Morgunblaðið - 03.12.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 03.12.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977 Helgi Kjartansson Hvammi - Kveðjuorð Fæddur 20. júlí 1895 Dáinn 20. nóvember 1977 Helgi Kjartansson í Hvammi i Hrunamannahreppi er i dag bor- inn til greftrunar viö Hruna- kirkju. Skulu honum flutt hér nokKur kveðjuorð. Helgi fæddist að Hvammi í Döl- um 20. júlí 1895, þriðji í röðinni af sjö systkinum er upp komust. Foreldrar hans voru séra Kjartan Helgáson frá Birtingaholti, sem þá var prestur í Hvammi, og kona hans, Sigriður Jóhannesdóttir Guðmundssonar sýslumanns í Hjarðarholti í Stafholtstungum. Séra Kjartan fékk veitingu fyrir Hrunaprestakalli árið 1905. Fluttist fjöiskyldan þá um sumar- ið að Hruna, og þar átti Heigi heima í aldarfjórðung. Búfræði- námi á Hvanneyri lauk hann árið 1914, og vann að búi foreldra sinna í Hruna þar til séra Kjartan fékk lausn frá embætti í árslok 1929. Þá stofnaði Heigi nýbýli í landi Grafar i Hrunamannahrepp, og hóf þar búskap vorið 1930. Hið nýja býli nefndi hann Hvamm. Þegar Hrunaprestakall losnaði við fráfall séra Steindórs Briem, mun hin „ramma taug er rekka dregur föður túna til“ hafa togað í séra Kjartan, en geta má nærri, að ekki hefur það verið sársauka- laust, hvorki hjónunum né börn- um þeirra sem komin voru til vits og ára, né heldur sóknarbörnun- um þar vestra. Séra Kjartan hafði verið prestur i Hvammi í næstum 15 ár og prófastur í Dalaprófasts- dæmi í 8 ár. Þegar fjölskyldan flutti að Hruna var Helgi um það bil 10 ára gamall, og eldri systur hans, Unnur og Elín 12 ára og 11 ára. Það leyndi sér aldrei, að þessi þrjú elstu systkinin höfðu fest furðu djúpar rætur í Hvammi í Dölum, og þegar Helgi stofnar nýbýli og reisir bæ, þá er það ekki landslagið, heldur Hvammur í Dölum, sem ræður nafngiftinni á bænum. Um óyndi barnanna í fyrstú eft- ir komuna að Hrauna vitna þessar tvær visur, sem séra Kjartan orti og tileinkaðar voru elstu dóttur- inni. Unni: Sést ei runnur, sjór né álft, sjaidan kunnur gestur. Eins og nunna háift um hálft horfir llnnur vestur. I)egi hallar. Dalaþrá djúp og sár er vöknuó. En Hrunakallinn. hrottinn sá. hæðir tár og söknuð. (..Hrunakallinn“ er nafn á klettanýpu fyrir ofan bæinn í Hruna). Það gat þó ekki farið hjá þvi, að einnig eldri systkinin tækju smámsaman ástfóstri við hin nýju heimkynni sín í hinni yndislegu sveit, Hrunamannahrepp, enda reyndist það svo, að þau unnu (í tvöföldum skilningi) af alhug hinum nýju heimkynnum. Unnur var í fjölda mörg ár barnakennari í Hrunamannahrepp og skóla- stjóri í nágrannasveitinni, Gnúp- verjahrepp. Elin og hennar maður, Skúli Agústsson frá Birt- ingaholti, hófu búskap i sveitinni, þótt atvikin höguðu því 2annig að þau flyttu síðar til REYKJAVlK- UR. Og hann sem hér er kvaddur hefur um allt að þvi hálfrar aidar skeið verið einn af forustumönn- um sveitar sinnar, og notið al- mennrar virðingar og vinsælda. Sýslunefndarmaður var hann á þriðja áratug, og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum hefur hann gegnt fyrir sveit sína og hérað. Organisti i Hrunakirkju var hann frá því hann var innan við ferm- ingu þar til fyrir nokkrum árum. Tók hann við þvi starfi af Elínu systur sinni. Sá er þetta ritar átti 2vi láni að fagna að hljóta vináttu Helga Kjartanssonar