Morgunblaðið - 03.12.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977
19
SVIPMYNDIR
FRA
GAUTABORG:
A myndinni til
hægri sést hvern-
ig björgunarsveit-
armenn merkja
húsin með rauð-
um krossi sem bú-
ið er að leita í og
merkja upphaf-
legt götunúmer,
en á neðri mynd-
innr sjást menn
sem eru að koma
frá heimilum sín-
um eftir að hafa
vitjað þar um ým-
is verðmæti.
Egyptar samþykkja
tillögu Waldheims
Mikill ágreiningur
á Arabaþjóðaráð-
stefnunni i Tripóli
Sameinuðu þjóðunum
2. desember — Reuter
EGYPTAR hafa tilkynnt aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna,
Kurt Waldheim, að þeir fallist
á tillögur hans frá því sl.
þriðjudag um að taka þátt i
sérstakri undirbúningsráð-
stefnu um ástandið í Mið-
austurlöndum.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
sagði þó er hann kunngerði um
ákvörðun Egypta, að engin breyting
hefði orðið á andstöðu ísraela við
þessa áætlun.
Jórdania varð í gær fyrst deiluaðila i
Miðausturlöndum til að fallast á tillögu
Waldheims um ráðstefnu hér i aðal-
stöðvunum eða á einhverjum öðrum
stað sem deiluaðilar gætu komið sér
saman um til að undirbúa sjálfar friðar-
viðræðurnar i Genf
Hvorki Bandaríkin né Sovétrikin,
sem bæði eru i forsæti á Genfarráð-
stefnunni, hafa lýst stuðningi sinum
við tiflöguna
Sýrlendingar munu hins vegar ekki
hafa takið tillöguWaldheimsfjarri
Trióli, 2 desember —
Reuter
FRAMHALOANDI ágreiningur
milli tveggja fylkinga Palestínuaraba
hefur vakið efasemdir um aS takast
muni aS þjappa saman meðal Araba-
þjóða hörSustu andstæSingum friS-
arumleitana Sadats Egyptalandsfor-
seta, sem hófu ráSstefnu sfna I
Trfpólf! dag.
Heimildamenn á fundinum segja
aS mikill skoSanaágreiningur sé milli
tveggja fylkinga Palestinumanna. og
hafi þaS strax komið fram f inn-
gangsræðum forustumanna þessara
tveggja fylkinga á fyrsta fundi ráð-
stefnunnar. eftir aS Ghaddafi. þjóð
arleiðtogi Lfbýu, hafði sett hana
formlega.
Leiðtogi Frelsishreyfingar Palestinu,
Yasser Arafat, á að visu að hafa farið
hörðum orðum um heimsókn Sadats til
ísraels en gefið Ijóslega i skyn að
leiðtogar hreyfingarnar væru i öllum
grundvallaratriðum hlynntir samninga-
viðræðum, sem gætu leitt til lykta
/
Olga vex
í Eþíópíu
Nariobi, 2. des. — Reuter
PÓLITÍSKT ofbeldi fer nú vax-
andi í höfuðborg Eþíópiu, Add-
is Ababa, og er nú svo komið
að skothríð heyrist þar iðulega
á nóttu að því er haft er eftir
sendiráðsmönnum i borginni.
Fyrir tveimur nóttum eiga að
hafa brotizt út harðir bardagar
á mörgum svæðum í borginni
og segja sendiráðsmennirnir að
þetta séu mestu átök sem þar
hefur komið til frá því í maí sl.
þegar um þúsund stúdentar og
mótmælendur voru skotnir af
öryggissveitum.
Eþiópiskt dagblað hafði eftir
hinni opinberu fréttastofu að
sóknin gegn gagnbyltingaröfl-
um hefði verið aukin verulega.
deilurnar milli ísraela og Araba sem nú
hefur staðið í nærfellt 30 ár
Dr Georg Habash, leiðtogi Alþýðu-
fylkingar Palestínuaraba, sem fylgir
mun harðari stefnu gagnvart ísrael en
Frelsishreyfingin (PLO), snerist þegar
gegn þessum hugmyndum og hvatti til
samstöðu hvers kyns samningaumleit-
unum varðandi Miðaustulönd.
