Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 17

Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 17 ganga blind í sjóinn með það. Auðvitað þarf um leið að athuga gæði vatnsins og þá á mismunandi dýpi. Þá tel ég mikla þörf á landmælingastarfi, þ.e. að tengja saman hæðakerfi Reykjavíkur um Kleifarvatn og allt til Hitaveitu Suðurnesja. Að öðrum kosti eru grunnvatnsrannsóknir almennt hér suðvestanlands meira og minna fálm. — Hvað telurðu brýnast að gera? — Ég þekki aðeins grófustu línurnar og alveg ókunnugur mörgum fínni og smærri atriðum, svo að ég á erfitt með að svara þeirri spurningu nema með fyrir- vara. En hugleiðum málið. Borun- um í Heiðmörku var hætt fyrir ári, eftir er að tengja holur inn á kerfið. Augljóst virðist að það verk hafi forgang til að koma í veg fyrir vatnsskort. Auðvitað er matsatriði hvað borgar sig að tengja og hvað ekki. En áríðandi er að tengingin sé gerð framhjá Gvendarbrunnum, því að þeir eru streymislega viðkvæmir í leku landi að og frá. — Nú hefur þú verið að mæla og skoða vatn á þessum slóðum í áratug og sagðir áðan að hér væri nægilegt vatn í jörðu. Hefurðu hugmynd um hvað það er mikið? — Þurrasvæðið suðaustur af Reykjavík og Reykjanes allt er um 1330 ferkm og reikna má með að af því fari um 90 rúmm/s vatns til hafs neðanjarðar. Ef það væri komið allt saman í eina á, þá slagaði hún upp í Sogið við Ljósafoss. Þetta eru aðeins laus- legir útreikningar, í fyrsta lagi fundnir út frá úrkomumælingum Veðurstofu, en jafnframt tek ég tillit til vatnafræðinnar „para- doks“, sem segir „mæld úrkoma er minni en mælt afrennsli". Þetta er þekkt frá öllum landshlutum, og raunar öllum norðlægum löndum, þar sem verulegur hluti úrkomunnar fellur sem snjór. Norður á Finnmörku þarf t.d. að margfalda úrkomuna með 2,7 til að beri saman, en aftur á móti 0,6 í Suður-Skandinavíu. Hér höfum við ekki enn staðlað þetta, enda ekki hægt um vik á móbergs- svæðunum þar sem vatnaskilin eru neðanjarðar. — Ég skal skýra þetta nánar með dæmi, hét Sigurjón áfram. Talið er að vatnasvið Sogsins nái allt upp í Langjökul, og mælist þannig 1050 ferkm, rennslið er 110 teningsm. á sekúndu. Veðurfræðingar hafa gert athuga- semdir við þetta og gera kannski enn. Þeir telja að Soginu sé ætlað of lítið afrennslissvæði eða vatna- svið. Enginn lái þeim það, því að hin mælda úrkoma á hvern ferkílómetra lands er sem næst aðeins helmingur á við mælt afrennsli á sama flöt reiknað. En ekki er fært að áætla Sogssvæðið stærra. Það yrði á kostnað nær- liggjandi vatnsfalla eins og t.d. Brúarár, Tungufljóts, en þau mega enga spönn missa, Þar er sama uppi á teningnum. Það vantar ekki vatnið. Eftir þessum upplýsingum virðist óþarfi að hafa áhyggjur af skorti á vatni á svæðinu í bráð. Vandinn er þá ð láta tengingar og vatnsvinnslu halda í við hratt vaxandi byggð, og halda fram- kvæmdahraða í verðbólguþjóð- félagi. Sigurjón bendir á að nýja Elliðaárstíflan auki mjög öryggi vatnsins í flóðum frá því sem áður var. Þegar blaðað er í skýrslum Sigurjóns yfir vatnamælingar undanfarinna ára, sést að það er mjög misjafnt eftir árum. Til dæmis hafa mörg undafarin ár verið mjög lág. Og birtum við sem sýnishorn hér með mælingarnar við Þorgeirsstaði í Heiðmörk árin 1976 og 1978. E pá Sadat þarf að sýna að stefna hans nýtur stuðnings og fá fram tilslakanir frá Israelsmönnum og Bandaríkjamönnum í Palestínumálinu til að geta vís- að á bug ásökunum um svik við málstað Araba. Hann gerir fast- lega ráð fyrir því, að ef friðar- samningur verði gerður muni Egyptar einangrast frá öðrum Aröbum og tekur mark á viðvör- unum þeirra um, að Arabar muni láta til skarar skríða gegn