Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
11
Það sem gengur inn á firðina og
elst þar upp, er vitanlega misjafnt
magn frá ári til árs. Má vera
ástæður eða átuskilyrði eða mis-
jafnlega sterkir árgangar, sem eru
atriði er ég er ekki nógu fróður að
segja um.
Það er vitanlegt að um fleiri
skaðvalda en manninn er að ræða
þegar talað er um síldarstofna og
hversu nærri þeim hefur verið
gengið á undanförnum árum.
Selinn hefi ég séð leika sér þar
sem smásild var undir, sællegan
og úttroðinn af smásíld. Mikið
þurfa selirnir að éta og mikið er af
þeim kring um landið.
Svartíuglinn: Það sem kom mér
til að skrifa um þessi mál, er að
áeggjan áhugamanna um þessi
atriði, hvílík ógrynni svartfuglinn,
sjálfsagt milljónir, þarf til átu af
þessari þjóðarnauðsyn sem upp-
vaxandi hafsíld er.
Aðeins vil ég nú taka lítið dæmi.
Haustið og veturinn 1978, hefur
verið töluvert magn af smásíld
inni á Skagafirði, en þessari síld
fylgdi mergð af svartfugli, svo
mikil að menn gátu farið þegar
veður ekki hamlaði og komið með
100—300 stykki, eftir skammdeg-
isdaginn og það sá ekki högg á
vatni, enda þótt þessar skotveiðar
væru stundaðar af nokkrum að-
ilum dag eftir dag.
Ef þessi skotni fugl var tekinn
upp á fótum og hristur komu í
mörgum tilfellum framúr honum
nokkrar ómeltar síldar, þegar
hann var svo slægður, voru venju-
lega í maga fuglsins milli tíu og
tuttugu stykki og þá misjafnlega
mikið melt.
Þó ekki sé reiknað með að hver
svartfugl éti nema tíu sildar á dag,
þá sér hver maður að mikið magn
þarf af síldinni fyrir alla þá
gífurlegu mergð af fugli sem í
hana sækir sitt lífsviðurværi.
Sjálfsagt má segja að þetta séu
getgátur, en þær eru studdar af
athugun glöggra manna, sem sjá
og fylgjast með því sem þarna er
að gjörast í ríki náttúrunnar.
Þessum mönnum finnst allundar-
legt svo ekki sé meira sagt, að þjóð
okkar skuli veiða fisk og síld í jafn
ríkum mæli og gjört hefur verið,
en ala hér upp fugla við landið svo
gegndarlaust sem gert er, án þess
að nytja þá svo nokkru nemi.
Nú má ekki skilja mín orð og
annarra svoleiðis að við viljum
láta eyðileggja allan fugl, það er
síður en svo, en við teljum að
lífríki náttúrunnar eigi og þurfi að
vera í vissum skorðum og finnst
óvarlegt að maðurinn raski þannig
hlutföllum, eins og þarna er svo
stórkostlega gjört.
Fyrir allmörgum árum voru sett
lög á Alþingi, þar sem bönnuð var
flekaveiði við fuglabjörg. Aðeins
við Drangey á Skagafirði veiddust
um hundrað þúsur\d, .fuglar að
meðaltali á ári í fimmtíu ár,
Björn Jónsson í Bæ
meðan flekaveiðin var stunduð
þar, og þó virtist svartfuglinum
ekki fækka við eyjuna. En það sem
best var við þessa veiðiaðferð var
að það taldist til undantekninga ef
varpfugl veiddist á flekana. Það
sem kom á flekana var geldfugl.
Nú mætti ætla að öll veiði við
fuglabjörg væri bönnuð, en svo er
þó ekki. Samkvæmt lögum má
veiða svartfugl í háf. Sú veiðiað-
ferð þykir þó ekki heppileg a.m.k.
ekki við Drangey, því ef hún væri
stunduð mundi veiðast nær
eingöngu fuglinn úr bjarginu, sem
væri þá tekinn af eggjum eða frá
ungum. Auk þess sem bjargfuglinn
er magrari en geldfuglinn, þá vilja
menn ekki stunda þá veiðiaðferð,
að aflífa foreldra frá afkvæmum
sínum.
Sem unglingur var ég aðeins tvö
vor við Drangey. Þar aflífaði ég
einu fuglana á ævinni, sem gjört
var með snöggu handtaki, nema ef
vera kynni að ég hafi einhvern-
tíma hálshöggvið hænsni.
Þó ég muni það ekki glöggt þá
má vera að útbúnaður varðandi
öryggi veiðarfæra hafi ekki verið
sem skyldi, en þar af hafa eflaust
komið fram kærur, þar sem flekar
voru taldir hafa fundist með dauð-
um fuglum á og er því ekki bót
mælandi, enda notað sem aðalrök i
til lagasetningar um bann við
flekaveiðum.
