Alþýðublaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 1
Veturinn segir til sín fyrir vesfan og. LljDémO) 39. árg. — Finiíntudagur 20. nóv. 1958. — 264. tbl. Hver er hver? I*AÐ er eflaust skemrréti- legt að eiga tvíbura, en gam anið kárnar þegar þeir eru isvo nauðaliíkir, að jafnvel foreldrarnir hœtta að þekkja þá í sundur. Telpunar heita Michrele og Margie og eru svo líkar, að foreldrarnir, — sem eru bandarískir, vita ná ekki hvor er hvor. Þeir Ieit- uðu til lögeglunnar um að- stoð, en þá kom það ótrúlega á daginn, að fingraför tvíbur anna og fótaför voru líka nákvjæmlega eins! Myndin er tekin þegar lögreglumað- ur ber saman fótaför telpn- anna. ♦ MWWWWWVWWWMWMM GENF, 19. nóv. (Reuter). — Þríveldaráðstefnan um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn komst á úrslitastig í dag. Segja opinberir aðilar, vest- rænir, að fulltrúarnir hafi nú komizt að kjarna málsins, sem sagt hvort Rússar vilji viður- kenna hin órjúfanlegu tengsl milli stöðvunar tilrauna og al- þjóðlegs eftirlitskerfis. Enginn árangur náðist á hin- um formlega síðdegisfundi, hin um 10. síðan viðræðurnar hóf- ust 31. október. Óformlegur, lokaður fundur er fyrirhugað- ur á morgun, en formlegur fundur að nýju á föstudag. VESTURVELDIN SLAKA TIL. í dag buðu Vesturveldin öðru sinni meiriháttar tilslökun til þess að binda endi á sjálfheld- una, sem umræðurnar um dag skrá fundarins eru komnar í. Öðru sinni vísuðu Rússar til- Framhald á 10. síðu. Ekki blankur inn sá! OKKUR datt í hug, að þið ■ kynnuð að hafa gaman af ■ að sjá framan í þennan ná- ■ unga. Hann heitir Nubar | Gulbenkian og er 62 ára. ; Faðir hans var Calouste * Gulbenkian, olíukóngurinn • vellauðugi. Þegar hann dó, j arfleiddi hann Nubar að ■ 840 milljórium dollara. Sízt ■ að furða þótt Skeggi sé bros- j hýr. Hann býr, eftir á að hyggja, í Englandi, og bún- : ingurinn, sem hann er í, ■ táknar, að hann sé að fara j á refaveiðar. I . Fregn tii Alþýðublaðsins. ísafirði í gær. SKIPSTJÓRAR brezku tog- aranna, sem, veiða úti fyrir Vestfjörðum, voru síðastliðinn laugax-dag mjög teknir að ör- vænta um hag sinn. Norðan- stornxar höfðu þá í fimm daga margoft tafið þá frá veiðum, Ogr hörfuðu þeir af svæðununx „Toppy Apple“ og „Butterscot" suður fyri Látrabjarg, þar sem þeir héldu sjó í hnapp undir vernd herskipanna. Þegar hér var komið. kallaði togarinn Cape Parlisser upp alla hina togarana að beiðni herskipsins Zest, til þess að kanna hvað skipstjórarnir legðu til að gert yrði til breyt- inga á veiðisvæðunum. Að minnsta kosti tuttugu skip tóku þátt í umæðunum og vöru skipstjórarnir abir sam- mála um ,að á þessum tíma árs væri hentugra að vera við Aust fyrir meini brol á samkomulaðinu um verðlag landbún- aðarafurða í FYRRADAG höfðuðu full- trúar neytenda mál gegn Frarn leiðsluráði landbúnaðarins vegna meints brots á samkomu laginu um verðlagningri land- bxinaðarafurða nú í haust. Blaðinu barst í gær eftirfar- andi um þetta mál frá 'nefndar- hluta neytenda í verðlagsnefnd inni. En þann hluta skipa þess- ir menn: Þórður Gíslason, Ein- ar Gíslason og Sæmundur Ól- afsson: SAMIÐ Á HVERJU HAUSTI. „Á hverju hausti semja full- trúar bænda og neytenda í verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða um verðgrundvöll. Er þetta gert samkvæmt lögum nr. 84, 1947, sem kveða svo á, að við „verðlagningu á sölu- vörum landbúnaðarins á inn- lendum markaði“ skuli byggt á slíkum grundvelli. Ennfrem- ur kveða lögin svo á, að „sölu- verð landbúnaðarvara á inn- lendum markaði (skuli) mið- ast við það að heildartekjur þeirra er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta.