Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 10

Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 Sighvatur Björgvinsson: Út í hött að rífa upp frumvarp sem sam- komulag er orðið um **■ ' * 1 ' gærkvöldi komu mjög á óvart, en að mati Þjóðhagsstofnunar þýddu þær yfir 40% verðbólgu og lögfest- ingu til tveggja ára á hærra verðbólgustigi en verið hefur síðastliðið ár. Breytingartillögur Alþýðubandalagsins í dag hefðu þýtt lögfestingu á óbreyttu verðbólgustigi þetta 37—38%, og það erum við Alþýðuflokksmenn ekki reiðubúnir til að samþykkja. Við erum því ekki reiðubúnir til að taka þetta mál upp til nýrrar skoðunar eftir að samkomulag var gert í ríkisstjórninni um helgina. Ástæður þessa tilhlaups Alþýðubandalagsins tel ég vera innanlfokksvandamál hjá Alþýðu- bandalaginu, sem utanflokksmenn þekkja ekki mikið tii, frekar en að um málefnalegan ágreining sé að ræða milli ráðherranna." „vio ntum svo a ao ner væri verið að ræða um samkomulag í ríkisstjórn- inni. Við höfum kynnt það þannig í okkar flokksstofn- unum og ekki léð máls á því að berjast fyrir frekari breytingum á frum- varpinu. Því er það út í hött að ætla að rífa upp það frumvarp, sem samkomu- lagið hefur orðið um,“ sagði Sighvatur Björgvins- son formaður þingflokks Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í fyrrakvöld. „Þær breytingartillögur, sem bárust frá Alþýðubandalaginu í Sighvatur Björgvinsson. ÞESSI smyrill hefur haldið sig í Vesturbænum undanfarnar vikur og vakið athygli fbúanna þar eins og vonlegt er. Myndin var tekin þegar fuglinn hafði tyllt sér niður stundarkorn á húsið Grenimel 20. Ljósm. Mbl. Kristján. Stjórn BSRB mótmælir verd- bótaákvæðunum Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI: Frumvarp ráðherra forsætis- lögbindur verðbólgu til 2ja ára „FYRST og fremst svnist mér frumvarp Olafs Jóhannessonar vera lög- festing til tveggja ára á áframhaldandi verðbólgu. Það er höfuðatriði þessa frumvarps,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands í fyrradag. „Ákvæðin um verðbætur á laun sýna að mínu mati, að ríkisstjórnin sé horfin frá fyrri áform- um sinum um að stemma stigu við víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Takmörkunarákvæði frum- varpsins, að því er verðbætur launa varðar, koma að litlu eða engu haldi í baráttunni við verðbólguna.“ Þorsteinn Pálsson kvað Vinnu- veitendasambandið vilja, að allar hækkanir á vöru og þjónustu, sem stafa af launahækkunum, komi til frádráttar við verðbótaútreikning. Það væri eina leiðin til þess að skera á sjálfvirkt víxlhækkunar- kerfi verðlags og launa. Að því er varðar verðtrygginguna kvaðst Þorsteinn ekki sjá betur en þar væru allir endar opnir og að áframhaldandi átök yrðu milli stjórnarflokkanna um framkvæmd stefnumörkunar þeirra, því að ljóst væri, að endan- legar ákvarðanir hefðu ekki verið teknar. „Það er mitt sjónarmið, að á meðan ekki eru stöðvaðar víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags, þá geti verðtrygging af því tagi, sem frumvarpið kveður á um, verið beinlýnis hættuleg, því að hún getur aukið ringulreiðina á peningámarkaðinum í stað þess að skapa jafnvægi — þótt verðtrygg- ing sé æskileg að öðru jöfnu,“ sagði Þorsteinn Pálsson og bætti við, að einnig væri fráleitt að auka verðlagshöft. „Forsætisráðherra Þorsteinn Pálsson. var búinn að leggja fram frum- varpið í þeirri veru að stefnt yrði að frjálsri verðmyndun, en nú viku seinna eru komin verðlagshöft. Þannig er skammt stórra högga á milli.“ „Ákvæðin um atvinnuvega- áætlanir og útlánaáætlanir til tveggja ára,“ sagði framkvæmda- stóri VSÍ, „eru sams konar tíma- skekkja og verðlagshaftaákvæðin. Þessi vinnubrögð voru reynd á Stalínstímanum í Ráðstjórnar- ríkjunum og við þekkjum árangur- inn.