Alþýðublaðið - 22.11.1958, Qupperneq 9
Iðnó
Iðnö
ármann og ¥M eiga merkisafmæii bráðiega.
TVÖ af stóru félögunum hér
í Reykjavík, Glímufélagið Ár-
mann og Knattspyrnufélag
Reykjavíkur eiga merkisaf-
mæli á næstunni. Ármann verð
ur 70 ára 15. desember n.k., en
KR 60 ára í marzmánuði. Eftir
því sem íþróttasíðan hefur
kynnt sér, munu bæði félögin
h-alda afmælin hátíðleg með
miklum íþróttasýningum og
keppni. Aðalhátíðahöid Ár-
manns fara fram í febrúar, en
KR-inga í marz. í sambandi við
afmælin munu bæði félögin
efna til hátíðarmóta í frjálsum
íþróttum næsta sumar.
KEPPA FRÆGIR
'ÍÞRÓTTAMENN?
íþróttasíðan spurðist fyrir
um. það hjá forystumönnum
beggja félaganna, hvort. til
greina komi, að bjóða erlend-
um íþróttamönnum til frjáls-
íþróttamótanna. — Ármenn-
ingar svöruðu því til, að sent
hefði verið boð til Finnlands
og væri þjálfarinn Yrjö Nora,
sem var hjá félaginu um skeið,
milligöngumaður í því máli.
Ekki væri hægt að segja neitt
frekar um þetta mál að svo
stöddu, svo sem hverjir koma
og hvað margir, en nokkurn
veginn öruggt má telja að ein-
hverjir komi, Gaman væri t.d.
að fá að sjá hinn þekkta hlaup-
ara Voitto Hellsten gegn okk-
ar ágæta Hilmari.
GEDERQUIST KEPPIR
Á KR-MÓTINU.
KR-ingar eru heldur lengra
komnir, þ.e. þeir hafa gengið
frá boði til eins íþróttamanns,
sem margir hér kannast við, en
það er danski sleggjukastarinn
Poul Cederquist, fyrirliði
danska landsliðsins. Um aðra
hefur ekkert verið ákveðið, en
öruggt má telja að um fleiri
íþróttamenn verði að ræða.
SIDLO, WASNY, SCMIDT?
Íþróttasíðan hefur einnig
frétt, að ÍR hafi nú þegar boðið
Hinn snjalli pólski þrístökkv-
ari Josef Scmidt í sigur-
stökkinu á EM.
erl. íþróttamönnum til ÍR-
mótsins og það eru engir smá-
karlar, éða Pólverjarnir Janus
Sidio, Zenon Wasny og Josef
Scmidt. Sá fyrstnefndi er
-Evrópumeistari í spjótkasti og
hefur verið einn öruggasti
spjótkastari heimsins undan-
farin ár, Wasny er pólskur met
hafi í stangarstökki og náði
bezt 4,53 m. í sumar, en Scmidt
er Evrópumeistari í þrístökki
og auk þess pólskur methafi
með 16,43 m. Hann er af mörg-
um álitinn mesti þrístökkvari,
sem nú er uppi og líklegur til
að bæta hið nýsetta heimsmet
Rússans Rajhovsky, 16,59 m.
ÍR-ingar hafa ekki enn fengið
svör frá Póllandi um þessa
menn.
BÆJARKEPPNI
Auk þessara væntanlegu
heimsókna, sem vonandi verð-
ur úr, eru miklar líkur til þess,
að Osló og Reykjavík þreyti
bæjarkeppni í frjálsíþróttum á
Laugardalsleikvanginum í
sumar, í sambandi við vígslu
hans.
Það er greinilegt, að mikið
verður um að vera næsta sum-
ar hjá frjálsíþróttamönnum
okkar, og ekki er að efa, að
þeir búa sig vel undir hin
stóru og mörgu átök. Áhuginn
á þessari íþrótt fer nú stöðugt
vaxandi og hafa t. d. æfingar
Reykjavíkurfélaganna sjaldan
eða aldrei verið eins vel sótt-
ar og einmitt nú, sérstaklega
er mikið um unglinga, sem
ekki hafa sézt á æfingum áður.
Handknatíleikurinn um helgina
MEISTARAMÓT Reykja-
víkur í handknattleik heldur
áfram um helgina og fara þá
fram 9; og 10. keppniskvöld
mótsins. Línurnar eru nú tölu-
vert farnár að skýrast í mót-
inu. Möguleikar KR-inga í
meistaraflokki karla eru mjög
miklir og flestir reikna með
nokkuð öruggum sigri þeirra,
jafnvel þó að þeir töpuðu fyr-
ir ÍR, markahlutfall þeirra er
nefnilega mjög gott.
í 1. flokki karla berjast senni
lega Fram og Ármann um sig-
urinn, en Þróttur er líklegast-
ur sigurvegari í 2. flokki. karla.
Þróttur og Fram hafa unnið
sína riðla, en ÍR—Fram leik-
urinn hefur verið kærður og
það getur breytt úrslitunum í
þeim riðli.
í meistaraflokki karla berj-
ast KR og Ármann til úrslita
og ekki er gott að -spá um úr-
slit þess leiks.
Þessir leikir fara fram í
kvöld:
2. fl. kvenna A:
Víkingur — KR
Ármann — Þróttur
Fram — Valur
Fram — KR
2. flokki karla A:
Ármann — ÍR
Þróttur — KR
1. fl. karla:
Fram — KR
Ármann — Víkingur
Annað kvöld fara eftirtaldir
leikir fram: .
2. fl. kvenna B:
Víkingur — Ármann
Meistarafl. kvenna:
Fram — KR
Meistaraflokkur karla:
Fram Víkingur
Þróttur — ÍR
Fran’jhald á 10. síöu.
Iðnó
DAJS SLEIKUR
í kvöld klukkan 9.
* ÓSKALÖG
* ELLY VILHJÁLMS
* RAGNAR BJARNASON og
* K.K, sextettinn leikur nýjustu
calypsó, rock og dægurlögin.
AðgöngumiSasala frá kl. 4—6.
Komið tímanlega og tryggið ykkur miða og borð.
Fimm heimsálfur
fimm vörumerki
PETROF &
FÖSLER ??
WEINBACH
SCHOLZE
FIBICH
• 'fe • & o <
Uessi n’vnd er tckin rr Pólverjar og Bandaríkjamenn háðu
iandskeppni .í frjálsum íþróttum í Varsjá í suinar. Hér sest
Polverjinn sigra Cortney í 800 m. hlaupinu á 1:46,7 mín. og
vot'u það óvsentustu úrslit Keppninnar. Cortney varð Olympíu-
meistari í 800 m. hlaupi í Melbourne.
Spartak sigraði bæði í deild-
ar- og bikarkeppninni í Ráð-
stjórnarríkjunum í ár. Dyna-
mo Kiev var í úrslitum deild-
arkeppninnar gegn Spartak, en
leiknum lauk með 3:2. Einn
frægasti knattspyrnumaður
Sovétríkjanna, Netto, er í
Spartak. Það hefur ekki skeð
síðan 1938, að sama liðið hefur
sigrað, bæði í bikar og deild-
arkeppni sama árið.
Einkaumboð:
Mars Trading Company
SímÍ 1-7373
Reykjavík.
‘f
Alþýðublaðið — 22. nóv, 1958