“ Eftir að verðlagsnefnd hefur ákveðið grundvöllinn, þ. e. a. s. þær heildartekjur, sem bónd- anum ber, miðað við bú af á- kveðinni stærð og með tiltekið afurðamagii, skiptir Fram- Framhald á 10. síðu. urland. Lögðu þeir til að vernd arsvæðið „Spearmint“ yrði opn að á ný. HÆTTULEGT. í um'.r.saðunum kom meðal annars fram, að skipstjórarnir töldu hættulegt að halda sjó í öllum veðrum, og einnig töidu þeir eldsneytiseyðsluna. sem af þessu leiddi, viðsjárverða, eink um á kolakyntu skipunum. — Voru sumir áhyggjufullir yfir því að geta hvegi lagst í land- var þegar veður hamlaði veið- um og einn sagðist hafa fengið ,;sjokk“ þegar hann leit niður í kolaboxin! Eitt skipið hafði aðeins feng- ið 150 kit á fimm dögum, og Cape Parlisser hafði á sarca tíma fengið 250 kit. VEÐUR LÆGIR. Þetta var semsagt síðastlið- inn laugardag, Og endirinn á bollaleggingum skipstjóranna var sá, að herskipið Zest til- kynnti, að tillögur þeirra um að opna „Spearmint“ mundu verða teknar til athugunar. Aðfaranótt sunnudags vænk- aðist svo hagur strympu. Þá lægði norðanáttina og siðan hefur verið suðlæg átt og brezku togararnir allir getað stundað veiðar. Svæðin „Toppy Apple“ og „Butterscot11 hafa verið opnuð aftur og er herskipið Orwell á því fyrrnefnda en Russell á hinu. „Toppy Apple“ er út af Aðalvík og Djúpinu og nær suð ur að Gelti, en eru norðurtak- Framhald á 2. siðu. Spreng juárásir f Rabal RABAT, 19. nóv. (Reuter). - FIMM létust og a. m. k. 60 særð ust í Marokkó í gær á 31. rík- isstjórnarafmæli Múhammeðs konungs 5. Þrír hinna látnu fórust, er sprengja sprakk í mannþröng í Khemisset í norð- urhluta landsins. Alls særðust 48 manns við það tækifæri, sagði dagblaðið A1 Alam, mál- gagn Istiqlal flokksins, sem er stjórnarflokkurinn, í dag. Aðr- ir særðust og létust af spi-engju og skotsárum í öðrum lands- hlutum. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinniHiiiiiiiiiiiimn ; 183 börn | 1 komust á skrá Barna- | | verndarnefndar sl. ár 1 1 sökum ýmissa yfirsjóna, | | s.s. óknytta, lausungar, \ 1 útikvistar á kvöldin o. | IfL I I Sjá síðu ! uiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiimiiiiiiiiiimi Stjörnubros Búast iriá við, að fleir; rússneskar myndir verði sýndar næstu mánuðina í reykvískum kvik- myndahúsum en nokkru sinni fyiv. Því veldur amkomulag, sem bíóeigendur gerðu við Rússa í haust. Fór þriggja manna sendinefnd til Rúss- lands og skoðaði og valdi rnyndjr. Hér er ein frægasta riissneska kvikmyndadísin, sem nú er uppi: Tatiana Samoilox'a. Hún er að skála við bandarísku stjörnuna Jayne Mansfield (til vinstri). Þær hittust í Frakklandi í sumar. Skyldi hin dökkhærða Tatiana eiga eftir að verða eins þekkt hér á landi og kollegar hennar í Holly- wood? MWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.