Morgunblaðið - 22.03.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978
3
Steingrímur
son sýnir í
STEINGRÍMUR Sigurðs-
son listmálari í Hvera-
gerði opnar í dag, mið-
vikudag sýningu í Eden í
Hveragerði. Verður sýn-
ingin opnuð kl. 21 í kvöld
og stendur hún til sunnu-
dags 2. apríl.
Steingrímur sýnir alls 40 verk,
sem hann hefur málað frá síðast-
liðnu hausti. Er þetta 34. einka-
sýning hans, en hann hefur áður
Sigurðs-
Hveragerði
sýnt 4 sinnum í Eden að vorlagi.
Steingrímur segist að þessu sinni
einkum sækja myndefni sín til
sjávarsíðunnar og lýsi heiti mynd-
anna því nokkuð: Bátur á þurru
landi, Vetur á Stokkseyri og fleira
í þeim dúr. Steingrímur segist
hafa lagt einkum stund á vatnsliti
(„aquarel) síðan í fyrrasumar, það
væri harður skóli, sem hann teldi
nauðsynlegt að fara gegnum. Eru
á sýningunni flest vatnslitamynd-
ir, en nokkrar olíu- og pastelmynd-
ir.
Steingrimur Sigurðsson listmalari er hér viö nokkrar mynda sinna Dar aem
verið er að Ijúka við innrömmun Þeirra. Sú aem er lengst til vinstri nefnist
Bátar á suðurströnd búast til vertíðar og er frá Þorlákshöfn, Dá er blómamynd,
mynd frá Stokkseyri og lengst til hægri Ávextir og glas. Ljósm. Kristján.
SKOLAKORAR
SYNGJA í HÁ-
TEIGSKIRKJU
FJÓRIR skólakórar munu efna til
tónleika í Háteigskirkju í kvöld
klukkan 20.30. Kórarnir eru Kór
Gagnfræöaskólans á Selfossi, stjórn-
andi Jón Ingi Sigurmundsson, Barna-
kór Akraness, stjórnandi Jón Karl
Einarsson, Kór Hvassaleitisskóla,
stjórnandi Herdís Oddsdóttir, og kór
Öldutúnsskóla sem Egill Friöleifsson
stjórnar.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt, en þar
er aö finna innlend og erlend lög allt
frá 16. öld til okkar daga. Kórarnir
munu koma fram hver í sínu lagi og
einnig sameiginlega
Tvær sýningar í Norræna húsinu;
Bömin og umhverfið
og Með augum bams
OPNUÐ hefur verið í Norræna
húsinu sýning er ber heitið Börnin
og umhverfið. Hefur Kvenfélaga-
samband íslands ásamt Norræna
húsinu séð um að fá hingaö
sýningu pessa en hún er að
meginstofni gerð hjá Forbruker-
rádet í Noregi og hefur verið sýnd
á nokkrum stöðum í nágrenni
Ósló-borgar. Er Detta farandsýning
og er ráðgert að hún verði send til
Déttbýlisstaða utan Reykjavíkur.
Tilgangur þessarar sýningar er að
vekja athygli á áhrifum umhverfisins
á börn, öryggi þeirra og þroska-
möguleika og vellíðan og hvetja fólk
til umhugsunar um þau mál. Sigríö-
ur Thorlacius sagöi í ávarpi sínu er
hún opnaði sýninguna ma.:
„Það er spurt á þessari sýningu
hvort þaö sé raunverulega satt aö
við lifum á öld barnsins, hvort
samfélag nútímans veiti börnum
þau beztu þroskaskilyrði, sem
mögulegt sé aö skapa þeim eöa
hvort þrátt fyrir alla velmegun sé
eitthvað öðruvísi en það ætti að
vera. Myndirnar eiga aö vekja til
íhugunar jafnvel enn Ijósar en hinn
skrifaöi texti. Við vonum að sýning-
Frá sýningunni Börnin og um
hverfiö. Ljósm. RAX.
Kabarett
ar lömuðum
KVENNADEILD Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra heldur
Kabarctt-bingó í Sigtúni á skír-
dagskvöld, en kvennadeildin hef-
ur ákveðið að gefa tæki fyrir um
hálfa aðra milljón króna til
æfingastöðvarinnar, Háaleitis-
braut 13, sumardvalarheimilisins
í Reykjadal og leikskólans að
Múiaborg.
Verðmæti vinninga er ein millj-
ón króna og eru þar á meðal þrjár
utanlandsferðir, skíðaskóladvöl,
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemdi
„Að gefnu tilefni vil ég taka
fram, að ég á enga innstæðu í
erlendum banka og hefi aldrei átt.
Stefán Björnsson (sign.)
forstj.
Mjólkursamsölunnar
Sunnuvegi 31.“
Aths.i Slíkt tilefni hefur ekki birzt
á síðum Morgunblaðsins.
argestir gaumgæfi spurningar og
svör og leggi síðan sitt af mörkum,
ef þeim sýnist aö einhverju megi
breyta til batnaðar."
Sigríöur sagði að tilgangur sýn-
ingarinnar væri m.a. sá aö hún
mætti verða lítið þrep á leiðinni til
aukins skilnings á þörfum barn-
anna, og kvaðst vonast til að
foreldrar kæmu með börn sín og
mættu í sameiningu finna eitthvað
sem gæti hjálpaö þeim til aö treysta
samvinnu kynslóðanna og auka
lífsgleöina.
i bæklingi sem ritaður hefur veriö
í tilefni sýningarinnar er drepiö á
ýmis atriði í sambandi við börnin og
umhverfið, og skiptist hún í kafla,
m.a. Börnin og neyzluþjóðfélagiö,
Fyrir hvern skipuleggjum við heimil-
ið?, Hafið börnin með í ráöum,
minnst er á dagheimili, leikskóla og
hvernig umferðin geti verið hættu-
leg börnum og að lokum kafli er
heitir Börn og menning.
Sýningin, sem er í anddyri Norr-
æna hússins, stendur yfir til annars
dags páska, og er opin á sama tíma
og Norræna húsið kl. 9—19 en hún
verður lokuð á föstudaginn langa og
páskadag.
EINNIG hefur verið opnuö í Norr-
æna húsinu sýning er nefnist Meö
augum barns og er petta sýning á
myndum barna á mismunandi
Droskastigum. Verk á hana eru
fengin frá nokkrum grunnskólum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, nokkr-
um sérstofnunum, sérskólum og
frá nemendum á aldrinum 6—13
ára.
Sýningunni er ætlað að þjóna
tvennum tilgangi, að auka skilning
og víösýni nemenda í hinum al-
menna grunnskóla gagnvart
þroskaheftum jafnöldrum og aö
sýna mismunandi þroskastig barns
í tilraun þess til aö tjá sig á
myndmáli, svo og hvernig hinn
þroskahefti lítur á umhverfið.
Sýningin í Norræna húsinu verður
opin frá kl. 14—18 og lýkur henni
þriöjudaginn 28. marz.
og fötluðum
málverk, veiðileyfi, rafmagnsvörur
og vöruúttektir.
Ómar Ragnarsson og Jörundur
Guðmundsson skemmta.
Frá sundlaug æfingastöðvarinn-
ar, Háaleitisbraut 13.
— bingó til styrkt
eS LÚXUS
RJOMAIS