Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 19

Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 19 svo gífurlega vaxtahækkun í einni svipan, sem óhjákvæmileg væri til þess að ná raunvöxtum þegar verðbólgan er orðin jafn mikil og raun ber vitni Verðtrygging inn- og útlána Við núverandi óðaverðbólgustig er verðtrygging sparifjár miklu áhrifaríkari aðferð til þess að almenningur fáist til þess að treysta því að gamla spakmælið „græddur er geymdur eyrir“ fái sína fyrri merkingu í raun. I mínum huga er gengistrygging innlána áhrifaríkasta og sann- gjarnasta verðtrygging sparilána. Ef fólk ætti kost á að leggja sitt fé inn á gengistryggða innlánsreikn- Verðbólga — vextir — verðtrygging Verðbólga er höfuðmein íslenzks efnahags- og þjóðlífs. Síðustu árin, þ.e.a.s. frá 1974, hefur verðbólgan numið frá 30 til rúmlega 50% árlega. Þegar svo er komið gegn- sýrir sjúkur hugsunarháttur allt þjóðlífið. Slík óðaverðbólga er svo illkynja að ekki duga einvörðungu venjuleg læknisráð gegn henni. Þeim þarf að beita en jafnframt verður að grípa til róttækra ráð- stafana, sem höfða beint til alls almennings. Þær aðgerðir verða að vera þess eðlis að fólk treysti því að brotið sé blað í baráttunni við verðbólguna og að þær aðgerðir takist. Raunvextir Venjulegum læknisaðferðum gegn verðbólgu er að beita vöxtum af inn- og útlánum þannig að sparifjáreigendur fái a.m.k. ein- hverja raunvexti fyrir að spara og þeir sem nota fjármagnið greiði þann kostnað sem það raunveru- lega kostar. Þetta hefur ekki verið gert hér á landi og má hiklaust fullyrða að vegna þess sé svo komið að sparifé þjóðarinnar hef- ur minnkað um tugi milljarða á nokkrum árum og þar með mögu- leikar peningastofnana til þess að lána atvinnuvegunum eðlilegt rekstrar- og stofnfjármagn. Við þær aðstæður sem nú eru hér á landi er áreiðanlega mjög örðugt að fá almenning til þess að trúa því og treysta að með vaxta- ákvörðun einni saman verði þeim tryggðir raunvextir af sparifé sínu, þ.e.a.s. höfuðstólinn verð- tryggður og vextir að auki. Af þeirri ástæðu nær vaxtaákvörðun ein saman — þótt háir vextir séu í boði — ekki tilgangi sínum. Spari- fjáreigendur treysta ekki þeirri ráðstöfun vegna reynslunnar. Auk þess má á það benda að atvinnu- vegirnir sem búið hafa við lága vexti miðað við verðbólgustig hafa ekki bolmagn til þess að taka á sig inga í banka hyrfi fljótlega þörfin á að fjárfesta fyrir peningana áður en verðbólgan brennir þá upp. Það er sanngjarnt að íslenskir sparifjáreigendur eigi kost á að lána til sinna eigin atvinnuvega með sömu ávöxtunarkjörum og útlendingar. Nú eru tekin erlend lán til þess að reka íslenska atvinnuvegi í vaxandi mæli af því að rekstrarfé er ekki til í banka- kerfinu. Útlendir eigendur þessa fjármagns fá gengistryggingu og lága vexti af þessu fé og íslenskir atvinnuvegir standa undir þeim verðtryggingum og vöxtum. Að sjálfsögðu yrðu vextir lágir af slíkum gengistryggðum sparilán- um. Endurreisn- artími Til fleiri óvenjulegra og rót- tækra aðgerða verður að grípa til þess að kveða niður það þjóðar- mein sem er verðbólgan. Þar mætti nefna beitingu verð- tryggðra, skattfrjálsra varasjóða hjá fyrirtækjum, verðjöfnunar- sjóða