Alþýðublaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 5
ÞAÐ VAR slagveðurs rign-
ing og ég átti von á gesti: Eyj-
ólfi Stefánssyni frá Dröngum,
Sunnan úr Hafnarfirði. Allt í-J
einu staðnæmdist bíll á Hring-
brautinni og Eyjólfur snarað-
ist út, hann kvaddi bifreiðar-
stjórann, greip um hattbarðið,
hallaði sér á veðrið og hljóp
Svo upp að dyrunum mínum.
Hann er níutíu ára í dag. Ég
sagði yið konuna mína: „Sjáðu,
sá er ekkert blávatn, hann
hleypur upp stéttina,11 en hún
hljóp á móti honum út á tröpp-
ur og bauð hann velkominn og
þau hlóu bæði glaðlega. „Vertu
velkominn“, sagði hún, „það er
alltaf svo gaman þegar "þú
kemur.“ Um leið kom ég í gætt
ina og sá Eyjólf ljómandi í
framan af ánægju. „Segirðu
þetta satt?“ sagði hann. „Já“,
svaraði hún og hjálpaði honum
Úr frakkanum. „Þú ert skemmti
legasti gesturinn, sem hingað
kemur.“ -— ,,Ó, blessuð vertu,“
sagði hann þá. „Það er svo gott
að vita það, ef maður getur
verið einhverjum til ánægju.“
Við sömdum einu sinni bók
saman og hún kom út árið 1953
þegar hann átti áttatíu og fimm
ára afmæli. Þrír vinir hans
leiddu okkur saman og réðu
mig til að s.krifa eftir honum.
Ég óð blint í sjóinn með það,
en fann brátt að þarna hafði
ég fengið afbragðs góðan sögu-
mann, sem ekki hafði á langri
ævi aðeins tekið eftir hinum
ytri línum atburðanna heldur
lifað með einstaklingunum og
tekið þátt í lífi alls þess sem
hfsanda dró í samfélaginu,
foæði mömium og skepnum.
Þetta varð myndarleg bók, ög
ég hafði ekki mikið fyrir því
að .skrifa hana, svo góður sögu-
maður var hann. Það var eins
og hann vissi alltaf nákvæm-
lega að hverju ég væri að leita.
Ég nefndi hana „Kaldur á köfl-
um“ og hún fékk mjög góða
dóma, okkur Eyjólfi báðum til
ánægju.
Nú ætlaði ég að .eiga svolít-
ið viðtal vio hann af tilefni ní-
■ .xæðisafmælisins, en satt bezt
að segja, lenti ég í hálfgerðum
vandræðum með hann. Mér
fannst ekki að ég gæti farið
að rekja æviatriði hans. Þau
voru komin í bókina. Ég fór að
sPyrja hann um síðastliðin'
fimm ár, en þá dundu á mér
sögurnar af Skógarströnd, úr
Rauðseyjum og af Fellsströnd-
inni, álveg eins og við værum
enn að skrifa bóki.na. .
—• Þetta sagðirðu mér ekki,“
sagði ég.
„Nei, blessaður vertu. Það
var svo fjölda margt, sem ég
sagði þér ekki þá, Þetta hefðu.
getað orðið tvö til þrjú bindi,
ég sá það ekki fyrr en ég las
bókina.“
Hann er alveg eins og hann
var fyrir fimm árum, eins létt-
ur á fæti, sér eins vel, en heyrn
in hefur sljóvgast nokkuð. lif-
ir af eins miklum áhuga með
samtíð sinni og talar mjög um
fólk, sem fær bót meina sinna
fyrir bænina.
Fyrir nokkrum árum varð
misferlj hjá pilti í Hafnarfirði,
sem átti að bera út símskeyti.
Þau fundust í höfninni, að
minnsta kosti þau, sem langt
hafði þurft að fara með. Þá var
leitað til Eyjólfs og hann gerð-
ist sendisveinn hjá símanum
og labbaði upp á Hamar, út á
Hvaleyri, út um allan. hinn
stóra stað. Og allt stóð heima.
Hann sá um fiskkaup fyrir Sói-
vang — og alltaf þegar hann |
birtist á morgnana í eldhúsinu
með fiskinn, þá varð fjaðrafok
og kvakað í öllum áttum. Þær
fögnuðu honum í eldhúsinu og
á göngunum, en hann kvað um
þær vísur —- og allar fengu
þær vísur, en hann varð dapur
í bragði þegar þær fóru, ef þær
leituðu sér vinnu annars stað-
ar, eða ef einhver bannsettur
fáikinn hremmdi þær í hjóná-
band.