er við vorum sveit- ungar (og næstum jafnaldrar) á unglingsárum okkar, þótt ekki værum við beinlínis nágrannar. Báðir vorum við félagar i Ung- mennafélagi Hrunamanna, sem stonfað var árið 1908. Og þótt ég ætti heima i annarri sókn (Hrepp- hólasókn), atvikaðist það þannig, að ég „gekk til prestsins" til séra Kjartans og var fermdur i Hruna- kirkju, og hittustum við þá oft. Og eitt sinn er við vorum 16—17 ára gamlir vorum við sendir tveir ein- ir í ferð til Reykjavikur með smjörflutning frá Aslækjarrjóma- búi, og var smjörið fiutt á hest- vögnum. Reykjavíkurferð með hestvagna var næstum vikuferða- lag, tvær dagleiðir hvora leið, og viðstaða í bænum varla minna en tvo daga. Þetta var á miðju sumri og ekkert sérstaklega sögulegt gerðist, en þessi ferð varð okkur báðum eigi að síður skemmtilega minnisstæð. Nokkrum árum eftir að ég hvarf á brott úr sveitinni bar fundum okkar saman úti í Noregi. Ég var þá við nám í Þrándheimi, en Heigi og sveitungi hans, Jón Sigurðsson í Hrepphólum, dvöldu um eins árs skeið í Noregi við störf á betri sveitabýlum þar i landi, en það var töluvert algengt á þeim árum, að ungir menn, oft búfræðingar, gerðu það, til 2ess að kynnast landbúnaðarstörfum i Noregi (og einnig í Danmörku). Þessir tveir ungu menn höfðu dvalið upp undir eitt ár á Jaðri i suðvesturhluta Noregs og unnið hjá einum miklum dugnaðar- bónda þar i sveit, en höfðu hug á að ferðast víðar um Noreg áður en þeir sneru heim aftur til íslands, og réðust nú til starfa á sveitabýli skammt frá Þrándheimi. Þarna bjó greinilega heldra fólk í bændastétt, virðuleg öldruð hjón, sem höfðu nokkra menn í vinnu við ýms landbúnaðarstörf. Þeir Helgi og Jón voru þarna aðeins stuttan tíma að haustlagi. Nokkru eftir að þeir voru farnir heimsótti ég eitt sinn gömlu hjónin, og þau áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa aðdáun sinni á þessum tveimur ungu íslendingum, dugnaði þeirra, vinnusemi, hagsýni við störf og góðri framkomu í hvivetna. Slíka unga menn væri hvergi að finna í Noregi, sögðu þau! Þegar ég og fjölskylda mín fyrir rúmlega 40 árum komum heim til íslands eftir alllanga fjarveru var Helgi kvæntur frænku minni, Elínu Guðjónsdóttur frá Gröf, og tengdust þá að nýju vináttubönd okkar Helga og fjölskyldna okkar. Þau hjónin höfðu þá búið í Hvammi í 5 :r, og var þar enginn frumbýlingsbragur á. Meðal ann- ars (og ekki síst) vakti það at- hygli mína, að allstór hluti brekk- unnar ofan við bæinn var girtur, og innan girðingarinnar var trjá- gróður, birki, reyniviður og fleiri tegundir. Sumt af því hafði Helgi flutt með sér frá Hruna, en fengið sumt annarsstaðar að. Eftir miðj- an fjórða áratug þessarar aldar varð smámsaman völ á fleiri teg- undum trjáplantna en verið hafði áður, og notaði Helgi sér það óspart. Er nú fyrir löngu kominn stórvaxinn skógur ýmissa trjáteg- unda innan upphaflegu skógar- girðingarinnar, og ný kynslóð heldur merkinu á lofti og ræktar skóg út frá upphaflega skógar- teignum í tvær áttir. Fyrir frábær störf að skógrækt var Helgi Kjartansson fyrir fimm árum sæmdur gullmerki Skóg. rcektarfélags islands og kjörinn heiðursfélagi þess félagsskapar. Helgi Kjartansson og Elín Guð- jónsdóttir hafa búið saman i far- sælu og ástríku hjónabandi í rúm- lega hálfa öld, en þau voru gefin saman 20. júni 1926. Börn