Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 36

Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 36
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing 1 milljarður árlega næstu 8-10 ár til að styrkja dreifikerfí rafmagns í strjálbýli BÚNAÐARÞINGI lauk sem kunnugt er sl. laugardag og á síðustu dögum þingsins voru afgreidd fjöldamörg mál. Verður hér á eftir gerð grein fyrir afgreiðslu ýmissa þessara mála. AðstoÖ við mjólkur- framleiðendur vegna birgðasöfn unar Búnaðarþing skoraði á land- búnaðarráðherra að beita sér fyrir aðstoð við mjólkurframleiðendur vegna hinna gífurlegu mjólkur; vörubirgða, sem til eru í landinu. í greinargerð með ályktuninni segir að búvörubirgðir séu nú meiri en nokkru sinni fyrr og verði í lög sett ákvæði um skipulagsbundinn sam- drátt í búvöruframleiðslu, sé rétt- mætt að álíta, að birgðir þessar dragist nokkuð saman. Þó orki það tvímælis, hvað smjörbirgðir snert- ir, bæði sökum þess, að allar aðgerðir til samdráttar í mjólkur- framleiðslu eru seinvirkar, og einnig vegna þess, að framundan er á næstu mánuðum hámark framleiðslunnar. Náist ekki fullt verð fyrir það smjör, sem nú er til í birgðum, yrði það mikið áfall fyrir mjólkurframleiðendur, og tekjuskerðing sú, er af hlytist, gæti haft óbætanlegar afleiðingar. Fé til rannsókna á fiskeldi verði veitt til stöðvar ríkisins Þingið skoraði á landbúnaðar- ráðherra og fjárveitinganefnd Al- þingis að vinna að því, að fé, sem veitt er úr ríkissjóði til tilrauna með eldi laxfiska, verði jafnan veitt til tilraunastöðvar ríkisins í fiskeldi í Kollafirði, og lögð er áherzla á að framlag ríkissjóðs til Veiðimálastofnunarinnar verði aukið verulega frá því, sem nú er. Þá var bent á, að breyta þyrfti lögum á þann veg að Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda fengju beina aðild að ákvarðana- töku um tilraunaverkefni fisk- eldisstöðvarinnar í Kollafirði. Itrekuð var ályktun Búnaðar- þings frá árinu áður um að kannað yrði hvort ekki væri tiltækilegt að vinna markaskrár í tölvu. I greinargerð með ályktuninni er þess getið að koma þyrfti á fót yfirmarkadómi fyrir landið allt, sem gæti skorið úr ágreiningi og jafnframt úthlutað markeiganda nýju marki í stað þess, sem hann þyrfti að leggja niður vegna sammerkinga. Samþykkt var að beina því til stjórnar Búnaðarfélags Islands að hún beitti áfram markvissum áróðri meðal bænda um bætta framleiðslu og meðferð ullar. Búnaðarsamböndin eru og hvött til að fá yfirullarmatsmenn til að mæta á námskeiðum og leiðbeina bændum um flokkunarmat ullar. I greinargerð með ályktuninn kemur m.a. fram, að ríflega 40% af ull, sem berst til vinnslustöðv- anna, er vetrarklippt en slík ull, þar sem húsvist og umhirða er góð, hefur mikla yfirburði yfir vor- og haustrúna ull. Jöfnun raforkuverðs í ályktun Búnaðarþings um raforkumál er þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnar og Al- þingis að verja árlega á næstu 8—10 árum allt að 1 milljarði króna, miðað við verðlag á árs- byrjun 1979, til þess að styrkja dreifikerfi fyrir rafmagn í strjál- býli. Samhliða styrkingu kerfisins verði því breytt úr einfasa línum í þrífasa línur, og flutningsgeta þess tryggi nægilegt rafmagn til heimilisnota, fullrar hitunar íbúðarhúsa með rafmagni, búsnota hvers konar, og annarra nota s.s. iðnaðar. Lögð er áherzla á að hið fyrsta verði lokið tengingu þeirra býla, sem enn eru ótengd við samveitu, en fyrirhugað er, að fái rafmagn á þann átt. Ennfremur að form rafvæðingar þeirra býla, sem eru utan þess ramma, er tenging frá samveitum gerir ráð fyrir, verði ákveðið hið fyrsta. Þingið skoraði á ríkisstjórn og Alþingi að hlutast til um, að hið allra fyrsta verði komið á fullri verðjöfnun á rafmagni, þannig að notendur þess greiði sama verð fyrir rafmagnið án tillits til búsetu. Fram kemur í greinargerð með ályktuninni að nú eru ótengd um 50 býli, sem talið er rétt að fái rafmagn frá samveitu en auk þess eru um 40 býli, sem eru það afskekkt, að þau verða tæplega tengd samveitum. Mótfallnir sérstöku gjaldi á veiðileyfi útlendinga Meðal þeirra mála, sem Búnaðarþing fjallaði um var til- laga til þingsályktunar um sér- stakt gjald á veiðileyfi útlendinga, sem veiða í íslenzkum ám, en tillögu þessa hafa Árni Gunnars- son og fl. flutt á Alþingi. Búnaðar- þing lagði til að þessi tillaga yrði felld á Alþingi. í greinargerð með samþykktinni segir, að fram hafi komið að gjaldeyristekjur af er- lendum veiðimönnum á síðasta ári hafi