Alþýðublaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 11
Fiugvélamara Flugfélag: íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.35 í dag frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannaliafn Q ar kl. 08.30 í fyrramálið. — 1 Innanlandsflug: í dag er áætl að að fljúga til Akureyrar, | Bíldudals, Egilstasða, ísafj., | Kópaskers, Patreksfjarðar og Vestmannaeyja. —■ Á morgun ■e ráætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Fagurhóls- mýrar, Hólmavíkur, Horna- ijarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs, Vestmanna- eyja og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Saga er væntanleg frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Oslo kl. 18.30.. Fer síðan til New York kl. 20. Eimskipafélag íslands h,f.: Ðettifoss fef' frá Siglufirði í dag 19.11. til Vestfjarða- og Faxaflóahafna. Fjallfoss kom | til Hull 18.11. íer þaðan til «. Rvk. Goðaíoss íer frá New 1 York 19.11. til Rvk. Gullfoss j kom til Rvk 17.11. frá Leith og Kaupmannahöfn. Lagar- foss kom til Hamborgar 18. 11. fer þaðan 19.11. tii Len- , ingrad og Hamina. Reykja- ! foss fór frá Akarnesi 18.11. til Keflavíkur og Rvk. Selfoss íór frá Kaupmannahófn 17. 11. til Hamborgar og R-vk. Tröllafoss kom til I,eningrad 16.11. fer þaðan til Hamina | og Rvk. Tungufoss fer frá Rvk kl. 15.00 í dag 19.11. til ísafjarðar, Sauöarkróks, — Siglufjarðar, Daivíkur, Ak- ureyrar og Húsavíkur. Skipaíleild S.Í.S.. Hvassafell' er í Ábo, fer það an til Gdansk. Arnarfell er í Leningrad. Jölsulfell er á Ak- ureyri, Dísarfell letsar á Eyja fjarðarhöfnum. Litlafell. fór frá Rvk í gær áleiðis til Þórs- hafnar. Helgafell er væntan- legt til Reyðai’fjarðar 22. þ. m. frá Gdynia. Hamrafell er í Batum. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er væntanleg til Ak- : ureyrar í dag' á vesturleið. Esja fór frá Rvk í gær vestur um land í hringferð. Herðu- breið er á Austtfjörðum á suð g urleið. Skjaldbreið er á | Skagafjarðarhöfnum á vestur leið. Þyrill er í Rvk. Skatft- g fellingur fór frá Rvk í gær til g Vestmannaeyja. Baldur fer g frá Rvk í dag til Öiafsvíkur, g Grundárf j arðar, Stykkish. og | Flateyjar. MIKIÐ magn af eplum er væntanlegt til landsins á lau-g- ardaginn og má búasf við að þau verðii komin í verzlanir á þriðjudag. Tegundin „Jonat- an“ mun nú kosta 9—10 kr. kg. en kostaði 18.85 í fyrra. iEr það því stórlækkun, sem stafar af auknu framhoði á Ítalíu. „Deli- cious“ kostar 17-18 kr. nú, eða líkt og í fyrra. Meira af epl- um kemur um mánaðarmótin. 45—50 þús. kassar verða flutt- ir inn, svo að feikinóg verður til. Eplin eru af góðri uppskeru. Appelsínurnar kornía um mán- aðanmótin. Veðu(r um minna magn að ræða en af eplum, en ætti samt að duga. I* ititnney: Orðstír deyr aldregi — Gott og vel, sagð; hann. Það er réttast að ég leysi frá skjóðunni. Að svo mæltu skýi’ði hann frá því, að það þafði vjealið hann, sem gaf skipun um að þær skyldu fluttar, allar þrjár, aftur til fangabúðanna frá Königs- berg. Þegar þær komu, hefðu þær fyrst verið settar, hver um s g, í eins manns klefa. Kvöld nokkurt, um sjö leytið, hefði Suhren yfirfor- ingi ákveðið að þær skyldu skotnar, og hefðu þær vier_ ið leiddar út í garðinn hjá gasklefunum, þar sem storm- sve.taríoringi nokkur hefði skotið þær í hnakkann með lítilli vélbyssu. Kvaðst hann sjálfur hafa verið viðstadd- ur aftökuna, ásamt yfirfor- ingjanum, lækni og nokkrum öSrum. Allar hefðu þær tek- ið dauða síiuun með frá- bærri ró og hugprýði. Síðan hefði líkum þeirra verið varpað