Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Umajón:
Borgljót Ingólfadóttir
Þurr húð á olnboga
Sumir verða fyrir óþægindum af þurri húð á olnbogum. Það þarf
því að bera eitthvað gott á til að mýkja.
En áður er gott að stinga olnboganum í heitt sápuvatn í svona 10
mín. Bera síðan á t.d. annaðhvort hungangs-möndluáburð eða
haframjölsáburð. Þessu á að nudda vel inn í húðina með
fingurgómunum, látið liggja á í 15 mín. en síðan þvegið af með
volgu vatni. Þá er komið að því að bera á gott krem eða olíu.
Hunangs-möndluáburður
Lítil krús af venjulegu dagkremi (t.d. ilmefnalausu úr apóteki). I
kremið er blandað tveimur kúfuðum matsk. af möluðum möndlum
og einni matsk. af hunangi.
Haframjölsáburður
I litla krús af venjulegu dagkremi er blandað einum bolla af
muldu haframjöli.
Áburðina má einnig bera á hné og hæla.
Peysur með nýju sniði
Sumar peysurnar, sem nú eru hvað vinsælastar, minna um sumt
á nátttreyjurnar, sem eldri konur notuðu hér áður. En hvað um
það, þær eru hinar fallegustu útlits og áreiðanlega eins léttar og
prjónaflíkur geta verið.
Krydd-bananar
Heilir bananar eða klofnir að endilöngu. Hverjum bita velt upp
úr blöndu af flórsykri, engifer og kanil og síðan brugðið í heitt
smjörlíki á pönnu. Borið fram volgt með ís eða þevttum rjóma.
Bananar brúnaðir á pönnu
Bananarnir skornir að endilöngu, vættir með sítrónusafa og
síðan brúnaðir á pönnu. Borið fram með þeyttum rjóma, með
örlitlum vanillusykri í.
Bananabátar
1 sítróna.
50 gr. smjörlíki,
50 gr. ljós púðursykur,
3 matsk. siróp,
50 gr. rúsínur,
4 meðalstórir bananar.
Börkurinn rifinn af sítrón-
unni og ásamt safanum settur í
pott, smjörlíki, sykri og sírópi
bætt í. Hitað við vægan straum
og hrært í, þar til sykurinn
bráðnar, suðan aðeins látin
koma upp, rúsínum bætt í og
potturinn tekinn af. Bananarnir
skornir að endilöngu, lagðir í
eldfast fat með skornu hliðina
niður. Sykur-sírópsblöndunni
hellt yfir banana, lok eða ál-
pappír settur yfir fatið og bakað
ofarlega i ofninum í um 25 mín.
Rjómi eða ís borinn með. Ætlað
fyrir fjóra.
Bananar
með marengs
100 gr. sykur
2 matsk. hveiti
örlítið sait
'Á lítri mjólkur
3 egg
1 tsk. vaniliusykur
1 pk. vanillukex
6 bananar
1 sítróna
Blandið saman hveiti, sykri og
salti, mjólkinni hrært út í smám
saman og þetta soðið í potti yfir
vatni (í vatnsbaði) þar til það
þykknar. Eggjarauðurnar þeytt-
ar með dálitlu af heitri blönd-
unni, bætt út í pottinn og hitað
að suðumarki. Potturinn tekinn
af, þegar kremið er orðið hæfi-
lega þykkt. Þegar kremið er
orðið kalt, er vanillusykri bætt í.
Eldföst skál er smurð og í
botninn er sett lag af kexi, þrír
bananar skornir í sneiðar og
lagðir ofan á, vætt með sítrónu-
safa og helming vanillukremsins
smurt yfir. Síðn er byrjað á
nýjan leik, sett lag af kexi,
banönum og kremi.
Marengs
Eggjahvíturnar eru stífþeytt-
ar, 50 gr. af sykri bætt í.
Marengsið sett vel yfir og bakað
í ofni með góðum hita í nokkrar
mín. Borið fram heitt eða kalt.
Friðrik Sophusson
og Ragnhildur Helgadóttir:
Rlkið taki upp
sveigjanlegan
vinnutíma þar
sem það á við
Tveir þingmenn Sjálistæðisflokksins, þau Friðrik
Sophusson og Ragnhildur Helgadóttir, haia lagt fram á
Alþingi tillögu til þingsályktunar um sveigjanlegan
vinnutíma hjá ríkisfyrirtækjum og ríkisstofnunum.
Tillaga þessi er flutt í samræmi við og í framhaldi af
stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins um efnahagsmál,
þar sem sérstaklega er
vinnutíma.
Þingsályktunartillaga þeirra
Friðriks og Ragnhildar er svo-
hljóðandi:
Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að
1) láta kanna, að hve miklu leyti
sé hægt að koma við sveigjanleg-
um vinnutíma starfsmanna ríkis-
fyrirtækja og ríkisstofnana og
2) koma slíkri vinnutilhögun á,
þar sem slíkt þykir henta.
