Morgunblaðið - 31.01.1979, Page 19

Morgunblaðið - 31.01.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979 19 Samræmdum prófum 4500 grunn- skólanemenda lokid: Hófleg og gallalaus segja skólastjórar SAMRÆMDUM próíum í 9. bekk grunnskóla lauk í síðustu viku, en alls gengust um 4500 ung- menni undir prófin að þessu sinni. Prófin voru fjögur þ.e. í íslenzku, stærðfræði, erlendu tungumáli (ensku, dönsku, norsku eða sænsku) og raun- greinum (líffræði og eðlisfræði) eða samfélagsfræðum (sögu og landafræði). Að sögn tveggja skólastjóra, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, þóttu prófin hófleg, skynsamlega gerð og gallalaus eins og það var orðað. Björn Jónsson skólastjóri í Hagaskóla í Reykjavík sagði að sér hefði virzt prófin hófleg og alls ekki væri ástæða til að kvarta yfir þeim. — Hver skóli sér síðan í Hús brann í Sandgerði Sandgerði 30. jan. ÍBÚÐARHUSIÐ Bursthús í Miðneshreppi brann nær til grunna í dag. Það var klukkan rúmlega 8 í morgun að slökkvilið- ið í Sandgerði var kallað út og er það kom að Bursthúsum var húsið nær alelda. Einnig komu tveir slökkvibflar frá Keflavík til aðstoðar. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en þá var húsið mjög mikið brunnið, t.d. allt brunnið innan úr því og það fallið niður að mestum hluta. Það er nú talið gjörónýtt. Húsið í Bursthúsum var gamalt bárujárnsklætt timburhús og hafði fjölskylda úr Reykjavík það á leigu en notaði það aðeins fyrir sumarhús og dvaldi þar einnig oft um helgar. Enginn var í húsinu er eldurinn kom upp. Ekki er kunn- ugt um eldsupptök en talið er að þau stafi út frá olíukyndingu. Innbúið mun hafa verið óvátryggt. — Jón. Prófprédik- anir í dag í DAG flytja þeir prófprédikanir sínar í kapeilu Iláskólans Jón Valur Jensson og Valdimar Hreiðarsson. Hefst athöfnin klukkan 5 síðdegis. Öllum er heimili aðgangur að kapellunni. Rædir aukin samskipti Is- lendinga og Grænlendinga PÉTUR Thorsteinsson sendi- herra hélt í gær til Godthaab í Grænlandi þar sem hann ræðir við áhrifamenn á ýmsum sviðum. Ferð þessi var ákveðin í tilefni af því að Grænlendingar hafa með þjóðaratkvæði hlotið heimastjórn og kjósa í vor þing til að stýra eigin málum. Utanríkisráðherra fól Pétri Thorsteinssyni að fara þessa kynnisferð til að athuga á hvern hátt samskipti íslendinga og Grænlendinga verði bezt aukin. Leiðrétting PRENTVILLA varð í minningar- grein Axels Thorsteinssonar um frú Svövu Þórhallsdóttur sem birtist hér í blaðinu í gær: „hress og hreifur" stóð, en átti auðvitað að vera „hress og reifur". marzlok hvernig hann stendur miðað við landið í heild og það er tvímælalaust þörf og góð ábending fyrir hvern skóla, sagði Björn. — Eftir því sem ég veit til voru þessi próf skynsamlega gerð og gallalaus, var svar Sverris Páls- sonar skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar er Mbl. spurði hann álits á prófunum í gær. — Prófin komu ^kki á óvart og voru í góðu samræmi við það, sem sagt hafði verið fyrirfram um uppbyggingu verkefnanna og það efni, sem tilkynnt var að tekið yrði til prófsins. Hins vegar finnst mér próftíminn ekki vera nógu vel valinn, prófin þyrftu að vera síðar á vetrinum, t.d. í marzmánuði. Þá held ég að þau væru marktækari því þá hefði verið farið yfir meira námsefni og nemendum kennd þessi fræði betur, sagði Sverrir. Þeir unglingar, sem gengust undir þessi próf eru flestir fæddir árið 1963 og prófin voru tekin um allt land á sínum tíma. Einkunnir fá nemendur og kennarar síðan að sjá í lok marz. Gefið er fyrir úrlausnir í bókstöfum og fær ákveðið hlutfall nemenda hvern bókstaf, en um svokallað raðkerfi er að ræða. Nemendur halda áfram að læra fyrrnefndar náms- greinar fram á vorið, en fá þá einkunnir frá skólum sínum og er það í valdi skólanna hvernig einkunnirnar verða upp byggðar. I báðum einkunnakerfunum eru ákveðin lágmörk, sem þarf að standast til að fá inngöngu í framhaldsskóla. Nefnd til að athuga mengun á varnarsvæðum Utanríkisráðherra skipaði þann 22. þ.m. þriggja manna nefnd til athugunar á ráðstöfun- um gegn mengun á varnar- svæðunum á Suðurnesjum. Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri er formaður nefndarinnar og með honum skipa nefndina þeir Eyjólfur Sæmunds- son, deildarverkfræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins, og Jóhann Sveinsson, heilbrigðisfull- trúi Suðurnesja. Af hálfu varnarliðsins hafa verið tilnefndir fjórir fulltrúar til samvinnu um nauðsynlegar aðgerðir, en nefndin mun annast eftirlit með framkvæmd þeirra. Leiðrétting SÚ PRENTVILLA var í frétt Mbl. í gær um verðlaunaafhendingu Smjörlíkis h.f. fyrir „Jólaleik" fyrirtækisins að eitt núll féll aftan af tölu svara þeirra sem bárust. Rétt er að um 1000 svör bárust við „Jólaleiknum". Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Hólir vegir hœtta áferð BESTU KAUPIN í LITSJÓNVARPSTÆKJUM BYLTING I GERÐ LITSJÓNVARPSTÆKJA Fyrstir á íslandi meö eftirtaldar nýjungar: O OBC In Line myndlampinn frá Hitachi er nýjung sem gefur bjartari og skarpari mynd. G Sjálfvirkur stöðvaleitari, með minni fyrir 16 rásir. H Straumtaka í lágmarki, 75, wött á 20 tommur, 95 wött á 22 og 26 tommur, sem gerir FINLUX kerfið það kaldasta á markaðnum. H Samskonar einingarverk er í öllum stærðum, sem auðveldar alla þjónustu. D Hægt er að fá þráðlausa (Infra Red) fjarstýringu fyrir allar gerðir (einnig eftir á). Öll FINLUX litsjónvarpstækin hafa verið reynd í 24 tíma í verksm, og eru eingöngu í viðarkassa (Palisander, Hnotu eða hvítu). 20“ kr. 415.000.- 22“ kr. 476.000.- 26“ kr. 525.000.- SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI 27099

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.