Morgunblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Vestmannaeyjar Aöalfundur Sjálfsfæöiskvennafélagsins Eygló veröur haldinn í samkomuhúsinu Vestmannaeyjum fimmtudaginn 8. febrúar og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjar- og landsmálln rædd. 3. Kaffi. 4. Bingó. St/órnin. Loki FUS í Langholtshverfi auglýsir eftir þátttakendum í leshring um frjálshyggju og alræöishyggju, sem áætlaö er aö halda í febrúar. Leiöbeinendur: Hannes Gizurarson, Hrelnn Loftsson, Róbert T. Árnason og Friðrik Zóphusson. Haflö samband vlö skrifstofun Heimdallar, frá kl. 16 í síma 82098. Lokl FUS Sjálfstæðisfélögin Breiöholti Árshátíð Árshátíö Sjálfstæöisfélaganna í Breiöholtl veröur haldin laugardaginn 3. febrúar n.k. aö Seljabraut 54, í félagsheimilinu. Húsið opnað kl. 18.30 Matur — Dans — Grfn — Gleði. Miðar afhentir aö Seljabraut 54, þann 31. jan. og 1. febr. n.k. kl. 20—21 sími 73211. Sjálfstæöisfélögin Breióhotti. „Þjóöin var blekkt — snúum vörn í sókn“ Gerðahreppur Sjálfstæöisflokkurinn efnir til almenns fundar sunnudaginn 4. febrúar kl. 14:00 í Samkomuhúsinu. Ræöumenn: Guömundur H. Garöarsson, fv. alþm., Halldór Blöndal, blaöam., og Pálmi Jónsson, alþm. Aö loknum framsöguræöum veröa almennar umræöur og fyrirspurn- ir. Fundurinn er öllum opinn. Halldór Blöndal „Þjóöin var blekkt — snúum vörn í sókn“ Grundarfjörður Sjálfstæöisflokkurinn efnir til almenns fundar laugardaginn 3. febrúar kl. 16:00 í matsal Fiskverkunarst. Soffaníasar Cecilssonar. Ræöumenn: Lárus Jónsson, alþm., og Sverrir Hermanns- son, alþm. Aö loknum fram- söguræöum veröa almennar umræöur og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum oplnn. Lárus Jónsson Sverrir Hermannsson Skólamál í Mosfellssveit Sjálfstæöisfélag Mosfellinga heldur almennan fund um skólamál að Hlégarði fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Framsöguræöur flytja: 1. Helgi Jónasson fræöslustjóri. 2. Séra Birgir Ásgeirsson formaöur skólanefndar. 3. Pétur Bjarnason skólastjóri. 4. Gylfi Pálsson skólastjóri. 5. Magnús Sigsteinsson formaöur byggingarnefndar skólamann- virkja. 6. Salóme Þorkelsdóttir formaöur skólanefndar Tónlistarskóla og varaoddvitl. Fundarstjóri: Gunnar Bjarnason ráöunautur. Fundarritarl: Gunnlaugur Briem fulltrúi. Aö loknum framsöguræöum veröa fyrirspunrir og frjálsar umræður. Hreppsnefndum Mosfell-, Kjalarnes- og Kjósarhrepps ásamt þingmönnum kjördæmisins er boðið á fundinn. Fundurinn er öllum °Pinn- Stjórnin. Guömundur H. Garöarsson Pálmi Jónsson Kristján Vigfusson — Minningarorð Fæddur 4. ágúst 1904. Dáinn 19. janúar 1979. Kristján vinur minn er dáinn og verður útför hans gerð í dag frá Kapellunni í Fossvogi. Kristján fæddsit að Úlfsbæ í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Vigfúsar bónda Kristjánssonar og konu hans Hólmfríðar Sigurðardóttur.Var hann yngstur þriggja sona þeirra hjóna. Kristján fór fljótt að vinna fyrir sér eins og títt var um unga menn á þeim árum. Snemma mun hann hafa eignast sinn fyrsta hest, en hestar, tamning þeirra og hirðing áttu eftir að verða snar þáttur í lífi hans allt til hinztu stundar. Eftir að Kristján flyzt til Reykjavíkur stundar hann ýms störf sem til féllu svo sem smíðar, landgræðslu og akstur leigu- bifreiða. Seinustu árin rak hann skerpingaverkstæði sitt „Skerpir", þar sem hann brýndi hvers kyns bitjárn og seldi sagarblöð í stórar og smáar vélknúnar sagirvRómuðu allir, sem áttu við hann viðskipti heiðarleika hans og orðheldni. Hinn 5. júní 1931 kvæntist Kristján Unni Þorsteinsdóttur, ágætri og glæsilegri konu, sem stóð við hlið mannsins síns í blíðu og stríðu, en hún andaðist 11. apríl 1975. