Alþýðublaðið - 04.12.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.12.1958, Blaðsíða 5
Edouard Schuré: Vígðir meistarar. Lýsing á dul- arkenningum trúarbragð- anna. Bjöm Magnússon, prófessor, íslenzkaði. — Prentverk Odds Björnsson ar, Akureyri. Bókaforlag Odds Björnssonar 1958. Hér er á ferðinni eitt önd- vegisrit heimsbókmenntanna um dulfræði og mikilmenni heimspeki og trúarbragða. Það er unnið eftir sögulegum heim- ildum og velgrundaðri íhugun beirra sanninda, sem nútíma vísindi hafa fært mönnum í hendur, Það er því vonum seinna, að hún er gefin út á ís- lenzku. Það er mjög ve], að öndvegisrit eins og bók Schuré sé þýdd. Það hefur tekizt vel um val þess manns, er það verk leysir af hendi. Björn Magnús- sdn, prófessor £ guðfræði við Háskóla íslands, þýðir bókina og hefur lagt í það mikið starf. Þýðing hans er mjög snjöll og er auðséð, að hann hefur unn- ið hana af mikilli alúð og af fræðilegri staðfestu. Ég tel, að hann hafi með þessari þýðingu, ekki aðeins leyst þrekvirki af hendi, heldur og auðgað ís- lenzkt mál og hugmyndarheim þess að stórum mun af smekk- legum orðum og hugmynda- heitum. Bókin Vígðir meistarar er; frumsamin á frönsku. Hún var; fyrst gefin út árið 1889. Höf- undur hennar, Edouard Schuré, var allkunnur franskur rithöf- undur og' dulfræðingur. Hann ritaði allmikið um tónlist, óg . átti ríkan þátt í að kynna þýzka tónlist í Frakklandi, einkum íónverk Wagners, Jafnframt ritaði hann allmikið um þjóð- sögur og Austurlandatrúar- brögð, og lýsingar á ýmsum ' merkum persónum í trúar- bragðasögu. Einnig ritaði hann ævisögu sína. Vígðir meistar- ; ar hefur verið þýdd á fjölda • tungumála og verið gefin út í mörgum útgáfum. Björn þýðir haha úr þýzku. Bókin ber glögg merki kunnáttu höfundarins á sögulegum viðfangsefnum og ríkum skilningi á dulfræðileg- um efnum, er hann hefur beitt til að fylla í eyður sögulegra heimilda eða bæta lifandi drátt um í þær myndir, er hann dreg ur upp fyrir lesendum sínum Ný drengjabók, Heíjan eina HETJAN EINA eftir Finn Havrevolcf, gefin út af bókaút- gáfunni Fróða. Þýðinguna gerði Jónína Steinþórsdóttir. Þessi bók, sem nýkomin er á markaðinn segir frá þrem strák um, sem dvelja í sumarleyfi sínu á eyju úti í norska skerja- garðinum. Það veitist stundum erfitt fyrir frænkuna, Millu, að hafa hemil á þeim, því margt drífur á dagana. Þar eð þessi bók segir frá drengjum, verður hún líklega talin strákabók, en þó er eins . víst, að telpur hefðu einnig á- nægju af lestri hennar, því'frá- sögnin er létt Og lipur, sögu- hetjurnar gázkafullar og snar- ráðar og ferskur sjávarblærinn andar um eyjuna. Þessi bók verður engu barni né ungling óholl aflestrar. — Hetjan eina fékk Damm-verð launin í Noregi 1955. af löngu liðnum tímum og menningum. Stílfærzla hans er mjög snjöll og framsetning skýr 0g litrík. Ég efast ekki um, að margir kannast við þessa bók og hafa jafnvel lesiö hana. Hún hefur stundum fengizt hér í bókabúðum. En þýðing Björns er gerð með þeim ágætum, að vert er fyrir alla að kynna sér hana. Bókinni er skipt njður í kafla, er nefndar eru bækur. Bera þær eftirfarandi heiti: Rama (Aldaskeið Aría), Kris- hna (Indland og Brahmana- vígslan), ITermes (Laúnhelgar Egyptalands), Móses (Ætlunar- verk Israels), Orfeus (Laun- helgar Dionvsosar), Pyþagóras (Launhelgarnar í Delfí), Plató (Launhelgarnar í Elevis) og Jesús (Ætlunarverk Krists). Þó þessar fyrirsagnir segi mik- ið um efni bókarinnar, eftir því sem menn helzt hyggja af nöfnunum einum en er ekki allt, því Schuré notar alls kon'- ar uppistöður og ívaf í þann mikla vef, er hann vefur úr kenningum trúarbragðanha, sögunni, fornleifafræðinni og vísindum nútímans. Ályktanir hans eru rökrænar og skarpar, svo að hver lesandi bókarinn- ar fær ekki aðeins aukna þekk- ingu, heldur opnast honum nýr heimur hugmynda og íhugun- ar. Ðulfræði bókarinnar er mikil og tel ég, að hún eigi mest erindi til íslenzkra les- enda. íslendingar hafa alltaf verið talsvert fyrir dulfræði. Hug- myndir þeirra í þeirri grein speglast mjög í fornum goð- sögnum Eddu og Eddukvæð- um. Þessi fræði hafa alltaf verið við lýði með þjóðinni og er enn þann dag í dag. En end- urnýjun hennar á einnig að verða á breyttum tímum. En til þess þurfa að verða gefin út rit um slík efni. Ég held, að bók Schuré sé þar spor í rétta átt. Trúarbrögð eru að mínum dómi að vissu leyti úrelt fyr- irbrigði, sem hljóta að hverfa og eru að hverfa úr mann- heimi. En saga þeirra og þroska ferill er viðfangsefni, sem enn verður glímt við um langa framtíð. Þess vegna er saga þeirra, sem rituð er af skiln- ingi og kunnáttu eins og gert er af Schuré, nauðsynjaverk. En hitt skal ég fúslega viður- kenna, að trúarbrögðin eins og þau hafa verið, voru nauðsyn fyrir þjóðirnar meðan þær voru óþroskaðar. Sumir menn og sumar þjóðir þurfa á þeim að halda enn þann dag í dag. En þrátt fyrir allt er það samt trúin, sem hefur verið undir- staða að vísindum nútímans. Ég get tekið undir með Schuré þar sem hann segir: „Trúin er máttur andans, er knýr hann áfram á veginum til sannleik- ans. Þessi trú er ekki fjand- samleg skynseminni, heldur kyndill hennar. Það er trú Kristófers Kólumbusar og Ge- líleis, sem krefst sönnunar og gagnsönnunar,... o« hún er sú eina trú, sem möguleg er á vor um tímum.“ Bókin Vígðir meistarar er mjög vel útgefin. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri sýnir það með þessari bólc og einnig þeim, er það hefur sent frá sér undanfarin ár, að bóka- gerð þess stendur ekki að baki því bezta, sem er í höfuðstaðn- um. Frágangur allur á bókum frá því er með hinum mestu ágætum. Prentun og uppsetn- ing öll er unnin af vandvirkni og smekkvísi'. Sama er að segja urn band og allan ytri frágang. Til dæmis má geta þess, að bandið er sérstaklega smekklegt. Nýbreyt'ni held ég að það sé, að í stað þess að setja aðeins hlífar á horn bók- arinnar, er hlíf sett á allan kantinn er snýr að opnunni og gyllt tveimur röndum til prýð- is. Mun öllum vera mikill fengur að þessu, því oft slitna kantar spjaldanna einmitt að opnunni. Ég held, að allir, bæði ungir og gamlir, eig'i að lesa bókina Vígðir meistarar. Hún á erindi til ailra og ekki sízt fyrir hið fagra og láílausa mál þýðand- ans. Jón Gíslason. Minntngarorð: UT ER KCMIN hjá Almenna bókáféiagmu bók mánaðarins íyrir nóvember — íslendinga saga II. bimli, fyrirlestrar og ritgerðir um tímabilið 1262—: 1550. Þórhallur Vilmundarson cand. mag. hefur búið þetta bindi til prentunar. Hann segir í formála fyrir bókinni: „Þbgar dr. Jón Jóhannesson lézt 4. maí 1957, voru fáir mán- u.