Alþýðublaðið - 04.12.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.12.1958, Blaðsíða 9
C ífrróttir Ársþing KSls cur v mar i Tvöföld umferö í Islandþmóti KN ATTSPYRN USAMB ANJD íslands hélt ársþing sitt, hið 12. í röðinni, hér í Reykjavík, dag ana 29. og 30. nóvember sl. Þingið sóttu nse-r 60 fuitrúar frá eftirtöldum aðilum: Knatt- spvrnuráði Reykjavíkur, Akur eyrar og Hafnarfjarðar, íþrótta bandalagl Akraness, ísgfjarðar. Keflvíkur, Vestmannaeyja og Suðurnesja og Ungmennasam- bandi Kjalarnesþings. Björgvin Schram, formaður sambandsins, setti ársþingið með stuttu ávarpi, þar sem hann bauð fulltrúa og gesti vei- komna. Þá minntist formaður Erlend ar O. Péturssonar, sem lézt á árinu, en hann var einn af helztu forustumönnum íþrótta- mala hér á landi um langan ald- ur, svo sem kunnugt er, og for rnaður KR mörg undanfarin ár. Minntust þingfulltrúar hins látna forustumanns með því að rísa úr sætum. Þingforseti var kjörinn Ólaf- ur Jónsson, forrnaður KRR, og varaforseti Guðmundur Svein- björnsson, Akranesi, en þing- ritari Einar Björnsson. Skýrslur allar og reikningar sambandsins lágu fyrir þinginu fjölritaðir. En formaður skýrði skýrslu stjórnarinnar nánar í ræðu og gjaldkerinn, Jón Magn i'nson, reikningana. Skýrslan bar ljósan vott um margþætt starf sambandsstjórnarinnar á á árinu. Alls hélt stjórnin 56 bókaða fundi á tímabilinu. Þátttakan í knattspyrnunni hefur aldrei verið meiri né al- mennari innanlands en á sl. ári og ekki áður farið fram jafn- mörg mót né leikir verið háðir. Mikil eftirspurn var eftir knttspyrnuþjálfurunum, til lengri eða skemmri tíma, en erfitt reyndist að fá menn til þessara starfa. Sá, sem mest starfaði á vegum sambandsins að þessum málum, var Ellert Sölvason, en auk hans nokkuð þeir Hermann Hermannsson, Gunnar Gunnarsson, Qlafur Gíslason og Guðbjörn Jónsson. ★ NÁMSKEIÐ OG unglingastarf Efnt var til námskeiðs að Laugarvatni fyrir þjálfara. Var það gert í samstarfi íþróttafiiri- trúa ríkisins. Stóð' námskeið þetta yfir dagana 7.—27. júlí sl. og voru þátttakendur alls 16. Um leið var svo námskeið í ýms um íþróttagreinum, m. a. knattspyrnu, undir forustsi Haf steins Guðmundsson.ar, Þá voru útvegaðar nokkrar kvíkmyndir, ýmist leigðar eða keyptar, voru þær svo lánafiar sambandsaðilum. Unglinganefndin vann að aukinni þátttöku í knattþraut- um, en alls bættust við á árinu 19 með bronze-próf, 6 með silí- ur og einn með gull. Alls eru , prófin nú 8 gull, 36 silfur og 217 bronze. Þá sá nefndin. úm unglingadaginn. sem var 29. júní sl. Formaður ei- Frímann Helgason. Einn landsleikur í knatt- spyrnu fór fram á árinu, við Ir- Iand og fór leikurinn fram á Laugardalsvellinum. Óli B. Jónsson var þjálfari landsliðs- ins. -Á LANDSLEIKIR OG UTANFARIR FÖr til írlands er ákveðin næstg ár, til að endurgjalda heimsckn íranna. Enn fremur hefur verið samið um landsleik við V.-Þjóðverja árið 1960 og samninga rstanda yfir vJð knattspyrnusamband Hollands um landsleik 1961. Heimboð þessi og utanferðir eru að sjálf sögðu bundanr nauðsynlegum leyfum ÍSÍ. Þá komu hingað í heimsókn m. a. Bury F.C. á vegum KR o.g Bagsværd Idrætsforening (2. fl.) einnig á vegum KR, Sjæl- lands Boldspil U.nion og Ros- kilde Boldklub (2. fl.) til Fram. En utan fóru tii Danmerkur flokkur frá Fram, til Færeyja flokkur frá Val og ti i Danmerk ur unglingalið frá Þrótti. Enn fremur fór.u Akurnesingar til Noregs. Þá sótti formaður KSÍ sem fulltrúi þess ársþing FIFA, þ. e. alþjóða knattspyrnusambands- ins og UEFA eða Knattspyrnu- sambands Evrópu, auk þess mætti hann sem áheyrnarfull- trúi á Norræha knattspvrnu- ráðstefnu, sem haldin var í Danmörku. 