— Þú ert hættur að sendast
með skeytin?
„Já, ég gat það ekki lengur,
það var of erfitt upp brekkur
og langar leiðir. Það eru svo
margar brekkur í Hafnarfirði.
Ég hefði haldið áfram hefði
þar verið meira sléttlendi.“
— Og líka hættur hjá Sól-
vangi?
„Já, það var of langt, en mér
er sagt að mín sé saknað — og
nú er aldrei kveðið í eldhús-
inu og ekkert fjaðrafok eða
kvak. Mig langar stundum að
fara þangað.“
— Þú stendur þig dásamlega
vel.
„Jæja, ja, ég er að bögglast
við að skemma sem minnst af
því, sem Drottinn minn hefur
léð mér. Manni er trúað fyrir
sál sinni og líkama sínum og
manni ber skylda til að fara
eins vel með hvort tveggja og
maður veit bezt. En ég er far-
inn að tapa. Það er eins og
stundum sé tjald dregið frá —
og þá man ég allt, eins og skín-
andi Ijósi sé brugðið yfir allt
sem ég hef lifað. Mér þykir
alveg ófært að geta ekki haft
eitthvað handa á mílli. Ég vann
um tíma í fiski og húsbændur
mínir voru hinir ágætustu
menn, en ég get ekki unnið
með sumu fólki. Mig furðar á
spillingunni, eyðslunni, vinnu-
svikunum og kæruleysinu. Ekk
ert virðist heilagt. Verst er það
hvað haft er fyrir æskulýðn-
um, en við skulum ekki tala
meira um það . . . Ég er í mott-
unum, sem þú minntist á í bók-
inni. Ég bý til gúmmímottur,
sker í sundur hjólbarða og bý
til útidyramottur, ég er þrjá
og fjóra daga með hverja mottu
svo sel ég þær. Ég keypti mér
vélhníf til að skera gúmmíið,
en hann sker ekki það þykk-
asta og þá verð ég að skera
með höndunum, ég hef orðið
skjálfhentur a£ því, enda er
það erfitt, sjáðu, svona skelf-
ur höndin, stundum get ég
varla haldið á kaffibolla ... Ég
heimsótti einu si.nni Lárus
gamla Skúlason á Hellissandi.
Hann hafði verið um áratuga
skeið einn mesti aflamaðu.r þar
vestra. Nú hafði hann fengið
slag og lá allsnakinn í rúminu,
stór maður og mikilúðlegur.
Ég sagoi við hann: — Það er
slæmt að vera kominn svona
Lárus minn. „O, jæja,“ sagði
hann, „verst er nú að geta ekki
unnið fyrir sér, gói minn.“ Það
var einmit það. Maður getur
ekki setið iðjulaus. Þá fyrst
fer maður að fjara út. Ég kaupi
egg af framleiðendum og fer
með þau í hús og sel þau. Ég
verð að vera innanum fólk, Það
er mér eins nauðsynlegt og
andrúmsloftið.“
•— Þú sagðir mér einu sinni,
mræour.
að í raun og veru hefðir þú
verið að bíða síðan þú varðst
sextugur?
„Já, biðin er orðin nokkuð
löng, þriðjungur ævi minnar,
en mér hefur ekki leiðst, ég
hef haft í svo mörgu að snúast.
Það koma svo margir til okk-
ar, Það er félagsskapur kring-
um okkur Salbjörgu mína.
Eyjólfur Stefánsson
Mikið var drottninn góður þeg
ar hann gaf mér þá telpu og
hann ætlar að lofa mér að hafa
hana hjá mér þar til yfir lýk-
un Það er mikil náð af hans
hendi. Og svo öll önnur börn
mín, hvert öðru betra, sumir
strákarnir eru orðnir eins mikl
ir kallar og ég, en samt finnst
mér eins og þeir séu alltaf
sömu litlu drengirnir mínir . . .
Jón fóstri minn . . .“
—■ Þú átt orðið mörg börn.
Það er alltaf að fjölga hjá þér.
„Já, blessaður vertu. Ég á
orðið sextíu og sex börn. Níu
börnin. mín lifa, þau eiga þrjá-
tíu og fjögur börn og þau börn
eiga tuttugu og þrjú börn. Það
getur vel verið að þeim hafi
fjölgað eitthvað fyrir afmælið
mitt... Sigurður silkimjúki
sagði. einu . : .'
