Morgunblaðið - 03.12.1977, Page 32

Morgunblaðið - 03.12.1977, Page 32
AUGLÝSINGASÍMFNN ER: 22480 JHargunblabib LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977 ÚTVEGSSPILIÐ sölusími 53737 Víkingur AK fékk 800 tonn af loðnu í einu kasti Akranesi, 2. desember. VÍKINGUR AK 100 kom hing- að í nótt með um 1100 lestir af loðnu af Halamiðum. Aflinn verður unninn í Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness. Víkingur fékk á þessum slóðum 800 lestir í einu kasti og .eftir því sem bezt er vitað, er hér um að ræða stærsta loðnukast, sem íslenzkt skip hefur fengið og náð um borð. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Viðar Karlsson. Víkingur fer á ný á loðnumiðin i nótt. Júlíus MORGUNBJUAÐIÐ fékk staðfest í gærkvöldi að í gærdag hefði vöruflutn- ingaflugfélagið Cargolux gengið frá samningi við Boeing- flugvélaverksmiðjurnar í Seattle í Bandaríkjunum um kaup á Boeing 747 flug- vél eða jumbo-þotu eins og þessar vélar eru oft kallaðar. Þotan á að afhendast í byrjun árs 1979. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Morgunblað- inu tókst að afla sér, er kaupverð þotunnar 47.5 milljónir dollara eða rösk- lega 10 milljarðar króna, en með varahreyflum og öðrum búnaði sem þarf með þotunni til viðhalds er kaupverðið 55 millj. doll- ara eða 11.6 milljarðar króna. Burðarþol Boeing 747 þotunnar er 120 tonn, en til samanburðar má geta þess að þota af gerðinni DC- 8-63, eins og Cargolux not- ar nú mikið til sinna flutn- inga, hefur 48 tonna burð- arþol, er því burðarþol nýju þotunnar 2Vi meira en DC-8-63. Nýja Cargolux-þotan verður afhent í febrúar 1979, sem er heldur seinna en upphaflega var ráð fyrir gert, og er það vegna verk- falla' sem hafa verið í Boeing-verksmiðjunum. Þá hefur Mbl. frétt að fyrstu mánuðina þurfi Cargolux að greiða 600 þús. dollara á mánuði í afborg- anir og vexti vegna kaupa á nýju þotunni. 80 íslendingar eiga 140 milljónir í dönskum bönkum: Óvíst, að skattyfirvöld megi af- henda gj aldeyrisyfirvöldum gögnin DÓNSK skattayfirvöld hafa á grundvelli skattasamnings frá 1972 sent íslenzkum skattyfir- völdum yfirlit um bankainn- stæður 80 tslendinga í dönskum bönkum og eiga þessir aðilar tæp- lega 4 milljónir danskra króna á bankareikningum í Danmörku. Að meðaltali er því gjaldeyris- eign þessara 80 aðila rúmlega 50 þúsund danskar krónur eða 1.750.000 krónur. Heildarfjár- hæðin í íslenzkum krónum er 138,2 milljónir. Þessir aðilar áttu allir yfir 10 þúsund danskar krónur eða jafnvirði 345.700 fslenzkra króna. Norðurlönd geróu með sér árið 1972 sérstakan samning um gagnaskipti í sambandi við skatta- meðferó í ríkjunum fimm. Þetta er þó fyrsta sinni, sem íslenzkum skattyfirvöldum berast slík gögn, en nýlega voru samþykkt í danska þjóðþinginu lög, sem skylda danska banka til þess að senda skattyfirvöldum útskrift af öllum bankareikningum þar í landi frá 1976 að telja. Hafa síðan dönsku skattayfirvöldin samkvæmt nor- ræna skattaiagasamningnum sent hingað heim allar útskriftir af reikningum manna, sem lög- heimili eiga á íslandi. Er úttektin takmörkuð við 10 þúsund króna innstæðu í danskri mvnt eins og áður er sagt. Vextir í Danmörku eru skattskyldir og því er lága- setningin