Morgunblaðið - 03.12.1977, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977
LITIR:
HVÍTUR, GULUR, GRÆNN, LJÓSBLAR.
VERÐ:
(Reginadine sjálfhreinsandi)
Hvít 60 cm breið kr 107.200 —
Hvít 70 cm breið kr 1 1 3.800. —
í lit 60 cm breið kr. 1 1 0.600. —
í lit 70 cm breið kr. 1 1 6.950. —
Regina venjuleg hvít 50 cm kr 85.800
60 cm kr. 100.100.
\unnai SUzávMn h.f.
sími 35200
Suðurlandsbraut 16.
Ný Pólsk grafík
að Kjarvalsstöóum til 11. des.
Hvað segja gagnrýnendur um sýninguna?
..meðal ágætustu sýninga sem hingað hafa borist”
..mikill listviðburður sem seint mun úr minni líða"
(Valtýr Pétursson, MorgunblaSið)
„Pólverjar (eru) á þessu sviði i allra fremstu röð hvergi
á allri sýningunni er veikan hlekk að finna".
(Ingiberg Magnússon, Þjóðviljinn)
„Gagnvönduð sýning"
„Einstakur listviðburður"
(Hrafnhildur Schram, Dagblaðið)
ER EKKI TÍMI TIL KOMIIMN AÐ ÞÚ SJÁIR
ÞESSA SÝNINGU?
Opið 1 6—22 virka daga. 14—22 um helgar.
Úra og skartgripavorzlun
Magnúaar Guðlaugssonar, Úr — Val,
Strandgötu 19, Hafnarfirði, aimi 50590
OPIÐ TIL KL 6 í DAG
sérverslun konunnar
Kirkjudag-
ur í Ar-
bæjarskóla
Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar
verður að þessu sinni hátíðlpgur
haldinn sunnudaginn 4. desember
i hátíðasal Árbæjarskóla. Frá
þeim tima er sérstakt prestakall
var stofnað i Reykjavíkurprófast-
dæmi ofan Elliðaánna hefur
kirkjudagur verið árvis viðburður
í safnaðarstarfinu og hafa dag-
skrárliðir hans ævinlega verið
mjög fjölsóttir, enda efnisskrá
fjölbreytt og til hennar vandað
eftir föngum. Þá hefur kirkju-
dagurinn jafnframt verið einn
stærsti fjáröflunardagur
safnaðarins sem að líkum lætur,
þar sem fjárfrekar byggingar-
framkvæmdir hafa staðið yfir
sókninni frá árinu 1974. En
þörfin á slíkum fjáröflunardegi
hefur þó aldrei verió brýnni en
nú, þegar aðeins vantar herslu-
muninn að lokið sé við að full-
gjöra fyrsta áfanga kirkjubygg-
ingarinnar sem tekinn verður í
notkun innan skamms. Er
skemmst frá því að segja, að
ennþá vantar nokkurt fjármagn
til þess að unnt verði að festa
kaup á húsbúnaði svo að safnaðar-
heimilið verði starfhæft. Von mín
er sú, að kirkjudagurinn á
morgun muni þar leysa úr nokkr-
um vanda. Heitið er því ó alla
safnaðarmenn yngri sem eldri að
fjölmenna á dagskrárliði kirkju-
dagsins og rétta þannig fram
örvandi hjálparhönd á lokastigi
mikilvægs byggingaráfanga.
Dagskrá kirkjudagsins verður
sem hér greinir:
Kl. 10.30 árdegis verður barna-
samkoma í Árbæjarskóla og eru
foreldrar boðnir velkomnir með
börnum sínum. Guðsþjónusta
hefst síöan í skólanum kl. 2. 1
guðsþjónustunni syngur frú
Elísabet Erlingsdóttir einsöng.
Leikið verður á trompet og
kirkjukór safnaðarins syngur
undir stjórn Geirlaugs Árnasonar
organleikara.
f messunni verður vígður nýr
hökull og kyrtlar fyrir söngkór
sem listamaðurinn Katrín Ágústs-
dóttir hefur unnið. Að lokinni
guðsþjónustu hefst kaffisala
Kvenfélags Árbæjarsóknar.
Munu borð þá svigna undan góm-
sætum veislukökum því að
bakstur safnaðarkvenna er
rómaður mjög fyrir gæöi og er
margur minnugur þess frá fyrri
kirkjudögum safnaðarins. Þá
verður um leið efni til skyndi-
happdrættis með mörgum glæsi-
legum vinningum. Þar á meðal
má nefna tvö listaverk eftir
Katrínu Ágústsdóttur og
Jóhannes Geir.
Meðan á kaffisölu kvenfélags-
kvenna stendur fer fram tisku-
sýning á vegum kvenna úr sókn-
inni og mun þær sýna nýjustu
kvenfatatisku frá versluninni
Jósefínu og e.t.v. fleiri fyrirtækj-
um.
Arbæingar. Tökum höndum
saman og gjörum þennan dag að
sönnum hátíðisdegi með þvi að
fjölmenna í Arbæjarskóla á
morgun. Látum sjálf uppbyggjast
sem lifandi steinar i andlegt hús
og leggjum um leið steina i grunn
þeirrar byggingar sem síðar mun
varpa birtu og ljóma aðventu-
konungsins út yfir byggðir
Árbæjar- og Seláshverfa um
ókomin ár.
Veriö öll hjartanlega velkomin.
G uð m u nd u r Þorst e i n sso n.