— Ég get ekki farið að skrifa
aðra bók.
,,Nei, nei, að sjálfsögðu ekki,
en Jón á Þingeyrum kom einu
sinni í Rauðseyjar og. var þar í
viku og hann. . . Jæja, við
sleppum. því, en . . . Já, ég fór
vestur í Stykkishólm í sumar.
Sæberg tengdasonur minn
bauð mér í tveggja daga ferð.
Allir tóku á móti mér með
kostum og kynjum. Ég fór
vestur að Breiðabólstað á Skóg
arströnd, en þar hvílir fyrri
konan mín . . . Ég kom ekki að
Dröngum, ég gat einhvern veg-
inn ekki . . . en, ég átti þó kost
á því, Þegaf ég fór þarna um,
þá sá ég allt. mitt líf og minna
eins og ég væri að skoða kvik-
'rnynd — og ég. sneri mér til
Drottins; Ég get' verið þakk-
iátu.r. Ég héf verið áð þýða
sálhia úr norsku . . .“
—: Á ég. að. skila einhverju
ti-1 samferðamarinanna?
„Já, blessaður vertu. Ég
þakka þeim fvrir állt — og
nærri því undantekningarlaust
hafa þeir sýnt mér góðsemd. og
göfgi, Ég ber engin sárindi eft-
ir þessi möfcgu ár. En það verð
ég að segja, að vínið er hættu-
legasti óvinurinn. Allt illt
fylgir í kjölfar Bakkusar. Það
er sárt að sjá mannseíni farast
í því flóði. Einu sinni sagði Ás-
geir gamli á Þingeyrum eftir
að hafa séð Jón son sinn
stökkva .af reiðskjótanum og á
bak óðu .nauti og setja það:
„Það held ég að Jón sonur
minn hefði oi'ðið almáttugur
hefði hann ekki drukkið.“ Og
margt fleira sagði Eyjólfur
Stefánsson meðan við ræddum
saman. Tengdasonufc hans kom
til að sækja hann. Enn var slag
veður úti. Konan mín klæddi
hann í frakkann og hann faðm
aði okkur bæði að skilnaði, svo
hljóp hann niður stigann og
alla leið niður á Hringbraut,
hélt um hattbarðið og hallaoist
10 í fandfielg
í GÆR voru 10 brezkir tog-
arar að ólöglegum veiðum ÚU
fyrir Vestu.rlandi.
Voru togarar þessir að veið-
um á verndarsvæði brezku her
skipanna. Þarna voru í dag 3
freigátur ásamt birgðaskipi.
Korta skottn til
: '
bana
TEL AVIV, 19. nóv. (Reuter>
ÍSRAELSMENN sökuðu Sýr-
lenclinga í dag formlega um aí>
hafa skotið til bana frú .Toycct
Doran, konu brezks diplómafs..
en hún fannst í morgun skotiw
til bana á bökkum: Genesarefc
vatns, skammt frá sýrlenzkt*
landamærunum, sagði talsmaö-
ur SÞ í clag.
Segir ísraelska rannsóknar-
lögreglan, að konan hafi látizt.
af blóðmissi eftir að hafa orði?T
fyrir byssukúlu af þeirri ger.ð,
er sýulenzki herinn notar. —-
Líkið fannst þar sem ísraelskii*
fiskimenn urðu fyrir skotárás
Sýrlendinga fyrir 9 dögum.
I kæru ísraelsmanna segiry
að sýrlenzkir hermenn hafi s.
1. mánudag farið inn í ísrael
og myrt frú Doran. Frúin, sern.
var í leyfi, var ein úti á göngix
og var hæfð mörgum skoturn.
Þá segir, að tvenn spor eftir
berfætta menn hafi fundizt
þarna og líkið hafi verið dreg-
ið inn í sef á bakkanum. Ekki
er getið um ástæðu fyrir morc*
inu, en stungið upp á ráni sern.
hugsanlegri ástæðu.
á veðrið. Hann hefur vefci5
kaldur á köflum hjá honum öil
þessi mörgu ár, en ég held afS
ég þekki engan mann sem á
eins heitt hjarta. Alltaf er ein-
hveirs konar Ijómi í stofunurn
mínum, þegar hann hefur
I komið. Hann kemur miklu við-
! ar en til mín. VSV.
h o
r n i n u
'k Tvö s-lys á sama stað af
sömu, ástæðum
★ Menn, s.em eru alltaf
að flýta sér í clauðann
★ Nauðsyn á nýjum var-
úðarráðstöf unum.
