Morgunblaðið - 22.03.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.03.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 Kennaraháskólinn hefur verið í fjárhags- legu svelti um skeið fíætt við Baldur Jónsson rektor Kennaraháskóli íslands hefur undanfarin ár starfað eftir lögum er sett voru á Alþingi vorið 1971. Fyrir skömmu var lagt fram á þingi nýtt frumvarp til laga um Kennaraháskól- ann sem nefnd er skipuð var af menntamálaráðherra 1972 hefur samið. Eins og mörgum er kunnugt hefur starfsemi K.H.Í. breytzt mjög á undanförnum árum þar sem hið svonefnda aðfaranám hefur nú lagzt niður og skólinn starfar eingöngu sem háskóli, þ.e. tekur við stúdentum og útskrifar þá sem kennara á grunnskólastigi. Mbl. ræddi við Baldur Jónsson rektor K.H.Í. um ýmis málefni skólans. — Kennaraháskólinn hefur breytzt ákaflega ört á undanförn- um árum og nú eftir að aðfara- náminu sleppir eru tæplega 400 nemendur hér. Lögin sem sam- þykkt voru á Alþingi vorið 1971 voru þegar látin koma til fram- kvæmda og skólanum ætlað að sníða starf sitt eftir því strax sama haust. Margir héldu að skólinn gæti ekki úlskrifað nægan fjölda kennara þegar honum yrði breytt í háskóla, en það hefur ekki reynzt svo, aðsóknin er mun meiri að honum en ráð var fyrir gert. Síðustu árin fyrir breytinguna var nemendafjöldinn hér mjög mikill og síðustu fimm árin sem gamla kerfið var við lýði voru útskrifaðir samtals um 1000 kennarar. Þessi fjöldi var feikinógur til að brúa þá lægð sem myndaðist í tölu brautskráðra við kerfisbreyting- una ef hann hefði allur skilað sér í kennslu, en það er nú.svo, að við hittum þetta fólk í hinum marg- víslegustu störfum. Hvernig hefur aðsóknin verið þessi fyrstu ár háskólans? „I stórum dráttum hefur hún verið í samræmi við það sem við var að búast, en þó heldur meiri, einkum nú á síðustu árum. Fyrsta árið sem háskólinn starfaði, 1971—1972, komu 9 nemendur í háskóladeildina, næsta árið voru þeir 30, síðan 27 og í vetur, sjöunda starfsárið, eru nýliðar 164. Það hefur líka verið mjög góð nýting á þessum árum, í fyrravor útskrifuðust um 50 kennarar, í vor verða þeir væntanlega milli 80 og 90 og síðan á annað hundraðið hvað líður.“ Hafa kennarar útskrifaðir úr háskóladeildinni fremur skilað sér í kennslustörf en var fyrir breyt- inguna? „Já, ég held mér sé óhætt að segja það, þó ég hafi ekki tölfræði- legan samanburð að styðjast við en ég hygg að það sé talsvert meira um það.“ Hversu marga kennara þarf að útskrifa á ári? „Ég hef nú ekki heimildir um það, en gömul spá gerir ráð fyrir að það þurfi að vera um 50 fyrir allt grunnskólastigið, en ég held að megi tvöfalda þá tölu. Það er annars ekki gott að segja hversu marga æskilegt er að útskrifa. Við tókum eiginlega við stærri hóp í skólann í haust en við vildum fyrir tilmæli ráðuneytisins, en hér er orðið mjög þröngt. I sumar er ráðgert að hefjast handa um að stækka skólann en það tekur a.m.k. þrjú ár, þannig að bygging- armálin hefðu þurft að vera komin lengra áleiðis. Aðallega vantar okkur sérstofur, við höfum að vísu sæmilegar. bráðabirgðastofur í líffræði og eðlisfræði, en kennslu- aðstaða þarf að vera betri og vegna þrengsla verður að nota þessar sérstofur einnig sem al- mennar stofur." Hvernig hefur gengið að breyta skólanum úr skóla á menntaskóla- stigi í skóla á háskólastigi? „Þetta hefur ónéitanlega verið mikil breyting og skólinn þarf sinn umþóttunartíma, það er ekki hægt að skipta á einni nóttu um aðferðir. Við höfum orðið varir við að deilt hefur verið á skólann fyrir að hann sé ekki háskóli, en ég held að það sé ekki réttmæt gagnrýni nema að litlu leyti enda fer nú háskólahugtakið að vera nokkuð óljóst ekki síður en stúdentsprófið. Eins og ég gat um áðan þá var samþykkt á vordögum að breyta skólanum og kennt samkvæmt því strax um haustið. Sú hætta er fyrir hendi að í skóla sem breytt er úr skóla á menntaskólastigi í skóla á háskólastigi í einu vet- fangi, séu kennsluaðferðir í fyrstu um of miðaðar við nemendur á fyrra stiginu, þ.e. að kennarar haldi áfram að kenna á svipaðan hátt og áður. Við erum ekki einir um slíka reynslu, því að svipuð mun vera saga annarra