Alþýðublaðið - 08.11.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.11.1958, Blaðsíða 6
e A 1 þ ý 3 u b 1 a ð i 8 Laugardagur 8. nóv. 1958 F]ársjóður grafinn iir jörSu á Spáiii. FJÁRSJÓÐUR, sem fannst þeim tíma var fyrst til póli- ekki verið metinn til verðs, af tilviijun á * Suður-Spáni, tískt þróað ríki í Vestur-Evr- en markgreifinn af Motilla sannar ef til vill tengsl ópu. hefur boðið fyrir hann eina tveggja menningarsvæða fyr- í biblíunni er minnst á milljón peseta eða um þrjátíu ir 26 öldum. Þar að auki kem- þessa menningu og eins hafa milljón krónur. ur hann til góða þeim, sem Grikkir, einkum Heródótus, Samkvæmt spænskum lög- fundu hann. Fjársjóðurinn sagt margt um hana. Hann um skiptist fundinn fjársjóð- talar um land auðugt af málm um, kvikfé og korni. Tarte- siumenn voru einir um tin- framleiðslu þar til Kartagó- menn lögðu land þeirra undir ins og verkamannanna, sem í Sevilla sig. Hingað til hefur það ver- voru að vinna fyrir það. og telja ið á’it manna, að Tartesíu- Mikið landsvæði hefur nú samanstendur af gullarm- böndum, hálsmeni og öðru skrauti og vegur þetta rúm- lega fimm pund. Verkamenn, sem voru að vinna á æfinga- svæði skotfélags fundu fjársjóðinn ur milli eiganda þess lands, sem fjársjóðurinn finnst í og þeirra, sem finna hann. I þessu tilfelli milli skotfélags- og fornminjafræðingar að mun- menn, — sem ekki má rugla verið grafið upp til að ganga irnir séu frá sjöttu öld fyrir saman við Tartara, hafa ekki úr skugga um að ekki leynist Krist. Juan de Matta Carriazo, sérfræðingur í spænskri forn fræði, telur gripina vera frá Tartesin tímabilinu en a haft neitt samband við Föni- kíumenn eða Kelta. En þessi fornminjafundur sannar, að samgangur hefur verið með þessum þjóðum. Enn hefur fjársjóðurinn meiri verðmæti þarna í jörð, en ekkert hefur fundist til viðbótar nema leirkerabrot, sem styrkja þá tilgátu að fjár sjóðurinn sé tuttugu og sex alda gamall. c Bæicur og hófundar, 3 Pálmi Hannesson: Frá ó byggðúm. — Prentsmiðjar Oddi. Bókaútgáfa Menning arsjóðs. Reykjavík 1958. BÓKAUTGÁFA Menningar sjóðs gaf út í fyrra haust bók Pálma Hannessonai’, Landið okkar. Var það safn útvarpser- inda og ritgerðá. En eins og kunnugt er var Pálmi einn allra skemmtilegasti útvarpsfyrirles- ari, sem íslendingar hafa átt Þessi bóTt er mjög skemmtileg og fróðleg. Hún hefur að inni- háldi margar ritgerðir, sem allt af verða metnar af þeim, sem unna fögru máli og fróðleik um landið okkar, náttúru þess og fegurð. Mér eru sérstaklega minnisstæðar greinarnar um Skoðanir erlendra manna á ís- landi fyrr og nú, Jónas Hall- grímsson, íslandslýsingu Jónas ar Hallgrimssonar og Fjallið Skjaldbreiður. Þessi bók er snilldarlega vel rituð. Málið er hreint og tært. Það minnir á fjallalind, sem streymR á fjöll- um uppi, niðandi og silfurtær. Það er ferskur íslenzkur blær í rjtgerðum Pálma Hannessonar, viðfelldinn og þýður. Nú fyrir nokkrum, dögum hefur Bókaútgáfa Menningar- sjóðs sent frá sér aðra bók eftir Pálma Hannesson. Heitir hún Pálmi Hannésson Frá óbyggðum. Eru það