STÓRSIA’S á hverju kvöldi
svo að segja á sama stað. Ég
skrifaði hvað eftir annað í fyrra
haust um hætturnar á Hafnar-
fjarðarvegi. Ég átti þá oft er-
indi til Hafnarfjarðar á kvöld-
in og mér blöskraði alveg að
sjá hvernig menn. óku þessa
viðsjálu leið. Verst er að aka
hana í rigningu og myrkri
vegna þess að langir blindandi
skuggar eru á veginum og það
næstum alveg eins hvérnig sem
lýsingin er.
ÞESS VEGNA fannst niér,
að það þyrfti að fara varlegar á
henni en annars staðar, en það
er einmitt það, sem ekki er
gert. Hvergi held ég að merm
aki eins glannalega og þarna.
Það ex eins og mönnum iiggi
lífið á. Eins og allir séu að
flýta sér. Þeir, sem þannig haga
sér, eru að flýta sér í dauðann.
Ég var oft að hugsa um það,
hvers vegna menn flýtt.u sér
syona á þessari leið. Ég komst
ekki að neinni niðurstöðu,
MiESTA HÆTTAN stafar af
því, hve óðslega menn fara
fram úr á veginum. Þeir aka
fast að næstu bifreið fyrir fram
an, eru alltaf, að sveigja út á
brautina til þess að geta skot-
izt fram úr — og svo gera þeir
það. Eg sá það hundrað sinnum,
,að aðeins munaði nokkrum
sentimetrum að árekstur yrði.
Eg reiddist stundum svo, að ég'
hefði. ef ég hefði verið dómari
á götum úti, svift ökumennina
réttindum ævilangt.
BÆBI SLYSIN undanfarin
kvöld hafa stafað af því, að
menn hafa verið að freista þess
við ómögulegar aðstæður að
skjótast framúr. Þetta er því
furðulegra' þar sem það er vit-
að, að menn aka alls ekki hægt
á þessari leið. Yfirleitt er ekið
of hratt, en sumum mönnum.
nægir það ekki. Þeir verða að
brjótast fram úr, þeir verða að
sýna mikihnennsku sína, beir
vilja endilega sýna dyrfsku
sína og leikni.
EN ÞEIR ERU aðeins að
flýta sér í dauðann, því að það
er aðains tilviijun ef ekki hlýst
banaslys þegar bíl&r lenda í
hörðum árekstri, Hvenær :ærir
fóik þessi sannindi? Hvenær
skilur fólk þá miklu á-byxgS,
sem á því hvílir. þegar það er
setzt undir stýri á bíl? ITér er
ekki aðeins um .að ræða ábyr.gð-,
ina á eigin lífi. heldur og aiia-
arra. „Hann er alvcg cnýtur“,
sagði bifreiðastjórinn, þegar
hann leit á bíl sinn eftir árekst
urinn í fyrrakvöld. Hann var
ekki að reyna að fara frarn úri
Hann varð fyrir miklu tjóni og;
verður nú atvinnulaus um sinn.
Hvað á að gera til varnar gegr«
glannaskap og ábyrgðarieysi.
sumra bifreiðastjóra á vegum
úti?
KJARTAN ÓL.AFSSON, víð-
förlasti íslendingurinn, sein nú
er uppi, heíur sent frá sér aðra
ferðabók, en sú fyrri, Sól í fullrt
suðr-i; kom út fyrir nokkruun
árum. Þessi nýja bók heitir
Eldorado, Hún segir frá dvöl
og ferðalögum Kjartans í Suð-
ur-A.meríku. ég las Þessa bók i
einni stryklotu í fyrri nótt.
Þetta er áfeng bók. Hún er enn
betur rituð en sú fyrri. Við eig-
um ekki margar ferðabækur á
íslenzku. sem eru betur ritað-
ar.
ÞAÐ ER einhvern vegiiia
bannig, að manni finnst, sem
Kjartan sé alltaf að lenda i æv-
intýrum — og þó eru þau
ekki stórfengleg. Svona hefirt'
stíllinn mikið að segja í bóá -
um. Mér finnst, að Kjartan eigi
alltaf aS vera'-á-*fe®ðalöguna um
hnöttínn — og alltaf að skrifa
bækur um þau.
ILannes á horninu.
Alþýðublaffið — 20. nóv. 1958.