Morgunblaðið - 03.12.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977
23
sendi ég samúðarkveöjur og þakk-
ir. Ég er ekki ein um þetta, vegna
þess að mörg börn hafa þau haft á
sínum bæ á sumrunt og ég er viss
um að þau hugsa eins. M.a. var
einn sonur minn hjá þeirn
nokkurn tíma.
Utför hans fer fram frá Hruna,
en þar var faðir Helga lengi prest-
ur, en prestur var séra Kjartan
áður á Hvammi í Dölum og þaðan
er Hvammsnafnið í Hrunamanna-
hreppi komið.
Ég þakka þeim hjónum órofa
tryggð, uppeldi og vináttu í næst-
umhálfaöld.
Edda Kvaran.
Það þykja ekki mikil tíðindi á
þessum tímum verðbólgu, hraða
og velsældar, þótt heilsubilaður,
gamall maður kveðji þennan
heim fljótlega. AUur fjöldinn
ypptir öxlum og segir, að þaó hafi
Verið gott, að hann fékk að fara
svo fljótt og mæla ef til vill nokk-
ur samúðarorð. En svona andláts-
fregn snertir okkur gamla fólkið
dálítið á annan veg. Við getum að
vísu vei unnt jafnöldrum og sam-
fylgdarmönnum að hverfa fljót-
lega af sviði lífsins, en — þegar
um vini og nána frændur er að
ræða, fer ekki hjá því að söknuð-
ur geri vart við sig og í hugann
komi hin alkunna líking sálma-
skáldsins fræga: „Ég horfði yfir
hafið um haust af auðri strönd."
Sannarlega finnst okkur, að við
stöndum á auðri strönd og
horfum með trega yfir djúpið
ókunna, hvað sem líður trú okkar
á annað lif. Svo fór mér, að
minnsta kosti, er ég frétti lát vin-
ar míns og skólabróður Helga í
Hvammi. Við höfðum þekkst sið-
an veturinn 1912 — 1913, að við
vorum saman í Hvanneyrarskóla,
sinn i hvorri deild að visu. En
Sigurður bröðir minn og Helgi
voru i sömu deild og jafnaldrar.
Má vera að kynni okkar hafi orðið
nánari þess vegna.
Síðan endurnýjuðust kynnin,
þegar ég varð kennari á Eyrar-
bakka 1920 og starfaði allmikið
með ungmennafélögum á Suð-
urlandi. En mest og best urðu
kynni okkar árin 1929—37, þegar
ég var skólastjóri í Flúðaskóla og
sveitungi Helga. Þau ár naut ég
vináttu hans og hjálpsemi meir en
nokkru sinni fyrr.
Faðir Helga, Sra Kjartan i
Hruna, var þá formaður skóla-
nefndar og hafði ég þvi mikil
kynni af því ágæta fólki. Það er
skemmst frá að segja. að hjálp-
samari manni og tryggari, en
Helga Kjartanssyni. hefi ég ekki
kynnst. Hann hafði svo einstakt
lag á þvi að gera öðrum greiða, að
það var líkt því sem menn gerðu
það fyrir hann að þiggja greið-
ann. Og prúðmennsku hans og
drenglyndi var við brugðið.
Siðan ég fluttist úr hreppnum
hefi ég og mitt fólk oft notið gest-
risni og hjálpsemi Helga og hans
fólks, siðast núna í október, þegar
ég hitti hann glaðan og reifan,
þrátt fyrir mikla sjóndepru og
annan lasleika. Ég mun aldrei
gleyma heimsókn okkar Ásthild-
ar, tengdadóttur minnar, að
Hvammi, 2. okt. sl. Þau Hvamms-
hjónin, Elín og Helgi tóku á móti
okkur glöð og reif, þrátt fyrir
lasleika beggja. Gamanyrði og
gamansögur flugu um borð og ég
naut enn einu sinni frásagnar-
gleði og góðlátlegrar kíntni vinar
míns. Hann hafði næmt skopskyr.
og kunni vel að segja frá, enda vel
viti borinn, vel menntaður og
uppalinn á einu hinu mesta
menningarheimili íslands á fyrri
hluta þessarar aldar, Hruna í
Hrunamannahreppi, hjá sínum
þjóðkunnu foreldrum Kjartani
Helgasyni, prófasti og frú Sigríði
Jóhannesdóttur. Eru ættir þeirra
beggja svo kunnar, að óþarfi er að
endurtaka það hér. En hitt vita
færri nútímamenn, hvílíkt af-
bragðsheimili þau hjón áttu yfir
Magnús Garðars-
son — Minning
Fæddur 10. júlí 1963
Dáinn 24- nóvember 1977
Við kveðjum í dag Magnús
Garðarsson aðeins 14 ára gamlan.
