Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
39
Hjörtur Kristjánsson
vélstjóri — Minning
Fæddur 1. júní 1905.
Dáinn 4. marz 1979.
Minningar streyma fram, þegar
maöur kveður látinn vin og eigin-
mann hjartkærrar mágkonu.
Ég man vel þegar ég sá Hjört
fyrst. Það var á skemmtun hjá
Vélstjóraskólanum á Hótel Heklu
árið 1929. Þangað bauð okkur
hjónum Jafet mágur minn, en þeir
voru skólabræður Hjörtur og
hann. Mun þá Sigríður mágkona
hafa verið þar með okkur einnig í
boði Jafets. Mér er Hjörtur alltaf
mjög hugstæður frá þessum fyrstu
kynnum. Enda áttu tengdir og
kynni eftir að verða nánari. Sigríð-
ur og Hjörtur feildu hugi saman
og gengu í hjónaband 1. ágúst
1930. Þau byrjuðu búskap á Reyni-
mel, þ.e. Bræðraborgarstíg 22 hér í
bæ.
Sigríður er yngst af börnum
hjónanna Margrétar Sveinsdóttur
og Hjartar Jónssonar, sem þar
bjuggu í mörg ár, fyrst í litlum bæ,
sem þau höfðu reist um líkt leyti
og þau giftu sig árið 1885. í þessum
litla bæ fæddust tíu af börnum
þeirra, en Sigríður sú ellefta í
röðinni, fæddist í húsinu, sem þau
höfðu þá nýlokið við að koma sér
upp.
Hjörtur maður minn, næst-
yngstur þá af þeim systkinum,
sagði mér einhverju sinni hvað
þeir bræðurnir voru hrifnir af að
sjá litlu fallegu systur sína. Senni-
lega hefur þeim þótt ánægjulegt,
að það skyldi vera telpa, þar sem
að fjórir voru bræðurnir næstir að
aldri, sem fæddir voru með
tveggja ára millibili. Eldri voru
tveir bræður og tvær systur.
Töluverður vandi hefur senni-
lega verið fyrir þennan unga mann
að koma inn í fjölskyldu og taka að
sér „eins og þá var komist að orði“
yngstu dóttur þessara mætu
hjóna.
Hjörtur Kristjánsson sagði mér
einhvern tíma fyrir löngu síðan, að
Margrét tengdamóðir okkar hefði
horft á sig nokkuð hvöss á brá, og
eins og hún vildi segja sem svo:
„Ertu maður fyrir dóttur okkar?"
Hann sagðist hafa hugsað með sér,
að reynslan yrði að skera úr því.
Sigríður og Hjörtur byrjuðu
sinn búskap, eins og áður er sagt, í
húsi sem hún fæddist í 1908. Þar
búa þau þar til þau flytjast til
Patreksfjarðar árið 1933 og eru
þar í tuttugu ár. Fyrst var Hjörtur
vélstjóri á togurum frá Patreks-
firði um árabil. Síðan vann hann
lengi í landi hjá fyrirtæki Ólafs
Jóhannessonar.
Árið 1953 flytjast þau aftur til
Reykjavíkur og hóf Hjörtur þá
fljótlega starf hjá vélsmiðjunni
Héðni, og vann þar meðan heilsa
og kraftar leyfðu.
Þann tíma sem þau hjón bjuggu
á Patreksfirði gisti Hjörtur nokkr-
um sinnum hjá okkur á Reynimel,
þegar hann var hér í bænum í
ýmsum erindagjörðum. Mér er það
minnisstætt hvað hann var þá alla
tíð góður okkar börnum og fylgdist
alltaf vel með þeim og þeirra
fjölskyldum. Fyrir alla þá tryggð í
gegnum árin vil ég þakka af alhug.
Sigríður og Hjörtur eignuðust
strax frá byrjun einstaklega hlý-
legt og indælt heimili, fyrst á
Reynimel, síðan á Patreksfirði. Og
nú um tíu ára skeið hafa þau búið í
Hraunbæ 80 í yndislegri, þægilegri
íbúð, sem þau voru samhent að
fegra og prýða í alla staði. Þangað
var gott að koma, bæði á tyllidög-
um, og ekki síður þegar litið var
inn, því bæði voru hjónin gestrisin
og skemmtileg heim að sækja.
Fyrir nokkrum árum fór Hjört-
ur að finna fyrir hjartasjúkdómi,
sem ágerðist með tímanum, og
þurfti hann þá að dvelja á sjúkra-
húsi öðru hvoru. En síðustu mán-
uði var hann alveg heima og
stundaði þá Sigríður mann sinn af
mikilli alúð og samviskusemi til
hinstu stundar.
Sigríður og Hjörtur eignuðust
fjórar dætur: Lilju, sem gift er
amerískum manni, George E.