í ofnana, þar sem þau hefðu verið þrennd á_ samt fatatötrunum. Þegar hann hafði heyrt skýrslu sína lesna lýsti hann yfir því, að hann staðfesti hana með nafni sínu og með eiðsboði. Vera Atkins gat þess, að játning þessi skýrði frá harla glæpsamlegu at- ferli, en hann kvað sér það ljóst. Að því búnu rituðu þau 'bæði undir skýrsluna ásamt vitundarvottum. Það kom heim við það sem ungfrú Ban-y hafði sagt, er undirformginn gat þess að þær hefðu verið svo las- burða, að þær hefðu verið bornar á aftökustað- inn. Violetta var tekin af lífi ■þeirra síðust, teftir að hafa horft á aftöku þeirra tveggja, vitandi það, að sömu örlög biðu hennar. En sá hinn sami hetjuandi, sem réði afrekum hennar í Rúðuborg, og þegar hún barðist ein gegn heiili hersveit stormsveitarmanna í Salon_Ia-Tour, réði því að hún gekk keik og stolt síðustu skrefin og beið dauða síns án þess að bhkna eða blána, en sýndi þrælmennum þeim, er að þessu svívirðilega verki stóðu, hina dýpstu fyrirlitn- ingu. Hún hafði jafnvel hvað eftir annað reynt að flýja úr fangabúðunum, en aðeins til þess ,að mega halda barátt- unni gegn fjandmönnu'num á- fram_. Schwarzhuber aðstoðar- var dæmdur til dauða og hengdur. Fritz Suh ' n yfir foringi lék lausum : ia um skeið, en náðist og v ■ sinn_ ig tekinn af lífi SE'.-ik'. ggjlt dómi. XXI. KAFLI. Tanía fer í fina kjólinn. Þegar Vera Atkins .koro heim aftur og hermálaráðu- neytið hafði þar með fengið örugg gögn í hendur, var í°r‘ eldrum Violettu tilkynnt að hún væri látin, og hvemig dauða hennar hiefði að hönd- um borð; einnig hve hetju- leg hún hefði orðið við hon- um_ Þetta voru þungbærar fregnir eftir að hafa beðið og vonað svo lengi. Fyrst í stað voru þau sem lömuð. En er frá leið, fóru þau að hugleiða hvernig á því mætti standa, að þessar þrjár ungu stúlkur höfðu verið teknar af lífi, enda þótt fleiri konur brezk_ ar væru í fangabúSunum og slyppu lífs af. Það var eins og eitthvað sérstakt gerði að þær þrjár mættu ekki fyrir nokkurn mun sleppa, hvað svo sem því olli. Ekki gat það verið af reiði gegn Bret- um, því þá hefði hún átt að bitna á þeim hinum. Hið sanna var, enda þótt foreldr- ar Violettu vissu það ekki, að sökum æsku og fegurðar 'höfðu einmitt þær þrjár ver- ið beittar svo svívirðilegum pyndingum, að koma varð í veg fyrir, hvað sem það kostaði, að þær gætu komið fram sem vitni um hina sið- lausu og hrottalegu grimmd_ armeðferð, sem hefði óhjá- kvæmilega orðið til þess, að enn fleiri hefðu orðið til þess, að enn fleiri hefðu orð- iið til saka sóttir af sigur- vegurunum. Því var morðið á þeim framkvæmt. Odettu Churchill var hins vegar þyrmt, bæði við hinum sví- virðilegu pyndingum og líf_ láti, þar sem yfirmenn fanga búðanna gerðu sér vonir um að það mundi bæta fyrir þeim Violetta hlýtur að hafa gert sér það Ijóst, að nú leið að lokum. Inn um gluggann heyrði hún skot aftökusveit- anna og fyrirskipanir böðl- anna og nábrennsluþefurinn barst inn til hennar. Eflaust hefur hún líka öðru hverju heyrt veinin, þegar lifandi konum var hrundið inn í ofn- ana, eða að minnsta kosti með lífi, enda þótt aðstoðar- foringi fangabúðanna stæði til þes ssíðasta fast við þá fullyrðingu sína að læknir hefði jafnan skoðað lík hinna aftek'nu, til að fullvíst væri að ekki leyndist líf með þeim. Þegar frá leið rénaði sökn_ uður foreldranna nokkuð, en hjörtu þeirra fylltust stolti yfir því, að hafa átt þá dóttur sem gædd var slíkri dirfsku og þreki, bæði andlegu og líkamlegu. Og nú sáu þau í nýju ljósi hinn ósveigjanlega vilja, sem