlustað hafi verið á þá. Er það einkum hávaði á vinnu- stað, þ.e. á verkstæðinu, sem þeir kvarta undan, en enginn veggur er á milli verkstæðisins og aðal- vinnslusalar verksmiðjunnar. Stjórn verksmiðjunnar hélt fund með starfsmönnunum síðdegis í dag og náðist þá samkomulag milli starfsmannanna og stjórnar verksmiðjunnar, og ætla járn- iðnaðarmennirnir að hefja vinnu á ný á mánudag. Einnig mun ætlunin að reisa vegg milli verk- stæði og vinnslusalar -á næstu dögum. 1 febrúar s.l. fóru bæði fram heyrnar- og hávaðamælingar í Síldarvinnslunni og annaðist þær Birgir Ás. Guðmundsson. Kom þá í Ijós að margir starfsmannanna voru með skerta heyrn. Mældist hávaðinn í sildarverksmiðjunni 90—117 desibel. Af 38 starfs- mönnum verksmiðjunnar, sem voru heyrnarmældir, kom í ljós, að 37 voru með heyrn innan eðlilegra marka, 47% voru með væga heyrnarskerðingu og 21% voru með verulega skerta heyrn. Þessar mælingar voru gerðar á v 'tum Verkalýðsfélags Norð- íirðinga og Málm- og skipasmíða- félagsins í Neskaupstað. Þá má geta þess að blað Alþýðu- bandalagsins í Neskaupstað, Austurland, hefur fjallað um þessar heyrnarmælingar, en þær voru gerðar á fleiri vinnustöðum en i síldarbræðslunni. Asgeir Skoðanakönnun Framsóknarflokksins 1 Norðurlandi vestra: r Olafur Jóhannesson hlaut 94,4% atkvæða TALNINGU í skoðanakönnun Framsóknarflokksins á Norður- landi vestra lauk á S:uðárkróki um kl. 10 í gærmorgun, en þá hafði kjörstjórn setið að störfum í 20 klukkustundir. Alls 2313 manns tóku þátt í skoðanakönn- uninni, sem ekki er bindandi. Til samanburðar má geta þess, að við síðustu alþingiskosningar hlaut Framsóknarflokkurinn 2012 at- kvæði í Norðurlandskjördæmi vestra. Ólafur Jóhannesson, dóms- og kirkjumálaráðherra, fékk samtals 2136 atkvæði í skoð- anakönnuninni eða 94.24% greiddra atkvæða og var hann langefstur þeirra er þátt töku í könnuninni. Eins og fyrr segir, þá fékk Ólaf- ur Jóhannesson 2136 atkvæði. Hann fékk 1869 atkvæði í 1. sætið, MMSfWK = = - 165 í 2. sæti, 61 í 3. sæti, 19 i 4. sæti og 22 atkvæði í 5. sæti. Páll Pétursson alþingismaður fékk alls 1864 atkvæði. 137 í 1. sæti, 1271 í 2. sæti, 266 i 3. sæti, 105 í 4. sæti og 85 í 5. sæti. Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki, fékk 1672 atkvæði. 74 atkvæði í 1. Jón Hermannson opnar málverka- sýningu á Isafirði Isafirði 2. desember. A MORGUN, laugardag, opnar Jón Hermannsson, loftskeytamað- ur, málverkasýningu á Isafirði. Sýningin er I kjallara Alþýðu- hússins og verður opnuð kl. 14. A sýningunni eru 46 olíumálverk. flest máluð nýlega. Jón Hermannsson loftskeyta- maður, nú símritari á Isafirði, hefur fengizt við málaralist í fjölda mörg ár. Er kunnugum löngu ljóst, að þar er á ferðinni fjölhæfur og vandaður myndlist- armaður. Þetta er fyrsta opinbera sýning Jóns. Vekur hún vonir um fleiri síðar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17—22 en laugardaga og sunnudaga frá kl. 15—22. Henni lýkur sunnudaginn 11. desember. Ulfar. Basar í