þeirra eru þrjú, Jóhannes bóndi, Hvammi II, Kjartan bóndi og hreppstjóri, Hvammi I og Guðrún íþróttakennari, búsett i Reykja- vík. Það ber vissulega vott um hvi- líkt gæfuspor stigið var þegar Helgi Kjartansson stofnaði nýbýl- ið Hvamm, að báðir synir hans búa góðu búi á þessari föðurleifð sinni. Kjartan og kona hans, Björg Björnsdóttir, búa í húsinu sem faðir hans reisti og hefur það verið stækkað til þess að full- nægja þörfum fjölskyldu yngri hjónanna, en Jóhannes og kona hans, Kristín Karlsdóttir, búa í húsi sem þau hafa fyrir nokkrum árum reist sér og sinni fjölskyldu, skammt frá húsi foreldranna. Bræðurnir hafa allstórt kúabú, sem þeir reka í félagi, en eru jafnframt, hvor fyrir sig miklir garðyrkjubændur. En auk þess sem þeir stunda garðyrkjuna af mikilli alúð, hafa þeir fylgt dæmi föður síns að þvi er varðar skógræktina, svo að fyr- ir tilverknað þeirra heldur skóg- urinn áfram „að klæða fjallið“. Enn er einn garðyrkjubóndi í landi Hvamms, Einar Hallgríms- son, fóstursonur Helga og Elínar. Þegar hanri varð fulltíða maður lét Helgi honum í té spildu úr Hvammslandi ásamt jarðhita. Einar og kona hans, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, reistu sér þar hús, sem þau skírðu Garð. Einar er í fremstu röð garðyrkjumanna, og þau hjónin bæði. Þótt Helgi Kjartansson væri að eðlisfari mjög hlédrægur, naut hann þess að „gleðjast með glöðum“. Hann hafði góða kímni- gáfu og kunni sæg af smellnum vísum og skemmtilegum sögum. Hann var mikill náttúruunnandi, og ógleymanlegir verða mér út- reiðartúrar fyrr á árum, bæði inn- an sveitarinnar og inni á heiðum fyrir ofan byggð, með Helga og öðrum góðum félögum. En ekki síður eru minnisstæðar fjölmarg- ar ánægjustundir á fögru og hlý- legu heimili þeirra Elínar og Helga, bæði innanhúss og utan. Oft var þar gestkvæmt, og um árabil var þar nokkur hópur kaupstaðabarna til sumardvalar, og myndaðist við það í mörgum tilvikum vinátta milli barnanna og húsbændanna í Hvammi, sem enst hefur fram á þennan dag. Helgi Kjartansson var lengst af heilsúgóður, en fyrir nokkrum ár- um tók heilsu hans að hraka og sjónin að daprast. Sunnudaginn 20. nóvember luk- ust augu hans í hinsta sinn. Löngu og farsælu æviskeiði er lokið, en eftir lifir minningin um göfugmennið Helga Kjartansson. Nýbýlið sem hann reisti i miðri sveit, og nýbýlin tvö sem það fæddi af sér eru fögur og varan- leg minnismerki um einstakan dugnað hans og framsýni. Einlæga hluttekningu votta ég Elínu frænku minni og öðrum nánum ættingjum Helga Kjart- anssonar. Blessuð veri minning hans. Guðmundur Marteinsson Ég var lítil 10 ára stelpa, þegar farið var með mig á Hverfisgötu 50 til ,.Guðjóns“, sem hafði þar verzlun og afgreiðslu fyrir áætlunarbíla austur i Hrauna- mannahrepp. Þá var verið að senda mig .í sveit til algjörlega ókunnugs fólks fyrir milligöngu vinkonu móður minnar. Allan daginn var ekið, stanzað við hvern bæ, þegar komið var í Hrauna- mannahrepp, vegna þess að þá „útréttuðu" bílstjórarnir fyrir sveitina. Um kvöldið komum við að Hvammi, þar sem var næturstað- ur bilstjórans og póstur skilinn þar eftir, sem svo vinnufólk frá Hvammi fór með ríðandi um sveitina. Þarna átti ég nú að dvelja um sumarið og heita „matvinnung- ur“, passa börn, skúra gólf o.fl. Litil var litla stúlkan þá. En mót- takan