Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Sjötngur: Stefán Jóns-
son forseti bæjar-
stjómar Hafnarfjarðar
Fáir kaupstaðir landsins hafa
vaxið örar hin síðari ár og tekið
meiri stakkaskiptum til hins betra
en Hafnarfjörður. Hér hafa að
sjálfsögðu margir lagt hönd á
plóginn, en í dag fyllir sá maður
sjöunda áratuginn, sem hefur
verið lengur en nokkur annar
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Stefán
Jónsson forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar.
Stefán Jónsson er Borgfirðingur
að ætt og uppruna, fæddur að
Kalastaðakoti á Hvalfjarðar-
strönd 15. marz 1909, sonur hjón-
anna Jóns Sigurðssonar bónda þar
og hreppstjóra, og Soffíu Péturs-
dóttur. Hann brautskráðist frá
Verzlunarskóla íslands 1928. Árið
1931 flyzt Stefán til Hafnarfjarðar
og hefur þar störf við Vélsmiðju
Hafnarfjarðar, sem þá var rekin
sem útibú frá Vélsmiðjunni Héðni
í Reykjavík. Árið 1937 var stofnað
sérstakt hlutafélag um Vélsmiðju
Hafnarfjarðar. Gerðist Stefán þá
forstjóri vélsmiðjunnar og því
starfi hefur hann gegnt síðan.
Forstjórn umfangsmikils
atvinnufyrirtækis er flestum
mönnum ærið viðfangsefni. Sumir
menn búa þó yfir mun meiri
lífsorku en almennt gerist og
virðast ekki einhamir. Svo er um
Stefán Jónsson. Hans lífshlaup
hefur því orðið æði litríkt og hann
komið víða við og lagt gjörva hönd
að verki.
Hæst ber þar forystu Stefáns í
bæjarmálum Hafnarfjarðar.
Fljótlega eftir að Stefán flutti til
Hafnarfjarðar var hann forystu-
maður ungra sjálfstæðismanna í
bænum. Árið 1938 var hann kosinn
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þar
sem hann hefur átt sæti síðan.
Hann hefur því alls verið kosinn
11 sinnum í bæjarstjórn og verið
lengur bæjarfulltrúi en nokkur
annar íslendingur, eða í rúmt 41
ár.
Á þeim árum, sem Stefán Jóns-
son var að hefja þátttöku í stjórn-
málabaráttunni í Hafnarfirði og
lengi síðan, var Alþýðuflokkurinn
ráðandi meirihlutaflokkur í
bæjarstjórn. Stjórnmálabaráttan
var harðvítug á þessum árum og
oft var Hafnarfjörður nefndur
síðasta vígi Alþýðuflokksins á
íslandi. í meira en tvo áratugi var
Stefán Jónsson í andófinu í minni-
hluta í bæjarstjórn. Flestir hefðu
eflaust verið búnir að fá meira en
nóg á þeim langa tíma og örvænt
um árangur sinnar baráttu. En
Stefáni'Jónssyni var ekki svo
farið, seigla hans og lífsorka voru
meiri en svo, að hann leiddi
nokkru sinni hugann að því að
gefast upp, enda átti hann eftir að
uppskera árangur sinnar baráttu.
Þáttaskilin urðu árið 1962. Sjálf-
stæðisflokkurinn vann mikinn
kosningasigur og varð í fyrsta sinn
stærsti flokkurinn í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar. I kjölfar kosning-
anna varð Sjálfstæðisflokkurinn
aðili að meirihluta í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar. Það kom í hlut
bæjarfuíltrúa Sjálfstæðisflokksins
að velja forseta bæjarstjórnar úr
sínum hópi. Þeir völdu einróma
Stefán Jónsson og svo hefur ávallt
verið síðan, þegar sjálfstæðismenn
í Hafnarfirði hafa ráðið forseta
bæjarstjórnar. Hefur Stefán nú
gegnt forsetastörfum í alls 11 ár.