Grindavík Gindavík 2. desember ÁRLEGUR basar Kvenfélags Grindavíkur verður í félagsheim- ilinu Festi á morgun, sunnudag, kl. 14. Á boðstólum verður fjöl- breytt val muna. Guðfinnur. sæti, 193 í 2. sæti, 955 í 3. sæti, 266 14. sæti og 274 atkvæði í 5. sæti. Guðrún Benediktsdóttir á Hvammstanga fékk alls 1554 at- kvæði. Hún fékk 36 atkvæði í 1. sæti, 72 í 2. sæti, 354 í 3. sæti, 587 í 4. sæti og 501 í 5. sæti. Bogi Sigurbjörnsson á Siglu- firði fékk 1524 atkvæði, 30 í 1. sæti, 68 í 2. sæti, 317 í 3. sæti, 579 í 4. sæti og 512 í 5. sæti. Magnús Ólafsson bóndi á Sveinsstöðum fékk 1009 atkvæði, 74 í 1. sæti, 375 í 2. sæti, 135 í 3. sæti, 203 í 4. sæti og 225 í 5. sæti. Brynjólfur Sveinbergsson á Hvammstanga hlaut 998 atkvæði, 24 í 1. sæti, 72 í 2. sæti, 260 í 3. sæti, 281 í 4. sæti og 361 f 5. sæti. Sleppt úr gæzlu BANDARIKJAMANNI einum var í gær sleppt úr gæzluvarð- haldi, sem hann hafði verið í um tíma vegna rannsóknar fíkniefna- máls. Mál þetta var af minni gerð- inni og var manninum sleppt þeg- ar það hafði upplýstst. Einn maður situr nú í gæzluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls. Það er Reykvíkingur á þrítugsaldri. Saknar einhver segulbands? NOKKUR innbrot voru framin í hús í Vesturbænum um síðustu helgi. Þjófurinn náðist og er allt þýfið komið til skila nema segul- bandstæki, sem þjófurinn man ekki hvar hann stal. Eru það til- mæli Rannsóknarlögreglunnar að ef einhver Vesturbæingur saknar segulbands hafi hann samband við lögregluna hið fyrsta. Athugasemd frá fjármálaráðherra VEGNA fréttar i Morgunblaðinu í gær af ummælum fjármálaráð- herra um tillögur aukafundar Stéttarsambands bænda hefur Matthías Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra, óskað að taka fram eftirfarandi: „Er blaðamaður Morgunblaðsins átti viðtal við mig varðandi tillögur aukafundar Stéttarsambands bænda tjáði ég honum að ég hefði ekki séð sam- þykkt bænda, enda þótt ég hefði heyrt um hana. Ég gæti því ekk- ert um hana sagt. 11 mánuði ársins en allt árið i fyrra. Vegna þessarar ískyggilegu þróunar ræddi Mbl. í gær við Óskar Ólason, yfirlögregluþjón umferðarmála. Hann sagði: „Samkvæmt þessum tölum hafa þrír ökumenn verið teknir fyrir meinta ölvun hvern ein- asta dag ársins. Margir halda því fram og eflaust með réttu, að ekki náist til nema hluta þeirra, sem aka ölvaðir. Það er staðreynd, að allt of margir fremja þetta brot. Almenning- ur ætti að aðstoða lögregluna við að ná til þeirra, sem fremja þetta afbrot. Fólk á við nægan vanda að etja í umferðinni all's- Reykjavíkurlögreglan: Búið að taka 1031 ökumann vegna ölvunar við akstur Allt árið í fyrra voru FYRSTU 11 mánuði þessa árs hefur lögreglan í Reykjavík fært 921 ökumenn til blóðtöku vegna gruns um ölvun við akst- ur. Auk þess hafa reykvískir lögreglumenn tekið 110 öku- menn grunaða um ölvun við akstur. AIls hefur því verið færður til blóðtöku 1031 öku- maður í Reykjavík 11 fyrstu mánuði ársins en í fyrra voru þessar tölur yfir allt