Howser, og eiga þau þrjú börn;
Önnu, sem gift er Hans Júlíussyni.
Þau eiga eina dóttur og eina
dótturdóttur; Valgerði, sem gift er
Kristjáni Sveinssyni. Þau eiga
fjórar dætur; Margréti, sem er
ekkja eftir Finn Steinþórsson og á
hún einn son. Umhyggja og kær-
leikur dætranna fjögurra og þeirra
fjölskyldna eru sérstaklega áber-
andi, góð og elskuleg.
Hjörtur Kristjánsson fæddist á
Efra-Vaðli á Barðaströnd 1. júní
1905. Foreldrar hans voru Sigríður
Jónsdóttir og Kristján Þórðarson.
Árið 1909 flyst hann með foreldr-
um sínum til Bíldudals, en þar
deyr faðir hans 1914 frá tíu börn-
um. Ég held að maður geti varla
ímyndað sér hvað lífsbaráttan
hefur verið hörð á þessum tímum
fyrir ekkju með stóran barnahóp.
Engar bætur, engir styrkir. En
með guðshjálp, dugnaði og hjálp
góðra manna hafa þessi systkini
komist upp og orðið dugmikið
myndarfólk.
Hjörtur var næstyngstur syst-
kinanna. Eftir lifa tvíburabræð-
urnir Gunnar og Kristján og
Ólína, sem er yngst þeirra.
Ég vil nú að lokum senda ykkur
öllum innilegar samúðarkveðjur
frá okkur hjónum.
Við biðjum ykkur öllum guðs-
blessunar.
Ásta Björnsdóttir.
163 bifreiðaeigend-
ur fá iðgjaldsfrítt ár
KLÚBBURINN öruggur akstur í
Reykjavík hélt umferðarmálafund
í Súlnasal Hótel Sögu fyrir
skömmu.
Þar voru tilkynnt og afhent
viðstöddum verðlaunamerki Sam-
vinnutrygginga fyrir öruggan
skstur; 10 — 20 og 30 ára, auk
viðurkenningar fyrir 5 ára örugg-
an akstur. Samtals voru það 163
bifreiðaeigendur í Reykjavík, sem
þannig hlutu iðgjaldsfrítt ár
vegna ábyrgðartryggingar öku-
tækja sinna, en sú upphæð án
bónuss leikur á milli kr. 56.000-
og 78.000.- á fólksbifreið, eftir
tegund.
Formaður klúbbsins flutti ávarp,
en stutt erindi í sambandi við
umferðarmál þeir Kristján Bald-
vinsson læknir og Friðjón Guðröð-
arson sýslumaður Austur-Skaft-
fellinga, og varaformaður lands-
samtaka klúbbanna.
Sumum mönnum er það gefið að
hafa jákvæð áhrif á samferða-
menn sína og auðga líf þeirra.
Einn þessara manna var Hjört-
ur Kristjánsson, vélstjóri, sem
andaðist hinn 4. þessa mánaðar, 73
ára að aldri. Hvorki skyldleiki né
tengdir bundu okkur Hjört bönd-
um, en engu að síður kveð ég hann
nú sem föður.
Þótt menn búi í sama húsi í
nokkur ár, er sjaldgæft, að það
skapi svona sterk tengsl milli
manna á ólíkum aldri og af ólíkum
uppruna, en það var ríkur þáttur í
fari Hjartar að deila kjörum með
öðrum, og þess vegna þróaðist með
okkur þessi sérkennilega vinátta.
Hún hófst, þegar ég var lítill
drengur, og fjölskyldur okkar áttu
heima í sama húsi í nokkur ár á
Patreksfirði.
Faðir minn var vélstjóri á tog-
ara, og á uppvaxtarárum mínum,
Fyrir svörum meðan á kaffiveit-
ingum stóð, sátu Óli H. Þórðarson,
framkvæmdastjóri Umferðarráðs,
og Guðni Karlsson, forstöðumaður
Bifreiðaeftirlits ríkisins, og urðu
fjörug orðaskipti milli þeirra og
fundarmanna varðandi marga
þætti umferðarmálanna.
í stjórn Reykjavíkurklúbbsins
næsta ár voru kosnir: Kristmundur
J. Sigurðsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn, formaður (endurkosinn).
Gísli Björnsson lögreglumaður og
Guðmundur Höskuldsson, fulltrúi
sem meðstjórnendur.
Varastjórn: Gísli Kárason, bif-
reiðarstj. Grétar Sæmundsson,
rannsóknarlögreglumaður, og
Tryggvi Þorsteinsson, læknir.
Þrátt fyrir ófærð og nokkurt
óveður sótti fundinn 230 manns.
