Morgunblaðið - 31.01.1979, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979
Dýr, sem safna
vatni utan á sig
Sandar Namibíu, nefnist
fræðslumynd um dýralíf í
Namib-eyðimörkinni í Suð-
vestur-Afríku, sem hefst í
sjónvarpi í kvöld kl. 22.05.
Namib-eyðimörkin, sem er
elzta eyðimörk í heimi, liggur
að sjó á stóru svæði og er þar
óvenju fjölskrúðugt dýralíf,
alls konar dýrategundir, sem
hafa aðlagast eyðimörkinni.
Sérstaklega er mikið af
eðlum og öðrum skriðdýrum,
svo sem slöngum, gekkóum
og kamelljónum, einnig lægri
dýr, köngulær o.fl. Lifnaðar-
hættir þessara dýra eru
nokkuð furðulegir, en þau
grafa sig niður í sandinn.
Orsjaldan rignir á þessum
stað. Á nokkur skiptir eyði-
mörkinni í tvennt og er yfir-
leitt uppþornuð, en hins veg-
ar verður flóð ef rignir og allt
lifnar við. Sagt er frá sér-
kennilegum fuglum, sem ná í
vatn handa ungum sínum og
bera það langar leiðir í
brjóstfjöðrunum. Þá er einn-
ig lýst skrýtnum aðferðum
sem sum dýr nota til að ná
sér í vatn, en sum dýr safna
til að mynda utan á sig vatni,
þ.e. í húðina og sleikja sig
síðan ef þau eru þyrst.
Myndin er að sögn þýð-
ands, Óskars Ingimarssonar,
mjög skemmtileg og mjög
nákvæmlega tekin, einkum
og sér í lagi, þegar dýrin eru
að éta, og má vera að ein-
hverjúm finnist það dálítið
óhugnanlegt eins og þegar
slanga étur bráð sína.
Sjónvarp í
kvöld kl. 21.15:
Kúnta
strýkur
aftur
FIMMTI þátturinn um
Kúnta Kinte hefst í sjón-
varpi í kvöld kl. 21.15.
Kúnta er settur undir
umsjá Ames þrælapískara
eftir strokið og sætir
harðri meðferð. Senn líður
að tóbaksuppskeru, og
reynist hún góð og
negrarnir halda uppskeru-
hátíð. Þá notar Kúnta
tækifærið og strýkur aftur.
Hann finnur Föntu, sem nú
heitir Maggie, og vill fá
hana til að strjúka með sér
norður, en hún vill það ekki
og hefur sætt sig við hlut-
skipti sitt. Þrælaveiðarar
ná Kúnta aftur og refsa
honum þannig, að hann
getur ekki strokið aftur.
LeVar Burton í hlutverki Kúnta Kinte og höfundur
bókarinnar „Roots“ Alex Haley.
Útvarp í kvöld kl. 20.00:
Myndlista- og handíðaskólinn
Þátturinn úr skólalífinu f um-
sjón Kristjáns E. Guömundsson-
ar hefst f útvarpi f kvöld kl. 20.00
Að þessu sinni verður tekinn
fyrir Myndlista- og handíðaskóli
Islands. Skólinn sjálfur verður
kynntur, forskóli hans, nám og
námstilhögun. Nokkrir nemendur
skólans koma í þáttinn og spjallað
verður um framtíðarhorfur og
möguleika þeirra, sem útskrifast
frá skólanum. Rætt verður um
deildaskiptinguna, en skólanum er
skipt í 8 deildir, og rætt við tvo
nemendur úr þeim deildum skól-
ans, sem gefa ákveðin starfsrétt-
indi, þ.e. myndlistarkennaradeild
fyrir grunnskóla og auglýsinga-
teiknaradeild. Allar aðrar deildir,
textil- og keramikdeildir, nýlista-
deild, málara- og grafíkdeildir,
taka mið af því að útskrifa sjálf-
stæða listamenn.
Einnig verður allnýstárleg tón-
list flutt í þættinum, en átta
nemendur skólans flytja lag, sem
þeir hafa samið undir handleiðslu
Atla Heimis Sveinssonar. Felld
eru saman í eitt uppáhaldslög
nemenda ásamt ýmsum hljóðum,
sem menn taka ef til vill lítt eftir
dags daglega og hætt við að
einhverjum bregði í brún við að
heyra þetta framúrstefnulag.
Þáturinn stendur í hálfa
klukkustund.
Utvarp Reykjavík
>MIÐMIKUDKGUR
31. janúar
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. Um-
sjónarmenni Páll Heiðar
Jónsson og Sigmar B.
Ilauksson. (8.00 Fréttir).
8.15 Morgunþulur kynnir
ýmis lög að eigin vali. 9.00
Fréttir.
9.05 Morgunstund barnannai
Geirlaug Þorvaldsdóttir
heldur áfram að lesa
„Skápalinga“, sögu eftir
Michael Bond (7).
