Morgunblaðið - 22.03.1978, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978
Vt£ó ÆjV.
KAFFINU -\ *
GRANI göslari
Hann spurAi um skemmstu
leið til sjávar?
Ilver hann er? — Ér veit bara
að þeir kalla hann Grana
KÖslara.
IIvisss—hvisss
Opnunartími
verzlana
Opnunartími verzlana í Reykja-
vík hefur orðið tilefni eftirfarandi
bréfs, en það ritar húsmóðir
nokkur, sem segist oft þurfa að
fara í búðir t.d. á laugardögum, en
þá sé erfitt að vita hverjir hafi
opið og hverjir ekki.
„Eins og sjálfsagt mjög margir
vita eru reglu um opnunartíma
verzlana nokkuð sveigjanlegar,
a.m.k. hér í Reykjavík. Nýlega var
t.d. auglýst, að kaupmönnum væri
heimilt að hafa opið til kl. 22
daginn fyrir skírdag, sem hlýtur
að þýða að ekki hafa allir kaup-
menn opið. Er það svipað og með
föstudaga, sumir hafa opið til 22,
aðrir til kl. 20 og enn aðrir til 19
og e.t.v. bara 18. Þannig er
ómögulegt að vita hverjir hafa
opið og hverjir ekki, nema að
setjast við símann og hringja út
um ailar jarðir til að fá upplýsing-
ar um það.
Mér finnst að vísu gott að
samkeppni skuli vera í verzlunar-
háttum, en er þetta ekki of mikið
hringl með opnunartímann? (Eða
lokunartíma eða verzlanatíma,
hvað á eíginlega að nota?) Oft
kemur það fyrir að eitthvað vanti
til heimilisins um helgar, sem
gleymzt hefur að káupa á föstu-
degi og þá er farið af stað á
laugardagsmorgni og málið kann-
að. Og hvað gerist? A Laugavegin-
um, svo dæmi sé nefnt, er fjöldi
fólks á ferð, en aðeins helmingur
búðanna opinn. Víða mátti sjá fólk
ganga að búðardyrunum og taka í
hurðarhúninn, en þá var lokað.
Sumir munu hafa haft opið á
laugardögum t.d. fyrir jólin en
hætt því eftir jól, er salan
minnkaði og ekki var eins mikil
þörf á þessu. Einstaka menn eru
síðan byrjaðir að hafa opið aftur
og þannig gengur þetta fram og til
baka. Þetta atriði finnst mér að
kaupmannasamtök og slík, jafnvel
neytendasamtök, mættu athuga.
Ef reglurnar eiga að vera svona
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í úrspilsæfingu vikunnar þarf að
gefa sér forsendur til vinnings.
Sem sé ákveða leguna fyrirfram og
síðan spila samkvæmt þeirri
ákvörðun.
Suður gefur, allir á hættu.
Norður
S. 73
H. 8
T. K8642
L. 107532
Suður
S. ÁK
H. ÁK4
T. G93
I, . ÁG864
Vestur spilar út spaðadrottn-
ingu gegn þremur gröndum
suðurs. Hvernig meðhöndla les-
endur spilið?
Með góðri legu lauflitarins fást
þar fjórir slagir og þá átta í allt.
En þar með er seinna spaðastoppið
farið og þá er of seint að ná í
níunda slaginn á tígul. Við verðum
því að líta á tígulinn en hann getur
gefið fjóra slagi og þá yrði
laufásinn sá níundi.
COSPER
Ilann nálgast að vera jaínþungur henni Böllu!
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaga eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
En hvernig þarf tígullinn að
skiptast á höndum A—V til að
hann gefi 4 slagi? Þetta er einn af
möguleikunum.
Vestur Austur
T. Á1075 T. D
Taki vestur á ásinn þegar við
spilum gosa eða níu getum við
hæglega náð fjórum slögum á
litinn. En þarf vestur að taka
strax á ásinn? Já, annars verður
kóngurinn slagur og við snúum
okkur að laufinu.
En er sama hvort við spilum
tígulgosa eða níu? Nei, ekki
aldeilis. Við megum ekki gleyma,
að tígullinn getur einnig skipst
þannig.