Fundarstjóri þessa fjölmenna
fundar var Sigurjón Rist vatna-
mælingamaður, en fundarstjóri frú
Jónína Jónscjóttir frá Q^mlufalli.
stríðsárunum, var siglt með aflann
til Bretlands og togarasjómenn
gátu ekki verið í landi heima hjá
sínum nánustu nema fáa daga á
ári.
Á þessum erfiðu árum kom það
einhvern veginn af sjálfu sér, að ég
hændist að Hirti, þessum barn-
góða og trausta manni, sem hafði
þá eiginleika að laða að sér fólk,
jafnt yngri sem eldri.
Þau hjónin Hjörtur og Sigríður
Hjartardóttir áttu fjórar dætur en
engan son, og það stuðlaði kannski
að því, að Hjörtur batzt mér
tryggðaböndum.
Þegar ég var sextán ára, fórst
faðir minn með togaranum Verði,
og Hjörtur, sem fram að því hafði
umgengist mig sem son, kallaði
mig son sinn eftir það, gekk mér í
föður stað og sýndi mér alla tíð
ræktarsemi og umhyggju, sem
erfitt er að þakka sem vert væri
með fátæklegum orðum nú, þegar
vegir skiljast.
Eins og títt er um unglinga í
sjávarplássum, fór ég snemma að
vinna í frystihúsi. Hjörtur var þá
vélstjóri þar og fékk mig oft til
þess að vinna fyrir sig eitt og
annað smálegt í sambandi við
vélarnar.
Hann var fenginn til þess að
setja niður stórar dísilvélar í
rafstöð í plássinu, þegar ég var
fjórtán ára, og fékk mig þá til að
vinna með sér við þessa vélaupp-
setningu. Þótt hér væri kannski í
fyrstu um að ræða óþrifalega
vinnu, þrif og hreinsun á vélum og
vinnustað, kveikti hann hjá mér
ungum áhuga á þessu starfi, sem
enzt hefur til ævistarfs. Er það
mikil gæfa fyrir hvern ungan
mann að finna svo snemma starfs-
vettvang og njóta leiðsagnar og
umhyggju manns eins og Hjartar,
og stend ég í ómældri þakkarskuld
við hann fyrir það.
Þegar faðir minn fórst, fannst
mér í ákafa æskunnar, að eðlilegt
væri, að ég tæki við starfi hans
sem vélstjóri á nýjum togara, sem
kom í stað þess, sem fórst, enda
þótt ég væri aðeins sextán ára
gamall. Þegar ég orðaði þetta við
móður mína, tók hún þessu víðs
fjarri, og hefur, sem von var,
fundist, að sjórinn hefði nóg frá
henni tekið.
Svo fór, að ég leitaði sem oftar
til Hjartar með vandamál mitt, og
5' A 81 li a .r 1» I II 4 It >1 • g c r °
imm m.MM■■ ■•■■■■■ n« t m n■ u■ • mm
kom þar, að ég spurði, hvort hann
gæti rætt málið við móður mína.
„Það eru þung spor, sem þú
biður mig að stíga, og mikil
ábyrgð, sem þú setur mér á
herðar," sagði hann, enda var
honum fullkunnugt um hið mikla
áfall, sem fjölskylda mín hafði
orðið fyrir og hinn mikla harm,
sem kveðinu var að móður minni
og systkinum með fráfalli föður
míns.
Engu að síður fór hann og ræddi
þannig málið við móður mína, að
hún féllst á, að ég færi með honum
að sækja hinn nýja togara, en
aðeins þessa einu ferð.
Þar með var ísinn brotinn, ferð-
irnar urðu fleiri, og upp frá því
nam ég það starf, sem hugurinn
stóð til undir handleiðslu Hjartar,
hvort sem hann var mér nær eða
fjær. Þótt leiðir okkar ýmist
skildu eða lægju saman eftir þetta,
var hann mér eins og ávallt áður
ráðgjafi, hollvinur, trúnaðarmað-
ur og leiðarstjarna, eins og bezti
faðir. Eins og sagði í upphafi
þessara kveðjuorða, hafði Hjörtur
sérstakt lag á því að vera fyrir-
mynd um reglusemi og vinnusemi,
enda voru honum fengin vandasöm
verkefni og verkstjórn í hendur oft
á tiðum.
Hann var myndarmaður, þéttur
á velli og þéttur í lund, traustvekj-
andi, og kom fram við alla sem
vinur og jafningi og hafði þannig
ætíð jákvæð áhrif á umhverfi sitt.
Hrókur fagnaðar var hann á
gleðistundum, og taldi ekki eftir
sér störf að félagsmálum yngri og
eldri.
Það er gæfa æskufólks á hverj-
um tíma að eiga slíka menn sem
fyrirmyndir og leiðarstjörnur, og
mikil eftirsjá að mönnum eins og
Hirti Kristjánssyni.