1 tilefni af því að Ríknarður Jónsson, fyrirliði landsliðsins, hafði haustið 1957 leikið sinn 20. landsleik, var hann heiðrað- ur af stjórn sambandsins og knattspyrnumanni. Fór afhend ingin fram við hátíðlegt tæki- færi á Akranesi, að viðstöddum helztu forustumönnum íþrótta- samtakanna þar. Umræður urðu allmiklar um skýrslu stjórnarinnar og var henni þökkuð margþætt störf í þágu knattspyrnuíþróttarinnar á kjörtímabilinu. TVÖFÖLD UMFERÐ Á ÍSLANDSMÓTINU Ein merkasta samþykktin, sem gerð var á þinginu, var að hefja tvöfalda umferð í knatt- spyrnumóti íslands, þannig að féiögin leiki bæði heim.a cg heiman. En ýtarlegt frumvarp lá fyrir þinginu í þessu máli, sarnið af milliþinganeínd undir forustu Frímanns Helgasonar. Þá var einnig samþykkt reglu- gerð um knattspyrnudómara. Ýmsar aðrar samþykktir voru gerðar, m. a. skipun 3 manna fjáröflunarnefndar fyrir sam- bandið, en mikla naðsyn ber til að efla fjárhag þess. Þá var einnig samþykkt að fjölga stj órnarrr/eðlimum sambands- ins úr 5 í 7. it BJÖRGVIN SCHRAM ENDURKJÖFINN FORMAÐUR Björgvin Schram var endur- kjörinn formaður sambandsins í einu hljóði, en þeir aðrir, sem í stjórn voru kosnir, eru bessir: Sveinn Zoéga, Axei Einarsson, Ragnar Lárusson og Jón Magn- ússon. Fyrir voru í stjórninni Guðmundur Sveinbjörnsson Oa Ingvar Pálsson. Varamenn voru kjörnir Haraldur Guðmunds- son, Sveinn Ragnarsson, Páll Ó. Pálsson. I knattspyrnudóm- stól sarhbandsins voru kosnir þeir: Jón Tómasson lögfr., Jón Sigurðss. slökkviliðsstjóri og Jón Þórðarson framkv.stj. Vara menn: Jóhann Gíslason lögfr. og Jóhannes Bergsteinss. múr- arameistari. Endurskoðendur voru endur- kjörnir, en þeir eru: Haukur Evjólfsson og Hannes Sigurðs- son. Forseti ISÍ, sem sat þingið, flutti í upphafi þess stjórninni þakkir ÍSl fyrir ágætt starf og í Áttræð í dag: Eliiabef Jónsdóftir ELÍSABET Jónsdóttir, ekkja Péturs Guðmundssonar, kenn- ara á Eyrarbakka, er áttræð í dag. Hún býr að Grettisgötu 43 ásamt fóstursyni sínum Ást- þóri Pétri, en hann dvelur sem stendur við nám í Noregi. Eiísabet Jónsdóttir fæddist að Eyvindarmúla í Fljótshlíð, dóttir Jóns Þórðarsonar alþing ismanns, sem á sinni tíð var einn af fremstu bændahöfðingj um landsins. Þar dvaldi hún fram undir tvítugsaldur, en fór þá til Eyrarbakka til þess að læra sauma og aðrar kvenleg- ar dyg'gðir og giftist þar hin- um kunna gáfumanni Pétri Guðmundssyni kennara. Hann lézt 1922, og þá flutti Elísabet honum afhent silfurstytta af lok þess hinni nýkjörnu stjórn Landsliðin sigruðu LEIKIR landsliðs og „pressu liðs“ í handknattleik s.l. þriðju dag voru ekki eins skemmti- legir eins og búizt var við fyr- irfram. La'ndsliðin sigruðu með töluverðum yfirburðum, 17:10 í kvennaleiknum og 30:19 í karlaleiknum. Elísabet Jónsdóttir ásamt börnum sínum hingað til Reykjavíkur. Börn hennar eru: Jón Axel forstjóri við Bæj arútgerð Reykjavíkur, Nellý gift og búsett í Mýrasýslu, Guðmundur loftskeytamaður, Ásgeir verkamaður, Auður gift og búsett í Garði, Trvggvi bankafulltrúi, Steinunn, gift og búsett hér f Reykjavík og Pétur auglýsingastjóri Alþýðu- blaðsins. Alls eignuðust þau Nánari umsögn um leikina 'hjón 11 börn en misstu þrjú. verður að bíða til morguns. árnaðaróskir, um leið og hann þakkaði f. h. fulltrúanna á- nægjulegar samverusunóir á þinignu. Þá flutti formaður nokkur lokaorð þar sem hann þakkaði traust það, sem sér hefði verið sýnt með hinu einróma endur- kjöri. Þakkaði forseti ÍSÍ árn- aðaróskir og að hann skyldi heiðra þingið með nærveru sinni. Þá árnaði hann fulltrúum góðrar