Egyptum. Egyptar efast að vísu um, að þeir verði reknir úr Arababandalaginu, en viður- kenna, að bágborinn efnahagur þeirra er viðkvæmur fyrir þrýstingi frá öðrum Aröbum. Egyptar hafa mestar áhyggj- ur af því að Saudi-Arabar muni beita þá efnahagslegum þving- unum með því að stöðva eða minnka eins milljarðs dollara efnahagsaðstoð sem þeir veita Egyptum nú á ári. Þeir hafa líka áhyggjur af því, að nokkur önnur Arabalönd kunni að stöðva annan einn milljarð doll- ara sem streymir til Egypta- lands frá egypzkum tæknifræð- ingum, sem starfa í öðrum Arabalöndum. Egyptar viðurkenna, að þeim hafi ekki tekizt að sannfæra aðra hófsama Araba um gildi samkomulagsins, sem var undir- ritað í Camp David í september. Þeir telja, að vegna lélegrar frammistöðu og of mikillar LEIKARINN Bandarískir embættismenn, sem voru í fylgd með Jimmy Carter forseta í ferðalagi hans til Miðaustur- landa, kvörtuðu yfir því að svo mikill tími hefði farið í veizlur og hátíðahöld þegar þeir voru í Kaíró, að of lítill tími hefði gefizt til alvarlegra samningavið- ræðna. Anwar Sadat forseta var líkt við eins konar pólitískan leiksýningarstjóra. Hámarki náðu þessar leiksýningar með járnbraut- arferð Sadats og Carters um óshólmasvæði Nflar þar sem glöggt kom fram sá mikli stuðningur, sem Sadat nýtur meðal almennings í Egyptalandi. Og það var einmitt tilgangur Sadats að sýna fram á að almenn- ingur stæði á bak við friðarstefnu hans. Hér var á ferðinni „gagnárás“ gegn harðnandi gagnrýni, sem friðarstefna Sadats hefur sætt hjá róttækum Aröbum og vaxandi taugaóstyrk, sem hún hefur vakið hjá hófsömum Aröbum. SADAT á Egyptum nema því aðeins að þeir séu nægilega vel vopnaðir. Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að útvega þeim vopn án tryggingar fyrir því í formi friðarsamnings, að þeim verði ekki beitt gegn ísrael. Hins vegar hafa Egyptar ekki efni á því að kaupa vopn. Þeir hafa oftast fengið ný vopn með fjár- hagsstuðningi annarra Araba- landa, meðal annars Saudi-Arabíu, sem hefur fallizt á að greiða 525 milljónir dollara fyrir 50 F-5E þotur, sem banda- ríska þjóðþingið samþykkti að Egyptar gætu fengið í fyrra- sumar. Útgjöld Egypta til landvarna nema 1,4 milljörðum dollara og fara í að fæða, hýsa og klæða 5.000.000 manna herafla þeirra. Jafnvel þótt fækkað yrði í her- aflanum um þriðjung, eins og talað er um, mundu herútgjöld- in ekki minnka, þar sem brýn þörf er á að bæta frumstæðan aðbúnað egypzkra hermanna, sem fá kannski ekki nemá um 1500 ísl. kr. í mánaðarkaup. Egyptar gera ráð fyrir, að þegar friðarsamningur hefur verið gerður við Israel muni Arabar hætta að borga hergögn þeirra, en búazt við að Banda- ríkjamenn gætu komið í stað- inn. Talið er, að hergögnin, sem Sadat vill fá, kosti allt að átta A fundi. fljótfærni hafi þeir misst af tækifæri til að fá aðra Araba til að taka þátt í friðartilraununum og vilja ekki að sömu mistök hendi þá aftur. Þess vegna hafa þeir sett fram skýlausari kröfur um skýrara orðalag og hagstæð- ari skilmála um heimastjórn Palestínumanna en komið hefur fram í tillögum Bandaríkja- manna. Helzt vilja Egyptar, að samn- ingaviðræðum um heimastjórn Palestínumanna og kosningar um hana ljúki á þessu ári, en Bandaríkjamenn telja nú, að viðræður um Palestínumálið muni taka eitt ár. Hingað til hefur Sadat beitt þrýstingi í Palestínumálinu með því að neita að ræða kröfur Israels- manna um langtíma samning um olíuna á Sinaiskaga eftir gerð friðarsamnings og krefjast þess, að fellt verði úr viðbót við friðarsamninginn loforð um, að skipzt verði á sendiherrum ein- um mánuði eftir að ísraelsmenn ljúka níu mánaða bráðabirgða brottflutningi herliðs