ðir liðnir frá útkomu fyrra bindis íslendinga sögu hans, sem fjalla skyldi um sögu þjóð arinnar frá upphafi byggðar til siðaskipta. Uppistaðan í sögu dr. Jóns eru fyrirlestrar þeir, sem hann flutti í Háskóla íslands, frá því er hann hóf þar Framhald á 10. síðu. — NÝLEGA lézt á Akureyri frú Soffía Stefánsdóttir hjúkr- unarkona rúml. 63 ára að aldri. Hún var Húnvetningur að ætt og uppruna, fædd að Litlu Ás- geirsá í Víðidal 15. 4. 1885. Yoru foreldrar hennar hjónin Stefán Þorsteinsson frá Þing- evrUm og Ásta Margrét Jóns- dóttir frá Hindisvík. Varð Soffía ung að fara til vanda1ausra og mun hafa átt fremur örðug æskuár. En í eðlisfari hennar var djúpsett löngun til þess að verða öðr- um að liði, og þá ekki sízt þeim, sem mest þurftu þess með, hin- um sjúku og minni máttar. Og bessi löngun hennar mun hafa ýtt henni út í hjúkrunarstarf- ið. Það nám stundaði hún hjá héraðslækrú Skagfirðinga Jón- asi Kristjánssyni, á sinni tíð, og því starfi þjónaði hún alla stund síðan. fyrsf í heimasveit sinni og síðar á Sauðárkróki, og loks á Akureyri. En á Sauð- árkróki giftist hún eftirlifandi manni sínum, Friðriki Jóns- syni, og eignuðust þau saman þrjár dætur, og lifa tvær þeirra, báðar giftar. Árið 1933 kom frú Soffía að barnaskólanum á Akureyri og gerðist þar hjúkrunar- og heilsuverndarkona skólabarn- anna þar, og starfaði þar síðan til dauðadags. Eg minnist þessa samverka- manns, þessarar sæmdar konu, með virðingu og einlægri þökk. Hún var gáfuð mannkostakona. Eg var í nokkrum vafa um það á s'inni tíð, hvort eg ætti að hjúkrunarkona. Hannes á h o r n i n u ★ Maður, sem hefur fundið æsku sína og drauma hennar. ★ Við Eggert Stefáns- son horfum yfir borg- ina, er hann drevmdi um. ★ Farfuglarnir okkar, sem heima eiga bæði á Italíu og á íslandi. EGGERT STEFÁNSSON er sérstæffur persónuleiki. Hann hefur aila ævi sína verið lista- maður, enda er listamannseðlið ríkast í honum, hvernig' svo sem á hann er iitið. Hann var einn af fremstu og mikilsvirtustu söngvurum iandsins og bar hróður íslanös víða um iönd. En þetta er ekki nema háifsögð saga. Hann hefur jafnlengi verið nokkurs konar nienningarlegur ambassador íslendinga, upp á eigin spýtur, talaff máli íslands, skrifað um hag þess og heill og litað heill og óskiptur með öllu því, sem hefur gerzt í sögu lands irts frá því að hann var ungur piltur. EFTIR A'Ð Eggert Stefánsson hætti að syngja opinberlega gerðist hann rithöfundur, en áð- ur hafði enginn vitað til að hann íengist við þá listgrein. Það kðm því mönnum á vart hve vél bæk ur lians vmru skrifaðar. Það kom sem sé í ljós, að hann hafði mjög næmt auga fyrir því, sem frá- sagnarvert er og að hann er sér- siæour stílisti. Þessu bafa bæk- ur h'ans bætt við hró'ður hans. EGGERT STEFÁN8SON er gáfaóur maður, en listeðli hans selur oft á hann sérstæðan svip. Mónnum finnst stundum að hami sé uppi í skýjunum og að hann stigi þar dansspor ofar grá úm degi og dægurþrasi okkar hinna. En þetta stafar af því, að Eggert er fyrst og fremst hug- sjónamaður, sem bindur ekki bagga sína sömu böndum og samferðamennirnir. Ég þekki marga gáfumenn, sem komnir eru við aldur — og leita sífellt að æsku sinni og ævintýrum hennar. Vafalaust leitar Eggert líka að sinni æsku, en einhvern veginn finnst mér að Eggert hafi tekizt það, sem okkur hin- um tekst ekki, að hann hafi í ■raun og veru fundið æsku sína og hennar ævintýr. Það er mik- il gæfa. Þess vegna er