Magnús var sonur hjónanna Sig-
ríðar Benediktsdóttur og Garðars
Magnússonar. Faxabraut 11.
Keflavík.
Magnúsi kynntist ég fyrst er ég
hóf að kenna honum 10 ára göml-
um. Hann var góður nemandi.
kátur, samviskusamur og vel
greindur. Hann var einn þeirra,
sem vekja eítirtekt f.vrir prúða
framkomu og háttvísi. Við vissum
það öll að Magnús gekk ekki heill
til skógar. Hann var oft fjarver-
andi vegna erfiðra veikinda, en
aldrei var hægt að merkja sjálfs-
meðaumkvun eða það að hann
hlífði sér í leik eða starfi.
Þrátt fyrir veikindin fylgdist
hann vel með og sýndi góðan
námsárangur f lok hvers skölaárs.
Hugarfari Magnúsar verður
bezt lýst með því að minnast þess.
að síóustu dagana, sent hann lifði
voru áhyggjur af eigin veikindum
ekki í fyrirrúmi. Hann óttaðist
hinsvegar að sjúkrahúsvistin ylli
nákomnum ættingjum hugar-
angri.
Það er sárt að sjá á bak svo göðu
mannsefni, sem Magnús var. Erf-
itt aó trúa því hve sumir deyja
ungir, — deyja frá glæslri fram-
tíð, en enginn má sköpum renna.
Nú þegar Magnús er farinn
skjóta margar minningar upp
kollinum. Þær eru allar á einn
veg hugljúfar og hreinar. Að leið-
arlokum þakka ég stutta en
ánægjulega samfylgd. Ég veit að
skólafélagarnir og aðrir kunn-
ingjar eiga nú urn sárt að binda.
Dauði Magnúsar minnir á, að það
eru ekki allir hlutir sjálfsagðir.
Það veit enginn hver er næstur.
hvenær kallið kemur.
Harmur hjónanna Sigrfðar og
Garðars og dætra þeirra, er þö
auðvitað mestur. En minningin
um góðan dreng hjálpar og styrk-
ir. Eg vo'tta þeim innilega samúð
ntína.
Karl Steinar Guðnason.
Allir vita hvað það er mikils
virði að eiga vini og félaga. Lifið,
bæði leikur og starf, væri fátæk-
legt án þeirra. Glaðværðin og
ánægjustundirnar, einu orði lífs-
gleðin, fengi á sig annan svip án
þeirra.
Þú sem lest þessar fátæklegu
línur skilur þess vegna hug skóla-
systkina, þegar einn félaginn
hverfur úr höpnum. — Það er
eins og að rnissa eitthvað af sjálf-
um sér. — En eftir stendur það
sem miklu skiptir: Minningin urn
góðan dreng.
Það er svo niargt sem skóla-
systkin vildu sagt hafa, en
minningarnar um æskuárin yerða
ekki varðveittar í orðum. Þær eru
frentur eins og myndir af leik og
skólastarfi sent líða hjá.
Samt sem áður langar okkur til
að segja þér frá hæglátum en
glaðværum dreng, sem nú er lát-
inn. Hann lést úr krabbameini á
barnaspítala Hringsins.
Magnús Garðarsson var okkur
kær og á sinn hljóðláta hátt yar
hann eftirminnilegur félagi og
vinur. Sem námsmaður var hann i
fremstu röð. Það er sárt að sjá af
honuni nú. En við sjáum betur
hve dýrmætt er brotgjarnt lífið er
og viljurn treysta þvi að látinn
lifi. 1 sálnti, sem sunginn var við
ferntingu okkar í fyrra. segir á
þessa leið:
..Knjfimi vt*it i' undan
a*vi sinnar kjcir.
Samt vór örtiKK synKjum.
sórtu. <iuc). í för.**
Við vottum foreldrum og systr-
um Magnúsar innilega santúð og
biðjurn Guð að styrkja þau.
Skólasystkin í Keflavlk.
Magnús Gárðarsson fæddist i
Keflavík 10. 7. 1963. Hann lést
eftir erfið og langvinn veikindí
24. nóv. s.l.
Magnús var sonur hjónanna
Sigríðar Benediktsdóttir og
Garðars Magnússonar en þau búa
að Faxabraut 11 í Keflavik.
