Morgunblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979 Nixon í H víta húsinu Washington, 30. jan. — AP. RICHARD M. Nixon fyrrum forseti snæddi kvöidverð í Hvíta húsinu í Washington á mánu- dagskvöld, og var það fyrsta heimsókn Nixons þangað frá því hann sagði af sér embætti 9. ágúst 1974. Nixon var gestur Carters forseta í kvöldverðar- veizlu, sem haldin var til heið- urs Teng Hsiao-ping fyrsta vara-forsætisráðherra Kína, sem hóf niu daga opinbera heim- sókn sína til Bandaríkjanna á mánudag. Veizlugestir voru alls 140, þeirra á meðal 24 fuiltrúar kínversku stjórnarinnar, sex bandarískir ráðherrar og 21 þingmaður úr báðum deildum bandaríska þingsins. Fréttamenn segja að Nixon hafi brosað breitt er hann kom til veizlunnar og tók f hönd Carters forseta. Aðspurður hvað Nixon hefði sagt við kom- una, svaraði Carter: „Iiann er ánægður með að vera hér.“ Fréttamenn vildu ræða við Nixon, en hann var fámáll. Benti hann á að hann væri kominn sem gestur Cartershjónanna og vildi því ekkert láta hafa eftir sér. Þó gat Nixon þess að hann og Teng hefðu ákveðið að ræðast við einslega á miðvikudag. Nokkrir þingmenn hafa gagn- rýnt Carter forseta fyrir að bjóða Nixon til veizlunnar, en forsetinn hefur látið þá gagnrýni sem vind um eyru þjóta og bent á að það hafi verið heimsókn Nix- ons þáverandi forseta til Kína árið 1972 sem opnaði leiðina til bættrar sambúðar ríkjanna. Nix- on heimsótti einnig Kína í einka- erindum árið 1976, en í hvorugt skiptið hitti hann Teng, sem þá var í ónáð. 1971 — Þrír geimfarar fara til tunglisins í Apollo 14. 1968 Herlög í Suður-Víetnam. 1967 — Vestur-Þjóðverjar taka upp stjórnmálasamband við Rúmena. 1%2 — Utanríkisráðherra OAS útiloka Kúbu frá þátttöku í málum Vesturheims. 1958 — Fyrsta bandariska gervihnettinum, Explorer I, skotið. 1950 — Truman forseti fyrir- skipar smíðí vetnissprengju. 1943 — Þjóðverjar gefast upp við Stalíngrad. 1928 — Leon Trotsky vísað úr landi í Rússlandi. 1917 — Þjóðverjar taka upp ótakmarkaðan sjóhernað. 1891 — Borgarastríð hefst í Chile. 1876 — Tyrkjasoldán fellst á að hafja umbætur. 1858 — „Great Eastern“ hleypt af stokkunum. 1790 — Prússar hætta íhlutun í stríði Rússa og Tyrkja. 1606 — Guy Fawkes tekinn af lífi. 1578 — Orrustan um Gembloux: Ósigur Hoilendinga. 1504 — Samningurinn í Lyons: Frakkar láta Napoli af hendi við Spánverja. Afmæli: Franz Schubert, austurriskt tónskáld (1797—1828) = Norman Mailer, bandarískur rithöfundur (1923 —) = Anna Pavolva, rússnesk dansmær (1885—1931). Andlát: John Galsworthy, rit- höfundur, 1933. Innlent: Fyrsta útvarpssending- in 1926 = Fyrsta íslenzka svif- flugan reynd 1937 = „Glitfaxi" ferst 1951 = Fundur forsætisráð- herra Norðurlanda í Reykjavík 1973 = Eignatjón í fárvirðir um allt land 1966 = Póstskipið „Phönix" ferst í ofsaveðri við Snæfellsnes 1881 = d. Guðbrand- ur Vigfússon prófessor í Oxford 1889 = Þorlákur bp Runólfsson 1133 = Sveinsstaðarfundur 1522 = Mjólkurverkfall 1935 = f. Elín Pálmadóttir 1927. Orð dagsins: Menn verða að klífa fjallið ef þeir vilja sjá sléttuna — Kínverskur máls- háttur. Versnandi viðskiptajöfnuður Waxhingrton. 30. janúar — AP VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Bandaríkjanna við út- lönd var óhagstæður um 28.450 milljónir dollara á árinu 1978, eða nærri tveimur milljörðum dollara óhagstæðari en á árinu 1977, sem þó var metár, að því er segir í opinberri skýrslu sem birt var í Washing- ton í dag. Er þetta ein helzta ástæðan fyrir óstöðugleika dollarans á erlendum ghaldeyris- mörkuðum. Verstur er viðskiptajöfnuðurinn við Japan, en þar er hann óhagstæðum um 11.600 milljónir dollara. Ein ljósasti punkturinn í skýrslunni er að olíuinnflutning- ur til Bandaríkjanna minnkaði á árinu um 6.8% miðað við árið á undan, og nam 39.500 milljónum dollarar miðað við 42,400 milljónir 1977. þig inn í dæinið Sparilán Landsbankans eru í reynd einfalt dæmi. Þú safnar sparifé með mánaðarlegum greiðslum í ákveóinn tíma, t.d. 24 mánuði og færð síðan sparilán til vióbótar við sparnaðinn. Lánið verður 100% hærra en sparnaðar- upphæðin, — og þú endurgreióir lánið á allt að 4 árum. Engin fasteignatrygging, aðeins undirskrift þín, og maka þíns. Landsbankinn greiðir þér al- menna sparisjóðsvexti af sparn- aðinum og reiknar sér hóflega vexti af láninu . Sparilánið er helmingi hærra en sparnaðar- upphæðin, en þú greiðir lánið til baka á helmingi lengri tíma en það tók þig að spara tilskylda upphæð. Biðjið Landsbankann um bæklinginn um sparilánakerfið. Sparifjársöfnun tengd réttí tíl lári • *i i íij Sparnaður þinn eftir Mánaðarleg innborgun hámarksupphæö Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þittl) Mánaðarleg endurgreiösla Þú endurgreiðir Landsbankanum 12 mánuði 25.000 300.000 300.000 627.876 28.368 á 12 mánuðum 18 mánuði 25.000 450.000 675.000 1.188.871 32.598 á 27 mánuðum 24 mánuði 25.000 600.000 1.200.000 1.912.618 39.122 á 48 mánuðum l) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaðí vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma. Sparilán-ttygging í framtíð *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.