Morgunblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 32
AlIíiLYSINfíASÍMINN ER: 22480 AL'íiLVSINíiASÍMINN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 HIP sektar félags- menn sína fyrir að yinna 1. og 2. marz FYRSTI ÍSLANDSMEISTARINN — Haukur Sifíurðsson frá Ólafsfirði kemur í mark sem sigurvegari í 15 kílómetra göngu Skíðamóts Islands, sem hófst í Hveradölum í, gær. Haukur fékk 6 sekúndum betri tíma en Halldór Matthíasson, sem sigraði í þessari grein í fyrra. Sjá nánar á íþróttasíðum bls. 30 og 31. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Páskamir: 1200 Islendingar í hópferðum ytra STJÓRN Hins íslenzka prentara- félags hefur sektað nokkra prent- ara á Akureyri. sem ekki virtu hoðað verkfall félagsins. hinn 1. og 2. marz siðastliðinn. IIÍP boðaði þá til verkfalls eitt þriggja félaga á landinu, en hin voru Verkamannafélagið Dags- brún og Verkalýðsfélagið á Stokkseyri. Öll önnur félög að- eins hvöttu félagsmenn sína til þess að leggja niður vinnu þessa tvo daga. Sektirnar, sem HÍP hefur gert þessum félagsmönnum sinum að greiða. cru á bilinu frá 5 og upp f 50 þúsund krónur. Morgunblaðið ræddi í gær við einn þeirra prentara, sem sektaður hefur verið, Einar Árnason, sem vinnur hjá Valprent á Akureyri. Einar kvaðst hafa haldið í upp- Stórsala 1 Hull: Meðalverð var 335 kr. VÉLBÁTURINN Ólafur Jónsson frá Sandgerði scldi í Hull í gærdag hluta af afla sinum og fékk þar hæsta meðalverð sem um getur eða alls um 335 krónur fyrir kílóið. Afli bátsins var aðallega þorsk- ur en einnig dálítið af ýsu og öðrum tegundum. Alls tókst í gær að landa úr bátnum 66 tonnum af þeim 90 tonnum er báturinn var með og þessi 66 tonn seldust á 44.727 sterlingspund eða á rétt um 22 milljonir króna. Fyrir hvert kíló Framhald á bls. 18 hafi, að þetta verkfallsmál yrði sem í öðrum félögum, að lagt yrði að mönnum að hætta vinnu, en það yrði mönnum þó í sjálfsvald sett. „Okkur fannst þessi ákvörðun félagsins algjörlega óþörf, vissum að verkfallið var ólöglegt, svo að við ákváðum hér þrír hreinlega að vinna. Þessi ákvörðun félagsins að skikka menn til þess að vinna ekki, hleypti aðeins illu bióði í okkur." Mbl. ræddi einnig við Ólaf Emils- son, formann HIP. „Þetta er löglega gerð samþykkt í félaginu," sagði Ólafur Emilsson, Framhald á bls. 15 Húsrannsókn heimiluð vegna verðútreikninga SAKADÓMARI veitti í gær úrskurð til húsrannsóknar að skjölum, verðútreikningum og sölunótum hjá matvörufyrir- tæki í Reykjavík. Aðdragandi málsins var sá, að verðlags- stjóri taldi verðútreikninga á sykri og hveiti hjá matvörufyr- irtækinu of háa og fóru eftir- litsmenn verðlagsstjóra því í fyrirtækið til að láta lagfæra útreikningana. Hins vegar fengu þeir ekki verðútreikninga og sölunótur til baka og urðu frá að hverfa. Var þá leitað eftir úrskurði og fóru tveir rannsóknarlögreglumenn á staðinn ásamt fulltrúum verð- lagsstjóra, en ekki kom til leitar þar sem skjölin voru afhent þegar mennirnir komu á staðinn. LIÐLEGA 1200 íslendingar halda um þessa páska til útlanda og dveljast ytra þessa helgidaga í skipulögðum hópferðum á veg- um ferðaskrifstoíanna, aðallega á sólarströndum Spánar, Kanarí- eyjum, London, Írlandi og Grikk- landi. Hópur íslendinga er einnig í einstaklingsferðum vfða um lönd um páskahelgina, en tala þeirra lá ekki fyrir hjá ferða- skrifstofunum. Þá eru skfðahótel- in — bæði í Hlíðarfjalli við Akureyri og á Húsavfk — full- bókuð, og einnig má það til tfðinda telja að hingað koma 100 (rar til landsins, m.a. til að fara á skfði. Á vegum Útsýnar verða 126 farþegar á Costa del Sol um Páskahelgina í páskaferð ferða- skrifstofunnar þangað, en einnig um 80 manns á Kanaríeyjum vegna ferða þangað 10. og 17. þ.m. og í London verða um 50 manns yfir páskana vegna brottfara héðan 18. og 21. þ.m. Á vegum Sunnu verða um 250 „IIVERT og eitt tilvik verður athugað. Ef það liggur þá fyrir að mönnum hefur verið ógjörn- ingur að ná netunum í tæka tíð, þá verðum við mildir, en ef í ljós kemur að menn hafa