Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 Aldarminning * OlafurJ. Hvanndal prentmynda- meistari 14. marz voru liðin 100 ár frá fæðingu Ólafs J. Hvanndai prent- myndameistara. Hann var fjöl- hæfur atorkumaður, snillingur í höndum og lagði stund á margt. Frægastur varð hann fyrir að læra fyrstur íslendinga prentmynda- gerð, og hefja störf í þeirri iðn- grein hér á landi. Nafn hans mun því standa í fremstu röð meðal íslenzkra forustumanna í iðnaði, þegar saga þeirra verður skráð. Það mátti teljast bylting í ís- lenzkri blaðamennsku, þegar sú stórbreyting átti sér stað að sam- dægurs fengust gerðar frétta- myndir hér heima, sem áður þurfti að bíða eftir jafnvel svo vikum skipti frá útlöndum. Fyrir bókaút- gefendur, blaðamenn o.fl. var þetta raunverulega jafn stórkost- leg breyting eins og varð á sam- skiptum við aðrar þjóðir, þegar síminn kom til landsins. Æskuár Ólafur J. Hvanndal fæddist 14. marz 1897 að Þaravöllum í Innra-Akraneshreppi. Faðir hans var Jón Ólafsson, Magnússonar frá Litlu-Fellsöxl. Kona hans hét Halldóra Jónsdóttir. Móðir Ólafs Hvanndal hét Sesselja Þórðardótt- ir, Steinþórssonar, móðir hennar hét Halldóra Böðvarsdóttir frá Skáney. Þau hjón eignuðust 16 börn. Foreldrar Ólafs áttu 7 börn. Hjá þeim var mikil fátækt. Bústofn 30 ær og 2 kýr. Meðan foreldrar Ólafs bjuggu á Þaravöllum urðu þau fyrir svo stórkostlegu tjóni á bústofni sínum, að það má teljast óskiljanlegt, að þau skyldu geta haldið búskap áfram eftir það. Þessar 30 ær sem þau áttu, töpuð- ust flestar á einni nóttu í sjó af flæðiskeri. Á næsta ári þar á eftir drápust báðar kýr þeirra um burð. Eftir það áfall stóð heimili þeirra uppi mjólkurlaust með öllu. Ekki fara sögur af hvernig lífsafkoma var eftir þetta mikla tjón. Á vori þetta sama ár er flutt frá Þara- völlum að Kjalardal. Þar fylgdi í leigumála mjólkandi kýr. Faðir Ólafs var mikill dugnaðarmaður og sótti hann sjó af miklu kappi og bjargaði þar með að heimilið leystist ekki upp. Eftir tveggja ára dvöl í Kjalardal er enn skipt um ábýlisjörð, og nú flutzt að Galtar- vík. Ellefu ára gamall byrjaði Ólafur að vinna fyrir sér hjá vandalaus- um. Var hann þá ráðinn að Tyrfingsstöðum til að smala kvía- ám yfir sumarið. Þar var hann vakinn kl. 7 að morgni dag hvern. Að lokinni smölun færði mjaltakonan honum matarbita út að kvíum og hrífu, því strax skyldi hann halda á teig og raka með heimilisfólki. Þarna var Ólafur í hálft þriðja sumar og var sumarkaup eitt lamb. Ungur mun Ólafur hafa verið þegar hann byrjaði að róa með föður sínum, en 17 ára réðst hann í fyrsta skiprúm hjá öðrum, á bát frá Akranesi. Skútulíf Þegar Ólafur var 18 ára var útþrá hans vöknuð og hélt hann þá til ísafjarðar ásamt nokkrum Akurnesingum, sem þar voru ráðnir á skútur. Fljótlega gat hann ráðið sig á eina slíka. Á þeirri vertíð lenti það skip í miklu fárviðri, blindhríð og roki. Þegar skútan náði loks landi eftir þetta veður, með brotna bómu og rifin segl, hafði hún verið talin af fýrir fullt og allt. I þessu veðri fórust tveir tvímastraðir kútterar og tveir einmastraðir bátar ráku á land við Horn. Þetta veður var kallað Draupnisveður eftir öðrum kútternum sem fórst. Á næstu vertíð var Ólafur háseti á kútter Sturlu. Þar gerðist sá fátíði atburður er Ólafur var á stýrisvakt, að maður kastaði sér fyrir