Morgunblaðið - 03.01.1979, Síða 25

Morgunblaðið - 03.01.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 25 fclk í fréttum + INGRID drottningarmóðir í Danmörku átti mjög ánægjuleg jól með fjölskyldu sinni ( Fredensborgarhöll. Fyrir hana voru þau dálítið einstök, þetta munu vera fyrstu jólin sem öll fjölskyldan „gat mætt til leiks“, þ.e.a.s.i dæturnar, tengdasynirnir og barnabörnin. Jólahaldið var að venjulegum dönskum sið, farið var til aftansöngs, síðan var jólamaturinn borinn á borð. Það var jólagæs og hrísgrjónagrautur. bví næst var gengið kringum jólatréð og jólasálmar sungnir við undirleik Hinriks prins, sem lék á píanóið. Myndin var tekin í höllinni á aðfangadagskvöld. Er Ingrid drottningarmóðir á myndinni miðri. Ef talið er frá vinstri í aftari röðinni eru þar> Margrét Danadrottning og Hinrik prins, Benedikta prinsessa og prins Richard, Konstantín konungur af Grikklandi og drottning hans, Anna María. Pilturinn, sem stendur fyrir framan Margréti drottningu, er krónprinsinn Páll af Grikklandi og unga stúlkan sem leiðir ömmu sína er Alexia systir hans, prinsessa af Grikklandi. — Barnabörn Ingiríðar eru fremst, prinsessur og prinsar. — Frá vinstri til hægri Nicolas (Grikklandi) Joachim prins af Danmörku, Gustav prins af Berleburg, Nathalia prinsessa af Berleburg og systir hennar Alexandre prinsessa. Lengst til hægri situr Frederik prins af Danmörku. + MYNDIN er tekin í skrifstofu forseta V-Þýzkalands, er sendiherra Islands þar í landi gekk á fund Walters Scheel forseta Sambandslýðveldisins, til að afhenda honum skilríki sín. — Konan lengst til vinstri dr. Hildegard Hamm Briicher sem er aðstoðar utanríkisráðherra, þá kemur sendiherrann Pétur Eggerz, Walter Scheél forseti og lengst til hægri er skrifstofustjórinn í forsetaskrifstofunni dr. Paul Frank. FRÁ LEIÐBEIIMINGASTÖÐ HUSMÆÐRA Unnt er að geyma afganga af hátíða- matnum Margar spurningar út af geymslu á matarafgöngum hafa borist til Leiðbeiningastöðvar innar undanfarna daga. Hér skal því í stuttu máli gert grein fyrir hvernig best er að frysta hátíðamatinn. Kjötréttir Ef heimafólkið er orðið leitt á hangikjötinu má frysta afganginn og bera hann á borð síðar meir. Skiptið kjötinu í hæfilega skammta en hafið ekki meira en um 1 kg. í hvern skammt, ella er kjötið of lengi að gegnfrjósa. Mjög áríðandi er að nota lykt- heldar umbúðir, svo að ekki komi hangikjötsbragð af öðrum mat sem geymdur er í frystinum. Plastpokar eru ekki nægilega lyktheldir, það verður því að nota álþynnu, vefja hana þétt utan um kjötið og láta síðan grisju eða venjulegan umbúðapappír utan um til að hlífa álþynnunni, En hún er viðkvæm og hættir henni til að rifna ef hún verður fyrir hnjaski. Einnig mætti skera hangikjötið í þunnar sneiðar, leggja smjör- pappír á milli sneiðanna, setja hæfilega margar sneiðar í ál- þynnu og frysta þær síðan. Þar með er til gott álegg á heimilinu, sem unnt er að grípa til, þegar á þarf að halda. Á sama hátt má ganga frá skinku. Það má frysta skinku þótt hún hafi verið soðin niður í dós. Afganga af steik má einnig frysta annaðhvort í bitum eða í sneiðum. Steik má frysta í plastpoka eða plastþynnu. Þá afganga sem hér hafa verið nefndir má geyma í um þrjá mánuði, en gæðin versna smám saman, svo best er að geyma ekki slíkan varning of lengi í