hún hafði verið gædd þegar sem barn, dirfsku hennar, fjör og sjálfsaga. Það var nokkru seinna að þeim barst mjög innilegt bréf frá Buckmaster hers- höfðingja, yfirmanni hinnar frönsku deildar leyniþjónust- unnar. Þar sagði hann meðal annars: H — Mér fannst sem ég yrði að skrifa ykkur nú þegar ég hef fengið nánari upplýsing- ar um hetjudáðir Vioiettu dóttur yðar, og þá miklu að- dáun, sem hún vakti hjá ölL um og hélt hátt merki Frönsku deildarinnar, sem við erum öll stolt af. Það er tvennt, sem hún vann að afrekum, sem ykkur er sennilega ókunnugt um Áður len hún var tekin hönd- um, varðist hún lengi heilli hersveit stormsveitarmanna með hríðskotabyssu sinni. Hitt er það, að þegar fangia- lestin, sem flytja átti hana til Þýzkalands, yarð fyrir loft- árás og þýzku verðirnir flúðu í var, miður sín af hræðslu, komst hún með ein- hverju móti fram á lestar_ ganginn og gat náð í vatn til að svala með þorsta með- fanga sinna. Þessi hetjudáð hennar hafði hin mestu áhrif á þá, enda var hún í samræmi við brezka drenglund og brezkan hetjuanda. Ég vona, að þetta létti nokkuð söknuð yðar og fylli hjörtu yðar stolti yfir afrek- um dóttur yðar, sem við öll dáðum og dáum. Og seinna þetta sama ár, eða þann 17. desember 1947, var Violetta sæmd hinu veg- lega brezka héiðursmerki, Georgskrossinum, fyrst allra kvenna. Iriene Ward, hin kunna, brezka þingkona, tel- ur herinn þó ekki hafa verið þar með næg sæmd sýnd og hefur síðan sleitulaust unnið að því, að hún yrði einn ig sæmd Vikotoriukrossinum fyrir afrek sín og hetj,u_ lund. Franska stjórnin veitti henni heiðursmerkið, Croix du Guerre, snemma á árinu 1947. Það var í janúarmánuði 1947, að foreldrar Violettu og dóttir hennar voru kölluð fil Bdl ki ngh amh al 1 ar til þess að taka á móti Georgs- krossinum úr hendi sjálfs Bretakonungs. Næstu dag- ana áðuir var Tanía litla, sem var ekki nema rúmlega fjögurra ára, og hafði því lenga hugmynd um örlög móður sinnar, tók það auð- vitað sem skemmtilegan leik, þegar verið var að þjálfa hana í þeim siðum, sem krafizt er af þeim, er njóta þeirrar sæmdar að ganga fyrir hinn brezka konung. Og amma hennar tók upp fína kjóliiinn, sisrn Violetta hafði keypt handa dóttur sinni í fyrri leiðangri sínum til Frakklands. Hún strauk hann með heitu járni Bifreiðasalan og leigan Ingóifssfræfi f Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úr val sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. Bifreiðasalan og leigan Ingélfsstræfi 9 Sími 19092 og 18966 og hjarta hennar var stolt og gleði fyllt, en Tanía litla horfði á,.— nú átti hún að koma á mannamót í fyrsta skipti. Svo var að heyra sem konungur hefði kynnt sér hetjusögu Violettu næsta vandlega, því hann gat jafn- vel frætt þau, foreldra hennar, um ýmislegt í því sambandi. iSíðan afhenti hann Taníu litlu Georgs_ krossinn. „Mamma þín á hann, — gættu hans því vei,” sagði hann. Síðan .sneri hann sér að foreldrum Violettu. — Eg geri ráð fyrir að mig hefði brostið hugrekki til að vinna þau afrek, sern dóttir yðar vann. Hún var sannarleg hetja. —■ Þegar þau gengu úr höll- inni, biðu þeirra ljósmyndar ar allra helztu blaðanna. Þeir þyrptust að Taníu litlu og báðu hana um að sýna sér heiðursmerkið. — Hún gerði svo og myndavél- arnar suðuðu og smelltu án aflátsj — Hvílíkur h,eiður. v.arð íblaðaj'j ósmy ndrirunum að orði. — Hún mamma á þetta, sagðl Tanía litla. — Eg geymi hann bara þangað til hún kemur beim aftur. ■ * Alþýðublaðið — 20. nóv. 1958.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.