borð. Ólafur hrópar þetta svo hátt sem hann gat, og kemur skipstjóri og fleiri í skyndi á þilfar og er skipinu samstundis snúið upp í vind, en ekki tókst að bjarga. Þriðja seglskipið sem Ólafur réðst á var kútter Gylfi frá Reykjavík. Var hann á því skipi eitt sumar. Þá kom það fyrir á heimsiglingu í Látraröst, að hol- skefla reið yfir skipið. Skipstjóri og vaktmenn hans flutu í sjónum yfir þilfar fram að lúkar. Engan tók út. í þessum brotsjó brotnaði káetan og fylltist af sjó, nokkur sjór komst einnig í lúkar. Skipið rak svo undan veðri og vindi frá landi. Þegar veðrinu slotaði hafði skipið rekið svo langt til hafs, að rétt mátti greina hátind Látra- bjargs. Þetta var mikið mann- skaðaveður. Kútter Kómes frá Seltjarnarnesi fórst með 20 manna áhöfn og kútter Geir missti út tvo menn í Látraröst. Þetta veður var kallað Kómesveður. Fjórða seglskip sem Ólafur réðst á var kútter Keflavík. Á því skipi lenti hann í ofsa fárviðri í Faxa- bugt. Mátti þar litlu muna að illa færi. I því veðri fórst skip sem Fálki hét. Var það veður kallað Fálkaveður. Enn skiptir Ólafur um skip og ræðst næst á kútter Guðrúnu, og næstu vertíð þar á eftir á kútter Hildi. Svo gott orð fór af sjómannshæfileikum Ólafs, að honum voru ávallt boðin betri og betri kjör, þess vegna breytti hann til hverju sinni. Þó skútulíf, eins og það var á þessum árum, væri síst fallið til að göfga andann, komu þó þrátt fyrir það listamannshæfileikar Ólafs þar fyrst fram. Hann notaði allar sínar frístundir til að skera út ýmsa muni, sem vöktu athygli og þóttu mjög vel gerðir. Noregsferð Að lokinni vertíð á kútter Hildi, réði Ólafur sig hjá Stefáni Snorra- syni skipstjóra til Noregsfarar að sækja. þangað nýtt skip, sem Vinfreð hét, og var skonnorta. I Noregi átti skipið að taka saltfarm til íslands. Þegar búið var að lesta skipið til heimferðar, þótti Ólafi það hættulega mikið framhlaðið. Hann kvaðst ekki fara heim með skipinu þannig hlöðnu. Fyrir ein- beitni Ólafs í þessu var skipið loks létt að framan, þó ekki eins mikið og hann vildi. Á leiðinni heim hreppti skipið mikið rok. Kom þá í ljós, að það var hættulega mikið framhlaðið, og varð ekki hjá því komist að fara niður í lest og moka til salti. Sjómannleg glöggskygni Ólafs hefur verið góð, sem sjá má af því, að hann einn krafðist þess, að hleðslu skipsins yrði breytt áður en haldið væri úr höfn. Siglingin frá Noregi og heim tók 16 daga. Á þessari skonnortu var Ólafur sumarlangt. Þegar hann fór þá í land þetta haust, hafði hann hugsað sér að hefja nám í sjómannaskóla. Vegna eindreg- inna óska sinna nánustu ættingja, hvarf hann frá þeim hugleiðing- um, og ákvað að segja þar með skilið við alla sjómennsku. Kemur hann því ekki meira við sögu skútualdar. Trésmíði og skiltagerð Hvað skyldi nú taka við hjá Ólafi lá ekki ljóst fyrir. Ekki var um margt að velja, fjölbreytni um ævistörf ósambærileg við það, sem nú er. Hugur Ólafs hneigðist helst að trésmíði, og tókst honum að ráða sig til náms í þeirri iðn hjá Samúel Jónssyni trésmíðameist- ara með sérstökum samningi um stuttan námstíma. Samhliða trésmíðanámi gekk Ólafur í teikniskóla hjá Stefáni Eiríkssyni tréskurðarmeistara. Eftir eins árs nám hjá Samúel, sendi hann Ólaf Sem fullgildan Ólafur Hvanndal í fyrstu prentmyndagerð sinni um 1920. smið upp á Akranes til