í sjávarútvegi, breytingu á verðtryggingu launa, gjaldmiðils- breytingu, auk annarra almennra ráða. Að sjálfsögðu er einvörðungu þörf á því að beita þessum sér- stöku aðgerðum í tiltölulega skamman tíma á meðan illkynjað- asti verðbólguhugsunarhátturinn hjaðnar og almenningur fær trú á því að gjaldmiðillinn sé traustur, gengi krónunnar tiltölulega stöð- ugt og verðbólga ekki meiri en í nágrannalöndunum. Þetta tímabil sem gæti tekið 2—4 ár mætti nefna endurreisnartímabil. A því tímabili ætti smátt og smátt að taka upp nýjan gjaldmiðil, hundraðfalda nýkrónu, en gengis- tryggja ýmsar fjárskuldbindingar svo sem inn- og útlán peninga- stofnana þar til sú gjaldmiðils- breyting er um garð gengin. • • Markús Orn Antonsson: Fótboltaspil í borgarstjóm Á fundi borgarstjórnar fyrir nokkru var fjallað um ályktun heilbrigðismálaráðs um rekstur svokallaðra leiktækjasala. í ályktuninni kom fram áskorun til borgarráðs um að settar verði reglur til að takmarka aðgang barna að þessum stöðum. Álykt- un heilbrigðismálaráðs var gerð í framhaldi af umsögnum foreldra og kennara og einnig upplýsinga lögreglu um að börn hefðu verið staðin að hnupli til að geta stundað spiiamennsku í þessum leiktækjasölum. Vegna blaða- skrifa. sem orðið hafa um þetta mál og tilvitnana í ummæli mín á borgarstjórnarfundinum, vil ég svo að ekkert fari á milli mála, birta helztu atriði úr ræðu minni um þetta efni. Fara þau hér á eftir: „Eins og fram kemur í fundar- gerð heilbrigðismálaráðs stóð ráð- ið samhljóða að þessari ályktun varðandi leiktækjasali. Og vita- skuld var sú samþykkt og þetta orðalag tillögunnar gert með hlið- sjón af umræðum, sem orðið hafa um áferðina á starfi leiktækjasala í þessari borg. Okkur sýndist hún vera miður æskileg. Ég skal játa, að það var nokkur efi í mínum huga um það, hve heilbrigðismála- ráð gæti gengið langt í ályktun um þetta efni. Reyndar hafði nú komið fram tillaga um að miklu sterkara yrði að orði kveðið um skaðsemi þessarar starfsemi, en ég vil að menn staldri aðeins við af því að ég hygg að þarna sé um nokkurt vandamál að ræða, þegar settar skulu afgerandi reglur um það, hvernig aðgangi að þessum stöðum skuli háttað." Fyrirmyndir erlendis „Mér finnst að við megum ekki algerlega hafna þessum leiktækj- um sem slíkum, af því að það getur verið gott gaman að því að stunda spil í þeim. Það kostar að vísu peninga. Ég geri ráð fyrir að ýmsir hafi átt þess kost að ferðast um erlendis og koma á staði sem kallast tívolí eða skemmtigarðar og þar er fjöldinn allur af tækjum, sem mata þarf á peningum til að fólk fái út úr þeim þá skemmtan sem ætlazt er til. Sem betur fer staldra menn yfirleitt hæfilega lengi við þessi tæki og það er ekki beinlínis hægt að tala um að um fjárplógsstarfsemi sé að ræða. Það vakir fyrst og fremst fyrir fólki að leita sér skemmtunar og hún kostar peninga. Miðað við þau tækifæri sem fólk hefur til að veita sér svona skemmtan hér í Reykjavík, fyndist mér miður, ef settar yrðu mjög strangar reglur, sem kæmu algjörlega í veg fyrir að börn eða unglingar gætu haft gaman af að spila í þessum tækj- um. Það er líka ýmislegt annað uppi á þessu sviði en bara fótbolta- spil og önnur leiktæki