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, þær Sólrúnu og Erlu, sem báðar eru giftar. Kristján hafði núna um jólin verið að heimsækja Sólrúnu, sem býr í Svíþjóð með manni sínum og börnum. Heim- kominn úr þessari feð á seinasta degi ársins fann hann fyrst til veikinda þeirra sem drógu hann til dauða á svo skömmum tíma. Ómældar ánægjustundir höfum við hjónin átt með þeim Kristjáni og Únni á heimili þeirra og hestaferðum um landið með þeim. Gott var að sækja þau hjón heirrr og einnig fengum við ekki aðra meiri aufúsugesti en þau á okkar heimili. Fyrir allar þær ánægju- stundir ber að þakka. Kristján var víkingur af vallar- sýn. Hár maður, beinvaxinn, samsvaraði sér vel, ljós yfirlitum og yfirbragð allt karlmannlegt. Úrræðagóðut og snarráður á hverju sem gekk. Avallt var hann glaður og brosandi. Það geislaði út frá honum góðvildin og enginn var fljótari að rétta vinum sínum hjálparhönd óbeðinn, hvernig sem á stóð. Slíkan mann var gott að eiga að vini. Engan sá ég sitja betur hest, eða hafa yfir þeim meira vald heldur en hann, án þess að beita hörku eða þjösnaskap. Skilningur hans og ást á þessum ferfættu vinum okkar var með eindæmum. Svo var og öll hans umgengni við menn og málleys- ingja. Kristján var orðvar maður og aldrei heyrði ég hann rægja eða tala illa um nokkurn mann. Ef honum fannst hann ekki geta lagt gott til þá þagði hann. Kristján var skapstór maður en kunni vel að stilla skap sitt. Seinþreyttur til vandræða, en lét aldrei sinn hlut. Ég held að leitun hafi verið að betri eða glæsilegri fulltrúa Þing- eyinga í höfuðborginni. Ég kynntist Kristjáni fyrst fyrir meira en 20 árum, þá í sambandi við hesta. Fyrir þann kunningskap á ég sameiginlegum vini okkar sem nú er látinn, skuld að gjalda. Kristján keypti' fyrir okkur hjónin okkar fyrstu hesta á Þingvöllum sumarið 1958. Þau kaup tókust með þeim ágætum að ekki varð á betra kosið. Ég fullyrði það að engum einum manni eigum við hjónin meira að þakka en honum að við höfum fengið að njóta þess að eiga, umgangast og læra að meta hestana okkar. Ekki eingöngu var Kristján ávallt boðinn og búinn til þess að aðstoða okkur í sambandi við allt sem að hestum laut, heldur var hann ávallt reiðubúinn til þess að leiðbeina og kenns börnum okkar þegar þau komust á legg og fóru að hafa gaman af hestum. Kristján kynnti mig fyrir mörg- um af vinum sínum og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Má segja að það hafi eins og ósjálfrátt myndast lítill hópur vina sem reið út saman um allar helgar og oftar ef tækifæri gafst. Var þá ævinlega glatt á hjalla, en ávallt í hófi þó og bárum við gæfu til þess að aldrei henti óhöpp eða slys. Þá fórum við oft saman vor og haust kunningjarnir Norður í land, til þess að heimsækja tamningastöðvar, skoða og kaupa hesta. Aldrei bar okkur þar að garði að Kristján ætti ekki vinum og kunningjum að mæta hvar sem stoppað var, sem allir vildu allt fyrir okkur gera. Ekki furðaði mig á öllum þessum vinum og kunningjahópi Kristjáns en oft varð ég undrandi þegar hann fór að ræða við þessa menn um hesta. KrÍ3tján virtist þekkja hvert einasta hross sem um var rætt og allar ættir þeirra. Enda var það svo að í okkar hópi voru engar ákvarðanir teknar í sambandi við hesta án þess að hafa fyrst borið þær undir Kristján. Kristján starfaði talsvert að félagsmálum hestamanna. Hann sat um árabil í stjórn Hesta- mannafélagsins Fáks í Reykjavík. Einnig átti hann sæti á landsþing- um hestamanna og í nefnd þeirri sem á sínum tíma undirbjó landsmót hestamanna a Þíngvöll- um. Nú þegar vinur minn er allur er mér efst í huga þakkiæti til hans fyrir vináttu hans sem að aldrei bar á skugga öll þessi ár. Fyrir allar þær ógleymanlegu ánægju- stundir sem ég, kona mín og börn höfum átt með honum og Unni þakka ég. Ég veit það að honum var ekki að skapi víl eða vol, en samt sem áður get ég ekki að því gert að það setur að mér sáran söknuð og trega að fá ekki að sjá Kristján vin minn aftur og finna hans þétta hestamannahandtak. Ég og kona mín sendum dætrum Kristjáns börnum og barnabörn- um og litla dótturdóttursyninum, sem fæddist í Svíþjóð þremur dögum fyrir andlát hans, en sem Kristján fékk ekki vitneskju um, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau öll í sorg þeirra. G.G. í dag, miðvikudag 31. janúar, fer fram útför Kristjáns