að smíða þar íbúðarhús. Þeirri smíði lauk hann með sóma og setti sinn svip á það með fögrum úrskurði. Eftir tveggja ára nám smíðaði Ólafur sveinsstykki sitt, og þótti það með ágætum gert. Að námi loknu hóf Ólafur að stunda trésmíðar, ýmist hjá öðr- um eða sjálfstætt. Fyrir heimsókn Friðriks konungs VIII 1907 vann Ólafur að því að skreyta bæinn. Hann var þá einnig ráðinn í 8 manna lögreglusveit sem fylgdi konungi hvar sem hann fór meðan hann dvaldi hér. Meðan Ólafur vann að húsa- smíði stundaði hann einnig skilta- gerð sem aukastarf. Meðfædd iip- urð í höndum og glöggt fegurðar- skyn Ólafs var undirstaða þess, að hann hóf þetta starf, og brást það hvergi. Eitt skilti eftir hann mun nú varðveitt á minjagripasafni borgarinnar, af baðhúsi Reykja- víkur. Haustið 1907 sigldi Ólafur til Kaupmannahafnar með þá ákvörðun að læra til fulls skilta- gerð, og dvaldi hann þar vetrar- langt við nám í því fagi. Samhliða var hann einnig fastur nemandi í teikniskóla. Eftir dvöl sína í Kaup- mannahöfn þennan vetur, kom Ólafur heim og snéri sér aftur að trésmíði og skiltagerð. Prentmyndasmíðanám Um þetta leyti hafði vaknað hjá Ólafi mikill áhugi á að læra prentmyndasmíði. Haustið 1908 ákvað hann því að fara til Dan- merkur og þreifa fyrir sér um möguleika á að fá sér kennslu í þessari iðngrein. Ekki leit í fyrstu vel út fyrir Ólafi að komast að við slíkt nám. Honum var sagt, að prentmyndasmíði væru þrjú fög og tæki 5 ár að læra hvert þeirra, einum manni væri ofvaxið að læra þau öll. Illa leit þetta út. Svo tíminn liði ekki til einskis, hóf Ólafur enn nám við teikniskóla. Með aðstoð góðra manna í Kaup- mannahöfn, var leitað eftir námi fyrir Ólaf í Noregi og Svíþjóð en án árangurs. í Kaupmannahöfn var einn prentmyndameistari, sem þá var ekki í fagsambandi prentmynda- smiða. Hann hét Hjalmar Carlsen. Til hans/ fór Ólafur og tókust milli þeirra samningar. Lofaði Carlsen að Ólafi skyldi kennt á einu ári, svo vel sem unnt væri, að gera svart-hvítar prentmyndir. Við inn- göngu að þessu námi skyldi Ólafur greiða ákveðna fjárupphæð, vinna kauplaust og greiða auk þess sérstakt kennslugjald til þeirra fagmanna sem veittu honum tilsögn. Þegar Ólafur undirritaði þennan samning, var aleiga hans í lausu fé sjötíu krónur. Brennandi hefur áhugi hans verið fyrir að nema þetta fag, og karlmannalegum kjarki lýsir það, að hann skyldi í framandi landi áræða að undirrita slíkan samning eins og fjárhag hans var háttað. Það var stundum eins og huldar vættir gengju til liðs við Ólaf. Stuttu eftir þessa samningsgjörð var hann einn á gangi í þungum þönkum á götum úti. Mætir hann þá Halldóri Jónssyni bankagjald- kera frá Reykjavík og konu hans. Ólafur tjáði þeim um áform sitt og efnahag. Þegar Halldór heyrði um ástæður hans, bauðst hann til að lána Ólafi nokkur hundruð krónur, og bað hann að ganga með sér heima á hótel. Þar lagði Halldór fram 300 krónur, sem nægðu Ólafi til að greiða inngöngugjald sitt að námi. Hóf hann nú nám en sparlega varð að lifa. Hann borðaði eina máltíð á dag, sem kostaði 50 aura og að kveldi keypti hann sér einn kaffibolla með brauðsneið fyrir 10 aura. Fljótlega eftir að hann byrjaði nám, fékk hann sendar frá Halldóri 400 krónur, svo áfram gat hann haldið. Um þetta leyti sótti Ólafur um iðnaðarmannastyrk, sem stundum eftir BJÖRN