40 ár, fyrst i Dölum vestur i 14 ár
og síðar í Hruna. Þar var mjög
fjölmennt heimili og búið stórt,
mikill fjöldi búfjár, m.a. 100 ær á
fóðrum lengi vel, uli unnin í föt
og mjólk í mat. — Ég sagði við
einhvern fréttamann nýlega, að
þeir hefðu sannarlega átt erindi
til Helga i Hvamrni að spyrja
frétta um þetta menningarheim-
ili, þar sem nú virðist i tísku. að
tala og skrifa um liðna tímann og
jafnvel sýna í m.vndum. En nú er
það of seint. — En hér vil ég rifja
upp helstu æviþætti vinar míns.
Helga. í stuttu máli.
Fæddur var Heigi að Hvammi í
Dölum, en flutti með foreldrum
sínum að Hruna 1905, þegar sra
Kjartani var veitt Hrunapresta-
kall. 10 voru börn þeirra hjóna,
en 3 dóu í bernsku. Þessi systkini
Helga komust upp: Unnur, kenn-
ari Elín, húsfrú í Reykjavík, Jó-
hannes, verkfræðingur, Guðrún,
húsfreyja í Skipholti, Ragnheið-
ur, kennari, og Guðmundur, jarð-
fræðingur og kennari. ÖU eru
systkinin nú dáin og sum þeirra
fyrir löngu og um aldur fram.
Auk þess voru- tvö fósturbörn í
Hruna: Maren, bróðurdóttir frú
Sigríðar, sem dó innan við tvítugt,
og Emil Ásgeirsson, nú bóndi í
Gröf, ólst þar upp frá 7 ára aldri.
Mörg fleiri börn nutu ástríkis og
umhyggju á heimili þeirra hjóna,
þótt hér séu ekki nefnd. Öll voru
þessi systkini merkismenn, vel
metin og vinsæl af samtíð sinni og
eiga merka afkomer.dur,
Eins og fyrr segir var Helgi 2 ár
við nám í bændaskólanum á
Hvanneyri og auk þess eitt ár við
jarðræktarnám í Noregi, bæði á
Jaðrinum og í Þrændalögum.
Helgi var mesti dugnaðarmaður
til vinnu og ntjög fjölhæfur. Best
munu honum hafa látið allskonar
jarðræktarstörf, hvort sem var
grasrækt, garðrækt eða trjárækt.
Hann vann mikið að jarðræktar-
Framhald á bls. 30.
Eins og áður er getið átti
Magnús við erfiðan sjúkdóm að
striða. Hann mun fyrst hafa þurft
að gangast undir aðgerð vegna
þessa er hann var aðeins 12 ára.
Magnús Garðarsson kom i skól-
ann tíl okkar aftur eftir sumar-
leyfi nú á þessu hausti. En vera
hans í 8. bekk varð ekki löng —
aðeins 1 — 2 dagar, en þá þurfti
hann enn að fara á sjúkrahús og
var þar uns yfir lauk.
Við kennarar við Gagnfræða-
skólann i Keflavik, munum
Magnús vel frá því hánn var hjá
okkur i 7. bekk. enda átti hann
mjög auðvelt með nám og var um
flest einstakur nemandi. Ljúfur
var hann og elskulegur i öllu við-
móti. Hann var rólegur og prúður
en átti rikulega gamanseir. og
kimni til að bera.
Magnús Garðarsson var svo
sannarlega fyrirmynd í allri um-
gengni, nánti og starfi. Það er gott
að hafa slíkan nentanda og
ánægjulegt að hafa kynnst svo
góðunt dreng.
Þau hjónin Sigríður og Garðar
áttu 4 börn, þrjár stúlkur og svo
Magnús sem nú er allur.
Það er sárt að missa svo góðan
dreng. Við kennarar við skólann
flytjum foreldrum, systrum og
öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Við gleymunt ekki Magnúsi
Garðarssyni. Það gerir enginn
sem kynntist honum.
Kennarar \ ið
Gagnfra'ðaskólann
í Keflavlk.
K0KUBASAR
Viðeyingafélagið
verður að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 4.
desember og hefst kl. 2 eftir hádegi.
Viðeyingafélagið.
í DAG
KJÓLAR FRÁ
LAPIDUS OG SWEDEN
Rauðarárstíg 1 Sírni 15077
fluttur...
LITLI BANGSI ER
ORÐINN STÓR
Opnuð í dag nýja
verzlun í næstu dyr-
um (þar sem Rakara-
stofan var á Klappar-
stig). Vönduð sænsk
barnaföt i mjög miklu
úrvali.
KOMDU OG
SKOÐAÐU
í KISTURNAR
OKKAR. . .
BANCSI
Laugavegi 20 - sími 28310