Morgunblaðið - 03.01.1979, Side 5

Morgunblaðið - 03.01.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 5 „Maður fyllist ánægju og þakk- læti, þegar barnið er vel skapað og heilbrigt.“ sögðu þau hjónin Jóhanna Jóhannsdóttir og Hjörtur Egilsson. er þau horfðu á son sinn. litla Reykja- vikurhnokkann 1979. Drengur- inn kom í heiminn á nýársnótt á Fæðingarheimili Reykjavík- ur kl. 04.25, 16 merkur að þyngd og 52 sm. Er hann annað barn ársins. en hið fyrsta, sem einnig er drengur, fæddist á Akureyri fáum mínútum fyrr. Er hann sonur hjónanna Helgu Maríu Sigurðardóttur og Guð- mundar Egils Más ívarssonar og þeirra fyrsta barn. „Þetta er þriðja barn okkar, allt strákar, svo ekki verður kvennaríki á heimilinu," segir Jóhanna og hlær við. Móður og barni heilsaðist vel, en ekki virtist sá litli vera ginnkeyptur fyrir myndavél- inni. Ráðinn aðstoðarmað- ur Ragnars Amalds ÞORSTEINN Magnússon, 26 ára gamall Reykvíking- ur, hóf í gær störf sem aðstoðarmaður Ragnars Arnalds menntamála- og samgönguráðherra. Þorsteinn lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Islands s.l. vor en stúdents- prófi lauk hann frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð vorið 1972. Hann var þingfrétta- maður Þjóðviljans í fyrravet- ur. Þorsteinn starfaði mikið að félagsmálum Háskólans meðan hann var þar við nám, sat m.a. í Stúdentaráði í 3 ár og Háskólaráði í 2 ár. Þorsteinn sagði í samtali við Mbl. í gær að hann ynni Þorsteinn Magnússon. jöfnum höndum að mennta- málum og samgöngumálum í hinu nýja starfi. Próf mál vegna afturvirkniskatta Vinnuveitendasamband íslands hefur kært afturvirkni skatta í samhandi við tekjuskattsviðauka og eignaskattsviðauka. sem lagðir voru á síðsumars sam- kvæmt tekjum ársins 1977. Var málið kært til skattstjóra, sem gefið hcfur úrskurð sinn um að álagningin hefði stoð í lögum. Málinu var þá áfrýjað til ríkis- skattanefndar. þar sem það nú er til athugunar. Samkvæmt upplýsingum Helga V. Jónssonar, lögfræðings og endurskoðanda, verður málarekst- ur hafinn, ef ríkisskattanefnd kemst að sömu niðurstöðu og skattstjóri og kvað hann málið væntanlega verða höfðað fyrir Jóhann missti unna skák nið- ur í tap í gær JÓIIANN Iljartarson tapaði fyrir Rússanum Korzubov í 7. umferð Heimsmeistaramóts sveina 17 ára og yngri í gær, en mótið fer fram í Sas-van-gent í Hollandi. Fyrr um daginn hafði Jóhann gert jafntrfli við Kúbumanninn Huergo. Jóhann er nú í 4.-5. sæti með 4'/2 vinning en Skotinn Motwani er efstur með 6 vinninga. Motwani vann Englendinginn Short í gær en Kúbaninn vann Greenfeld frá ísrael. Þórir Olafsson aðstoðarmaður Jóhanns sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að Jóhann hefði verið mjög óheppinn í skákinni við Rússann. fógetadómi til þess að það gengi fljótar fyrir sig. I raun er skatturinn allur ekki gjaldfallinn fyrr en 15. febrúar og getur því ekki komið til fógetamáls fyrr en eftir þann tíma. Helgi var spurður, hvort menn gæti neitað að greiða þennan skatt, þar til niðurstaða væri komin um það, hvort álagningin væri á lögum réist. Hann kvað menn geta það, en sjálfsagt myndi gjaldheimtuaðili þá óska eftir lögtaki, en þó kvað hann þá varla gera slíkt á meðan málið væri hjá ríkisskattanefnd. Þessir aðilar, sem tækju þennan kost, gætu síðan mótmælt lögtakinu, þegar að því kæmi. Falla því málin inn í þetta prófmál. Helgi kvaðst vonast til að fógetaúrskurður í málinu gæti legið fyrir í marz eða apríl, en eflaust kvað hann þetta mál myndu fara til Hæstaréttar. Allan tímann, þar til úrskurður Hæstaréttar fellur, geta menn neitað að greiða þetta, ef þá Hæstiréttur kemst að niðurstöðu um að álagningin sé lögmæt. Eiga menn þó á hættu, að tapist málið reiknist dráttarvextir. Ýmsir hafa ekki treyst sér til þess að greiða, en eignir þeirra verða ekki settar á uppboð á meðan málið er ekki til lykta leitt. Aðrir hafa hins vegar greittt með fyrirvara um endur- kröfu. Helgi kvaðst hafa útbúið fyrir VSÍ eina kæru til ríkisskatta- nefndar, sem er prófkæra og var síðan samið við ríkisskattanefnd um að þeir, sem kærðu, gætu síðan vísað til hennar varðandi rök- stuðning. Sparast kæruaðilum þannig fyrirhöfn og skriftir. Steingrímur, Kjartan og Ragnar tilnefndir A RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær var tilnefnt í ráðherraneínd þá, scm Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra boðaði á Alþingi fyrir jól að yrði sett á laggirnar til að vinna að frumvarpi til laga um efnahags- stefnuna til tveggja ára. í nefnd- inni eru Steingrímur Hermannsson, Kjartan Jóhannsson og Ragnar Arnalds. „Ég mun kalla nefndina strax saman til að ræða vinnubrögðin," sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Það er búið að vinna töluvert að þessum málum í stjórnarflokkunum og við raunum byrja á því að draga það efni allt saman og fara í gegnum það.“ Mbl. spurði Steingrím hvernig yrði háttað samráðum nefndarinnar við aðila vinnumarkaðarins, en sem kunnugt er hefur Vinnuveitenda- samband íslands sagt sig úr sam- ráðsnefnd ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að allt þetta samráð þurfi að auka fremur en hitt,“ sagði Steingrímur. „En tég tel líka að það þurfi að finna heppilegra form. Það sýndi sig að þegar talað var við alla þessa aðila í einu, þá voru skoðanir þeirra of skiptar til að gagn yrði að og fyrir einn ráðherra að tala við hvern aðila um sig í einu er mjög tímafrekt. Ég er mjög fylgjandi því að ríkisstjórnin leiti eftir áliti manna og skoðunum og mun gera það, en hins vegar tel ég að frumkvæðið og tillögurnar verði að koma frá ríkisstjórninni." Kenndir verða • samkvæmisdansar • gömlu dansarnir • tjútt og rock * • Grease dansar • barnadansar • táningadansar • jass-dans • stepp Upplýsingar og innritun 84750 i sima Kennslustaðir: \ / / I ] \ REYKJAVÍK \ J KÓPAVOGUR HAFNARFJÖRÐUR Kenni til brons-, silfurs- og gullstigs MOSFELLSSVEIT OG AKRANES Viö bjóöum upp á sér tíma meö dönsum úr kvikmyndinni Grease Upplýsingar í síma 84750 frá kl. 10—1 eftir 3. janúar 1979

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.