ANDRÉSSON var veittur til utanfarar. Hann var veittur og skyldi greiðast vorið 1910. Haldið til Þýzkalands Að liðnu ári þegar námstími var liðinn, ákvað Olafur að halda til Þýzkalands og fullnuma sig betur. Til þess vantaði hann þó 150 krónur. Hann bað allmarga Is- lendinga, sem þá voru í Kaup- mannahöfn um að lána sér þessa upphæð, gegn veði í iðnaðar- styrknum, sem hann átti vísan. Enginn varð við bón hans, en danskur maður Ditlef Thomsen, sem Ólafur hafði lítillega kynnst í Reykjavík, lánaði honum þetta strax. Jón Krabbe fulltrúi íslands í utanríkisráðuneytinu lánaði hon- um til viðbótar 20 krónur. Hélt Ólafur nú til Berlínar. Þar hugðist hann leita fyrir sér um vinnu við prentmyndasmíði, og tókst honum það, en hvarf þó fljótlega þaðan aftur og hélt til Leipzig. Þar vann hann í eitt ár og undi hag sínum vel. Vegna veik- inda varð hann þá að hætta þar störfum, fékk slím í lungu og lá einn mánuð á sjúkrahúsi. Ekki fékk hann svo góðan bata að hann treysti sér til að halda vinnu þarna lengur áfram og hélt því heim til íslands. Það var vorið 1911. Eftir heimkomu leitaði Ólafur allmikið fyrir sér eftir mönnum sem kynnu að vilja ganga til samstarfs við hann um að setja á stofn prent- myndagerð. Af eigin rammleik hafði hann ekki fjármagn til þess. Engan fann Ólafur sem vildi styðja hann eða leggja fram fjár- muni í slíkt fyrirtæki. Hóf hann því störf að nýju við skiltagerð. Ekki var heilsa hans enn orðin svo góð sem skyldi og um haust þetta sama ár, varð hann að fá sér sjúkrahúsvist á Vífilstöðum. Þar dvaldi hann í 4 mánuði og náði sæmilegri heilsu. Næstu þrjú sumur eftir þetta ferðaðist Ólafur um landið sem fylgdarmaður og túlkur þýzkra ferðamanna. Á vetrum vann hann við skiltagerð sína. Heildsala hafin Frá því Ólafur kom heim að námi loknu, hafði enn ekkert þokast í átt að hans aðalstefnu- marki um prentmyndastofnun. Það var fullreynt að ekki þýddi að treysta á aðra í því efni en sjálfan sig. Vélar til prentmyndagerðar kostuðu mikið fé, og slétt vinnu- laun hans hrukku skammt, þó svo fjárhagur hans batnaði hægt og sígandi. Eitthvað varð til bragðs að taka, ekki mátti þessi hugsjón hans verða að engu, svo mikið hafði hann í sölurnar lagt hennar vegna. Margt flaug honum í hug. Það sem hæst bar í þeim hugleið- ingum, var að leggja út í heild- verzlun. Á þessum árum munu hömlur og höft á millilandavið- skiptum hafa verið minni en nú gerist, og því ekki útilokað fyrir Olaf að hasla sér völl á þeim vettvangi. Eftir vandlega íhugun og heilabrot hóf ólafur svo heild- verzlun, sem hann stundaði um tveggja ára skeið á árunum 1916 og 1917. Vélakaup og kyrrsetning Á þessum árum batnaði fjár- hagur Ólafs það mikið, að hann taldi sér kleyft að setja á stofn prentmyndagerð, og í síðustu ferð sinni í sambandi við heildverzlun, festi hann kaup á vélum sem til þess þurfti. í þessari sömu ferð fékk hann sér vinnu á prentmyndaverkstæði, til að rifja upp sitt fyrra nám. Var hann þar stuttan tíma. Nú var hann staðráðinn í að setja á stofn prentmyndagerð, einn og óstudd- ur. Að vísu skorti hann nokkuð til að geta keypt eins fullkominn vélakost og hann vildi, en úr því mátti bæta síðar. Um veturinn 1918 hyggst Ólafur sigla til Danmerkur að sækja vélakost sinn. Áður var hann L.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.