Um leið og ég kveð minn nán-
asta og hjartfólgnasta vin með
söknuði og þakklæti, votta ég
ekkju hans, dætrum og vanda-
mönnum mína innilegustu samúð.
Sigfús Jóhannsson.
bó ad fornu björgun brotni,
bili himinn og þorni upp mar,
allar sortni sólirnar,
aldrei deyr þótt allt um þrotni,
endurminning þess, sem var.
(Grfmur Thomsen)
Þeim fækkar nú ört sem bundnir
eru minningum æskuára minna í
Hokinsdal í Arnarfirði, því með 8
daga millibili létust Ingibjörg
fóstursystir mín og Hjörtur, góður
vinur minn. Hann kom til fóstur-
foreldra minna þegar hann var 11
ára. Á þeim árum var tvíbýli í
Hokinsdal og voru húsmæðurnar
systur og bændurnir bræður.
Þarna var aldrei fámennt, sam-
lyndi gott og okkur krökkunum
fannst skemmtilegt. Á fullorðins-
árum minntist Hjörtur oft veru
sinnar í Hokinsdal sem þess besta
og skemmtilegasta frá æskuárum
sínum. Fósturforeldrar mínir,
Jensína Þorleifsdóttir og Guðlaug-
ur Egilsson, voru elskuleg hjón og
voru við okkur, þessi hálf-
munaðarlausu börn, sem værum
við þeirra börn. Milli Hjartar og
þeirra skapaðist brátt gagnkvæmt
traust og einlæg vinátta, sem
entist avilangt. Hjörtur fæddist að
Efra-Vaðli á Barðaströnd, sonur
hjónanna þar, Sigríðar Jónsdóttur
og Kristjáns Þórðarsonar. Börnin
urðu 10 og eru nú aðeins 3 á lífi.
Tvíburarnir Gunnar og Kristján
og yngsta systirin Ólína. Föður
sinn missti Hjörtur 1914. Áður
hafði fjölskyldan flutt til Bíldu-
dals, og var þetta orðlagt
dugnaðarfólk.
17 ára fór Hjörtur til járnsmíða-
náms til Ólafs Ólafssonar á Akra-
nesi og lauk því 1927 og fór þá í
Vélskólann hér í Reykjavík og lauk
þaðan námi 1929.
1. águst 1930 kvæntist Hjörtur
Sigríði Hjartardóttur hér í borg og
lifir hún mann sinn ásamt 4
dætrum. Þær eru Lilja, gift Georg
Howser, Bandaríkjamanni og eiga
þau 3 börn. Næst er Anna, gift
Hans Júlíussyni matreiðslumanni
og eiga þau eina dóttur. Þá
Valgerður, gift Kristjáni Sveins-
syni, skipstjóra á Goðanum og eiga
þau 4 dætur. Yngst er Margrét,
ekkja Finns Steinþórssonar
sjómanns, og áttu þau einn son.
Árið 1932 kom Hjörtur til
Patreksfjarðar og flutti með fjöl-
skyldu sinni þangað árið 1933.
Hann var vélstjóri á togurum þar
til ársins 1936, en vann eftir það í
landi. Þau hjónin áttu heima á
Patreksfirði í 21 ár og undu þar
hag sínum vel. Eftir að þau fluttu
frá Patreksfirði vann Hjörtur sem
verkstjóri í Héðni þangað til heilsa
hans bilaði. Síðustu 7 mánuðina
dvaldi hann ýmist á sjúkrahúsi
eða heima.
Hjörtur var einstaklega
traustur og góður heimilisfaðir,
skemmtilegur heim að sækja,
hress í bragði og talaði enga
tæpitungu. Það var alltaf notalegt
að vera gestur þeirra Siggu á
þeirra fallega heimili bæði hér og
á Patreksfirði. Margs er að minn-
ast og þakka eftir margra áratuga
tryggð og umhyggju fyrir mér og
börnum mínum, einkanlega eftir
að ég var ein með þau. Síðan
færðist umhyggjan til barnabarna
minna. Sigga mín, ég skil ykkar
mikla missi og Hjört kveð ég með
söknuði.
Fríða.
+
Útför fööursystur okkar
ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR,
Sólheimum 28,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. marz kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Oddný S. Jónsdóttir,
Sigurður Jónaaon
Brynjólfur Brynjólfsson
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu.
GUDNÝJAR MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR,
trá Bakkasoli.
Sérstakar þakkir færum vlö læknum og starfsfólki sjúkrahússins á
Hvammstanga fyrir góöa umönnun.
Börn, tengdabörn, bamabörn og barnabarnabörn
Lokaö eftir hádegi
í dag vegna jaröarfarar
' STEFÁNS BALDURSSONAR.
Skátabúðin
Landsamband Hjálparsveita Skáta.