I greinargerð með tillögunni
segja flutningsmenn:
I stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis-
flokksins um efnahagsmál, sem
kynnt var fyrir skömmu, er í
kaflanum um kjaramál komist svo
að orði m.a.: „Kaupmáttur á
vinnustund verði aukinn með
sveigjanlegum vinnutíma.
starfshvatningu og hagræðingu."
Með stefnuyfirlýsingunni um
sveigjanlegan vinnutíma leggur
Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á
mikilvægi þess, að vinnutilhögun
taki sem mest tillit til mismun-
andi einkaaðstæðna starfsfólks.
Þessari þingsályktunartillögu er
ætlað það hlutverk að leggja til við
stjórnvöld að þau færi sér í nyt
kosti sveigjanlegs vinnutíma, þar
sem það þykir henta, þegar tekið
er tillit til þjónustuhlutverks
stofnana og fyrirtækja annars
vegar og haft hefur verið samráð
við starfsmenn og stjórnendur
þeirra hins vegar.
Frumkvæði Skeljungs
Snemma á árinu 1974 hóf Skelj-
ungur fyrst íslenskra fyrirtækja
tilraun með sveigjanlegan vinnu-
tíma starfsfólks. Þessu nýja fyrir-
komulagi kynntust forráðamenn
fyrirtækisins hjá Norsk Shell, sem
hafði haft þennan hátt á um hríð.
Tilraun Skeljungs hlaut góðar
viðtökur hjá starfsfólki fyrirtæk-
isins, og í framhaldi af því hafa
fleiri íslensk fyrirtæki, t.d. Olíu-
verslun íslands, Flugleiðir, Bæjar-
útgerð Hafnarfjarðar og Skýrslu-
vélar ríkis og Reykjavíkurborgar
tekið upp sveigjanlegan vinnu-
tíma.
Svo snar þáttur sem vinnan er í
lífi fólks, hlýtur það að vera
eðlilegt keppikefli að gera hana
sem léttbærasta. Sífellt er unnið
að endurbótum á þessu sviði, og á
síðustu áratugum hafa rutt sér til
rúms fjölmargar nýjungar, sem
lúta að bættum búnaði starfsfólks.
fjallað um sveigjanlegan
Sveigjanlegur vinnutími (Flexible
Working Hours, Flextid, Gleitzeit)
er mikilvægt tæki til að koma til
móts við óskir fólks, sem er þrúgað
af harðstjórn fasts vinnutíma, sem
ekkert tillit tekur til mismunandi
aðstöðu einstaklinga í einkalífinu.
Upphafið
Fyrsta fyrirtækið, sem talið er
að hafi tekið upp sveigjanlegan
vinnutíma er Messerschmitt-Böl-
kow-Blohm í Ottobrunn, einu af
úthverfum Múnchenborgar í Vest-
ur-Þýskalandi, en það var árið
1967. Ástæðurnar voru aðallega
tvær: Annars vegar strjálar ferðir
almenningsvagna frá íbúðarhverf-
um borgarinnar og hins vegar
erfiðleikar á endurnýjun starfs-
fólks, sérstaklega útivinnandi hús-
mæðra. Starfsmannastjóri fyrir-
tækisins, Hillert, fékk hugmynd-
ina hjá frú Christel Kaemmerer,
sem tveimur árum áður kynnti
tillögu sína um breytilegan vinnu-
tíma („variable working hours"),
en honum var ætlað að örva giftar
konur til þátttöku í atvinnulífinu.
„Variable Working Hours" er það,
þegar starfsmenn sama fyrirtækis
vinna mismunandi vinnudag.
Sumir byrja alltaf kl. 8, aðrir
alltaf kl. 9 og enn aðrir alltaf kl.
10. Vinnutíminn er 8 stundir hjá
öllum starfsmönnunum.
Segja má, að sveigjanlegur
vinnutími hafi farið sigurför um
álfuna á undanförnum árum, og
sífellt fleiri og fleiri fyrirtæki gera
nú tilraunir með þetta fyrirkomu-
lag. Fyrst í stað var aðferðin nær
eingöngu hagnýtt fyrir skrifstofu-
og afgreiðslufólk, en síðan hefur
hún verið notuð í verksmiðju-
rekstri jafnframt með viðeigandi
lagfæringum, þar sem vaktavinna
er stunduð.
Styttra er síðan Bandaríkja-
menn hófu tilraunir í einhverjum
mæli með sveigjanlegan vinnu-
tíma. Ástæðuna má öðru fremur
rekja til áhuga þeirra á fjögurra
daga vinnuvikunni sem mörg
bandarísk fyrirtæki hafa tekið
upp. Fjögurra daga ,vinnuvikan
gerir ekki ráð fyrir vinnutíma-
styttingu, eins og þegar vinnuvik-
an var stytt úr sex dögum í fimm.
Til gamans má geta þess, að sá,
sem fyrstur settí fram ítarlegar
hugmyndir um fjögurra daga
vinnuvikuna og kannaði málið