ferða- sögur og landlýsingar. Einnig er þar prentað úr dagbókum Pálma. í þessari bók eru ritgerðir Páima um rannsóknir hans, er ham gerði sjálfstæðar á öræf- um landsins. Viðfangsefni hans eru: Arnarvatnsheiði, Kjölur, Eyvindarstaðáheiði, Ferð suður í Vonarskarð, Á Brúaröræfum, , Fjallabaksvegur nyrðri eða Landmannaleið, Leiðin upp í Botnaver og Borgarfjarðarhér- að. Einnig er þar grein, er Páími ritaði fyrir Ferðafélag íslands, er heitir Umgengni ferðamanna. Eins og nöfn þessara greina benda tþ er hér um að ræða 'ýsingar á eftirsóttustu dvalar- itöðum þeirra, er á sumrum /ilja njóta íslenzkra öræfa og jalla. Og ég held, að þeir, sem etla að eyða helgi eða sumar- eyfi sínu í óbyggðum ættu, áð- ir en þeir fara slíka ferð, að :ynna sér greinar Pálma. Af 'sim er margt að nema. Þær nt heillandi og skemmtilegar. 'rásögn hans öll er rituð á stíl- \reinu og fögru máli. Ég held, ð fáir eða enginn hafi tekið .onum fram um það að rita um íslenzka náttúru. Auk þess er aðdáunarverð athygli hans, bæði á einkennum landsins og sérstaklega örnefnum þess. Hann hefur leiðrétt fjölda ör- nefna í óbyggðunum. En eins og kunnugt er, er víða rangt farið með örnefni, bæði í ferða- bókum útlendum og ritgerðum eítir innlenda menn. Stundum bafa þessar skekkjur komizt á uppdrætti landsins. Það er því eitt af hlutskiptum náttúrufræð inga nútímans að leiðrétta þetta. Pálmi Hannesson gerði eínmitt mikið að því. Allir þessir þættir Pálma eru sambland af náttúrufræði og ferðaþáttum. Fer þetta mjög vél saman. Frásögn öþ yerður að- gengilegri til lestrar, þegar höf undinum tekst að láta lesand- ann verðá s'kynjandi þess, að hann er raunverulega að bjóða honum til ferðar með sér. Kynna honum náttúru, jarð- fræði og einkenni landsins í ör- nefnum og stundum atburði, sem gerzt hafa á hrikastöðum, er leiðin liggur um. A1Iar frá- sagnir Pálma eru svo hrífandi og skemmtilegar, að ég veit ekki annað skemtmilegra til lestrar en frásagnir hans frá óbyggðum Islands. Málsmeð- ferð hans er með miklum ágæt um. Setningarnár eru meitlað- ar og stuttar. Mér finnst á stund um við lestur þátta hans, að hann sameini í máli kynngi ís- lenzkra alþýðuskálda, þá beztu, og frásögn sagnamannanna okk ar fornu. En í þessum greinum álít ég að frásagnarlist hafi náð hæst á íslandi, hvað alla frá- sagnárlist viðkemur. Síðari hluti bókarinnar, Frá óbyggðum, er úr dagbókum Pálma. Aðalfyrirsagnir þeirra eru: Heljargjá og Botnaver, Flug að Grænalóni, Flogið að Hagavatni 22. ágúst 1939, Skeiðarárhlaupið 1945 og Úr minnisblöðum um Heklugos. Inngang fyrir dagbókarbrot- unum ritar Jón Eyþórsson veð- urfræðingur. Einnig ritar hann skýringar við þær, sem honum þykir þurfa, þýðir útlend fræði heiti, er koma fyrir í þeim, en slík finnast ekki í ritum Pálma, er hann 'hefur fullunnið. Er þetta því af smekkvísi gert og fullkomlega rétt. Jón segir: ,,. .. Pálmi kannaðj mjög ó- kunna stigu vestan Vatnajökuls . . . Þegar Pálmi ritaði dagbók sína, vai’ enginn uppdráttur að kalla af þessum slóðum. Ör- nefni voru þar fá og á reiki. . . . Þrátt fyrir of fá og óviss ör- nefni er leiðarlýsing P. H. svo glögg, að vandalítið er að rekj? för hans á nnverandi uppdrætti, sem Steinþór Sigurðsson gerði að mestu sumarið 1927. Pálmi hefur einnig öðlazt undraglöggt yfirlit yfir hina mörgu og flóknu hraunstrauma, sem þarna urðu á vegi hans, þótt hann hefði allt of nauman tíma. En mikil vandkvæði eru á því að ferðast á hestbaki um eyðimörk þessa.