notfært sér aðstæður til þorskveiða, þá kær- manns á Kanaríeyjum yfir pásk- ana, um 50 manns á Mallorca, milli 40 og 50 manns í London og milli 30 og 40 í Grikklandi. Framhald á bls. 18 um við“, sagði Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, í samtali við Mbl. í gær, er blaðið spurði hann, hvað gert yrði vegna tilkynninga Landhelgisgæzlunnar um þorsk- veiðar netabáta, eftir að þorsk- veiðibannið gekk í gildi á hádcgi í Kær. Hjá Landhelgisgæzlunni fékk Mbl. upplýst í gærkvöldi að þá hefði Landhelgisgæzlan upplýs- ingar um 44 netabáta, sem voru að veiðum eftir að þorskveiðibannið gekk í gildi. Þröstur Sigtryggsson hjá Landhelgisgæzlunni sagði að svo virtist sem talsverðum hluta netabáta á svæðinu sunnan Snæ- fellsness og suður og austur um hefði ekki tekizt að ná öllum netum úr sjó í tæka tíð, en einnig hefði Landhelgisgæzlan komið að tveimur línubátum frá Vest- mannaeyjum að veiðum eftir að þorskveiðibannið gekk í gildi. „Við látum sjávarútvegsráðuneytinu í té upplýsingar um þá báta, sem eru að veiðum á þorskaslóðum eftir að þorskveiðibannið tók gildi," sagði Þröstur, er Mbl. spurði um aðgerðir Landhelgis- gæzlunnar. Þröstur sagði að ekki hefði orðið vart við aðra báta á þorskaslóðum við landið. Sem kunnugt er má þorskafli vera allt að 15% í afla skipa meðan þorskveiðibannið gildir. Mokafli af stórufsa hjá hluta Eyjaflotans EYJAFLOTINN komst fyrst á sjó í gær eftir tveggja daga landlegu, en feykilegur mokafli af ufsa var hjá sumum bátunum og fengu þeir allt upp í 20 tonn af stórufsa ■ trossu. Einn Eyjabáturinn, Dala-Rafn, var á landleið í gærkvöldi með full- fermi, 65 tonn af ufsa í 4 trossur, og annar, Kópavíkin, var komin mcð 40 tonn í 6 trossur þegar Murgunblaðið hafði samband um talstöð á miðin. Net bátanna sem fengu þennan rokafla voru ónýt samkvæmt upplýsingum skip- Framhald á bls. 18 Það var ekki nema ein hugs- un — að komast út úr bílnum segir Magnús Kr. Guðnason á Tálknafirði, sem tókst úr bíl sínum áður en hann steyptist ofan í 30 metra „ÞETTA gerðist allt á svo stuttum tima, en það var ekki nema cin hugsun> að komast út úr hilnum. Það var ekkcrt um það að ræða að færa sig, heldur náði ég hendi á grjót og dró mig út úr bilnum. sem fór veltu um leið og ég var laus við hann og svo stakkst hann ofan í gilið.“ sagði Magnús Kr. Guðmundsson. skipstjóri á Tálknafirði. í samtali við Mbl. í gær, én Magnús missti bíl sinn út af Mikladalsvegi ofan við Patreksfjörð og slapp út úr honum á síðustu stundu áður en híllinn steyptist ofan í rösklega 30 metra djúpt gil. „Auðvitað var tilhugsunin um þessa heppni öllu öðru yfir- sterkari fyrst,“ sagði Magnús. „En eftir á sé ég, að þctta var ekkert venjulegt og reyndar með ólikindum að ég skyldi sleppa.“ Magnús sagði að bíllinn væri gjörónýtur. Magnús var á leið frá Tálkna- firði til Patreksfjarðar, þegar óhappið varð um klukkan tvö í gær. „Þarna hafði skafið upp á veginn og talsverður snjór safnazt saman. Stórir bílar höfðu farið þarna á undan mér, en hjólförin voru of breið fyrir fólksbílinn, þannig að allt í einu missti ég stjórn á honum og hann stakkst út af veginum. Frá vegarbrún og niður í botn gilsins eru um 50 metrar og ætli hallinn frá veginum og fram á klettinn sé ekki um einn þriðji þeirra. Af hjólförunum að dæma virðist bíllinn hafa farið þetta á lofti öðrum megin, því við gátum aðeins fundið för eftir að komast út djúpt gil hjólin öðrum megin, mín megin. Bíllinn fór svo veltu um leið og ég var kominn út og hentist svo fram af klettinum ofan í gilið, sem er grjóturð. Eins og ég sagði áðan skóf upp á veginn, en utan hans var varla meira en snjóföl, þannig að urðin stóð upp úr og því hefur mér tekizt að ná handfestu á grjótinu um leið og ég stakkst á höfuðið út úr bílnum." Magnús sagðist hafa sloppið ómeiddur frá þessu. „Það eru smáeymsl í olnboga, en það sér ekki á mér, nema á nöglunum." „Hafi menn notfært sér aðstæður til þorskveiða mun ráðuneytið kæra”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.