heimferðar, einkum þeim, sem langt vær.u aðkomn- ir, þakkaði þeim ágæta sam- vinnu og samstarf á þnginu. Enn fremur þakkaði hann þing- forsetum og þingritara þeirra störf og sagði síðan 12. þingi KSÍ slitið. þar af eitt, Ástu, uppkomna, en son hennar, Ástþór hefir hún alið upp, — Héftrr Elísa- bet búið við hið mesta barnalán og veri'S svo gæfu- söm að sjá börn sín kom- ast vel áfram í öllum greinum, enda bera þau mjög Svipmót foreldra sinna og á?ttmenna, en allt hefur það veriö kjarnafólk^ Elísabet er stór-br-otin kona, sterk í lund og svipmikil. Hún barðist við mikla ómegð og fá- tækt, en gafst aldrei upp. Hún er baráttukona og kvenskör- ungur að eðli og skapgerð. Hún er góður hagyrðingur og heit í tilfinningum. — Hún á mik- inn fjölda ving, og munu þeir í dag hylla hana og þakka henni góða samfylgd og óþreytandi starfsvilja um langan aldur. vsv.1 Láiíð ekki bækur Æskunnar vanta í bókaskáp barnanna Adda í menntaskóla (Jenna og Heiðar) ........ kr. 22.00 Adda trúlofast (Jenna og Heiðar) ............. — 25.00 Börnin við ströndina (Sig. Gunnarss. þýddi) . . — 20.00 Bjarnarkló (Sig. Gunnarsson þýddi) ........... — 32.00 Bókin okkar (Hannes J. Magnúss.) ............. — 24.00 Dóra sér og sigrar (Ragnheiður Jónsdóttir) . . — 35.00 Dóra í dag (Ragnhgiður Jónsdóttir) ........... — 35.00 Dagur frækni (Sig, Gunnarsson þýddi) .........— 40.00 Elsa og Öli (Sig. GfÖnnarsson þýddi) ......... — 48.00 Eiríkur og Malla (Síg. Gunnarsson þýddi) 23.00 Ennþá gerast ævintýri (Óskar Aðalsteinn) .... — 35.00 Grant skipstjóri (Háröies J. Magnúss. þýddi) . . — 33.00 Grænlandsför mín (Þorv. Sæmundsson) .......... — 19.00 Góðir gestir (Margrét? Jónsdóttir) ...........— 27.00 — 45.00 — 32.00 — 55.00 — 35.00 — 28.00 — 36.00 — 25.00 — 20.00 — 23.00 — 17,00 — 20.00 — 30.00 — 32.00 Geira glókollur (Marjgrét Jónsdóttir) I Glaðheimum (Ragi%eiður Jónsdóttir) ....... Glaðheimakvöld (Ragþheiður Jónsdóttir)...... Hörður á Grund (Sp|Ii Þorsteinsson) ........ Kappar úr íslendingá sögum (Marinó Stefánss.) ; Karen (M. JónsdóttmTþýddi) ................ Kisubörnih kátu (Guíýón Guðjónsson þýddi) . Litli bróðir (Sig. Gurfmarsson þýddi) .......— 18.00 Kibba kiðlingur (Hin’lur Gunnarsson þýddi) . . — 16.00 Kalla fer í vist (Guð.ióji Guðjónsson þýddi) .... — 18.50 Maggi verður að manni (S. Gunnarss. þýddi) Nilli Hólmgeirsson (Marinó Stefánsson þýddi) Oft er kátt í koti (Margrét Jónsdóttir) .... Skátaför til Alaska (Eiríkur Sigurðss. þýddi) Stellu-bækurnar (Sig. Gunnarsson þýddi) . . Snorri (Jenna og Heiðar) ................... Steini í Ásdal (Jón Björnsson) ............... — 46;00 Snjallir snáðar (Jenna og Heiðar) ............ — 45.00 Todda kveður Island (Margrét Jónsdóttir) .... — 25.00 Todda í tveim löndum (Margrét Jónsdóttir) .... — 25.00 Tveggja daga ævintýri (G. M. Magnússon) .... — 25.00 Uppi á öræfum (Jóh. Friðlaugsson) ............ — 30.00 Útilegubörnin í Fannadal (Guðm. G. Hagalín) . . — 30.00 Vala (Ragnheiður Jónsdóttir) . . . . ;..... — 20.00 Vala og Dóra (Ragnheiður Jónsdóttir) .........— 38.00 Vormenn íslands (Óskar Aðalsteinn)............ — 46.00 Örkin hans Nóa (Guðjón Guðjónss. þýddi) .... — 32.00 N. B.: — Klippið þessa auglýsingu úr blaðinu og hafið hana við hendina, þegar þið gerið innkaupin á jóla- bókum unglinganna núna fyrir jólin. — Hér erú marg- ar eldri bækur, með miklu lægra verði en nýju bsek- urnar. — Hafið það einnig í huga. FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM Bókaúlgáfa Æskunnar Kirkjuhvoli. Sími 14235. Alþýðúblaðið 4. des. 1958 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.