Ágreiningur Palestínumannanna
innbyrðis er einnig sagður endur-
spegla ágreining sem er milli annarra
þátttakenda í þessari ráðstefnu — leið-
toga Sýrlands, Alsírs, Líbýu, Suður-
Jemens og embættismannanefndar-
innar sem komin er frá írak
Leiðtogi Sýrlands, Al-Assad, sem
fylgdist svipbrigðalaust með þvi með-
2 des., frá fréttamanni Mbl
Ingva H Jónssyni í Ósló
EINAR Ágústsson, utanríkisráðherra,
hélt í morgun áfram viðræðum sin
um við norska ráðamenn. Klukkan
níu i morgun hitti hann Oddvar
Nordli, forsætisráðherra, að máli og
an leiðtogar hinna striðandi fylkinga
Palestinumanna fluttu mál sitt, tók síð-
an af öll tvimæli um að hann vonaðist
til að setja mætti niður deiluna með
samningum, enda þótt Sýrlendingar
fordæmdu framferði Sadats i þessu
máli. írak, Alsír, Suður-Jemen og
Líbýa styðja hina róttækari fylkingu
Palestinumanna i þessu efni og sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum eiga
bæði Alsirmenn og Líbýumenn að hafa
tekið undir skoðanir dr. Habash
Fulltrúar á ráðstefnunni halda þvi
þar af leiðandi fram, að það geti orðið
allt eins erfitt að sætta sjónarmið hinna
tveggja fylkinga Palestínumanna og að
jafna ágreininginn milli íraka og Sýr-
lendinga.
sátu þann fund auk hans þeir Henrik
Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri, Árni
Tryggvason sendiherra og Sigurður
Hafstað sendiráðsfulltrúi.
Að loknum fundinum með forsætis-
ráðherranum héldu þeir til fundar við
Jens Evensen hafréttarráðherra og
ræddu við hann fram að hádegi Var
þar fjallað um fiskveiðimál og hafréttar-
mál vítt og breitt og m a um undirbún-
ing að næsta fundi Hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna sem haldin verð-
ur i marz næstkomandi
Um klukkan 1 5 00 i dag hélt utan-
rikisráðherra siðan blaðamannafund í
norska utanrikisráðuneytinu þar sem
hann sagði m a að það hefði verið sér
mikil gleði og ánægja að koma i opin-
bera heimsókn til Noregs Það hefði
lengi staðið til að fara í slika heimsókn
en ekki gefizt til þess tími fyrr en nú
Viðræðurnar hefðu verið mjög gagn-
legar fyrir sig og vinsamlegar Hann
hefði rætt vitt og breytt um ýmis mál
við norska ráðamenn, fiskveiðimál og
sameiginleg hagsmunamál þjóðanna á
sviði norrænnar samvinnu og alþjóða
vettvangi
Norskir blaðamenn spurðu utanrikis-
ráðherra margs, einkum og sér i lagi
um fiskveiðimál og lagði hann þar
áherzlu á fyrri yfirlýsingu íslendinga
um að Íslendingar yrðu ekki i bráðinni
aflögufærir um fisk til annarra þjóða af
sinum fiskimiðum umfram þá samn-
inga sem nú eru i gildi
Á morgun heldur utanríkisráðherra
ásamt föruneyti til Tromsö i Norður
Noregi i fylgd með Eyvind Bolle fiski-
málaráðherra þar sem hann mun m a
kynna sér starfsemi norsku strandgæzl
unnar við strendur Norður Noregs
Einnig verður farið i kynnisferðir um
nágrenmð og um kvöldið verður siðan
kvöldverðarboð i Grand Nordic hótel i
boði Bolles sjávarútvegsráðherra
Frá Tromsö verður siðan haldið
snemma á sunnudagsmorgun til Ósló
ar þar sem ráðherrann dvelur til
kvölds, er hann heldur áfram til Hels
ingfors i embættiserindum
Knut Frydenlund í samtali við Morgunblaðið:
Almennur stuðningur í Noregi við
aðild að NATO meiri en nokkru sinni
Ósló 2 desember, frá
blaðamanni Mbl. Ingva Hrafni
Jónssyni í Ósló,
SKOÐANAKANNANIR hér hafa
leitt f Ijós a8 stuðningur almenn-
ings f Noregi viS aSild a8 Nató er
nú meiri en nokkru sinni fyrr og
engin éstæSa til a8 ætla a8 nokk-
ur breyting verSi þar é. sagSi Knut
Frydenlund utanrfkisréSherra Nor-
egs f samtali vi8 MorgunblaSiB f
Ósló f dag.