frystin- um. Þeir tapa gæðunum sínum minnst ef þeir eru þýddir í umbúðunum í kæliskápnum. Fiskréttir Soðinn fisk má frysta í soðinu eða í sósunni sem borið er með. Leggið réttinn í álmót eða í plastbox. Geyma má fiskrétti í um tvo mánuði. Þíðið þá í umbúðunum og hitið þá við mjög vægan hita en sjóðið ekki réttinn, þar sem hætt er við, að fiskurinn verði þá sundurlaus. Síld í edikslegi má frysta með góðum árangri í góðu íláti með þéttu loki. Hellið ediksleginum yfir síldarflökin, svo að þau séu alveg hulin af leginum. Vissara er að vefja álþynnu utan um ílátið, svo að síldarlyktin breiðist ekki út um alla frystikistuna. Síld í edikslegi má geyma í um þrjár vikur í frysti. Best er að þýða hana í umbúðunum í kæli- skáp. í frysti Fisk í hlaupi er hinsvegar ekki unnt að frysta með góðum árangri, hlaupið verður lint og leiðinlegt. Ábætisréttir Matarlímsbúðinga má frysta með góðum árangri. Má geyma þá í skálum úr eldföstu gleri. Venju- legt gler er viðkvæmt fyrir snöggum hitabreytingum, og því hætt við að það springi sé það látið í frystinn. Hinsvegar skal ekki frysta ávaxtahlaup eða ávaxtagrauta sem jafnaðir hafa verið með kartöflumjöli. Eplaköku með brauðmylsnu má frysta, en brauð- mylsnan verður þá ekki stökk, þegar eplakakan er borin fram. Pönnukökur má frysta með góðum árangri, Vefjið þær saman og setjið sultu á þær ef vill. Leggið pönnukökurnar í plastbox og setjið tvöfalda plastþynnu á milli laga. Á sama hátt má frysta vöfflur. Setjið tvöfalda plastþynnu á milli vöfflulaga og vefjið ál- eða plastþynnu utan um þær. Vöfflur og pönnukökur má þíða í um- búðunum með því að láta þær liggja á eldhúsþorðinu. En með því að láta plastþynnu á milli laga má taka þær í sundur, þær þiðna þá mjög fljótt. Ýmislegt fleira Soðið rauðkál má frysta með mjög góðum árangri. Það þarf einungis að setja það í plastpoka áður en það er látið ofan í frystikistuna. Setjið frosið kálið beint í pottinn og hitið það áður en það er borið á borð. Ef keypt hefur verið of mikið af osti má frysta hann í hæfilegum bitum. Hætt er þó við að ostar sem hafa verið frystir molni og þorni. Afganga af rjóma má frysta í góðum ílátum, en hætt er við að rjóminn verði dálítið kekkjóttur og að erfiðar gangi að þeyta hann með góðum árangri. Hann verður að smjöri áður en varir. Hrásalöt og salöt með majones er hinsvegar ekki unnt að frysta með góðum árangri. Sama máli gegnir um salatblöð, heila tómata og hreðkur. Að lokum skal tekið fram að gæðin á slíkum varningi rýrnar eftir því sem geymslutíminn lengist. Á það sérstaklega við um þann mat sem mikil fita er í. Geymið því ekki matinn of lengi í frystinum. Það er góð regla að dagsetja alla böggla sem látnir eru ofan í frystikistuna og færa inn í bók, strika síöan út, það sem tekið er upp úr kistunni. Þá er síður hætt við að góður matarbiti gleymist á kistubotninum. g jj .Eskulýðsráð Hafnarfjarðar gekkst í sl. viku fyrir fjölskylduhátið i íþróttahúsi Ilafnarf jarðar. Var flutt dagskrá tvisvar um daginn. kl. 15 og kl. 20. og sóttu hana milli 1500 og 2000 manns að sögn Ellerts Borgars Þorvaldssonar formanns ráðsins. A dagskrá var söngur Öldutúnsskólakórsins, Ilalli og Laddi. Brimkló. diskótek og jólasveinar komu í heimsókn og endað var á flugeldasýningu um miðnættið. Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.