numið 700 milljónum króna og það megi því kallast furðulegt, að fram skuli koma á Alþingi tillaga, sem miðar að því að rýra verðmæti þessarar útflutnings- vöru og þá um leið þjóðartekjur og gjaldeyrisöflun. Það fáist ekki staðist að íslenskum veiðimönnum sé bolað frá veiði í ám og vötnum hér á landi, þar sem óseldir veiði- dagar skiptu þúsundum á síðasta ári. Könnun, sem gerð hefur verið, sýni að hlutfall milli almennra launa og verðlags á veiðileyfum sé nú svipað og það var fyrir 40 árum. Tekjuöflun til aukinnar fisk- ræktunar sé auðvelt að fram- kvæma með skynsamlegri hætti en tillagan gerir ráð fyrir. Rannsóknir á eggjahvítu- magni og öðrum þurr- efnum ímjólk Fyrir Búnaðarþing var m.a. lagt nefndarálit um rannsóknir á eggjahvítumagni og öðrum þurr- efnum í mjólk fyrir nautgripa- ræktarfélög og mjólkursamlög en álit þetta höfðu unnið nautgripa- ræktarráðunautarnir Ólafur E. Stefánsson og Erlendur Jóhannsson, tilnefndir af stjórn Búnaðarfélagsins, og Pétur Sigurðsson, mjólkurtækni- fræðingur, tilefndur af Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Nefndin leggur til að stefnt verði að því að breyta greiðslufyrir- komulagi til mjólkurframleiðenda og miða það við aðra þurrefnis- þætti en fitu eingöngu. Eigi slíkar breytingar að verða á greiðsluháttum til mjólkurfram- leiðenda er nauðsynlegt að koma upp aðstöðu til fjölþættari mælinga á efnainnihaldi mjólkur en nú er fyrir hendi, og leggur nefndin til, að slíkri aðstöðu verði komið upp í Reykjavík í formi sameiginlegrar þjónustumiðstöðv- ar fyrir mjólkursamlögin og naut- griparæktina. I ályktun sinni um þetta mál fagnar Búnaðarþing framkomnu nefndaráliti um þessar rannsóknir og leggur áherzlu á að haldið verði áfram að kanna þessi mál og það kynnt rækilega stjórnum mjólkur- samlaganna og búnaðarsam- böndunum. Þá er lögð áherzla á að hafnar séu hið fyrsta hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins rannsóknir á arfgengi vissra þátt í samsetningu mjólkur. Ráðunautar í ullar- og skinnaiðnaði og nýtingu hlunninda Búnaðarþing fól stjórn Búnaðarfélags íslands að ráða, þegar fjárhagur leyfir, ráðunaut til leiðbeiningar í ullar- og skinna- iðnaði og einnig ráðunaut í nýtingu hlunninda. Skorað var á fjárveitingavaldið að veita fé til þess að gera þessa starfsemi mögulega og sömuleiðis að veita fé til þess, að hægt sé að ráða ráðunaut í alifugla- og svínarækt í fullu starfi. Skorað var á stjórnvöld að fella niður vörugjald af jurtalyfjum og örgresisefnum, sem lagt var á þessi lyf á síðastliðnu ári. Því var beint til stjórnar Búnaðarfélags Islands, að hún leiti samstarfs við Stéttarsamband bænda um það, að hvor aðili um sig tilnefni einn mann til þess að fylgjast með því, hver staða bænda og samtaka þeirra verði til gildistöku nýrra skattalaga. Auknar leiðbeiningar um tæknibúnað við fóðurverkun í einni ályktun sinni segir Búnaðarþing að það líti svo á, að auka þurfi leiðbeiningar um val og notkun búvéla til þess að afla góðra heyja á sem hagkvæmastan hátt, miðað við aðstæður. Beindi þingið því til stjórnar Búnaðar- félagsins og starfshóps þess, sem fjallar um bætta heyverkun, að beita sér fyrir því, að á hverju búnaðarsambandssvæði verði ráðunautur, sem fær sé til þess að annast leiðbeiningar um val véla og verkfæra, og leiðbeina um notkun þeirra. Ennfremur beiti starfshópurinn sér fyrir því að koma á námskeiði fyrir héraðs- ráðunauta, þar sem fjallað verði um hagkvæma vélvæðingu búa, leiðbeiningar um val og notkun búvéla, úrvinnslu úr prófunar- skýrslum bútæknideildar RALA, öryggismál o.fl. sem lýtur að notkun búvéla og tæknibúnaðar. Mælir með áliti meirihlutans um framleiðsluráðslögin Búnaðarþing fékk m.a. til umsagnar niðurstöður nefndar ■þeirrar er landbúnaðarráðherra skipaði á árinu 1976 til að endur- skoða lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins en í þessari nefnd áttu sæti fulltrúar bænda og aðila vinnumarkaðarins. Nefndin klofnaði í áliti sínu og skiluðu formaður nefndarinnar og fulltrúar bændasamtakanna sameiginlegu áliti og fulltrúar Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins skiluðu sameiginlegu séráliti. Mælti Búnaðarþing með því við land- búnaðarráðherra að hann legði fyrir Alþingi frumvarp um þetta efni í samræmi við álit fulltrúa bænda í nefndinni og jafnframt hafnaði þingið tillögum aðila vinnumarkaðarins, að því leyti sem það er frábrugðið frumvarpi meirihlutans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.