þjóða, en áþekkar breytingar á kennara- menntun hafa víða átt sér stað á undanförnum árum. Annars eiga kennarar við kennaraháskólann svipað nám að baki og verulegur hluti framhaldsskólakennara og kennara á háskólastigi, þ.e. loka- próf frá háskóla og meira eða minna nám og starf að því loknu og leggjum við mikla áherzlu á starfsreynslu kennara." Hvað með þá gagnrýni að fyrsti veturinn einkennist um of af upprifjun? „Stúdentspróf frá hinum ýmsu deildum og skólum á nú orðið fátt sameiginlegt nema nafnið, þ.e. deildir og valsvið eru orðnar svo margar að fólk með stúdentspróf hefir mjög mismunandi nám að baki. Námstíminn er að vísu nokkurn veginn sá sami en inntak námsins og hlutfall milli greina er mjög breytilegt, þannig að erfitt reynist að'byggja ofan á mennta- skólanámið. Aðalvandinn er fyrsta veturinn í svonefndum kjarna, en kjarninn miðar að því að gefa nemendum faglegan grundvöll til að taka við kennslufræði hinna ýmsu greina og vera færir um að kenna svonefnda bekkjarkennslu en það er skylduþáttur í náminu. Segja má að námið sé byggt á þremur aðalþáttum: uppeldis- fræði, undirbúningi fyrir bekkjar- kennslu og síðan valgreinum, en hver nemandi velur sér tvær valgreinar sem hann leggur stund á að loknu fyrsta misseri. Segja má að í kjarnanum sé um ákveðna upprifjun að ræða, en nú er mætingarskylda þar minni en áður var, þannig að nemendur þurfa síður að sækja tíma í efni sem þeir hafa þegar numið og hafa á valdi sínu, og eins er um Baldur Jónsson rektor Kennara- háskóla íslands á skrifstofu sinni. Ljósm. Friðþjófur. flokkaskiptingu að ræða, t.d í stærðfræði. En það er líka mis- munandi langt síðan nemendur stunduðu þessar námsgreinar þannig að þetta getur verið algjörlega nauðsynlegt þó að stundum finnist nemendum að hér sé um endurtekningar að ræða.“ Æfingakennslan er stór þáttur í hinu þriggja vetra langa námi í Kennaraháskólanum og hefur hún verið meira en tvöfölduð eftir að skólanum var breytt. A fyrsta vetri eru nemendur eina viku í skólum í svonefndri áheyrn, þ.e. strax um haustið og síðan er önnur vika á vorönn. Á öðru ári eiga nemendur að kenna 1 dag í viku á haustönn og síðan 3 samfelldar vikur á vorönn. Þriðja árið er einnig kennt 1 dag í viku svo og hálfan mánuð samfelldan á haust- önn, en ekki er um æfingakennslu að ræða á vorönn. Alls eru þetta 12 vikur. Baldur Jónsson er spurður að því hvort hér sé um næga æfingakennslu að ræða. „Æfingakennslan var meira en tvöfölduð frá gamla kerfinu og ég tel að við náum að kynna nemend- um skólann frá flestum hliðum. Með því að kenna 1 dag í viku fá þeir yfirlit yfir hvernig starfið gengur fyrir sig heilt misseri og þeir kynnast samfelldri kennslu þegar þeir eru við störf í 2 og 3 vikur samfellt. Um fyrirkomulag og magn æfingakennslunnar eru skiptar skoðanir. Kennarar hér hafa gert sér far um að kynnast því sem er að gerast erlendis og segja má að við séum svipað á vegi staddir. Mikið var rætt um þetta við samningu frumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi, á e.t.v. að hafa æfingakennslu heilt misseri en þá er vandamálið hvernig á að koma svo stórum hóp fyrir hverju, sinni, þá koma líka vandamál upp í sambandi við launamál, á að greiða nemendum og hvernig á að greiða æfingakennurunum. Rætt hefur verið um að senda nemendur fyrr út í, skólana, t.d. strax í september fyrsta veturinn, t.d. tvær vikur í stað einnar". Að hve miklu leyti fer æfinga- kennslan fram í Æfingaskólanum? „Æfingaskólinn er miðstöð æfingakennslunnar, en við viljum að nemendur kynnist einnig öðrum skólum í starfi. í Æfingaskólanum eru æfingakennararnir og þar þarf að vera aðstaða fyrir nemendur til að undirbúa kennslu sína. Skólinn er eins konar heimastöð fyrir nemendur. Nokkuð er um það að nemendur fari út á land í kennslu, mörg sveitarfélög óska eftir því að fá nemendur héðan, en það auð- veldar þeim oft að fá þetta fólk til sín að loknu námi“. Hvernig er háttað sambandi milli æfingakennara og kennara hér? „Sambandið milli hinna föstu æfingakennara við Æfingaskólann og kennara Kennaraháskólans má teljast gott og fer vaxandi, enda kenna margir æfingakennarar við