gei'ð til þess að Framhald á bls. 31 Þotan, sem er nær á myndinni, er Boeing 747, sams konar og þotan, sem Cargolux hefur nú fest kaup á. Þotan, sem er fjær, er af gerðinni DC-10, en lengi vel stóð valið hjá Cargolux milli þessara tveggja þotugerða. frystihúss Stokks- eyrar sagt upp Um 60 manns unnu við húsið ÖLLU starfsfólki Hraðfrystihúss Stokkseyrar var sagt upp störfum í síðustu viku og liggur nú vinna niðri f frystihúsinu, en þar hafa starfað 50—60 manns að jafnaði 6 skip með 3430 lestir GÓÐ loðnuveiði er enn á miðunum úti af Kópanesi og frá því á miðnætti í fyrrinótt fram til kl. 20 í gærkvöldi tilkynntu sex skip um afla, samtals 3430 lestir. Skipin, sem tilkynntu um afla, eru þessi. Pétur Jónsson RE 350 lestir, Gisli Árni RE 600, Óskar Halldórsson RE 380, Harpa RE 550, Hrafn GK 350 og Sigurður RE 1200 lestir. dagur ióla Seiseijú, mikil ósköp — Nýtt ritgerðasafn eftir Halldór Laxness MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt ný bók eftir Halldór Lax- ness, Seiseijú, mikil ósköp, og er þetta ritgerðasafn eftir skáldið. Fremst í bókinni, sem er 191 bls. að stærð, er formáli, en til að gera betri grein fyrir efni bókarinnar fara hér á eftir kaflaskipti: Fáeinar athuganir um „kristinréttarákvæði elstu“, Kona úr sveitinni minni, Við Þórbergur, Faðirvor á miðöldum, Gunnar Gunnar- son, In memoriam, Inngángs- orð að Syrpu, Mr. McCurdy’s Album. Einglyrnið og krossinn, Kristfn Guðmundardóttir, Lángferðir í heimahögum, Heilsan, dýrmætasta eign okk- ar, A dönsku vígstöðvunum, Taoteking sem þýðíngarvanda- mál, Mýramannaþáttur, Nýtt setumannaævintýri og Jakobs- bók Landnámu. Þessar ritgerðir nóbels- skáldsins eru bæði nýjar og gamlar, t.a.m. eru Taoteking sem þýðíngarvandamál og Mýramannaþáttur, alllöng rit- gerð í þremur þáttum, frá þessu ári. Til fróðleiks má geta þess, að annar kafli Mýra- mannaþáttar heitir Um Höfuð- lausn og er þar fjallað um þetta merka kvæði og skáld Egils sögu. 1 formála fyrir þessu nýja ritgerðasafni sínu segir Hall- dór Laxness: „Einusinni hafði ég látið mér detta í hug nokkrar afbrigðileg- ar skýríngar í einni af þessum teptu fræðigreinum sem sér- Framhald á bls. 31 undanfarin ár og Stokkseyringar hafa mikið til byggt sína afkomu á rekstri frystihússins nú um langa hríð. Steingrímur Jónsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins á Stokkseyri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að það hefði verið í síðustu viku, að starfsfólkinu var sagt upp, að einum manni undan- skildum, þeim sem sér um frysti- Framhald á bls. 31 Úrskurður um verð á landbún- aðarvörum kveð- inn upp í gær YFIRNEFND verðlagsmála land- búnaðarins kvað upp úrskurð um nýtt landbúnaðarverð í gær- kvöldi, en ncfndin hefur setið marga fundi um þetta mál undan- farnar vikur. Guðmundur Magnússon prófessor, formaður yfirnendar- innar, sagði i samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að úrskurður- inn, sem kveðinn var upp í gærkvöldi, miðaðist við verð- lagsgrundvöll, sem átti að taka gildi 1. september sl. og um þess- Framhald á bls. 31 Cargohix kaup- ir Boeing 747 Kaupverð yfir 10 milljarðar kr. Starfsfólki Hrad-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.