Vigfússonar, sem andaðist í Borgarspítalanum 19. þ.m. eftir stutta en stranga legu. Kristján var fæddur að Úlfsbæ í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu 4. ágúst 1904: Hann var sonur hjónanna Vigfúsar Kristjánssonar frá Ingjaldsstöðum og Hólmfríðar Sigurðardóttur frá Daðastöðum í Reykjadal. Hann ólst upp að Úlfs- bæ ásamt tveimur bræðrum, Sig- urði Lúther og Jóni. Ekki stóð hugur Kristjáns til búskapar, hann fluttist ungur til Reykjavíkur og vann fyrst við trésmíðar en fór fljótlega að aka eigubifreið frá „Aðalstöðinni", sem var þekkt bifreiðastöð hér í borg- inni. Síðan vann hann við bifreiða- yfirbyggingar um árabil og stofn- aði upp úr því sitt eigið fyrirtæki, em hann nefndi „Skerpir", og eins >e, nafnið gefur til kynna var þar brýnt hverskyns bitstál. Hér í Reykjavík kynntist Kristján konuefni sínu, Unni Þor- steinsdóttur, sem þá vann á Landssímanum og var ein af stúlk- unum á „miðstöð". Unnur var ættuð úr Dölum, nánar tiltekið frá Bugðustöðum í Hörðudal, þau gengu í hjónaband 5., júní árið 1931. Þau eignuðust tvær dætur, Erlu, sem er gift Bjarna Stein- grímssyni múrarameistara og Sól- rúnu, hennar maður er Jón Frið- steinsson, þau eiga 6 mannvænleg börn og eru búsett í Svíþjóð. Kristján og Unnur voru mjög glæsilegt par, hann með hæstu mönnum og samsvaraði sér vel, hún há og myndarleg kona. Þau voru samhent um marga hluti og vil ég sérstaklega nefna hve barn- góð og gestrisin þau voru bæði. Unnur var mjög fjölhæf og skemmtileg og var hennar sárt saknað, er hún andaðist 11. apríl 1975. Éftir andlát Unnar fluttist Kristján til Erlu dóttur sinnar og Bjarna og bjó í þeirra skjóli eftir það. Þó að Kristján yrði ekki bóndi, var sveitin honum alla tíð mjög kær, og þá sérstaklega „sveitin hans“ fyrir norðan. Hann hafði komið sér upp sumarhúsi í Barna- felli við Skjálfandafljót og dvöld- ust þau hjónin og fjölskyldan öll þar, eins oft og við var komið. Þá er enn ótalinn einn sterkasti þátturinn í lífi Kristjáns, en það var ást hans á hestum. Allt frá því að hann var barn að aldri, áttu hestarnir hug hans. í Úlfsbæ átti heima móðurbróðir Kristjáns og nafni, Kristján Sigurðsson (afi minn), þeir nafnarnir voru mjög samrýndir og þeirra stóra og sameiginlega áhugamál var hestar og allt, sem þeim viðkemur. Þetta áhugamál entist Kristjáni alla æfi. Hér í Reykjavík eignaðist hann hesta eins fljótt og auðið var og efa ég ekki, að félögum hans í hestamennskunni finnist nú skarð fyrir skildi, þegar Kristján er ekki lengur í hópnum. Unnur fylgdi manni sínum í þessu áhugamáli og fóru þau á hestbak hvenær sem við varð komið. Kristján hafði mjög góða frá- sagnargáfu og gleymi ég ekki hve skemmtilega hann sagði frá liðn- um dögum, t.d. Alþingishátíðinni 1930 o.fl. Allt, sem hann sagði frá, varð lifandi og skemmtilegt en aldrei ýkt, og var þá einatt glatt á hjalla í kringum Kidda frænda, eins og við kölluðum hann, frænd- fólk hans. Mér, sem þessar llnur rita, verður þessi stóri og fallegi frændi minn ógleymanlegur. Þegar hann kom fyrst hingað til Reykjavíkur, var hann í fæði hjá fóstru minni, Sigríði, sem var móðursystir hans. Mínar bernskuminningar eru jafn- an tengdar Kidda frænda. Hann taldi ekki eftir sér að fara með mig út á sleða að vetrinum og draga mig um bæinn, hitti hann þá oft vini sína og kunningja og spjallaði við þá, en ég sat eins og brúða á sleðanum og beið og hlustaði. Ég hlakkaði mikið til sunnudaganna á þeim dögum. Tvö síðastliðin ár hefur Kristján ásamt Erlu, Bjarna, Guðjóni mági sínum og hans konu, farið til Svíþjóðar um jólin og dvalið hjá Sólrúnu og Jóni. Það má nærri geta hve barnabörnin hafa hlakk- að mikið til þess að fá jólagestina og ekki sízt afa sinn, sem sá ekki sólina fyrir þeim. Á næstu jólum kemur afi ekki með, en ég trúi að hann og amma verði hjá þeim eftir sem áður. Ég votta dætrum hans tengda- sonum og barnabörnunum mína dýpstu samúð og bið þeim öllum blessunar. Kristjana Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.