skólann, einkum kennslufræði. Erfiðara er að halda sambandi við hinn stóra hóp lausráðinna æfingakennara, sem eru dreifðir um fjölda skóla á Reykjavíkur- svæðinu og raunar víðs vegar um landið. Þar er þörf á mikiili breytingu til aukinna tengsla." Finnst nemendum þeir vera nægilega búnir undir kennsluna sjálfa? „Skóli getur aldrei búið nemend- ur sína undir hvaðeina sem kann að mæta þeim í starfinu, en við stefnum að því að nemendur séu almennt það þroskaðir að þeir geti mætt mismunandi aðstæðum í því umhverfi þar sem þeir starfa að loknu námi hér. Nemendur koma í mjög misjafnt umhverfi þegar þeir fara til starfs. Sumir skólar eru gamlir og rótgrónir og kennar- arnir hafa tamið sér aðferðir sem þeir telja að beri að nota fremur en það sem nemendur hafa lært hérna og getur því komið til ágreinings um það. En við viljum einnig undirbúa nemendur okkar að mæta slíkum aðstæðum." í Kennaraháskólanum er nú í vetur starfandi svonefnd fram- haldsdeild, en þar sitja við nám kennarar, sem lokið hafa prófi, og hafa nokkra starfsreynslu að baki og búa sig undir kennslu seinfærra og afbrigðilegra barna. Nám í Framhald á bls. 18 TAFLA I. Fjöldi námstnanna í B.Ed.-námi árin 1971—78. 1971-72 1972-73 1973-74 1974-75 1975-76 1976-77 1977-78 L ár ........................ 9 30 27 66 98 105 164 II. ár ........................ 9 27 22 57 86 87 III. ár ........................ 8 28 20 56 85 SamtaJs. 9 39 62 116 175 247 336 Á þessari töflu má sjá hvernig aðsókn hefur verið að kennaranáminu sfðan um haustið 1971 og hefur nýliðum á þessum tíma fjölgað úr 9 í 164. TIL að hlera örlítið skoðanir nemenda á tilhögun námsins í Kennaraháskólanum var rætt við tvo þeirra, þá Eirík Hermansson, sem er á þriðja ári, og Hauk Viggósson, en hann er nú á öðrum vetri. Eiríkur sagði fyrst sitt álit á kennsluháttum. I — Ég held að kennsluhættir hér séu í sumum greinum of líkir því sem við þekkjum úr mennta- skólanum. Of mikiláherzla er lögð á hina faglegu hlið, en þegar nemendur koma að skólanum til undirbúnings kennarastarfi þá , eiga þeir von á því að fá öðruvísi kennslu og meiri tengsl við það , sem er að gerast í grunnskólan- um. — Það er of mikið um það, sagði Haukur, að um upprifjun sé að ræða á fyrsta ármu og það verður til þess að nemendur verða leiðir og þreyttir á náminu. Hvað finnst ykkur um æfinga- kennsluna? — Æfingakennslan á fyrsta ári er of lítil, heldur Haukur áfram, og mér finnast kennararnir í skólanum ekki vera í nægilegri snertingu við sína sérgrein úti í skólunum. Mér finnst þetta vera spurning um það hvort við viljum halda í gmlar hefðir eða fara nýjar leiðir til kennslu í uppeldis- og kennslufræði, sem er auðvitað aðalundirstaðan fyrir alla kennslu. Eiríkur tekur undir það að æfingakennslan mætti vera meiri: — Benda má einnig á það að æfingakennarar sem ekki eru fastráðnir eru í of litlum tengslum við kennarana hér og vita e.t.v. ekki nákvæmlega til hvers er ætlazt af þeim og þeir þurfa að vera í betra sambandi við æfinga- kennarana í Æfingaskólanum. Margir hafa farið út í kennslu fyrst eftir stúdentspróf og kynnzt þannig vinnubrögðum og ég held að við séum oft ekki nægilega vel I undir það búin að taka við kennslufræðináminu fyrr en við höfum öðlazt vissa reynslu og þekkingu á æfingakennslunni. Því tel ég rétt að auka hana mjög og það má segja að bezt væri að taka alveg fyrsta misserið í hana. — Æfingakennslan þarf eigin- Iega að haldast í hendur við það sem við lærum í kennslu- og uppeldisfræðinni og skilningur okkar á börnum og unglingum fer eiginlega eftir því hvernig við erum undir það búin að taka við þeim fögum, og því held ég að hún eigi að vera mun meiri á fyrsta ári, sagði Haukur. Og hann heldur áfram og nú um kennsluna sjálfa: — Á vissan hátt má segja að kennslan sé nokkuð tætingsleg, við lærum pínulítið í þessu fagi og pínulítið i hinu og kennslufræði einstakra greina og þetta gerir það að verkum að við erum eiginlega á alls kyns þeytingi milli náms- greina. Okkur finnst við ekki fá eins gott tækifæri til að sökkva okkur í námið svipað og er um nám t.d. í sögu eða íslenzku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.