En þau eru mörg fleiri trúnaðar-
störfin, sem bæjarstjórn hefur
falið Stefáni Jónssyni. Hann hefur
átt sæti í bæjarráði, fræðsluráði,
útgerðarráði, byggingarnefnd,
stjórn Sparisjóðs Hafnarfjaðar,
svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur
u <;i.ysin(;asimi\n kk:
hánn átt sæti í fulltrúaráði Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga og
var fyrsti formaður Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu.
Mörg eru þau framfaramálin í
Hafnarfirði, sem Stefán Jónsson
hefur verið í forystu fyrir á liðnum
árum. Hann var einn af helztu
hvatamönnum þess, að hafin yrði í
stórum stíl uppbygging nýrra
byggðahverfa og var bæði Álfa-
skeiðshverfið og Norðurbærinn
skipulögð og hafin bygging þeirra
á þeim tíma, sein sjálfstæðismenn
voru í forystu með öðrum. Stefán
Jónsson var ávallt ákafur baráttu-
maður fyrir hitaveitumálinu og
lagningu varanlegs slitlags á götur
bæjarins. Þar getur hann nú
glaðst yfir miklum og góðum
árangri. Þá hefur uppbygging
atvinnulífsins og að Hafnfirðingar
greiddu ekki hærri gjöld hvorki í
formi skatta né fyrir opinbera
þjónustu, heldur en tíðkaðist í
nágrannasveitarfélögunum ávallt
verið Stefáni mikið kappsmál.
Fjöldamörg fleiri mál mætti
nefna, þar sem Stefán Jónsson
hefur verið í fylkingarbrjósti fyrir
Hafnfirðinga. Hér skal þó látið
staðar númið, enda sýna verkin
merkin.
Nú munu þeir eflaust halda, sem
lesa þessar línur og ekki þekkja
Stefán Jónsson, að áhugamálum
hans hafi verið gerð tæmandi skil
enda maðurinn hlotið að hafa haft
lítinn tíma aflögu frá umfangs-
miklum atvinnurekstri og eril-
samri stjórnmálabaráttu í gegnum
tíðina til að sinna öðrum umtals-
verðum hlutum. Svo er þó ekki.
Lífsþorsti félagsmálamannsins og
fagurkerans Stefáns Jónssonar
hefur átt sér lítil takmörk. Ef til
vill hefur þó söngurinn verið sú
lífsfylling, sem veitt hefur honum
mesta ánægju. Hann hlaut í
vöggugjöf háa og fallega tenór-
rödd. Um áratugaskeið söng hann
með Karlakórnum Þröstum, og var
formaður kórsins. Hann var for-
maður Karlakórasambands
Islands og í stjórn Norræna karla-
kórasambandsins. Sólóisti var
hann með Þröstum. Enn þann dag
í dag sezt hann með sínum glæsi-
brag við slaghörpuna við hátíðleg
tækifæri á vegum bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar og leiðir söng sem
forsöngvari.
Lífshlaupi Stefáns Jónssonar
verða ekki gerð skil í stuttri
blaðagrein, enda er það ekki ætlan
mín, heldur fyrst og fremst að
nota tækifærið og senda honum og
hans ágætu konu, Huldu Þórðar-
dóttur, og fjölskyldu þeirra
hamingjuóskir á þessum degi.
Stefán Jónsson er enginn hvers-
dagsmaður. Persónuleiki hans er
litríkur og leiftrandi. Hann er
flestum harðari í horn að taka,
þégr hann vill það við hafa, og um
vopnfimi hansí orðsins list efast
enginn. Um leið er hann öllum
mildari, þegar minni máttar eiga í
hlut, og fáir hafa gengið bónleiðir
til búðar frá Stefáni Jónssyni. í
sögu Hafnarfjarðar hefur Stefán
unnið sér einstakan sess.
Mikið vatn er nú runnið til
sjávar frá því öldur stjórnmála-
baráttunnar risu hæst í Hafnar-
firði. Stefán Jónsson má því muna
tímana tvenna. I meðbyr jafnt sem
mótbyr er hann þó ávallt sami
baráttumaðurinn, fullur eldmóðs
og atorku og tilbúinn í slaginn
fyrir frelsi einstaklingsins til orðs
og athafna, hvenær sem hann
telur þess þörf. Innan Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði hefur hann
unnið ómetanlegt starf, verið for-
maður Stefnis, félags ungra sjálf-
stæðismanna, Landsmálafélagsins
Fram og Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna. Fyrir allt þetta þökkum
við hafnfirzkir sjálfstæðismenn
Stefáni Jónssyni um leið og við
sendum honum hugheilar
afmælisóskir á þessum merku
tímamótum í lífi hans.