síns frá Sinai. Egyptar hafa lítið vilja gera úr þeim ágreiningi, sem er enn óleystur, gagnstætt Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, sem hefur fremur viljað gera mikið úr honum. Sadat virðist með þessu hafa reynt að leita eftir stuðningi og samúð al- mennings í Bandaríkjunum, en Begin hefur viljað vega upp á móti þrýstingi frá Bandaríkja- mönnum. En þótt sagt sé, að ummæli Sadats hafi verið vill- andi, er viðurkennt að hann geti einn ráðið stefnunni í Kaíró. Sadat og Carter aka um götur Kaíró. Viö komuna. Sadat notaði heimsókn Cart- ers til að sýna, að Egyptar geta tekið að sér mikilvægt hlutverk í Miðausturlöndum við það við- sjárverða ástand, sem ríkir í þessum heimshluta. Þeir hafa yfir að ráða hálfrar milljónar manna her, sem hefur stríðsreynslu og er fjölmennasti her Miðausturlanda og Afríku, og á stjórnmálasviðinu er ennþá á þá hlustað í Arabaheiminum þrátt fyrir gagnrýnina, sem friðarviðræðurnar við Israels- menn hafa sætt. En Egyptar eru fátæk þjóð og stórskuldugir auðugari þjóðum, þar á meðal Bandaríkjamönnum. Það hefur dregið úr hernaðarmætti þeirra, að fimm ár eru síðan Rússar hættu að senda þeim vopn og varahluti og hergögn þeirra eru að verða úr sér gengin. Þessar staðreyndir hafa áreiðanlega haft áhrif á viðræð- ur Carters og Sadats. Öryggi Miðausturlanda virðist hafa tengzt friðartilraunum Egypta og Israelsmanna vegna falls keisarastjórnarinnar í íran, landamærabardagar Norður- «g Suður-Jemens, þar sem and- stæðingar og stuðningsmenn Vesturlanda eigast við, og send- ingar bandarískrar flotadeildar til Arabíuhafs. Egyptar telja, að þetta hafi stutt þá röksemd þeirra, að Egyptar séu rökréttur arftaki írana sem öflugt bandalagsríki Bandaríkjanna. Sadat mun hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess að undanförnu, að tækifæri Rússa hafi aukizt í Miðaustur- löndum. Þess vegna segja Egyptar, að Harold Brown, landvarnaráðherra Bandaríkj- anna, hafi verið tjáð þegar hann kom í heimsókn í febrúar, að Egyptar væru reiðubúnir að taka að sér löggæzluhlutverk í Miðausturlöndum og Afríku, gegn því að þeir fengju mikið af nýtízku vopnum. Sadat er sagður þeirrar skoð- unar, að ekkert mark verði tekið milljarða dollara. Egyptar fá nú venjulega aðstoð að upphæð einn milljarður dollara frá Bandaríkjunum. Carter forseti hefur óbeinlínis viðurkennt nýtt hlutverk Egypta með ummælum um, að friðarsamningur muni losa fimm egypzk herfylki sem standa andspænis ísraelsmönn- um við Súez, þannig að þeir geti stuðlað að varðveizlu jafnvægis í þessum heimshluta. Hann sagði í síðasta mánuði, að slíkt herlið mætti nota til að varð- veita frið, ef öðru ríki í Miðaust- urlöndum væri ógnað með árás. Nokkrir vestrænir hernaðar- sérfræðingar telja, að Egyptar geti tekið að sér það löggæzlu- hlutverk sem Sadat og Carter hafa stungið upp á. Því er haldið fram, að egypzkir hermenn séu betur þjálfaðir og betur búnir hergögnum og þeim sé betur stjórnað en fyrir tíu til fimmtán árum. En Egyptar vilja fremur taka að sér kennsluhlutverk en bardagahlutverk. Ihlutun þeirra í borgarastriðinu í Jemen á árunum eftir 1960 varð þeim dýr. Tveir þriðju hlutar egypzka hersins munu vera staðsettir í þríhyrningi frá Kairó til Súez-skurðar, en að undanförnu hafa Egyptar sýnt að þeir vilja hverfa frá kyrrstæðum, venju- bundnum varnarhernaði og taka upp sveigjanlegri og hreyfan- legri hernað. Það sést á því að Egyptar hafa orðið sér úti um nokkrar franskar Gazelle-þyrl- ur og semja nú við Breta um Lynx-þyrlur. t *-* -c » a' 4i 4 * a i'jHA-.* **■*«**•*»••.*■:*•.*.* »-« # t mm nifiiittat *•.»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.