“ Þá sagði Þorsteinn Pálsson, að um frumvarpið hefði ekki verið haft neitt samráð við Vinnuveit- endasambandið, hvorki um upphaflega gerð þess né um breyt- ingar, þótt forsætisráðherra hefði margsinnis boðað þá stefnu, að haft yrði samráð við báða aðila vinnumarkaðarins. „Frumvarpið ber þess merki, að aðeins á í framtíðinni að haga samráði með þeim einhliða hætti, sem gert hefður verið og er það algjörlega óviðunandi ástand.“ Þá spurði Morgunblaðið Þorstein Pálsson um það ákvæði frumvarpsins, sem skyldaði vinnu- veitendur að tilkynna vinnu- miðlunarskrifstofu ríkisins og stéttarfélögum með 2ja mánaða fyrirvara breytingar á rekstri fyrirtækja, sem leiddu til uppsagnar fjögurra starfsmanna eða fleiri. Um það sagði Þorsteinn: „Þetta ákvæði er ógerlegt að fram- kvæma. Ef það ætti að gilda í raun og veru, þá takmarkar það alla möguleika fyrirtækja til að bregðast skjótt við breyttum rekstraraðstæðum. Það gerir alian rekstur mjög erfiðan og óhag- kvæman og er þar af leiðandi ekki ráðstöfun, sem eykur framleiðni og bætir rekstur, heldur þvert á móti — er algjörlega ófram- kvæmanleg.“ STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fjallaði í fyrrakvöld um hina nýju frumvarpsgerð Ólafs Jóhannes- sonar og ályktaði um hana eftirfarandi: „Stjórn BSRB hefur fjallað um hið nýja frumvarp til laga um stjórn efnahagsmála og fleira, sem borizt hefur frá forsætisráðherra. Bandalagsstjórn hefur áður skilað umsögn um ýmsa þætti í fyrri gerð frumvarps þessa og hefur verið tekið tillit til þess varðandi nokkur atriði. í kaflanum um verðbætur á laun eru ennþá m.a. eftir- farandi ákvæði, sem banda- lagsstjórnin mótmælir sér- staklega: að verðbótavísitala sé sett á 100 1. febrúar 1979, sem ætla má að skerði verðbætur 1. júní næst- komandi. Nýr vísitölu- grundvöllur hefur ætíð miðast við gildistíma nýs samnings, sem ekki verður fyrr en eftir 1. júlí næstkomandi hjá BSRB. að vísitöluviðmiðun verði breytt á 2ja mánaða fresti, sem hefur aug- ljósa kjaraskerðingu í för með sér. að tóbak og áfengi verði tekið inn í grunn vísitöl- unnar og þannig raskað samningsákvæðum í gildandi kjarasamning- um til skerðingar á kjör- um. að tekið sé upp og lögfest viðskiptakjaravísitala án samninga við samtök launafólks. Sérstaklega er mótmælt viðmiðun slíkrar vísitölu við tíma- setningu á því samn- ingstímabili BSRB og aðildarfélaga þess, sem gildir til 1. júlí 1979. að tekinn sé upp óskil- greindur skattur vegna olíuverðshækkana, er komi ekki inn í verð- bótavísitölu. Með þessu er opin leið til ótiltek- innar skattlagningar og breytinga gerðra á vísi- töluákvæðum án samn- inga. Að öðru leyti ítrekar stjórn BSRB fyrri afstöðu sína til efnis frumvarpsins." Ofangreind samþykkt var samþykkt með atkvæðum allra stjórnarmanna BSRB. Guðmundur J. Guðmundsson. formaður VMSÍ: var ekki til þess að stánda fyrir kaupráni Stjórnin mynduð laiiisRiiriiiiaiia „ÞESSI ríkisstjórn var aldrei mynduö til þess að standa fyrir slíkum kaupránsaðgerðum,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, íprmaður Verkamannasam- bands íslands. í samtali við Morg- unblaðið. „Þessar vísitöluaðgerð- ■ ■■Rtiaiiiiii■00« m meumm■■■■■■! ir koma mér ákaflega á óvart, því að þær eru lúmskar kaupskerðingar.“ Guðmundur kvað vísitölumál afskaplega flókin og hægt að setja þau upp í margbreytilegt mál, „en ef umbúðunum er fleygt utan af ■ wm mmmmr Wjm semmMmmmmmmmmmmmm þeim, þá eru þessar aðgerðir fólgn- ar í því að lækka verðbólgu með því að lækka kaup, settar upp á fræðilegan hátt. Þessar aðgerðir eru kauprán óbreyttar, og ógæfu- legar. Enn er þessu stjórnar- samstarfi þó ekki lokið, og er því um að gera að vera stilltur vel.“ i 1 <13 i 1*10/ Guðmundur J. Guðmundsson Mít’ffii' i its i -n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.