Árni Grétar Finnsson.
Þessi héri hefur það embætti
með höndum að bera út póst-
inn í „Gauksklukkunni“, leik-
riti, sem sýnt er á brúðuleik-
húsviku í Leikbrúðulandi að
Fríkirkjuvegi 11 þessa daga.
Sýningarnar eru kl. 5 á hverj-
um degi út vikuna. Þetta er
sýning fyrir alla fjölskylduna.
Leikstjóri er Bríet Héðinsdótt-
ir og leiktjöld gerði Snorri
Sveinn Friðriksson.
Afli Vestfjarðabáta góður
þrátt fyrir umhleypinga
Veðrátta var mjög erfið til
sjávarins allan febrúarmánuð,
stöðugir umhleypingar og rysja,
afli sæmilegur hjá línubátum og
þeir bátar er byrjaðir voru með
net fengu flestir mjög góðan afla
og afli togaranna var einnig
góður, segir í samantekt Fiski-
félags íslands um sjósókn og
afiabrögð í Vestfirðingafjórðungi
í fcbrúar.
Heildaraflinn var 8.878 lestir og
er þá orðinn 15.300 lestir frá
áramótum en í fyrra var febrúar-
aflinn 6.000 lestir og heildaraflinn
á sama tíma frá áramótum 11.539
lestir. í skýrslunni segir m.a. um
afla á einstök veiðarfæri:
Afli línubátanna var nú 2.683
lestir í 505 róðrum eða 5,3 lestir að
meðaltali í róðri, en í fyrra var afli
línubátanna í febrúar 3.037 lestir í
508 róðrum eða 6,0 lestir að meðal-
tali í róðri. Bátaaflinn var nú 3.587
lestir, en afli togaranna 5.291 lest.
í febrúar stunduðu 49 (47) bátar
frá Vestfjörðum bolfiskveiðar.
réru 32 (35) með línu, 6 (2) með net netabátanna var Sigurbiörg frá
og 11 (10) með botnvörpu. Afla- Patreksfirði með 347,5 lestir í 14
hæsti báturinn, sem reri með línu í róðrum. Guðbjörg frá ísafirði var
febrúar, var Þrymur frá Patreks- aflahæst togaranna með 520,9
firði með 142,1 lest í 21 róðri, en í lestir í 3 löndunum, en í fyrra var
fyrra var Heiðrún frá Bolungavík Guðbjartur frá Isafirði aflahæstur
aflahæst línubáta í febrúar með togaranna í febrúar með 296,0
163,1 lest (i útilegu). Aflahæst lestir.
Ileildaraflinn í hvcrri verstöð í febrúar:
lestir lestir
Patreksfjörður 1.851 (1.411)
Tálknafjörður 256 ( 264)
Bíldudalur 226 ( 149)
Þingeyri 618 ( 482)
Flateyri 704 ( 535)
Suðureyri 918 ( 539)
Bolungavík 1.243 ( 714)
ísafjörður 2.521 (1.557)
Súðavík 470 ( 349)
Hólmavík 71 ( 0)
8.878 (6.000)
Janúar 6.422 (5.539)
15.300
(11.539)
22480
2W«rctmbIat>tt>
Halló þið þarna!
Viljiö þiö komast til sólarlanda meö Samvinnu-
feröum, eignast gott Ferguson litsjónvarp eöa
viölegubúnaö.
Stór bingó í Sigtúni
fimmtudaginn 15. mars.
Kl. 20.30.
Stórglæsilegir vinningar
Ókeypis aögangur
Allir velkomnir.
Ath:
Spilaö verður um 18 stórglæsilega
vinninga ásamt fjölda auka-
vinninga.
F.U.F.
1