Einmitt þegar þetta gjörðist var
öll veiðiaðferð að breytast. Það
voru að koma öll bönd úr gerviefn-
um, sem ekki fúna og það voru
notaðir miklu stærri bátar, svo
stórir að menn héldu til í þeim og
gátu hirt sín veiðarfæri ef veður
ætlaði að ganga upp úr hófi fram.
Alloft eru gætnir og þaulkunn-
ugir menn að ræða um þau ólög
Seldi í
Grimsby
TOGARINN Ýmir seldi 133,5
tonn af fiski f Grimsby í gær-
morgun og fékk fyrir aflann 52,4
milijónir króna. Meðalverð fyrir
hvert kíló eru 392 krónur.
Þá seldi Bjarni Herjólfsson 120
tonn í Grimsby í fyrradag á 72.127
pund, eða 47,7 milljónir króna,
meðalverð 396,20 krónur hvert
kíló. Rösk 100 tonn af aflanum
voru þorskur.
Linytron plus
Litasjónvarp
ásamt fjarstýrítæki
SHARP stórkostleg myndgæði
og pægindi fjarstýringar.
Þróaður SHARP „LINYTRON PLUS“ myndlampi,
stórkostleg myndgæöi, orkusparandi rafmagns-
verk, „elektrónískur tónstillari meö LED
stöövarveljara og „sjáandi myndstilling“ (OPC)
Verö frá kr. 435.000.-
HLJÓMDEILD
KARNABÆR
Laugavegi 66, 1. hæð Sími frá skiptiborði 2815B
Björn Jónsson, Bæ:
Erum við að hjálpa til
við eyðingu smásíldar?
Smásfldin: Staðreynd er að flest
ár kemur mikið magn af smásíld
inn á norðlensku firðina seinni
part sumars og er þar oftast langt
fram á vetur, e.t.v. allan veturinn.
Svo er þetta sjálfsagt allt í kring
um landið. Þetta er gullkistan
okkar. Uppvaxandi síld misjafn-
lega gömul, sem er að vaxa upp
atvinnulífi þjóðarinnar til bjargar.
í seinni tíð hafa töluverðar
hömlur verið settar á veiði smá-
síldar þegar veiðiskipin hafa átt
að veiða fullþroska síld. Þó miklu
hafi verið sleppt þá er sjálfsagt
ómælt sem drepst af því sem látið
er fara. Við þessu er ekki gott að
gjöra og dæmi ég ekki um þá hluti.
sem þarna voru sett, að þeirra
dómi þjóð vorri til óheilla.
Ég verð að játa að ég er hálf
vantrúaður á það, að mikið verði
um flekaveiði, vegna breyttra at-
vinnuhátta, enda þótt svo færi að
hún yrði leyfð aftur. Þó gæti verið
að niðursoðinn fugl væri seljanleg-
ur erlendis ef eftir slíku væri
leitað.
Reyktur fugl er herramanns-
matur og á fleyri vegu mætti
efalaust tilreiða svartfugl, skapa
með þessu atvinnu og halda í
hóflegum skefjum þeim fugli sem
svo gegndarlaust keppir við okkur
um lífsafkomuna.
Með þessari stuttu greinargerð
viljum við allmargir sem talað
höfum saman um þessi mál, beina
því til alþingismanna, sem nú eru
að þinga um 'breytingar á fugla-
friðunarlögum, hvort ekki væri
athugandi og jafnvel þjóðarnauð-
syn að fella niður bann við fleka-
veiði, en setja um leið strangar
reglur varðandi öryggi veiðibúnað-
ar.
Fyrst ég er farinn að skrifa, þá
get ég ekki stillt mig um að
minnast á svartbakinn. Hann er
einnig skaðvaldur í smásíld og
loðnu. Það má stundum sjá svart-
bak éta svo mikið ef hann kemst 1
loðnu á grunnsævi að hann getur
ekki flogið fyrst eftir máltíðina.
Svartbak sjáum við einnig
gleypa æðarkolluunga í stórum stíl
og er það vafalítið einn þáttur í
minnkandi æðarvörpum víðsvegar
um landið. Þessi vargfugl sést
einnig sitja við ár og læki, jafnvel
fram á afréttum og hjálpast að við
að fanga væna silunga, en þeim
smærri er sporðrennt.
Alveg sama er með minkinn.
Hann er mikið meindýr, bæði
varðandi fuglalíf, svo og í ám og
vötnum og jafnvel í hænsnahúsum
við pilsfald húsmæðra.
Ég tel að alltof mikið sé nú orðið
af svartbak. Ég held að ráðamenn
þjóðarinnar geri sér ekki fullkom-
lega grein fyrir hvað stórleg rösk-
un hefur átt sér þarna stað. Á
mínum yngri árum var þessi fugl
ekki í þúsundatali eins og nú á sér
stað.
Orsakir þessarar fjölgunar
svartbaks eru margar, sem ég
hirði ekki um að greina frá að
þessu sinni, en það er að mínum
dómi nauðsynlegt að verja meiri
fjármunum hins opinbera til út-
rýmingar á svartbak og mink en
nú er gjört.
4. marz 1979,
Björn í Bæ.