Morgunblaðið - 03.12.1977, Side 29

Morgunblaðið - 03.12.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977 29 -íi /-s VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI ekki að drepa skopskyn þjóðar- innar. Stalfn er ekki hér er sann- nefni á leikritinu, en Stalín er annars alls staðar þar sem fyrir- finnast kommúnistar. Lífskjör al- mennings í Rússlandi breyttust ekkert eftir útskúfun Stalins. Þeir sem tóku við af honum breyttu engu alþýðunni i hag. K.G.B. er söm við sig og ekki fækkaði fangabúðunum og eng- inn má heimta kauphækkun, ekki einu sinni útvarpsmennirnir þar í sveit. Alls staðar er sami „terror- inn“ eins og á dögum Stalíns og ekki er hann betri í leppríkjun- um. Það varð ekki nein heims- frétt þegar yfirvöldin í Tékkó- slóvakiu tóku einn af þeim sem skrifuðu undir „mannréttindi ’77“ og hann dó eftir viku réttar- höld, og hann var líka ofsóttur dauður. Sagan af réttarhöldunum spurðist og fólk þyrptist í jarðar- förina en þá komu stjórnvöldin til skjalanna og sendu heilt vélaher- fylki og margar þyrlur svo ekkert heyrðist i yfirsöngnum. Stalín kom hvergi nærri þessari útföf í Prag. Hvernig er Evrópukomm- únisminn í Kambódiu? Mikið hlýtur almenningur að vera sæll í því ágæta frelsi, ekki satt? Kjör alþýðunnar i Rússlandi breyttust ekki meira eftir fráfall Stalíns en þegar Katrín mikla lét drepa mann sinn til þess að taka völdin sjálf og fara í stríð á móti Friðriki mikla sem útvegaði henni eiginmanninn. Laun heims- ins eru vanþakklæti. Kommún- isminn er þannig í eðli sínu að það verða alltaf stalinistar sem ráða, og þeir eru bara mismun- andi bölvaðir. Þetta geta allir séð og vitað og þess vegna ætti enginn eftir 60 ára reynslu af kommúri- ismanum að kjósa hann. Húsmóðir". 0 Myrkramessa Frá þakklátum og stoltum Kópavogsbúa, eins og hann nefnir sig bréfritarinn, hefur eftirfar- andi borizt: „Skammdegishátið Menntaskól- ans i Kópavogi fór fram laugar- daginn 26. nóvember sl. og bar heitið „Myrkramessa". Þarna voru þó ekki framin nein myrkra- verk, heldur mátti með sanni segja að þetta væri sannkölluð „Hátið ljössins", því bæði var dag- skrá hátiðarinnar og skólablað nemenda prýtt hinum forna og fagra lýsislampa. Þar fyrir utan notuðu nemendur lifandi ljós við flutning leikritsins um vatnskarl- inn Hans Vögg, sem vakti ntenn verulega til umhugsunar um sinnuleysi þeirra, sem meira mega sin i þjóðfélagínu, gagnvart litilmagnanum. Hátiðin var fjölbreytt og fór öll fram með slikum glæsibrag að ég get hvorki, né vil, láta ógert að þakka þessu unga fólki fyrir það kapp og þá miklu vinnu, sem auð- sjáanlega lá að baki þessu. Hátið- in var þvi ekki einungis nemend- um sjálfum til sóma, heldur og skólanum og bæjarbúum öllum. Nemendur MK„ haldið áfram á þessari braut og notið lýsislamp- ann góða, sem ykkar tákn. Hafið þökk fyrir. Ingibjörg Árnadóttir." Þessir hringdu . . . 0 Seinn frétta- flutningur Einar Þ. Mathiesen: — Það hefur komið vel í ljós í sambandi við atburðina í Gauta- borg nú um helgina hversu slæm- ur fréttaflutningur íslenzkra fjöl- miðla er frá Norðurlöndum. Þetta giidi bæði um útvarp og sjónvarp og dagblöðin. og t.d. Morgun- blaðið, sem oft hefur sagt frá at- burðum að morgni, sem hafa ver- ið að gerast um miðnætti kvöldið áður, kemur þarna með fréttina fyrst meira en sólarhring eftir að- atburðurinn hefur gerzt. Ekki var útvarpið tiltakanlega sneggra, um það bil einn sólarhringur leið þar til eitthvað heyrðist um þetta sagt i fréttum þar. Það er eins ogýms- ar fréttir, sem gerast mun fjær, t.d. í Kína eða Asíulöndum berist mun fyrr til fjölmiðlanna hér og ber það vissulega vott um sam- bandsleysi vió Norðurlöndin. en það hefur eiginlega verið svo i 1—2 ár jafnvel, og sem fyrr segir gildir það um alla íslenzka fjöl- miðla. Annað hefur mér fundizt einkenna um of fréttir blaðanna. en það eru ýmsar „uppsláttar- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlega skákmótinu í Pamporovo i Búlgaríu í ár kont þessi staða upp í skák búlgaranna Bonchevs, sem hafði hvítt og átti leik, og Spassovs. 29. g3! Svartur gafst upp. JSftir 29. . . . Dxh3, 30. Rg5 — Dxg3, 31. Dd8+ — Hxd8, 32. Hxd8+ — Rf8, 33. Hxf8 er hann mát. fréttir", t.d. fréttir Mbl. af Sak- arov-réttarhöidunum, sem eru út af fyrir sig göðar, en e.t.v. gert einum of mikið af því góða. En þetta sambandsleysi við Norður- lönd, okkar næstu nágranna, þyrfti að lagfæra á einhvern hátt og það sem fyrst. Aths. Fréttir um Sakarov- réttarhöldin eru sizt af öllu „upp- sláttarfréttir”. heldur upplýsandi um það, sem er hvaö mestur harmleikur i nútímasögu. Það væri fremur ástæða til að beina spjótum sínum að þeim, sem létu þau að mestu eða öllu levti fram- hjá sér fara, í stað þess að amast við Mbl. fvrir að fylgjast með heimsviðburðum. Samband islenzkra fjölmiðla við Norðurlönd var skert ekki alls fyrir löngu vegna þess að tengslin við norsku fréttastofuna NTB rofnuðu, en nú er unnið að þvi að bæta þessi tengsl. Það er rétt að þau þarf að efla, enda þótt þau séu sæmileg. „Slys" í frétta- mennsku geta alltaf orðið, en Mbl. þykist hafa bætt úr. Ristj. HÖGNI HREKKVÍSI Mér ætti að vera borgið úr þessu? HÚSBYGGJENDUR Vegg- & loftklæðningar í 7 viðartegundum afar hagstæðu verði Spónaplötur í 9 mismunandi þykktum og stærðum Rakavarðar spónaplötur. Birkikrossviður Eldvarðar spónaplötur. Furukrossviður. Plastlagðar spónaplötur. Panelkrossviður. Spónlagðar spónaplötur. Harðtex. Hörplötur. Trétex. á 5 Ofangreindar vörur eigum við ávalt til afgreiðslu strax á hagstæðu verði Gerið verðsamanburð, það borgar sig Fróðleg og skemmtileg bók fyrir unga sem aldna — bók fyrir alla fjölskylduna BÓKAFORLAGIÐ SAGA Sími 81 590 — Stóragerði 27 — Reykjavik KJARTAN ÁSMUNDSSON Gullsmíðav. — Aóalstræti 8 Demantshringar Draumaskart r'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.