eins og þau tíðkast í leiktækjasölum hér og kannski einni og einni sjoppu. Það eru til litlir rafhlöðuknúnir bílar, sem maður hefur t.d. séð á stórum gólfum í verzlunarmiðstöðvum erlendis. Börn geta leikið sér í þeim t.d. meðan foreldrarnir eru í verzlunarferð. Þessi tæki þarf líka að mata á peningum. Ekki er ósennilegt að einhvern tíma verði slík tæki flutt inn og boðið upp á ökuferðir í þeim í Reykjavík. Við megum alls ekki hafna því að möguleikar af þessu tagi opnist. Hins vegar finnst mér mjög eðlilegt, að miðað við þær skýrsl- ur, sem fyrir liggja og þau varnaðarorð, sem heyrzt hafa frá kennurum og öðrum, velti borgar- stjórn því rækilega fyrir sér, hvort ástæða sé til að setja þarna ákveðnar aldurstakmarkanir. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé óheppilegt að börn gangi sjálfala inni á þessum stöðum tímunum saman eða heilu dagana eftirlits- laus og að það hljóti að vera einhver leið til að koma í veg fyrir slíkt og þau afskaplega neikvæðu uppeldislegu áhrif, sem slík útivist hlýtur að hafa í för með sér. Hugsanlegt er að setja ákveðin aldursmörk, þannig að börnum innan tiltekins aldurs verði ekki heimiluð innganga nema í fylgd með fullorðnum. Eða þá að slegin verði sérstök mynt til að nota í þessi tæki og hún verði seld undir eftirliti þess aðila, sem á að vera ábyrgur fyrir starfseminni og honum verði settar reglur um það, hverjir megi nota þessi tæki. Ég segi þetta vegna þess að það er hugsanlegt að svona leiktæki fyrirfinnist í almennri matvöru- verzlun, eða sjoppum, og þá er náttúrulega ekki hægt að setja reglur um að börn fái ekki þangað inn að koma. Þau fá jú að verzla þar að degi til og því á ekkert að breyta." Fjáröflunarleið félaga „Rekstur spilakassa er arðvæn- leg fjáröflunarleið fyrir stór sam- tök, sem vinna hér að mannúðar- málum. Það er þáttur þessa máls, sem ætti þá jafnframt að taka til endurskoðunar. Ég veit það, og geri ráð fyrir að aðrir borgar- fulltrúar kannist við það einnig, að það er ekki síður spennandi að hafa von í vinning úr þeim. 90-kall fyrir tíkall. Börn á öllum aldri hafa stundað þá spilamennsku. Mér finnst sjálfsagt að borgarráð íhugi með hverjum hætti sé hægt að setja reglur sem hamli gegn þessari óæskilegu þróun en vona samt að reglugerð verði ekki til að útiloka algjörlega möguleika á því að fólk geti haft stundargaman af að fara í þessi leiktæki." SOKKABUXUR SEM PASSA HNJÁM. Fráb^pr teygjan lætur L’EGGS passa bæði að framan og aftan. Hvorki hrukkur í <uml hnjám. PASSA kai.fum. I.’EGGS fylgja öllum línum, sama hvernig r eru. MJÖÐMUM. L’EGGS fylgja ^ p formum þínum Sfef- og falla eins og flís Vki við rass. ÖKI HÆLUM OG TÁpr:' ’EGGS fylgja lögun anna og falla þétt að. Sg=$ LÁTTU SJA UM LEGGINA. L’EGGS passa frá tá í mitti. Þú finnur L’EGGS í sölustandinum í næstu kjörbúð eða apóteki. Einnig í snyrtivörubúðum. L’EGGS PASSA ÞÉR. Frábær teygjan í L’EGGS fylgir formum þinum og fegrar þau. | AVERAGE STÆRf) hentar flestur . J en ef þú þarft yfirstærð þá ijwif*’ K"r* ir-^" umlykja öklana ga og falla kkur. L’EGGS HNÉSOKKARNIR eru í einni stærð, sem passar öllum. Tunauhálsl 11, R. Sími 82700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.