Eggert Stefánsson alltaf svrnna bjartur og glaður. IIANN ER KVÆNTUR ít- alskri konu. Þau. dvelja meiri- hluta hværs árs á Ítalíu, en koma hingað á haustin. því að báðum, að minnsta kosti henni, finnst að livergi sé eins gott áð vera á vetrum- og í Reykjavík: „Allt. svo bjart. Allt svo hlýtt. Allt svo gott,“ sagði hún. Ég heim- sótti þau einn daginn. Þau búa í stóru herbergi upp undir þaki i mæla með því að hún yrði ráð- I in; eg þekkti ekkert til hennar. I Þar höfðu starfað úrvals hjúkr ; unarkonur við skólann, eins og; frk. Sigríður Bachmann, frk 1 Halldóra Þorláksdóttir og frk. ísafold Teitsdóttir, og þótti mér sem nokkur vandi væri á. að fylla sæti þeirra. En er ev~ spurði Jónas héraðslæknir ujtjl hæfni S'offíu Stefánsdóttur. til starfsins, var hann ákveðinn í svörum og taldi engan svikinn. sem hún léði krafta SÍna. Og’ það varð orð að sönnu. Frti ; Soffía reyndist ágætlega. Húrt ; var bæði vel að sér og ágæt- : lega greind og lagin. En af öllm bar þó samvizkusemi hennarv trúmennska og hjartahlýja. Og’ j löngun hennar og lægni til at> ; hjálpa öðrum bar hana yfir all | ar tor'færur. Henni reyndist. j létt að starfa með börnum og | fyrir þau. Þau fundu einlægrsi hennar, velvild og hlýiu, og' kunnu að meta hið brosmilda. viðmót. festu hennar og rétí-r sýni í 'hverju því, sem þau og starf hennar snerti. Þau treystú henni eins og umhyggjusamrV móður, og þau fundu hjá henm hald og traust." Það gekk því jafnan snurðu- laust sem gera þurfti á heilsu - verndarstofunni. Frú Soffía sá um það. Og auk þess var gott að hafa höna í ráðum me5 margt annað, sem börnin og skólan snerti. Hún var skarp- sýn á flest sem betur mátti fara og fús til að vinna að öll- um umbótum, og taldi þá ekki Framhald á 10. síðu. í hlíðunum og sér yfir alla borg ma úr stóra glugganum. „ÞETTA ER EEYKJAVÍKV sagði Eggert. ,.En þetta er ekki Reykjavík æsku minnaiV' Svo- lítils saknaðar kenndi í rödd- inni, en samt: mér fannst ég heyra sérstakan tón í hénni. á þá leíð, að í öllu þessu hafi upp» Ijóma'ðra húsa sæi hann draurn inn rætast frá æsku sinni um nýja og' glæsilega Reykjavík. framlíðarinnar. Og er það ekk.i dásamlegt að sjá drauma sína rætast? ÉG SKOÐA3I MÖRG ítölsk: blöð og sá þar nafn íslands og nöfn þeirra hjóna. Annað skiidi ég ekki, en þau hjónin þýddo. og þarna var íjallað- um ísland og ísienzk málefni. Þétta er:i greinar eftír þau hjónin og við töl við þau í öllum Stórblöðum hins mikla og fagra drauma lands allra íslendihga. Og Egg ■ ert neldur áfram aðkkrifa. Haim er að skrifa framhald cndui minninga sinna, og hann er a<> undirbúa glæsilega bók um It- alíu með mörgum undurfögrum. myndum. EINU SINNI vorum við Egg ert saman í klíkú. Hinir voru. Kjarvel, Markús heitinn Krist- jánsson tónskáld, Fritz heitinn. Kjartansson, Finnbogi Rútur Valdimarsson og fleiri. Þá var vakáð um nætur, sungið og spiJ að og dreymt. Við „gerðtím" allt í draumum og með fimbuJ fambi, annað orð betra á ég' ékki til. En margir hafa draum arnir rætzt, svo undarlegt er þetta. Eggert er alveg eins 'Oít hann var, að minnsta kosti talar hann eins og brosir eins ojf „fantaserar" alveg eins. Eggert Stefáhssón bréýtist' é'kkert 'me» árunum. Samt.yerður hann sjö - tugur eftir tvö ár. Hannes á horninu. Alþýðublaðið 4. des. 1958

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.