“ Pálmi Hannesson er um marga hluti brautryðjandi í náttúrurannsóknum landsins. Hann er til dæmis sá fyrsti, er notar flugvélar til þess að rann saka náttúruviðburði. Jón Ey- þórsson segir um þetta: ,,. . . Tólf árum eftir ferðina í Botna Framhald á 8. síðu- Rokkuð FYRIR nokkrum dögum kom hinn frægi bandaríski „Rock’n roll“ söhgvári, Bill Haley til Berlínar og efndi til söng- skemmtunar í einum stærsta samkomusal borgarinnar. Allt fór fram með spskt til að byrja með og hriíningin óx með hverju lagi sem sungið var. Að lokurn ruddust rokkóðir ungl- ingar upp á sviðið. Söngvarinn og hijómsveitin lögðu á flótta og me ðþað af hljóðfxrum sem komist varð með. Söngkonan Bibi Johns slapp nauðuglega en henni náðu óróaseggirnir í upp hafi. Lögreglan gerði nú innrás í húsið og.baitti bareflum, en unglingarnir brutu stóla og börðust mað stólfótunum. Marg ir voru handteknir og átján unglingar og fimm lögregluþjón ar fóru á sjúkrahús. að lokinni crustunni. Samkomusalurinn er stórskemmdur. Tjónið er metið á hálfa milljón króna. Kapphlaupið milli Rússa og Bandaríkjamanna um kömiun geimsins heldur stöð ugt áfram. Þessi undarlegi Iilutur, sem nýlega sást á i-ússneskri vörusýningu á að ijeta gengið fyrir orku sólar- innar. NAFN Gunnars Henriksson- ar er velþekkt bæði í Finnlandi og um Norðurlönd. Hann hefur um langt skeið verið formaður þingflokks finnskra jafnaðar- manna og túlkað skoðanir þeirra og stefnu. Oft hefur hann verið fulltrúi lands síns á al- þjóðaráostefnum og hann er fulltrúi Finnlands í Norður- landaráðinu. Gunnar Iíenriksson er dæmi um fátækan verkamann, sem vinnur sig upp í trúnaðarst.öður í flokki alþýðunnar og gleymir ekki uppruna sínum. Hsnn er fæddur 22. ágúst 1905 af fát.æk um foreldrum á Helsingjalandi. Föður sinn missti hann á unga aldri og ellefu ára gamall fór hann að vinna fyrir sér. Hon- um tókst að afla sér nokkurrar menntunar og lauk prófi frá verzlunarskóla; Hann gerðist snemnia starfandi meðlimur finnsku verkalýðshreyfingar- innar og félagi í sámtökum jafnaðarmanna. 1940 varð hann forseti sænska verkalýðssam- bandsins í Finnlandi og rit- stjóri Arbetarbladet. Eftir stríðið varð hann einn fremsti forustumaður finnskra jafnaðarmanna og starfaði mjög að félagsmálum bæði á þingi og sem aðalritstjóri við Arbetarbladet. Gunnar Henriksson hefur •verið kallaður maðurinn, sem enga óvini á. Vilji og vinnuþrek eru einkenni þessa verkamanns sonar, sem ótrauður berst fyrir bættum kjörum og hagsæld stéttar sinnar. í núverandi erf. iðleikum finnskra jafnaðar- manna er Gunnar Henriksson sá, sem sameinar þá. til átaka og samheidni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.