Vestur Austur
. T. ÁD7 T. 105
Þessi lega getur einnig gefið
vinning. En nú verðum við að spila
níunni strax í 2. slag. Vestur tekur
auðvitað á ásinn og tekur af okkur
seinna spaðastoppið. Þá spilum við
tígulgosanum og „pinnum" þar
með tíuna á hendi austurs.
6
gamalt. heldur vegna þess að
efniviður virtist ekki traustur.
Yfirleitt virtist húsið ekki
tiltakanlega vandað.
Mennirnir tveir horfðust í
augu meðan þeir stóðu í stof-
unni og heyrðu fótatak hennar
uppi. Þeir þóttust vissir um að
hún vseri að hafa kjólaskipti,
kannski hún væri að klæða sig
f svartan kjól og greiða hárið
á sér upp. Þegar hún kom
niður skiptust þeir aftur á
augnatillitum. því að hugboð
þeirra hafði verið rétt. hún var
sorgarklædd og angaði aí
kölnarvatni.
— Ég verð að slökkvaog
loka frammi. Kannski þið
vilduð bara bíða eftir mér
úti...
Hún hikaði augnablik þegar
hún sá bílinn eins og hún vissi
ekki allskostar hvernig hún
ætti að bera sig að. Einhvor
nágranni ga'gðist út um
giugga í næsta húsi.
— Systir mín býr rétt hjá.
Við beygjum til hagri og þá er
það önnur gata til vinstri.
Húsin tvö voru nákvæmlega
eins og virtist hafa verið
kappkostað að gera þau sem
slík.
— Ég kem eftir augnablik.
Þó leið stundarfjórðungur
unz hún kom aftur. Ilún kom
með konu sem var einnig mjög
lík henni og var einnig svart-
klædd.
— Systur mína langar til að
koma með. Ég hélt kannski við
gætum reynt að troða okkur
saman. Mágur minn fer og
bíður eftir dóttur minni. Hann
á frí í dag. Hann vinnur hjá
járnhrautunum.
Maigret settist við hliðina á
bflstjóranum. Konurnar tvær í
aftursætinu tóku svo drjúgt
pláss að Santoni virtist næstum
því hverfa. Stöku sinnum
heyrði hann þær pískra saman
iágum rómi.
Þegar þau komu til Krufn-
ingarstofnunarinnar var lík
Louis Thoret ekið inn á vagni.
Það var Maigret sem lyfti
lakinu af manninum og horfði
á konurnar tvær sem hann
hafði nú í íyrsta sinn tækifæri
til að virða fyrir sér. Hann
hafði haldið þær væru tvíburar.
En hann gat sér þess til að
systirin væri fáeinum árum
yngri.
— Það er hann.
Frú Thouret stóð með vasa-
klút í höndinni en hún grét
ekki. Systir hennar hélt undir
handlegg hennar eins og til að
styðja hana.
— Já. þetta er Louis. Þetta
cr hann veslings Louis minn. I
morgun. þegar hann kvaddi
mig... hvernig hefði mann
getað grunað.
Svo sagði hún stundarhátt.
— Á ekki að ioka augurium á
honum?
— Jú. yður er velkomið að
gera það.
Hún leit eins og spyrjandi á
systur sína eins og hún væri á
báðum áttum. En loks rétti hún
fram höndina og gerði það með
hátíðlegri hreyfingu um leið og
hún hvíslaði.
— Vesling Louis!
Að beiðni Maigrets hafði
líkið ekki verið afklætt og nú
rak hún augun í skóna sem
stóðu framundan iakinu og hún
hrukkaði ennið.
— Ilvað á nú þetta að þýða?
Maigrct skildi hana ekki
strax.
— Hver hefur eiginlega
klætt hann í þessa skó?
— Hann var í þeim þegar við
fundum hann.
— Það er óhugsandi! Louis
hefur aldrei átt svona skó. að
minnsta kosti ekki í þau
tuttugu og sex ár sem við
höfum verið gift. Ég hefði
aldrei Hðið honum að ganga í
svona skóm. Ilefurðu séð annað
eins. Jeanne?
Jeanne kinkaði kolli.
— Það er kannski bezt að
þér athugið hvort íötin sem
hann er í eru áreiðanlega hans