árið 918, teknir I borginni, og 94 utan hennar eða 1012 ökumenn allt árið í fyrra. Það hafa því verið teknir 19 fleiri ökumenn fyrstu teknir 1012 ökumenn gáð og það er ógnvekjandi til- hugsun að geta búizt við því að ökumaðurinn, sem við erum að mæta, sé ölvaóur. Lögreglan gerir sitt til þéss að ná til ölvaðra ökumanna en hér þarf meira til. Það verða allir vegfarendur að leggjast á eitt til þess að hægt sé að ná til þeirra, sem aka öivaðir, áður en þeir valda sjálfum sér og öðrum tjóni. Oft er það svo að hinn ölvaði verður valdur að stór- kostlegri röskun á högum sinna nánustu. Um þetta eru mörg sorgleg dæmi.“ Almenna bókafélagið: íslenzk úrvals- ljóð frá 20. öld Kristján Karlsson hefur annazt útgáfuna ÚT er komið hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins (BAB) Islenzkt ljóðasafn, IV bindi A — 20. öld — í úrvah og umsjá Kristjáns Karlssonar. I þessu safni eru ljóð eftir 31 skáld og hefst á Sigurði Nordal (f. 1886) og endar á Páli H. Jónssyni (f. 1908). Höfundum er raðað eftir fæðingarárum, eins pg í fyrri bindum safnsins, og á þessu 22 ára tímabili (milli 1886—1908' eru fædd flest þau skáld sem dáðust hafa verið á þessari öld, svo sem Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötl- um, Snorri Hjartarson o.s.frv. Kristján Karlsson fjallar i for- mála fyrir bókinni m.a. um svo nefnda formbyltingu í ljóðagerð, sem orðið hefur á öldinni, og kemst ma. svo að orði: „Margt ófróðlegt hefur verið ritað um formbyltingu í ljóðagerð á þessari öld, frá báðum hliðum. Var hún nauðsynleg, var hið fasta form orðið skáldskapnum fjötur um fót? Sú spurning er fyrir löngu orðin fánýt. Hér gerðist formbylting og í plógfar hennar spratt upp skáldskapur, sem er að mörgu leyti nýr þáttur í íslenzkri ljöðagerð. Hann var vafalaust eins óhjákvæmilegur og margar þær breytingar, sem gerzt hafa i þjóðfélaginu, bæði andlegar og veraldlegar. En þótt breytingar í ljóðagerð séu greinilega hlið- stæðar þjóðfélagsbreytingum samtímans, skyldum vér varast skynseminnar vegna að álíta ný ljóðform afleiðingu þeirra og enn síður skyldum vér gleypa við þeirri auðfengnu hugmynd, að skáldskapurinn hafi stuðlað að breytingum þjóðfélagsins. Skáld- skapur þarf engrar réttlætingar við. Og skáld eru yfirleitt ekki á undan sínum tima, nema í bók- menntasögunni, þ.e.a.s. miðað við önnur skáld. Miklu nær er að skilja hina nýju hefð, sem er kennd við formbyltingu, sem uppreist gegn ofríki bókmennta- sögunnar eins og hún er túlkuð í gervi þjóðarsögu." Með þessari nýju bók, sem merkt er IV bindi A, eru komin út 5 bindi í ljóðasafninu. Urval þýðinga sem kom út snemma á þessu ári er merkt 5. bindi. Þá er aðeins óútkomið IV bindi B og mun það hefjast á Steini Steinarr og ná fram til um 1970. — Verða því alls 6 bindi í safninu, 4. bindið — 20. öldin —tvískipt. Þetta nýja bindi ljóðasafnsins er 352 + XV bls. að stærð og er að öllu leyti unnið i Prentsmiðju Hafnarfjarðar. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.