9.20 Leikfimi.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir
ýmis lög frh.
11.00 Ilorft til höfuðátta. Séra
Helgi Tryggvason flytur
annað erindi sitt um upp
eldismál og þjóðmál frá
sjónarmiði kristins siðar.
11.25 Kirkjutónlist eftir Bachi
Michel Cahapuis lcikur á
orgel Prelúdíu og fúgu í
h moll/ Agnes Giebel söng-
kona Gewandhaushljóm-
sveitin í Leipzig flytja „Lof-
i
ið Drottin lýðir allir“. kant-
ötu nr. 51( Kurt Thomas stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Vcðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Litli barnatíminn. Sig-
ríður Eyþórsdóttir stjórnar.
SIÐDEGIÐ
13.40 Við vinnunai Tónleikar.
14.30 Miðdegissagani „Húsið
og hafið“ eftir Johan Bojer.
Jóhannes Guðmundsson fs-
lenzkaði. Gísli Ágúst Gunn-
laugsson les (8).
15.00 Miðdegistónleikari
André Saint-Clivier og
kammersveit leika
Mandólfnkonsert í G-dúr
eftir Johann Nepomuk
Hummeh Jean-Francois
Pallard stj./ Felicja Blumen-
tal og Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leika
Fantasíupólonesu fyrir
píanó og hljómsveit op. 19
eftir Ignaz Paderewskii Ana-
tole Fistoulari stj.
15.40 íslenzkt mál. Endurt.
þáttur Ásgeirs Bl. Magnús-
sonar frá 27. þ.m.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
(18.15 Veðurfregnir).
18.20 Popphorni Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.20 Útvarpssaga barnannai
„Saga úr Sandhólabyggð-
inni“ eftir H.C. Andersen.
Steingrímur Thorsteinsson
þýddi. Axel Thorsteinsson
byrjar lesturinn.
17.40 Á hvítum reitum og
svörtum. Guðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Einsöngur í útvarpssah
Sigurlaug Rósinkranz syng-
ur lög eftir Mozart, Brahms,
Sigvalda Kaldalóns og Tosti.
Ólafur Vignir Albertsson
leikur á píanó.
20.00 Úr skólalífinu.
Kristján E. Guðmundsson
stjórnar þættinum.
20.30 „Síðasta gjálífisævintýr-
ið“,
glettin smásaga en siðsam-
leg eftir Pedro Antonio de
Alarcon. Sveinbjörn Sigur-
jónsson þýddi. Steindór
Hjörleifsson leikari les.
21.00 Svört tónlist
Umsjónarmaðuri Gerard
Chinotti. Kynniri Jórunn
Tómasdóttir.
21.45 íþróttir
Ilermann Gunnarsson segir
frá.
22.00 Norðan heiða. Magnús
ólafsson á Sveinsstöðum í
Þingi ræðir við mcnn, sem
skemmta á þorrablótum og
árshátíðum. Einnig fluttir1
stuttir skemmtiþættir.
22.30 Veðuríregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Úr tónlistarlífinu. Knút-
ur R. Magnússon sér um
þáttinn.
23.05 „Fiðrið úr sæng Dala-
drottningar“. Ingibjörg Þ.
Stepheiisen les úr síðustu
ljóðabók Þprsteins frá
Ilamri.
23.20 Hljómskálamúsik. Guð-
mundur Gilsson kynnir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR -
31. janúar
18.00 Rauður og blár
ítalskir leirkarlar.
18.05 Börnin teikna
Bréf og teikningar frá
börnum til Sjónvarpsins.
Kynnir Sigrfður Ragna Sig-
urðardóttir.
18.15 Gullgrafaramir
Sjöundi þáttur.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.40 Heimur dýranna
Fræðslumyndaflokkur um
dýralff vfða um heim.
Þessi þáttur er um dýrin í
Klettafjöllum.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
19.05 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20Í0 Vaka
Fjallað verður um opinber
minnismerki og Iistaverk í
Reykjavík og rætt um ís-
lenska myndlistarsýningu f
Konsthallen í Málmey.
Dagskrárgerð Þráinn Bert-
elsson.
21.15 Rætur
Fimmti þáttur.
í fjórða þætti var því lýst,
cr Kúnta Kinte kemur heim
á búgarð nýja eigandans.
Fiðlaranum er falið að
kenna honum ensku og gera
góðan verkmann úr honum.
Það gengur ekki mjög vel
vegna mótþróa Kúnta.
Hann kemst að því, hvar
Fanta býr. Kúnta reynir að
flýja, en hann næst og er
refsað harðlega.
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.05 Sandar Namibíu
Fraíðslumynd um dýralff f
Namibíu-eyðimörk í Suð-
vesturAfríku, en hún er
elsta eyðimörk í heimi.
Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
22.55 Dagskrárlok