var sérstök hjá þeim hjón- um Ellu og Helga, ásamt systrum Helga, móður og öllu vinnufólki. Strax átti ég þar heima. Þetta varð ekki síðasta ferð mín þang- að. Hjá þeim hjónum dvaldi ég mörg sumur og lærði að vinna. En þau voru líka samhent i því að láta „krakkana" eiga sínar gleði- stundir. Þarna var sundlaug i tún- jaðrinum og oft buslað þar á kvöldin og oft fékk maður að skreppa á hestbak og jafnvel fara í berjamó á afmælisdögum. Marg- ar aðrar skemmtilegar minningar eru frá þessum árum. Helgi var alla tíð mjög ljúfur maður og brá sjaldan skapi, en vinnusamur var hann með af- brigðum. Þegar hann byggði sinn bæ rétt fyrir 1930, stórhýsi mikið, þótti mörgum mikið í ráðist. En svo byrjaði hann á kartöflurækt á landinu og á söndunum, sem hann hitaði upp. Síðan komu gróðurhús og kálrækt mikil. Bærinn var hitaður upp með gufu, einnig var hægt að þvo þvotta og elda mat innanhúss með heitri gufu og vatni. Það var meira að segja bað- ker á bænum. Þetta þóttu eiginlega hálfskrít- in vinnubrögð á þeim tímum. En reynslan gegnum árin hefir sann- að hvilíkur afburða bjartsýnis- og fyrirhyggjumaður hann var. Þetta heimili á Hvammi hefir alla tíð síðan ég var þar sem barn og unglingur, verió mér ákaflega kært. Og þó að vegir skildust, og ég stundum langdvölum erlendis, alltaf kom og fór a.m.k. jólakort okkar á milli. Ég átti því láni að fagna fyrir nokkrum vikum að hitta þau hjón hér í bænum hjá mágkonu Helga, sem gift var Guðmundi Kjartans- syni jarðfræðingi. Þá kvaddi ég Helga hressan og kátan, eftir þvi sein við var að búast og ætlaði fljótlega að heimsækja þau hjón. En í dag kveðjum við Helga í Hvammi hinztu kveðju. Ellu minni og hennar ástvinum öllunt t Ástkær faðir okkar, GUÐJÓN TÓMASSON, lézt í Gjörgæzludeild Landspítalans 2 desember Svana Guðjónsdóttir, Gilbert Guðjónsson, Birgir Guðjónsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, REYNIR HALLDÓRSSON, Skjaldartröð Hellnum, andaðist 1 desember Jóna Jónsdóttir t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA BRIEM, (fædd Guðjohnsen). verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. septemberkl. 14.. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd Sigurður Briem, Þóra G. Möller, Stefán Briem. Guðrún Friðgeirsdóttir, SigrúnBriem. Sigurður Jóhannesson, Gunnar Briem, SigríðurR. Jónsdóttir og barnabörn t Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU BERGVINSDÓTTUR, frá Húsabakka fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 3 des kl 11 Jarðsett verður að Nesi í Aðaldal, 10 des kl 2 Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför VILMU MAGNÚSDÓTTUR, Lindarbrekku, Hveragerði. ' Haukur Baldvinsson börn. tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar okkar, ODDGEIRS GUÐMUNDSSONAR, Brautarholti 6, Ólafsvfk. Guðrfður Guðleifsdóttir, (Guðmundur Ársælsson, og systkini hins látna. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS H. FJALLDAL, frá Melgraseyri Einnig kærar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Borgarspítalans fyrír ástúðlega umönnun i veikindum hans Forráðamönnum og samstarfsfólki .þans hjá Vélsmiðjunni Héðrti, fær- um við einlægar þakkir, svo og sveitungum hans og vinum öllum Guð blessi ykkur öll, Eiginkona, börn, fósturbörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.