•Aðspurður hvort hann héldi að
Nató mundi standa á sama sterka
grundvelli á næstu árum sagði utan-
rikisráðherran að „það væri ekkert
sem benti til að það myndi breyt-
ast" Nató þjónar tvöföldum til-
gangi, að tryggja öryggi og að draga
úr spennu i heiminum, ég heYd að
ástæðan,fyrir því að Natóaðild Nor-
egs nyti svo almenns stuðnings i
landinu að fólk sér að á þennan hátt
getum við lagt okkar af mörkum til
að draga úr spennu i heiminum
Finna Norðmenn fyrir auknum
þrýstingi af hernaðar- og flotaupp-
byggingu Sovétrikjanna?
Við litum svo að, að uppbygging
flota Sovétrikjanna i norðri sé ekki
aðeins beitt gegn Noregi, heldur sé
Knut Frydenlund
hún liður i heildarhernaðarstefnu
þeirra i heiminum, en það segir sig
sjálft, að slik hernaðarumsvif eru
ekki þægileg fyrir litið land eins og
N oreg
Hafa Norðmenn með tvö hundruð
milna útfærslunni og samningum
við Sovétrikin talið sig hafa náð
hagkvæmustu stöðu i hafréttarmál-
um sinum?
Hagkvæmustu er kannski ekki
rétta orðið Rikisstjórnin hefur stað-
fest þennan bráðabirgðasamning
við Sovétrikin á þeirri forsendi að
hann sé viðunandi fyrir fiskveiðimál
okkar og við sáum enga aðra leið
Hins vegar er i viðbótaryfirlýsingu
við samninginn frá báðum aðilum
tekið fram að hann hafi ekki leyst
ágreining um endanlega grunnllnu-
skiptingu Tvö hundruð milna út-
færsla hefur skapað okkur allt aðra
og betri möguleika á að vernda og
byggja upp fiskveiðistofn okkar og
við erum ánægðir með að þetta
gekk tillögulega erfiðleikalaust fyrir
sig
Hafa Norðmenn áhuga á frekari
fiskveiðisamningi við ísland?
Við erum ánægðir með þann
samning sem við höfum og höfum
sagt að við séum tilbúnir til að gera
gagnkvæman fiskveiðisamning en
um það hefur ekkert frekar verið
rætt
Hver eru helztu málin i samskipt-
um islands og Noregs?
Ég held að ekki sé ástæða til að
taka nokkur mál út úr Samvinna
okkar er mjög viðtæk, bæði gagn-
kvæm og á alþjóðlegum vettvangi
Tengsl þjóða okkar er mjög náin og
mér er óhætt að segja að samvinna
okkar er mjög góð bæði á alþjóða-
vettvangi og i daglegum samskipt-
um
Eru nokkur vandamál J þessum
samskiptum?
Það eru engin óleysanleg vanda-
mál Við eigum að sjálfsögðu i sam-
keppni um fiskafurðir okkar á ýms-
um mörkuðum en ég held að það
getum við leyst við samningaborðið
Hafa afskipti Noregs að alþjóða-
málum aukist vegna oliuauðar ykk-
ar?
Við finnum á sama hátt og íslend-
ingar að við drögumst stöðugt meira
inn á svið alþjóða stjórnmála e'n
olian er þar aukaatriði sem hefur
ekki breytt utanrikisstefnu okkar
Hvernig teljið þér að norræn sam
vinna muni eða ætti að þróast á
næstu árum?
Norræn samvinna þykir i dag ekki
mjög góð og ég held ekki að nokkur
þjóða hópur hafi betri samskipti sin
á milli Á næsta ráðherrafundi okkar
i marz verður rætt um móguleika á
að hafa frekari jákvæð áhrif á al-
þjóða stjórnmál, en okkar reynsla er
sú að við getum saman haft meiri
áhrif en rlki sér á báti
Gagnlegar og vin-
samlegar viðræður
— sagði Einar Agústsson um við-
ræður sínar við norska ráðamenn
tftfi 1 ?*? fftf ffj
■i.* uu ' <# '4 4 é 4 '—J fcdMfc <4 Né -4» "4» vf tá -4 4 V_»
tt«ff**« ** ttf4f